Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 13

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 13 Útskipun bílflaka til Spánar. TÆPLEGA 55% Íslendinga vilja að áfengur bjór og léttvín verði selt í matvöruverslunum ef marka má nýja könnun sem PriceWaterhouse- Coopers hefur gert. Tæplega 40% eru þessu andvíg. Þá vilja rúmlega 43% aðspurðra að afgreiðslutími verslana ÁTVR verði rýmkaður á meðan rúm 25% eru því andvíg. Tæp 32% tóku ekki afstöðu til þess- arar spurningar. Fleiri karlar en konur eru fylgj- andi sölu bjórs og léttvíns í mat- vöruverslunum eða tæp 60% karla á móti rúmu 41% kvenna. Karlar eru einnig frekar fylgjandi rýmri opn- unartíma en konur eða rúm 47% þeirra fyrrnefndu á móti tæpum 40% þeirra síðarnefndu. Eins er marktækur munur á af- stöðu þeirra sem tóku þátt í könn- uninni eftir aldri og virðist yngsta kynslóðin eða þeir sem eru á aldr- inum 18–29 ára vilja mesta frjáls- ræðið í þessa átt en tæp 71% þeirra vilja leyfa sölu á bjór og léttvíni í matvöruverlsunum og tæp 59% vilja rýmka opnunartíma ÁTVR. Þá er munur á afstöðu fólks eftir búsetu, rúm 58% höfuðborgarbúa vilja sjá bjór og léttvín í matvöru- verslunum á móti tæpum 49% landsbyggðarfólks. Sömuleiðis voru fleiri fylgjandi rýmri afgreiðslutíma ÁTVR í höfuðborginni eða rúm 48% á móti ríflega 35% á landsbyggð- inni. Könnunin var framkvæmd sím- leiðis í mars síðastliðnum. Meirihlutinn vill léttvín og bjór í matvöruverslanir HRINGRÁS skipaði út um helgina um 2.500 tonnum af bílflökum eða um 3.000 bílum. Bílflökin eru flutt til Spánar til endurvinnslu. Væntanlega endurspeglar þetta magn vel þá miklu endurnýjun á bílaflota landsmanna sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Í síðasta mánuði skipaði Hringrás út 4.000 tonnum af brotajárni til Spánar. Stöðug aukning hefur orðið á því magni brotajárns og málma sem fell- ur til og eru það jafnt fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem leggja því endalausa verkefni þannig lið að halda landinu hreinu, sem skil- ar sér svo aftur í auknum útflutningi endurunninna brotamálma og gjald- eyristekjum. Framundan er önnur útskipun frá Reykjavík til Spánar í apríl og síðan frá Akureyri til Spánar í maí. Bílaútflutn- ingur til Spánar DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp í ríkisstjórn um breytingu á mörkum Suðvesturkjör- dæmis og Reykjavíkurkjördæma. Samkvæmt frumvarpinu munu mörk þessara kjördæma breytast á þann hátt að suðurhlíðar Úlfarsfells, sem eru innan marka Mosfellsbæjar, verða innan Reykjavíkurkjördæma. Á þessu svæði búa nú um 30 manns sem eiga kosningarétt í Suðvestur- kjördæmi. Landið sem hér um ræðir er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur þar verið skipulögð íbúðabyggð og at- vinnusvæði. Þótti því nauðsynlegt að byggð þar fylgdi Reykjavíkurkjör- dæmi. Frumvarp um breytta kjör- dæmaskipan ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur kynnt frumvarp um breytingu á lög- um um Landhelgisgæslu Íslands. Með frumvarpinu er lagt til að grein, sem segir ekki skylt að láta fara fram útboð við smíði varðskips, verði felld brott. Frumvarpið er flutt í tilefni af samkomulagi sem íslensk stjórnvöld hafa gert við EFTA. Eftirlitsstofnun EFTA gerði athugasemd við lögin og hóf undirbúning að málsókn. Málaferli fyrir EFTA-dómstólnum munu falla niður við breytingu lag- anna. Breytt lög um Gæsluna alltaf á sunnudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.