Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT orð lýsir viðbrögð-um Serba við handtökuSlobodans Milosevic betur en léttir. Þrátt fyrir að ekki hafi orðið vart mikillar spennu í Bel- grad meðan á umsátrinu um bú- stað fyrrverandi Júgóslavíuforseta stóð, fer ekki hjá því að almenn- ingur andi léttar nú þegar hann er á bak við lás og slá án þess að komið hafi til átaka eða mannfalls. Núna geta Serbar loksins snúið sér að því að gleyma Milosevic, eða að minnsta kosti finna honum réttan stað í sögunni. „Brjálæðið er yfirstaðið sem betur fer,“ segir Mikalo Gajic, sem er á sunnudagsgöngu með fjöl- skyldunni. Gajic telur handtökuna ekki aðeins hafa verið nauðsyn- lega, heldur sé hún helst til seint á ferðinni. „Það hefði átt að fangelsa hann tíu árum fyrr, hefði það verið gert, hefðum við ekki þurft að ganga í gegnum allt þetta.“ Hann telur Milosevic ekki eiga sér marga stuðningsmenn lengur og að þeir sem enn haldi tryggð við leiðtogann, séu smám saman farnir að gera sér grein fyrir því hvað forsetinn fyrrverandi hafi á sam- viskunni og hafi því hægt um sig. „Ég tel fullvíst að Milosevic endi á ákærubekknum hjá stríðsglæpa- dómstólnum í Haag. Fyrst verðið þið þó að leyfa okkur að rétta yfir honum vegna þeirra glæpa sem hann hefur framið gagnvart eigin þjóð,“ segir Gajic og bætir því við, að hann telji fullvíst að Mira Markovic, eiginkona Milosevic, fylgi í kjölfar eiginmannsins á bak við lás og slá. „Nú þegar við erum laus við Milosevic, eiga sósíalistar varla möguleika á að komast til valda næstu tíu árin. Fólk vill jafn- aðarmannastefnu eins og er á Norðurlöndum, lýðræðislega og með öflugt velferðarkerfi líkt og var hér á tímum kommúnista.“ Handtekinn að kröfu Vesturlanda Ekki eru allir jafnánægðir og Gajic, eldri herramaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, telur ekki að handtaka Milosevics leiði til nokkurs skapaðs hlutar. „Hann er ekki sá eini sem braut af sér; hvers vegna að refsa honum ein- um? Og hvað fáum við í staðinn? Lýðræði? Það er svo sem gott og blessað en ekki þó að vestrænni fyrirmynd þar sem hinir sterku ráða. Sjáið bara handtökuna nú, hún er framkvæmd vegna þess að Vesturlönd kröfðust hennar, þau standa að baki öllu.“ Háskólaneminn Nesco tekur að mestu undir þetta allt saman en ypptir svo öxlum og segir að sér standi eiginlega á sama hvort Mil- osevic sé í fangelsi eður ei. Hann sé að minnsta kosti ekki einn sek- ur og því takmarkað réttlæti í því fólgið að láta hann einan svara til saka. Leigubílstjórinn á leiðinni að fangelsinu þar sem Milosevic gistir nú er hins vegar á því að fyrst svo mikið hafi verið haft fyrir hand- tökunni, hefði átt að drepa forset- ann fyrrverandi. „Hann bar ábyrgðina á því sem fór úrskeiðis hér og á að svara fyrir gerðir sín- ar.“ Laugardagskvöld í skóginum Á sólríkum sunnudegi í miðborg Belgrad var fátt sem minnti á ástandið í Dedinje-hverfinu kvöld- ið áður. Þá lá spennan í loftinu, spenna sem magnaðist upp í myrk- um skóginum sem er umhverfis bústað Milosevic. Í skóginum og nálægum götum úði og grúði af lögregluþjónum en einnig hópi ungra manna í svörtum leðurjökk- um og íþróttabuxum sem sumir hverjir báru greinilega skamm- byssu eða önnur vopn innanklæða. Þeir voru stuðningsmenn fótbolta- liðsins Rauðu stjörnunnar sem þekkt er fyrir flest annað en sann- an ungmennafélagsanda. Þeir slóg- ust í hóp eldri borgara sem enn vilja sýna Milosevic stuðning sinn og ungs fólks úr Otpor-andspyrnu- hreyfingunni sem lagði svo mikið af mörkum til að steypa Milosevic af stóli. Otpor-samtökin hvöttu reyndar ekki sitt fólk til að mæta, sagði talskona þeirra, Theresa, því þeir töldu of mikla hættu á að upp úr syði. Þeir sem þarna voru, komu á eigin vegum. Þetta var eldfim blanda og þeim fáu frétta- mönnum, sem blönduðu sér í hóp- inn, var um og ó. Einn þeirra var enda sleginn niður þegar hann reyndi að mynda og flestir héldu sig inni í bílum sínum með dyrnar læstar. Ekki kröfugöngu virði Og við tók bið, löng, löng bið. Upp úr miðnætti fór að þynnast verulega í hópnum og þegar Slob- odan Milosevic, útkeyrður á sál og líkama, hafði gefist upp og var ek- ið á brott í svarti bifreið, var bara lítill og örþreyttur hópur eftir. Hópur, sem áttaði sig varla á því, að þetta væri búið, umsátrinu lok- ið, Milosevic fallinn af stalli. Hann var fluttur til aðalfangels- isins í Belgrad, stórs steinkumb- alda sem minnir helst á skólahús. Blaðamenn eru þar fyrir utan í von um að sjá Milosevic eða eig- inkonu hans, Miru, bregða fyrir þegar hún heimsækir hann. Þeir eru þeir einu sem sýna máli hans raunverulegan áhuga, stuðnings- menn forsetans fyrrverandi eru hvergi sýnilegir, vilja ekki ræða við blaðamenn þegar til þeirra er leitað í höfuðstöðvum Sósíalista- flokksins og hyggjast heldur ekki standa fyrir mótmælum. Og Otpor, sem hefur haldið hverja gönguna á fætur annarri til að sýna andstöðu sína við Milosevic og síðar til að fagna áfangasigrum í baráttunni gegn honum, sér enga ástæðu til að skipuleggja nokkurn hlut. Það er kominn tími til að fara að gleyma Slobodan Milosevic. Brjálæðið yfirstaðið Mikill léttir einkennir viðbrögðin í Serbíu við handtöku Slobodan Milosevic, skrifar Urður Gunnarsdóttir, en hún olli þó minni spennu en búast hefði mátt við.                                  !"#     "#   $%     & # '  !      "       $% (      ")                                                       !          "#$%    &  '          !        !     (         (  ) *    (  ! +         * )        ,)-   *                       . /          (       0 1       +  ) 1          +         + & -  )    2   '    (       .(+        + & -    (    1       /    (  )  '        * (   (      (,   3455555    "#    6       +     2                   +       0 7*  +                +      0         (             !   8 !           */    1         !            !     '    !  0       (      7            !      9  :       ;   !  <  <     /   1       1     ;          '                ! *    *       =   >;?@       ! +  *   /             (   1* ! *   (,  "4%%    !  3     6      )   (, A  *                 ( /   (, &          *   /  /   *   !  B   1           '           C    *              !    */      *               *        „ÞETTA er fyrst og fremst mikill léttir fyrir okkur. Nú verðum við að snúa okkur að því sem máli skiptir, efnahagsmálunum, og finna Slobodan Milosevic réttan stað í sögunni,“ segir stjórnmálaskýrandinn Bratislav Grub- acic. Hann er ánægður með atburði helg- arinnar, telur þá hafa styrkt stöðu eftir- manns Milosevics, Vojslavs Kostunicas, og að sama skapi jafnað út ágreining hans og for- sætisráðherrans, Zorans Djindjics, að minnsta kosti í bili. „Einn af þeim sem standa uppi styrkari en áður eftir atburði helgarinnar er Kostunica vegna þess að það var ekki fyrr en hann hóf afskipti af málinu að hlutirnir fóru að ganga. Kostunica var ekki hafður með í ráðum þegar ráðist var til atlögu gegn Milosevic og fyrsta sólarhringinn ríkti ringulreið, misheppnuð tilraun var gerð til að handtaka hann. Lík- lega vildi Djindjic handtaka Milosevic og upp- skera heiðurinn. Það gekk hins vegar ekki og það var ekki fyrr en Kostunica hafði afskipti af málinu að hlutirnir fóru að ganga. Og það er ekki síst Kostunica að þakka að umsátrið um hús Milosevic skyldi ekki leiða til blóð- baðs. Fyrsta sólarhringinn var mikil ring- ulreið og þetta hefði getað endað með ósköp- um.“ Grubacic segir að mesta hetjan sé þó vafa- lítið hinn þrítugi Cedemir Ivanovic, fyrrver- andi talsmaður DOS-samtakanna og forseti serbneska þingsins. Ivanovic fór fyrir samn- inganefnd sem tókst að sannfæra Milosevic um að gefast upp. „Ivanovic var einn af fáum mönnum sem þýddi að senda inn til forsetans, þar sem hann nýtur mikillar virðingar þrátt fyrir ungan aldur. Það getur ekki hafa verið létt verk að fara inn, vitandi að innandyra væru vopn og sprengiefni, drukknir menn og örvæntingarfullur forseti sem hefði getað fundið upp á hverju sem er.“ Fjandvinirnir Kostunica og Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, gerðu sér fylllilega grein fyrir því hve eldfimt ástandið var og segir Grubacic þá hafa unnið vel saman, bet- ur en nokkru sinni eftir byltinguna í byrjun október sl. Reglulegar fréttir hafa verið af samstarfsörðugleikum innan DOS-sam- takanna sem báðir eru meðlimir í en Grubac- ic kveðst hafa fyrir því áreiðanlegar heim- ildir að þeir hafi verið fyllilega samstiga í málinu. Búast má við að dómsmálið sem að öllum líkindum verður höfðað á hendur Milosevic verði langt og strangt en saksóknari hefur 30 daga til að safna sönnunargögnum um glæpi forsetans gegn þjóð sinni. Munnlegar fyrirskipanir „Þetta verður ekki létt verk, því Milosevic gaf sjaldan skriflegar fyrirskipanir. Þær voru munnlegar og því verða umfangsmiklar vitnaleiðslur helstu sönnunargögnin í mál- inu.“ Grubacic telur að enn erfiðara kunni að reynast að finna sannanir á hendur Miru Markovic, sem margir Serbar telja hafa verið hálfu verri en eiginmanninn. „Hún er eins konar lafði Makbeð í huga margra en sann- leikurinn er sá að hún skiptir ekki máli. Það fylgir enginn í fótspor hennar og því er ekki eins nauðsynlegt að koma í veg fyrir að það gerist og hjá eiginmanninum þótt þau séu jafnslæm.“ Grubacic segir almenning smám saman farinn að gera sér grein fyrir hvað Milosevic hafi verið; ótíndur þjófur. Réttarhaldinu sé ætlað að draga það fram, að sýna fólki Slob- odan Milosevic eins og hann sé í raun auk þess sem það eigi að sýna fólki að serbneskt réttarkerfi virki í Júgóslavíu; að hún sé rétt- arríki. „Vonandi verður hans svo í mesta lagi minnst sem mannsins sem gerði þjóðina gjaldþrota í stað þess að vera settur á stall.“ Hefði átt að handtaka Milosevic strax Tímasetning handtöku Milosevic þykir Grubacic vera einkar óheppileg. „Stjórnvöld hefðu átt að láta handtaka hann þegar eftir að honum var steypt af stóli í október, að minnsta kosti fyrr en nú, sama dag og sá frestur sem Bandaríkjamenn höfðu gefið Serbum til að framselja hann til stríðs- glæpadómstólsins í Haag rennur út. Nú telja allir að handtakan hafi verið framkvæmd að þeirra kröfu og engra annarra og að Banda- ríkjamenn taki allar stórar ákvarðanir. Það er reyndar nokkuð til í því en engin þörf á að sýna það með jafn áberandi hætti og þessum. Grubacic segir að auk tímafrestsins, sem Bandaríkjamenn settu Serbum til að fram- selja Milosevic ella drægju þeir úr fjár- framlögum til þeirra, hafi stjórnvöld viljað koma í veg fyrir að Milosevic tækist að kom- ast í sviðsljósið að nýju. „Þrátt fyrir að hann hafi verið að mestu einangraður í bústað sín- um nýtti hann hvert tækifæri til að skapa klofning og ringulreið. Hann var farinn að tjá sig æ meira opinberlega og hjónin bæði voru farin að veita viðtöl. Það hefur líklega farið mjög í taugarnar á Kostunica, sem hefur vax- ið mjög í embætti forseta Júgóslavíu und- anfarið hálft ár. Það var því ekki við öðru að búast en að þaggað yrði niður í Milosevic, seint og um síðir. Hvort hann verður fram- seldur til Haag á eftir að koma í ljós. Það er alls ekki útilokað.“ Tímasetningin óheppileg Morgunblaðið/Thomas Dworzak Síðastliðinn hálfan mánuð hafa Odpor-sam- tökin verið með mikla áróðursherferð í gangi gegn Milosevic og eru spjöld frá þeim um alla Belgrad. Var m.a. skorað á fólk að leggja fram kæru gegn honum ef það taldi ástæðu til og urðu 15.000 manns við því. Stjórnmálaskýrandinn Bratislav Grubacic vonar að Slobodans Milosevic verði eingöngu minnst sem mannsins sem gerði þjóð sína gjaldþrota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.