Morgunblaðið - 22.04.2001, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 22. APRÍL 2001
90. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
ngibjörg Pálmadóttir, sem lét á dögunum
f embætti heilbrigðis- og tryggingamála-
ðherra og sagði af sér þingmennsku, segir að sér hafi hreinlega þótt
inn tími kominn. Hún upplýsir að hún hafi tekið þessa ákvörðun
yrir einu ári og ræðir í samtali við Björn Inga Hrafnsson um árin sex
stóli ráðherra, pólitíkina síðustu tuttugu árin, samstarfið við Davíð
Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn, vináttuna við Halldór
sgrímsson og framtíð Framsóknarflokksins. Hún segist sjá fyrir sér
ð Halldór verði næsti forsætisráðherra hér á landi. 12
Minn tími
kominn
Morgunblaðið/Árni S
Prentsmi
Morgunblaðs
Sunnudagur
22. apríl 2001
BHuldubarnið
26Aldalöng hefð fyrir dálæti
Þjóðverja á Íslandi
20
Undrið í Bosníu
10
FORNLEIFAFRÆÐINGAR
undir forystu norska landkönn-
uðarins Thors Heyerdahl eru nú
byrjaðir að kanna hvort upp-
runa norrænna víkinga sé að
leita í Suður-Rússlandi, að sögn
Itar-Tass-fréttastofunnar í gær.
Stunda þeir í þessu skyni upp-
gröft við borgina Azov en hún
er við ósa Don sem fellur í
Azovshaf.
Don hét til forna Tanais og
Heyerdahl segir að minnst sé á
ána Tana í Íslendingasögunum.
Álítur hann að heitið sé af
germönskum uppruna en ekki
grískum eins og talið hefur ver-
ið. Áður hefur Heyerdahl sagt
frá áformum sínum um forn-
leifarannsóknir í Kákasuslönd-
unum Georgíu og Aserbaídsjan
til að finna ummerki um for-
feður víkinga. Rannsóknir
Heyerdahl eru gerðar í sam-
vinnu við rússnesku vísinda-
akademíuna.
Thor Heyerdahl
Leit að
uppruna
víkinga
Moskvu. AP.
ÞOTA flughersins í Perú skaut í gær
niður litla einshreyfils flugvél yfir
frumskógi á Amasónsvæðinu. Tveir
af farþegunum, kona sem hugðist
stunda trúboð og barnung dóttir
hennar, fórust og flugmaðurinn slas-
aðist illa, fékk skot í fótlegg. Honum
tókst samt að beina vélinni að Am-
asónfljóti og lenda henni þar. Fólk á
staðnum kom fólkinu til bjargar á
kanóum innan við klukkustundu eft-
ir atburðinn.
Flugmaður herþotunnar mun hafa
talið að um fíkniefnasmyglara væri
að ræða en stjórnandi farþegavélar-
innar mun ekki hafa gefið upp flug-
áætlun.
Konan sem fórst hét Veronica
Bowers og var ættleidd dóttir henn-
ar, Charity, með í för en hún var sjö
mánaða gömul. Eiginmaður Bowers,
Jim Bowers, og sex ára gamall sonur
þeirra, Cory, komust lífs af. Tals-
maður alþjóðlegra trúboðasamtaka
baptista sagði að vélin hefði verið á
leið frá landamærum Brasilíu og
Perú til borgarinnar Iquitos í Perú,
um þúsund kílómetra norðaustan við
höfuðborgina Líma. Trúboðar bapt-
ista hafa verið með stöð á þessum
slóðum frá árinu 1939.
Á árunum 1994–1997 skutu Perú-
menn niður alls 25 litlar flugvélar
sem talið er að fíkniefnasalar hafi
notað til þess að sækja kókaín á
vinnslustöðvar fíkniefnabaróna í
Kólumbíu.
Mistök flughers Perú
Skutu nið-
ur flugvél
trúboða
Líma. AP.
ANDSTÆÐINGAR frjálsra heims-
viðskipta hugðust í gær halda áfram
aðgerðum á götum úti í Quebec-
borg í Kanada en þar hófst á föstu-
dag fundur leiðtoga 34 ríkja í Norð-
ur- og Suður-Ameríku. Til harðra
átaka kom
áður en fund-
urinn hófst
og beitti
óeirðalög-
regla tára-
gasi til að
hrekja fólk á
brott. Þús-
undir lög-
reglumanna
gæta öryggis
leiðtoganna en meðal þeirra er Ge-
orge W. Bush Bandaríkjaforseti.
Lögreglumennirnir voru búnir
hjálmum og skjöldum, jafnvel
hundar þeirra voru í skotheldum
vestum. Mótmælendurnir voru um
eitt þúsund, þeir börðu bumbur,
þeyttu lúðra og köstuðu grjóti,
flöskum og ýmsu rusli í lögreglu-
mennina. Lauk mótmælaaðgerðun-
um ekki fyrr en undir laugardags-
morgun. Um 100 manns voru
handteknir og nokkrir slösuðust,
þar á meðal fimm lögreglumenn.
Fátæk ríki fái sérkjör
Er Jean Chretien, forsætisráð-
herra Kanada, setti fundinn for-
dæmdi hann ofbeldi mótmælend-
anna og sagði hann að smám saman
myndi fríverslun „tryggja betri kjör
og aukin lífsgæði handa öllum þjóð-
um þessa heimshluta“. Sumir leið-
togarnir létu þó í ljós efasemdir.
Hugo Chavez, forseti Venesúela,
sagði að fá af markmiðunum sem
sett voru á fyrsta fundi leiðtoganna
í Miami 1994 hefðu náðst. „Við höf-
um ekki einvörðungu staðið í stað –
við höfum farið aftur á bak,“ sagði
forsetinn. „Fátæktin er meiri núna
og fleiri börn eru á götunum en áð-
ur.“
Aðrir bentu á að erfitt væri að
samræma viðskiptasjónarmið þátt-
tökuþjóðanna sem væru sumar
meðal hinna ríkustu í heimi en aðrar
í hópi hinna fátækustu. Forsætis-
ráðherra Barbados, Owen Arthur,
hvatti til þess að á fundinum ein-
beittu menn sér að hagsmunum al-
mennings og fátækustu þjóðirnar
fengju sérstakar undanþágur í
samningum um frjáls milliríkjavið-
skipti.
Búist við
frekari
átökum
í Quebec
Quebec-borg. AP, Reuters.
ÞINGKOSNINGAR verða í Svart-
fjallalandi í dag og er búist við sigri
stjórnarflokkanna tveggja, Lýðræð-
isflokks sósíalista og Jafnaðar-
mannaflokksins. Er þeim spáð sam-
anlagt 47% atkvæða en helstu
samtökum stjórnarandstæðinga, er
nefnast Saman fyrir Júgóslavíu,
36% fylgi. Stjórnarflokkarnir vilja
fullt sjálfstæði frá sambandsríkinu
Júgóslavíu en í því eru nú aðeins
eftir tvö ríki, Serbía og Svartfjalla-
land. Kosið er um 77 þingsæti og
einn af alþjóðlegum eftirlitsmönnum
með kosningunum í dag er Jónína
Bjartmarz alþingismaður.
Milo Djukanovic, forseti landsins,
er í fyrrnefnda stjórnarflokknum og
hefur sagt að hann vilji efna til þjóð-
aratkvæðis í sumar um að Svartfell-
ingar segi sig úr lögum við Serba.
Sumir smáflokkar sem ekki eru í
stjórn gætu snúist á sveif með fullu
sjálfstæði og einn þeirra, Frjáls-
lynda bandalagið, gengur raunar
enn lengra í þá átt en Djukanovic
sem hefur látið í ljós vilja til að
halda í einhvers konar málamynda-
samband við Serbíu.
Djukanovic átti í stjórnartíð
Slobodans Milosevic, fyrrverandi
Júgóslavíuforseta, gott samstarf við
Vesturveldin og er Atlantshafs-
bandalagið gerði loftárásir á stöðvar
júgóslavneska hersins 1999 vegna
Kosovo-deilunnar var Svartfjalla-
landi að mestu hlíft.
Viðvaranir Kostunica
Júgóslavíuforseta
Stjórnarandstaðan í Svartfjalla-
landi er að uppistöðu til flokkur sem
studdi áður Milosevic en er nú á
bandi Vojislavs Kostunica, forseta
Júgóslavíu og er mjög andvígur
sambandsslitum. Kostunica varaði í
liðinni viku eindregið við sam-
bandsslitum og sagði að yrðu gerðar
breytingar á ríkjaskipan og landa-
mærum landanna á svæðinu gæti
afleiðingin orðið fleiri blóðug stríð á
Balkanskaga. Sjálfstæðissinnar úr
röðum Svartfellinga segja Kost-
unica nota sömu aðferðir og Milose-
vic, hann hóti ofbeldi til að hafa sitt
fram.
Svartfellingar eru náskyldir
Serbum. Þeir eru um 650.000 og því
mun fámennari en Serbar sem eru
níu milljónir en einnig búa nær tvær
milljónir manna í Kosovo, flestir
Albanar. Fari svo að Svartfellingar
kjósi sjálfstæði segja stjórnmála-
skýrendur að niðurstaðan gæti ýtt
undir kröfur Kosovo-Albana um að
þeir fái að stofna eigið ríki og losna
þar með endanlega undan yfirráð-
um Serbíu. Héraðið er samkvæmt
alþjóðalögum enn hluti Júgóslavíu.
Reuters
Stuðningsmenn Frjálslynda bandalagsins í Svartfjallalandi veifa fánum á kosningafundi í borginni Cetinje.
Talið er að flokkar sem vilja fullt sjálfstæði muni sigra í kosningunum í dag.
Kosningar í Svartfjallalandi gætu orðið afdrifaríkar
Vilja sjálfstæði
frá Serbum
Belgrad. AP, Reuters.