Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 1
82. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 7. APRÍL 2001 ÍSRAELSHER lét í gær skrið- drekafallbyssuskotum rigna yfir skotmörk á Gazasvæðinu og ísra- elskar herþyrlur gerðu afmarkaðar árásir á staði á hernumdu svæðun- um, í hefndarskyni fyrir sprengju- vörpuárásir Palestínumanna á land- nemabyggðir gyðinga síðustu daga. Með þessum aðgerðum náði ofbeld- isaldan í Mið-Austurlöndum nýju há- marki, þrátt fyrir að í vikunni hafi verið haldið áfram tilraunum til að mjaka friðarviðræðum áleiðis. Samkvæmt upplýsingum sjúkra- hússtarfsmanna særðust að minnsta kosti 30 Palestínumenn í átökum við ísraelskar öryggissveitir í gær, þar á meðal 14 ára gamall piltur. Hann fékk í sig byssukúlur er ísraelskir hermenn urðu fyrir grjótkasti í þorpinu Al-Khader nærri Betlehem og svöruðu fyrir sig með skothríð. Binyamin Ben-Eliezer, varnar- málaráðherra Ísraels, sagði að markmiðið með hernaðaraðgerðum Ísraelshers væri að knýja Palestínu- menn aftur að samningaborðinu. Sagðist hann í blaðaviðtali telja að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, vildi semja um frið. Á sama tíma og Ísraelar gerðu þessar nýjustu árásir hefur alþjóð- leg gagnrýni hrannast upp gegn áformum þeirra um að heimila frek- ari útþenslu landnemabyggða gyð- inga á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Frakkar og Egyptar sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þessar áætlanir Ísraela eru fordæmdar, og fylgdu þær í kjölfar harkalegra við- bragða Bandaríkjastjórnar. Talsmenn Ísraelshers sögðu að gripið hefði verið til árásanna til að svara fyrir sprengjuvörpuárásir á landnemaþorp í Ísrael og á Gaza- svæðinu, sem sökuðu þó engan. „Frá því í lok september höfum við verið að reyna að slökkva ofbeldisbál Pal- estínumanna og það er óhætt að segja að okkur hafi ekki tekizt það,“ sagði Ron Kitrey undirhershöfðingi, talsmaður hersins. Bandarískir þingmenn vilja gera Palestínumenn ábyrga Á fimmtudag notaði Richard Boucher, talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, óvenju harka- legt orðalag þegar hann gagnrýndi áform ríkisstjórnar Ariels Sharons um að heimila byggingu 700 nýrra íbúða fyrir gyðingalandnema á Vest- urbakkanum og Gaza. Í bréfi sem sent var í Hvíta húsið í gær, und- irritað af nærri 300 bandarískum þingmönnum – 207 úr fulltrúadeild- inni og 87 úr öldungadeildinni, er George W. Bush forseti hvattur til að „endurmeta tengsl Bandaríkjanna við Palestínumenn“, en í bréfinu er hinum síðarnefndu kennt um að eiga upptökin að ofbeldisöldunni í Mið- Austurlöndum. Ísraelsher lætur fall- byssuskot dynja á Gaza Gaza, Jerúsalem. Reuters, AFP. Reuters Ísraelskir hermenn handtaka skelfingu lostinn palestínskan ungling í miðborg Jerúsalem í gær. HREYFING hefur orðið í viðræðum Bandaríkjamanna og Kínverja um lausn á deilu þeirra um afdrif banda- rískrar njósnaflugvélar og 24 manna áhafnar hennar, að sögn George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær. Bandaríska flugvélin neyddist til að nauðlenda á kínversku eynni Hainan eftir að hafa lent í árekstri við kín- verska herflugvél sl. sunnudag og hefur áhöfn vélarinnar verið í haldi í kínverskri herstöð síðan. „Við erum að gera allt sem við get- um til að áhöfnin geti snúið heim, með þrotlausum viðræðum við Kína- stjórn. Við teljum málið vera að hreyfast í rétta átt,“ sagði Bush. John Warner, formaður her- málanefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, greindi frá því að fulltrúar beggja ríkisstjórna væru að vinna að skrif- legri yfirlýsingu um atvikið, sem síðan yrði lögð fyrir forseta land- anna til samþykktar. Warner sagði að í textanum yrði hvarf flugmanns kínversku flugvélarinnar harmað, en ekki yrði um afsökunarbeiðni að ræða af hálfu Bandaríkjamanna, eins og Kínastjórn hefur krafizt. Col- in Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði að stjórnvöld í Wash- ington og Peking væru að skiptast á „nákvæmum hugmyndum“ um það hvernig binda mætti enda á deiluna, en hann vildi ekki fara nánar út í hvað í þessu fælist. Varnarmálafulltrúinn í banda- ríska sendiráðinu í Kína, Neal Sea- lock, fékk að hitta áhöfn bandarísku vélarinnar í hálftíma í gær, í annað sinn frá því hún lenti í haldi Kínverja og í þetta sinn án þess að fulltrúi Kínastjórnar væri viðstaddur. Sagði Sealock eftir fundinn að áhafnar- meðlimirnir 24 væru hinir hressustu. Deila Bandaríkjamanna og Kínverja um njósnaflugvél Bush segir hreyf- ingu á viðræðum Washington. Reuters, AP. Neal Sealock HERSKÁIR Bosníu-Króatar grýttu friðargæzluliða NATO, veltu við bíl- um og réðust á starfsmenn alþjóða- stofnana í Mostar og víðar í Bosníu- Herzegovínu í gær, eftir að lögregla og liðsmenn alþjóðlegra öryggissveita gerðu áhlaup á höfuðstöðvar og útibú banka sem bosníu-króatískir aðskiln- aðarsinnar notuðu til að fjármagna baráttu sína fyrir sjálfstæðu ríki Bosníu-Króata. Að sögn Lars Anderson, talsmanns NATO-sveitanna í Bosníu, særðist 21 friðargæzluliði í átökunum, sem upp- hófust er bosnískir lögreglumenn, starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og friðargæzluliðar NATO ruddust inn í höfuðstöðvar Hercegov- acka Banka í Mostar og tíu útibú bankans víðs vegar um Bosníu. Ralph Johnson, staðgengill Wolf- gangs Petritsch, yfirmanns alþjóða- stjórnsýslunnar í Bosníu-Herzegov- ínu, sagði að talið væri að flokkur róttækra bosníu-króatískra aðskiln- aðarsinna, Króatíska lýðræðisbanda- lagið (HDZ), notaði bankann til að fjármagna baráttu sína fyrir aðskiln- aði suðvesturhluta Bosníu, þar sem flestir íbúa eru Króatar, frá sam- bandsríkinu Bosníu-Herzegovínu. Áhlaupið á bankann hleypti af stað óeirðum sem stóðu yfir fram á kvöld í Mostar og víðar. Í bænum Grude lok- aði æstur múgur friðargæzluliða SFOR og aðra alþjóðastarfsmenn inni í útibúi bankans þar. Stoðaði ekk- ert fyrir friðargæzluliðana að hleypa af skotum upp í loftið. Eru þetta al- varlegustu átökin í Bosníu-Herzegov- ínu frá því það tókst að binda enda á borgarastríðið í landinu árið 1995. Vaxandi spenna Spenna hefur stigmagnazt í Króatabyggðum Bosníu frá því for- ystumenn HDZ lýstu því yfir í síðasta mánuði að flokkurinn vildi leysa upp bandalagið við Bosníu-múslima og að Bosníu-Króatar stofnuðu sitt eigið ríki. Frá því borgarastríðinu lauk hef- ur landið skipzt í sambandsríki Króata og múslima og hið aðskilda lýðveldi Bosníu-Serba. Ólga í byggðum Króata í Bosníu Áhlaup gegn að- skilnaðarsinnum Sarajevo. AP, Reuters. ÞRIÐJUNGUR íbúa Rússlands á við geðræna kvilla að stríða. Samkvæmt upplýsingum Serb- skíj-geðsjúkrahússins er áætlað að um 50 milljónir Rússa, sem alls eru um 150 milljónir, hafi þjáðst af einhvers konar geð- röskun. Hafði Interfax þetta eft- ir framkvæmdastjóra sjúkra- hússins, Tatjönu Dimitríjevu, í gær. Fjöldi tilfella geðraskana hef- ur snaraukist í Rússlandi und- anfarin tíu ár, og hefur tilvikum fjölgað um 50% almennt og tvö- faldast meðal barna og ung- linga, að sögn Dimitríjevu. Samkvæmt opinberum tölum eru sex milljónir Rússa skráðar geðsjúkar. Þá eru ekki meðtald- ir þeir geðsjúklingar sem eru á einkareknum sjúkrastofnunum en þær eru fjölmargar. Dimitrí- jeva bætti því við að geðveiki- tilfellum hefði undanfarið fjölg- að í öllum þróuðum ríkjum og samkvæmt tölum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, WHO, væru tilfellin um 400 milljónir um allan heim. Í dag er alþjóðlegi heilbrigð- isdagurinn og í ár er hann helg- aður geðheilbrigði. Í tilkynn- ingu frá WHO í gær sagði að í mörgum löndum ætti geðsjúkt fólk ekki kost á meðferð og skortur væri á stefnu í þessum málum. Geðkvill- ar hrjá þriðjung Rússa Moskvu, Genf. AFP.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.