Morgunblaðið - 22.04.2001, Side 24

Morgunblaðið - 22.04.2001, Side 24
24 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEIL Bardal, sem rekurútfararþjónustu í Winni-peg, segir að margt hafigert það að verkum að bjartsýni um aukin viðskiptasam- bönd milli Manitoba og Íslands hafi aukist. Íslenskir ráðherrar, emb- ættismenn og stjórnendur fyrir- tækja hafi heimsótt Manitoba og sýnt málinu áhuga og stuðningur Íslands við ýmis málefni vestra undanfarin misseri hafi gefið mönn- um byr undir báða vængi varðandi samvinnu og samstarf sem gæti leitt gott af sér beggja vegna Atl- antshafsins. Traustur grunnur og mikilvægir staðir Á nýliðnu ári voru um 200 við- burðir vítt og breitt um Kanada til að minnast þess að 1000 ár voru lið- in frá landnámi Íslendinga í Norð- ur-Ameríku og 125 ár frá því Ís- lendingar settust fyrst að við Winnipegvatn í Manitoba. Þessi há- tíðarhöld vöktu mikla athygli og segir Neil að þau hafi opnað Kan- adamönnum nýja og meiri sýn á Ís- landi og öfugt. Til þessa hafi Íslend- ingar fyrst og fremst átt viðskipti við Bandaríkjamenn í Norður-Am- eríku en í viðræðum íslenskra og kanadískra ráðamanna undanfarin misseri hafi vilji til aukinna við- skipta þjóðanna ekki leynt sér. Mik- ilvægt væri að nýta byrinn með aukin tengsl við Manitoba í huga og í því sambandi væri rétt að árétta mikilvægi staðanna. Winnipeg væri miðsvæðis í Kanada með gott sam- göngukerfi í lofti, á láði og legi til allra átta og Ísland væri miðpunkt- urinn á milli meginlands Evrópu og Kanada. Flug frá Íslandi til Winnipeg mikilvægt Þegar Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, hitti Gary Doer, forsætis- ráðherra Manitoba, á liðnu hausti, lýsti Doer því yfir að hefðu Flug- leiðir áhuga myndi Manitobastjórn gera allt sem hún gæti til að Flug- leiðir fengju að fljúga í áætlunar- flugi til Winnipeg. Neil segir að nýlega hafi Flugleiðum verið boðin umrædd flugleið en frekar hafi verið kosið að bæta við tveimur ferðum á viku til Halifax og það væri að mörgu leyti skiljanlegt því flugið til Halifax hefði greinilega haft mikil áhrif. Áður hefðu til dæmis fáir í Halifax vitað neitt um Ísland en nú væri vitneskja flestra ef ekki allra mjög mikil. En horfa þyrfti á málið í víðu samhengi. Gengi flugið til Halifax vel væri það stökkpallur fyrir flug til Winnipeg og að því þyrfti að vinna í samvinnu við Flugleiðir. Sýna þyrfti fram á arðsemi flugs til Winnipeg og í því sambandi væri mikilvægt að ein- blína ekki aðeins á ferðir Íslendinga til Kanada og Kanadamanna af ís- lenskum ættum til Íslands heldur markaðinn frá Toronto í austri til Vancouver í vestri. „Í stað þess að fólk færi frá Toronto eða Vancouver til Amsterdam, London eða Frank- furt gæti það farið frá Winnipeg með millilend- ingu á Íslandi.“ Hann segir ennfremur að tilboð Kanada um áætlunarflug til Winni- peg marki tímamót, því slíkt hafi aldrei verið boðið áður, og það sýni að dyrnar til Manitoba séu opnar Íslendingum. Loren Gudbjartsson er frá River- ton en býr á Gimli og rekur þar ráð- gjafaþjónustu sína. Hann segir samgöngur milli landanna skipta miklu máli og beint flug til Winni- peg frá Íslandi yrði mikill kostur. Kristine Sigurdson, sem býr líka á Gimli, tekur í sama streng og bend- ir á að í þessu sambandi sé eðlileg- ast að tala um Winnipeg og Gimli sem einn og sama staðinn því ekki taki nema 45 mínútur að aka frá al- þjóða flugvellinum í Winnipeg til iðngarðssvæðisins við Gimli og það þyki hvergi mikill tími í Norður- Ameríku. Umrættur iðngarður er við flugvöllinn á Gimli og þar er mikið ónotað rými en Kristine segir að Gimli geti verið æskilegur staður fyrir dreifingu vara vegna vöru- flutninga frá Íslandi til Norður- og Suður-Ameríku. Í þessu sambandi bendir Loren á að verslun á Netinu fyrir jólin hafi aukist gífurlega sem sjáist vel á því að umfangið hjá kan- adísku póstþjónustunni hafi meira en tífaldast. Þarna sé því líka vaxt- arbroddur. Flutningar með Gimli sem vöru- miðstöð gætu líka verið ódýrari en þeir sem ættu sér nú stað. Þarna gæti einnig opnast ný vöruflutn- ingaleið fyrir Flugleiðir frá meg- inlandi Evrópu til Ameríku. „Að okkar mati eru þetta spennandi kostir sem vert er að skoða ná- kvæmlega frá öllum hliðum,“ segir Kristine. Í þriðja lagi segir hún að með flugi frá Íslandi til Winnipeg megi flytja hálfunna vöru frá meginlandi Evrópu eða Íslandi og fullvinna hana vestra áður en hún yrði flutt til söluaðila. Ef komið yrði á tollfríu svæði á Gimli mætti með þessu fyr- irkomulagi koma í veg fyrir tví- sköttun og þetta væri möguleiki sem vert væri að skoða nánar. Loren segir að ekki megi gleyma gamla herflugvellinum á Gimli en a.m.k. eitt flugfélag starfræki vöru- flutninga þaðan. Flugbrautin sé um 1.600 metra löng og byggð á mjög traustum grunni, en vegna aðstöð- unnar séu margir möguleikar fyrir hendi. Miklir möguleikar á Gimli Kristine segir að margir hafi ranga ímynd varðandi Gimli. Þar sé ekki aðeins elliheimili heldur virk menningarstarfsemi sem íslenska ríkið og Eimskip hafi styrkt af rausnarskap og líflegt mannlíf með verslunum og hótelum. „Ég hef ver- ið í sambandi við marga í ferða- málageiranum og eitt sinn hitti ég íslenska konu í Halifax. Hún sagði mér að fólk á Íslandi héldi að á Gimli væri ekkert nema elliheimilið Bethel. Hér þarf að taka til hendi og kynna fyrir Íslendingum hvað Gimli hefur upp á að bjóða og það er ekki svo lítið.“ Í máli Lorens kemur fram að Kanadamenn af íslenskum uppruna þurfi líka að kynna sér betur hvað Ísland hefur upp á að bjóða, hvað Íslendingar vilji og þurfi, og hafa verði í huga að öll viðskipti á milli landanna verði að ganga í báðar átt- ir. Þau eru til dæmis sammála um að góður markaður sé fyrir íslensk- ar lopapeysur og aðrar lopavörur í Manitoba. Um gæðavörur sé að ræða og því sé eðlilegt að þær kosti meira en eftirlíkingar en Kristine bendir á að þó treysta megi gæð- unum séu tollarnir of háir og vör- urnar of dýrar fyrir marga. Þegar rætt er um tolla má benda á að í áfengisversluninni á Gimli var íslenskur bjór seldur á sem sam- svarar 60 kr. nú í mars og þriggja Kanadískir athafnamenn af íslenskum ættum benda á leiðir til aukinna viðskipta Manitoba og Íslands Sterkasti bak- hjarl Íslendinga er í Kanada Tíðar heimsóknir íslenskra ráðamanna, embættismanna og stjórnenda fyrirtækja til Manitobafylkis í Kanada á nýliðnum misserum hafa glætt vonir Kanadamanna af íslenskum ættum um aukin samskipti Ís- lands og Manitoba á viðskiptasviðinu. Stein- þór Guðbjartsson var í Manitoba, hitti Neil Bardal, kjörræðismann Íslands í Manitoba, Kristine Sigurdson, verslunareiganda á Gimli, og Loren H. Gudbjartsson, verkfræð- ing og ráðgjafa við orkuvinnslu, og hlustaði á hugmyndir þeirra um aukin viðskipti. Neil Bardal, kjörræðismaður Íslands í Manitoba, Kristine Sigurdson, verslunareigandi á Gimli, og Loren H. Gudbjartsson, verkfræðingur og ráðgjafi við orkuvinnslu frá Riverton, hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig auka má viðskipti milli Manitoba og Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Á sléttum Kanada stinga skýjakljúfarnir í miðborg Winnipeg óneitanlega í stúf við umhverfið. Dyrnar til Mani- toba opnar Íslendingum VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.