Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 26

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 26
NEYTENDUR 26 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ DÖNSK fyrirtæki virða að vettugi viðmið OECD um viðskipti á Net- inu, samkvæmt rannsókn sem um- boðsmaður neytenda gerði í Dan- mörku. Hún var hluti stærri rannsóknar sem framkvæmd var í 19 löndum en alls voru yfir 3.200 heimasíður á Netinu skoðaðar með tilliti til þess hvort áðurnefndum reglum OECD væri framfylgt. Reglurnar eru í tíu liðum og kveða m.a. á um að fram komi upp- lýsingar um fyrirtækið, heimilis- fang, hvaða reglur gildi um skrán- ingu og rétt neytandans til að skila vöru. Af 37 dönskum heimasíðum sem skoðaðar voru uppfyllti aðeins ein öll tíu skilyrðin sem OECD set- ur. Í flestum tilfellum vantaði upp- lýsingar um lágmarksaldur kaup- enda en einnig vantaði oft upplýsingar um hvort viðkomandi fyrirtæki sendi vörur út fyrir land- steinana. Niðurstaðan í Danmörku er í samræmi við það sem gerist í öðrum löndum, m.ö.o. reglur OECD eru að jafnaði ekki virtar. Þetta ger- ist þrátt fyrir að svipuð könnun hafi verið gerð á síðasta ári og athygli fyrirtækja vakin á niðurstöðunni. Peter Fogh, lögmaður hjá umboðs- manni neytenda, segir fyrirtæki ekki virða þær reglur sem fyrir hendi eru og geri ekkert til að kynna sér þær. Í kjölfar rannsóknarinnar verður eftirlit með viðskiptum á Netinu nú kannað enn frekar í von um að fyrirtækin taki sig á. Hunsa reglur um viðskipti á Netinu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VIÐSKIPTI NÝ vefverslun Griffils var opnuð fyrr í vikunni á fimm stöðum á landinu; á Akureyri, Akranesi, Ísa- firði, í Mosfellsbæ og Fjarðabyggð. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, opnuðu vefversl- unina og urðu fyrstir til að panta vörur. Í vefversluninni er hægt að fá allt frá yddurum til skrifborða og margvíslegan tölvubúnað svo eitthvað sé nefnt. Þá munu öll til- boð í verslun Griffils í Skeifunni vera á vefnum. Griffill var með fyrstu verslun- um með skrifstofuvörur til að setja upp vefverslun, en hún hefur legið niðri um skeið og hafa nú verið gerðar breytingar á útliti og inni- haldi hennar. Vörurnar eru sendar til viðskiptavina með Íslandspósti og afhentar daginn eftir að pönt- unin á sér stað. Vefverslun Griffils NÝLEGA úthlutaði Norræna um- hverfisstofnunin þúsundasta leyfinu til notkunar á umhverfismerkinu Svaninum en tíu ár eru liðin frá því fyrsti Svanurinn var veittur. Statoil-bílaþvottastöðin við Umeå í Svíþjóð varð fyrir valinu og er þar- með fyrsta umhverfismerkta bíla- þvottastöðin á Norðurlöndum, að sögn Sigrúnar Guðmundsdóttur starfsmanns umhverfismerkisráðs Íslands. Til þess að uppfylla kröfur Svansmerksisins þurfa bílaþvotta- stöðvar að minnka losun á málmteg- undum og olíu til umhverfisins um 80% sem er gífurlegur ávinningur fyrir umhverfið, segir Sigrún enn- fremur. Fjögur íslensk fyrirtæki bætast í hópinn? Tvö íslensk fyrirtæki hafa hlotið norræna umhverfismerkið hér á landi en það eru Frigg hf., fyrir Maraþon milt þvottaefnið, og prent- smiðjan Hjá Guðjón Ó. fyrir prent- verk. Fjögur íslensk fyrirtæki hafa sótt um Svaninn og gerir Sigrún ráð fyrir að leyfi verði veitt bráðlega. „Svansmerkið hefur átt ríkan þátt í að auka umhverfisvitund neytenda, innkaupastjóra og fyrirtækja en einnig haft beinan ávinning fyrir um- hverfið. Sem dæmi má nefna að svansmerking í prentvinnslu hefur leitt til minni notkunar á kemískum efnum og umhverfisvænni fram- leiðslu prentiðnaðarins. Hvað þvotta- efni varðar hefur innihald þeirra gjörbreyst, til dæmis hefur magn fyllingarefna – sem ekki hafa nein þvottaáhrif – minnkað um 95% sem hefur í för með sér minnkun umbúða- magns og minni orku og hráefnis- notkun við framleiðslu og flutninga.“ 2.000 tegundir í 40 vöruflokkum Sigrún segir yfir tvö þúsund svansmerktar vörutegundir vera í ríflega 40 vöruflokkum á markaði. Að stærstum huta er um að ræða venju- legar lausavörur og hluti á borð við þvottavélar, tölvur, sláttuvélar og þvottaduft en einnig merkingar á þjónustu, svo sem á hótelum og bíla- þvottastöðvum. Upplýsingar um Svaninn má finna á vef Hollustuverndar ríkisins: www.hollver.is. Norræna umhverfismerkið tíu ára og þúsund leyfi veitt Svanurinn eykur umhverfisvitund HAGNAÐUR af rekstri Þorbjarnar Fiskaness hf. árið 2000 fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði var 603,8 millj- ónir króna, eða 23,1% af tekjum, en hagnaðurinn var 471 milljón króna árið 1999, eða 23,9% af tekjum. Tap af reglulegri starfsemi fyrir skatta var 126,4 milljónir króna, eða 4,8% af tekjum, en árið 1999 var hagnaður- inn 116 milljónir. Tap ársins nam því 88,8 milljónum króna, eða 3,4% af tekjum, en 112,7 milljóna króna hagnaður varð árið 1999. Rekstrartekjur félagsins voru 2.617 milljónir króna árið 2000, en voru 1.975 milljónir árið 1999. Í til- kynningu til Verðbréfaþings segir að hækkunin sé til komin vegna þess að á árinu voru Fiskanes hf. í Grindavík og Valdimar ehf. í Vogum sameinuð Þorbirni hf. og var nafni fyrirtæk- isins jafnframt breytt í Þorbjörn Fiskanes hf. Sameining þessi var staðfest á hluthafafundum í félögun- um 12. október síðastliðinn og mið- aðist við 1. júlí 2000. Fjárfest í veiðiheimildum og endurbótum á skipum Á árinu var fyrst og fremst fjár- fest í veiðiheimildum en einnig í end- urbótum á skipum félagsins. Rekst- ur flakafrystitogaranna, bolfisk- veiðiskipa og landvinnslu bolfisks gekk vel á árinu, einnig útgerð nóta- skipsins. Þar sem félagið er að mestu skuldsett í erlendum gjaldmiðlum varð gengistap á árinu sem nam 421,8 milljónum króna, og olíuverðs- hækkanir hækkuðu olíureikning fyr- irtækisins um 94 milljónir frá árinu áður og að því er fram kemur í til- kynningunni til Verðbréfaþings er í þessum tveimur liðum fyrst og fremst að leita orsaka tapsins sem varð á rekstri fyrirtækisins. Geng- isbreytingar erlendra gjaldmiðla munu hins vegar skila sér í bættum tekjum á komandi árum. Kostnaður sem til féll á árinu vegna sameiningar fyrirtækjanna var gjaldfærður og er hluti hans til- greindur meðal annarra gjaldaliða í rekstrarreikning. Frá því að samein- ing fyrirtækjanna var staðfest hafa fimm bátar verið seldir, þar af þrír bátar á árinu 2000 og tveir bátar á árinu 2001. Þá verður lagmetisiðja fyrirtækisins sameinuð Jóni Þor- steinssyni ehf. á Akranesi í apríl næstkomandi. Endurskipulagning rekstrar fyrirtækisins hófst strax að aflokinni sameiningu á síðasta ári og mun byrja að skila sér í bættum rekstri á árinu 2001. Í árverða gerðir út þrír frystitog- arar, þrjú línuskip og það fjórða bæt- ist við á haustmánuðum, en fyrirhug- að er að breyta nótaskipinu Geirfugli (áður Háberg GK ) í línuskip, tvö togskip og þrír netabátar, en þeim fækkar þegar línuskipið verður tekið í notkun, og vinnsla afla af þeim fer í saltfisk og fersk flök til útflutnings. Einnig mun verða unninn humar hjá fyrirtækinu eins og verið hefur. Þá er gert út eitt skip til veiða á loðnu og síld. Stjórn félagsins mun leggja til við aðalfund að greiddur verði 7% arður til hluthafa. Tap Þorbjarnar Fiskaness hf. 88,8 milljónir króna                                                                                     !"#  #$%  &'" %!  ()'  *%    $# % *$$  %%# )&                  !" # $  # $  # $      !"      !"  ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.