Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 2
Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Heilsuverslun Íslands. FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÁTT fyrir snjóléttan og hlýjan vetur hefur gróður í görðum lands- manna að mestu legið í dvala líkt og eðlilegt þykir að vetrarlagi. Harð- gerð stjúpa sem hefst við undir hús- vegg í Hæðargarði 33–35 í Reykja- vík hefur þó þrjóskast við og blómstrað síðan á þorra. Húsvörð- urinn í Hæðargarði, Björgvin Þórð- arson, á stóran þátt í góðri heilsu stjúpunnar þar sem hann hefur hlúð að henni frá því hún fyrst festi rætur í garðinum í fyrrahaust. Björgvin segist fyrst hafa tekið eftir þessu harðgerða blómi rétt fyrir jól og þá farið að hlúa að því. Stjúpan launaði umhyggjuna fyrstu vikuna í febrúar og tók að blómstra. „Síðan hefur hún verið að bæta við sig, er óvenju stór og er núna mjög kröftug og sprettur vel,“ segir Björgvin og viðurkennir að hafa hjálpað henni vel áleiðis með reglulegri áburðargjöf og vökvun. Breiddi teppi yfir stjúpuna Þegar frysti eða snjóaði breiddi Björgvin teppi yfir stjúpuna til að hlífa henni við veðrinu og segir hann nágrannana hafa komið að máli við Jónínu konu sína og spurt hvort næsta skref væri ekki að fara út með dúnsængina hans Björgvins til að dekstra enn betur við blómið. „Já, því hefur svo sem verið fleygt fram að ég hugsi betur um stjúpuna en konuna mína,“ segir Björgvin sem kallar stjúpuna líf- seigu gjarnan fósturbarnið sitt í gamni og þó nokkurri alvöru enda óvíst að nokkurt annað blóm á Ís- landi njóti jafnmikillar athygli og alúðar og stjúpan í Hæðargarð- inum. Morgunblaðið/Jim Smart Björgvin Þórðarson hlúir vel að stjúpunni sem kúrir undir húsvegg í Hæðargarðinum. „Fósturbarnið“ launar umhyggjuna HUGMYNDIR eru uppi um að reisa alhliða verslunar- og þjón- ustumiðstöð við Sunnumörk í Hveragerði, við þjóðveg 1, skammt frá Eden. Bæjarstjórn hefur falið Hálfdáni Kristjánssyni bæjar- stjóra að kynna líklegum fjárfest- um fyrirhugaða byggingu 3 þús- und fermetra verslunarmiðstöðvar. Þegar hafa fyrirspurnir borist vegna lóðarinnar. Að sögn Hálf- dáns hefur bærinn mikinn áhuga á því að við Sunnumörk rísi versl- unar- og þjónustumiðstöð sem rúmi þá þjónustu sem sveitarfélög almennt bjóði. „Þarna yrði væntanlega banki, matvöruverslun, byggingavöru- verslun, upplýsingamiðstöð, vín- búð, veitingasala og kannski fleira,“ segir Hálfdán og bendir á þann mikla fjölda fólks sem reglu- lega leggur leið sína fram hjá bænum á leið sinni austur fyrir fjall. Áhugi á viðskiptum við sumarbústaðaeigendur „Ef við getum verið með versl- unarmiðstöð sem veitir alla þjón- ustu sem fólk þarf á halda, þýðir það að allur hinn geysilegi fjöldi fólks á leið í sumarbústaði myndi sjá sér hag í því að stoppa á einum stað í stað þess að fara á nokkra staði eða lenda í örtröð í Reykja- vík. Það er stöðugur straumur fólks á austurleið frá 15 til 19 á föstudögum og þetta er fyrst og fremst fólk á leið í sumarbústaði.“ Hálfdán gerir sér vonir um að ljúka kynningarvinnunni í lok maí. Lóðin við Sunnumörk hefur ekki verið auglýst en þegar hafa borist fyrirspurnir um hana, einkum frá byggingaverktökum en einnig að- ilum í verslunarrekstri. Hálfdán segir þó ekki tímabært að upplýsa um hverja sé að ræða. Áform um stóra verslunar- miðstöð í Hveragerði FJARÐABYGGÐ hefur hafið til- raunaborun í Eskifirði en vísbend- ingar eru um að þar sé heitt vatn að finna. Guðmundur Sigfússon, forstöðu- maður umhverfismálasviðs Fjarða- byggðar, segir að nokkrar holur hafi verið boraðar á þremur stöð- um í fyrra, þ.e. Norðfirði, Reyð- arfirði og Eskifirði, en nú sé stefnt að því að þétta netið á Eskifirði. „Við erum að reyna að staðsetja heita punktinn. Við höfum ákveðna fjárveitingu til borana frá Orku- stofnun og ætlum að nýta hana núna ásamt framlagi sem við leggj- um á móti. Það eru vísbendingar um að þarna sé heitt vatn að finna. Við erum að bora núna 50 metra holu og það fæst svörun sem bend- ir til þess að einhvers staðar sé hita að finna. Með því að þétta holunetið getum við hugsanlega staðsett legu sprungu sem hugs- anlega er heitt streymi í,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Vísbendingar um heitt vatn á Eskifirði SÍMAFYRIRTÆKIN þrjú, Íslands- sími hf., Landssími Íslands og Tal hf. eru misjafnlega vel búin undir núm- eraflutning í farsímakerfinu, en sam- kvæmt reglugerð Póst- og fjarskipta- stofnunar, sem taka á gildi 1. júní nk., eiga farsímanotendur að geta flutt með sér númer sín þegar þeir skipta um símaþjónustufyrirtæki. Mestrar svartsýni gætir hjá Landssímanum, en að sögn Páls Á. Jónssonar tækni- fræðings hjá Landssímanum eru tæknilegar forsendur hæpnar. „Í dag er ekki búið að ákveða hvernig verður staðið að tæknilegum lausnum á númeraflutningi á farsíma- sviði,“ segir Páll spurður að því hvernig Landssíminn sé búinn undir breytinguna 1. júní. „Það er ekki komin fram tæknileg lausn á þessu máli af hálfu framleiðanda okkar, Er- icsson, og við förum ekki fram úr hon- um. Tímasetningin er því ekki nógu góð og það er of snemma farið af stað í þetta mál.“ Spurður um þetta atriði segir Gúst- av Arnar, forstöðumaður Póst- og fjarskiptasviðs, að til greina komi að fresta gildistöku reglugerðarinnar ef til þess liggi gildar ástæður. Hann segir að nú sé verið að kortleggja það hvort símafyrirtækin glími við raun- verulega erfiðleika við að koma núm- eraflutningnum í framkvæmd og reynist svo vera sé ekki um annað að ræða en að fresta gildistökunni. Þórólfur Árnason forstjóri Tals hf. segir dagsetninguna 1. júní vera krefjandi, og segir málið vera mjög tæknilega flókið en er þó nokkuð bjartsýnn á að númeraflutningurinn geti komið til framkvæmda á tilsett- um tíma. „Við höfum ekki lausnina í dag en vinnum hörðum höndum að því að leysa málið,“ segir hann. „Það er ekki útséð um að þetta takist en í ljósi þess að Tal hf. á líklega mestra hagsmuna að gæta í þessu sambandi hafa menn síður en svo verið að draga lappirnar við undirbúninginn.“ Hann segir tæknilegar forsendur ekki vera hæpnar hjá Tali hf. en bendir á að taka þurfi tillit til margra þátta. „Það þarf að huga að tæknibúnaði frá Nor- tel og Ericsson, reikningagerðarkerfi, gagnaflutningsþjónustu, reikisamn- ingum og samningum við erlend símafyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. Símtækni er ótrúlega flókið mál en allir eru að gera sitt besta. Annars held ég að önnur hagsmunamál fyrir neytendur séu e.t.v. mun brýnni, svo sem stækkun símkerfisins, sem við erum stöðugt að vinna að.“ Mestrar bjartsýni gætir hjá Ís- landssíma hf., að því er kemur fram í máli Eyþórs Arnalds forstjóra. „Hvert og eitt símafyrirtæki þarf að fjárfesta í búnaði til að þetta gangi upp, við erum a.m.k. alveg í stakk búnir til að flytja númer til okkar og frá í júní eins og um er talað,“ segir Eyþór. Reglugerð um númeraflutning á farsímasviði tekur gildi 1. júní að öllu óbreyttu Símafyrirtækin eru misjafnlega undir búin Skattlagning á tekjur ung- menna undir 18 ára aldri 4,7 millj- arðar í tekjur árið 1999 TEKJUR barna yngri en 16 ára voru um 900 milljónir samkvæmt skatt- framtölum fyrir árið 1999. Tæplega 4200 börn töldu fram tekjur og af þeim greiddu þau 35,8 milljónir í skatta og útsvar. Þetta kom fram í svari Geirs Haarde, fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardótt- ur alþingismanns Samfylkingarinnar. Fyrir sama ár töldu um 8700 ung- menni á aldrinum 16 og 17 ára fram tekjur að fjárhæð rúmlega 3,8 millj- arðar króna. Af þessu borguðu þau um 116 milljónir í tekjuskatta og út- svar. Tekjur barns innan við 16 ára aldur eru taldar fram með tekjum for- eldra. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að helstu rök fyrir 16 ára aldurs- markinu lúta að atvinnuþátttöku ung- menna. Þá lýkur skólaskyldu og þá hefur nokkur hluti ungmenna fulla atvinnuþátttöku. Sum þeirra afla svipaðra tekna og fullorðnir en á árinu 1999 hafði fjórðungur 17 ára unglinga tekjur yfir skattleysismörk- um. „Eðlilegt verður að teljast og í anda jafnræðissjónarmiða að þátttak- endur á vinnumarkaði séu skattlagðir með sama hætti,“ segir í svari ráð- herra. Þá kemur fram að þrátt fyrir að sjálfræðisaldri hafi nýlega verið breytt úr 16 árum í 18 hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að Al- þingi hafi með því viljað breyta ákvæðum skattalaga til samræmis við hækkun sjálfræðisaldurs. ♦ ♦ ♦ Mæðgin flutt á slysadeild eftir árekstur MÆÐGIN voru flutt á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir árekstur tveggja bíla á Bústaðavegi á móts við Bústaðabrú um kl. hálfellefu í gærmorgun. Talið var að sonurinn yrði út- skrifaður í gær en móðir hans hlaut brot á bringubeini og verður því áfram á sjúkrahúsi til eftirlits. Miklar skemmdir urðu á bílun- um og voru þeir dregnir af vett- vangi með dráttarbíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.