Morgunblaðið - 07.04.2001, Page 1

Morgunblaðið - 07.04.2001, Page 1
82. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 7. APRÍL 2001 ÍSRAELSHER lét í gær skrið- drekafallbyssuskotum rigna yfir skotmörk á Gazasvæðinu og ísra- elskar herþyrlur gerðu afmarkaðar árásir á staði á hernumdu svæðun- um, í hefndarskyni fyrir sprengju- vörpuárásir Palestínumanna á land- nemabyggðir gyðinga síðustu daga. Með þessum aðgerðum náði ofbeld- isaldan í Mið-Austurlöndum nýju há- marki, þrátt fyrir að í vikunni hafi verið haldið áfram tilraunum til að mjaka friðarviðræðum áleiðis. Samkvæmt upplýsingum sjúkra- hússtarfsmanna særðust að minnsta kosti 30 Palestínumenn í átökum við ísraelskar öryggissveitir í gær, þar á meðal 14 ára gamall piltur. Hann fékk í sig byssukúlur er ísraelskir hermenn urðu fyrir grjótkasti í þorpinu Al-Khader nærri Betlehem og svöruðu fyrir sig með skothríð. Binyamin Ben-Eliezer, varnar- málaráðherra Ísraels, sagði að markmiðið með hernaðaraðgerðum Ísraelshers væri að knýja Palestínu- menn aftur að samningaborðinu. Sagðist hann í blaðaviðtali telja að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, vildi semja um frið. Á sama tíma og Ísraelar gerðu þessar nýjustu árásir hefur alþjóð- leg gagnrýni hrannast upp gegn áformum þeirra um að heimila frek- ari útþenslu landnemabyggða gyð- inga á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Frakkar og Egyptar sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þessar áætlanir Ísraela eru fordæmdar, og fylgdu þær í kjölfar harkalegra við- bragða Bandaríkjastjórnar. Talsmenn Ísraelshers sögðu að gripið hefði verið til árásanna til að svara fyrir sprengjuvörpuárásir á landnemaþorp í Ísrael og á Gaza- svæðinu, sem sökuðu þó engan. „Frá því í lok september höfum við verið að reyna að slökkva ofbeldisbál Pal- estínumanna og það er óhætt að segja að okkur hafi ekki tekizt það,“ sagði Ron Kitrey undirhershöfðingi, talsmaður hersins. Bandarískir þingmenn vilja gera Palestínumenn ábyrga Á fimmtudag notaði Richard Boucher, talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, óvenju harka- legt orðalag þegar hann gagnrýndi áform ríkisstjórnar Ariels Sharons um að heimila byggingu 700 nýrra íbúða fyrir gyðingalandnema á Vest- urbakkanum og Gaza. Í bréfi sem sent var í Hvíta húsið í gær, und- irritað af nærri 300 bandarískum þingmönnum – 207 úr fulltrúadeild- inni og 87 úr öldungadeildinni, er George W. Bush forseti hvattur til að „endurmeta tengsl Bandaríkjanna við Palestínumenn“, en í bréfinu er hinum síðarnefndu kennt um að eiga upptökin að ofbeldisöldunni í Mið- Austurlöndum. Ísraelsher lætur fall- byssuskot dynja á Gaza Gaza, Jerúsalem. Reuters, AFP. Reuters Ísraelskir hermenn handtaka skelfingu lostinn palestínskan ungling í miðborg Jerúsalem í gær. HREYFING hefur orðið í viðræðum Bandaríkjamanna og Kínverja um lausn á deilu þeirra um afdrif banda- rískrar njósnaflugvélar og 24 manna áhafnar hennar, að sögn George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær. Bandaríska flugvélin neyddist til að nauðlenda á kínversku eynni Hainan eftir að hafa lent í árekstri við kín- verska herflugvél sl. sunnudag og hefur áhöfn vélarinnar verið í haldi í kínverskri herstöð síðan. „Við erum að gera allt sem við get- um til að áhöfnin geti snúið heim, með þrotlausum viðræðum við Kína- stjórn. Við teljum málið vera að hreyfast í rétta átt,“ sagði Bush. John Warner, formaður her- málanefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, greindi frá því að fulltrúar beggja ríkisstjórna væru að vinna að skrif- legri yfirlýsingu um atvikið, sem síðan yrði lögð fyrir forseta land- anna til samþykktar. Warner sagði að í textanum yrði hvarf flugmanns kínversku flugvélarinnar harmað, en ekki yrði um afsökunarbeiðni að ræða af hálfu Bandaríkjamanna, eins og Kínastjórn hefur krafizt. Col- in Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði að stjórnvöld í Wash- ington og Peking væru að skiptast á „nákvæmum hugmyndum“ um það hvernig binda mætti enda á deiluna, en hann vildi ekki fara nánar út í hvað í þessu fælist. Varnarmálafulltrúinn í banda- ríska sendiráðinu í Kína, Neal Sea- lock, fékk að hitta áhöfn bandarísku vélarinnar í hálftíma í gær, í annað sinn frá því hún lenti í haldi Kínverja og í þetta sinn án þess að fulltrúi Kínastjórnar væri viðstaddur. Sagði Sealock eftir fundinn að áhafnar- meðlimirnir 24 væru hinir hressustu. Deila Bandaríkjamanna og Kínverja um njósnaflugvél Bush segir hreyf- ingu á viðræðum Washington. Reuters, AP. Neal Sealock HERSKÁIR Bosníu-Króatar grýttu friðargæzluliða NATO, veltu við bíl- um og réðust á starfsmenn alþjóða- stofnana í Mostar og víðar í Bosníu- Herzegovínu í gær, eftir að lögregla og liðsmenn alþjóðlegra öryggissveita gerðu áhlaup á höfuðstöðvar og útibú banka sem bosníu-króatískir aðskiln- aðarsinnar notuðu til að fjármagna baráttu sína fyrir sjálfstæðu ríki Bosníu-Króata. Að sögn Lars Anderson, talsmanns NATO-sveitanna í Bosníu, særðist 21 friðargæzluliði í átökunum, sem upp- hófust er bosnískir lögreglumenn, starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og friðargæzluliðar NATO ruddust inn í höfuðstöðvar Hercegov- acka Banka í Mostar og tíu útibú bankans víðs vegar um Bosníu. Ralph Johnson, staðgengill Wolf- gangs Petritsch, yfirmanns alþjóða- stjórnsýslunnar í Bosníu-Herzegov- ínu, sagði að talið væri að flokkur róttækra bosníu-króatískra aðskiln- aðarsinna, Króatíska lýðræðisbanda- lagið (HDZ), notaði bankann til að fjármagna baráttu sína fyrir aðskiln- aði suðvesturhluta Bosníu, þar sem flestir íbúa eru Króatar, frá sam- bandsríkinu Bosníu-Herzegovínu. Áhlaupið á bankann hleypti af stað óeirðum sem stóðu yfir fram á kvöld í Mostar og víðar. Í bænum Grude lok- aði æstur múgur friðargæzluliða SFOR og aðra alþjóðastarfsmenn inni í útibúi bankans þar. Stoðaði ekk- ert fyrir friðargæzluliðana að hleypa af skotum upp í loftið. Eru þetta al- varlegustu átökin í Bosníu-Herzegov- ínu frá því það tókst að binda enda á borgarastríðið í landinu árið 1995. Vaxandi spenna Spenna hefur stigmagnazt í Króatabyggðum Bosníu frá því for- ystumenn HDZ lýstu því yfir í síðasta mánuði að flokkurinn vildi leysa upp bandalagið við Bosníu-múslima og að Bosníu-Króatar stofnuðu sitt eigið ríki. Frá því borgarastríðinu lauk hef- ur landið skipzt í sambandsríki Króata og múslima og hið aðskilda lýðveldi Bosníu-Serba. Ólga í byggðum Króata í Bosníu Áhlaup gegn að- skilnaðarsinnum Sarajevo. AP, Reuters. ÞRIÐJUNGUR íbúa Rússlands á við geðræna kvilla að stríða. Samkvæmt upplýsingum Serb- skíj-geðsjúkrahússins er áætlað að um 50 milljónir Rússa, sem alls eru um 150 milljónir, hafi þjáðst af einhvers konar geð- röskun. Hafði Interfax þetta eft- ir framkvæmdastjóra sjúkra- hússins, Tatjönu Dimitríjevu, í gær. Fjöldi tilfella geðraskana hef- ur snaraukist í Rússlandi und- anfarin tíu ár, og hefur tilvikum fjölgað um 50% almennt og tvö- faldast meðal barna og ung- linga, að sögn Dimitríjevu. Samkvæmt opinberum tölum eru sex milljónir Rússa skráðar geðsjúkar. Þá eru ekki meðtald- ir þeir geðsjúklingar sem eru á einkareknum sjúkrastofnunum en þær eru fjölmargar. Dimitrí- jeva bætti því við að geðveiki- tilfellum hefði undanfarið fjölg- að í öllum þróuðum ríkjum og samkvæmt tölum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, WHO, væru tilfellin um 400 milljónir um allan heim. Í dag er alþjóðlegi heilbrigð- isdagurinn og í ár er hann helg- aður geðheilbrigði. Í tilkynn- ingu frá WHO í gær sagði að í mörgum löndum ætti geðsjúkt fólk ekki kost á meðferð og skortur væri á stefnu í þessum málum. Geðkvill- ar hrjá þriðjung Rússa Moskvu, Genf. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.