Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 31
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 31
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - sími: 568 1500
AKUREYRI: Lónsbakka - sími: 461 1070
GREI
NAK
URLA
RAR
NÚ á þriðjudagskvöldið 24. apríl,
gengst fullorðinsfræðsla Laugarnes-
kirkju fyrir hinu árlega skírnar-
fræðslukvöldi sem opið er öllu fólki,
en foreldrum og skírnarvottum
þeirra barna sem skírð voru árið
2000 er sérstaklega boðið. Hefst
kennslan kl. 20, þar sem sr. Bjarni
Karlsson heldur tvö stutt erindi og
stýrir umræðum um gildi skírnar-
innar og trúaruppeldi ungra barna.
Kl. 21 er öllum boðið til „Þriðjudags
með Þorvaldi“ sem er vikuleg helgi-
stund í kirkjunni. Þar leiðir Þorvald-
ur Halldórsson söng við undirleik
Gunnars Gunnarssonar, einn félagi í
fullorðinsfræðslunni segir frá gildi
trúarinnar í eigin lífi og sóknarprest-
ur leiðir sameiginlega bæn fyrir
skírnarbörnum liðins árs.
Gengið er inn um dyr á austurgafli
kirkjunnar (bakatil), niður tröppur
inn í gamla safnaðarheimilið, þar
sem fullorðinsfræðslutímar kirkj-
unnar fara fram alla þriðjudaga á
sama tíma.
Verið velkomin.
Safnaðarstarf
Háteigskirkja. Ævintýraklúbbur og
TTT-klúbbur mánudag kl. 17. Spurt
og svarað.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
mánudag kl. 6.45-7.05. TTT (10-12
ára) mánudag kl. 15.30. 12 spora
hópar koma saman í safnaðarheim-
ilinu mánudag kl. 19.15.
Neskirkja. Starf fyrir 6 ára börn
mánudag kl. 14-15. TTT-starf (10-12
ára) mánudag kl. 16.30. Húsið opið
frá kl. 16. Foreldramorgnar mið-
vikudag kl. 10-12. Fræðsla: Tónlist
fyrir ung börn og foreldra. Ólöf
María Ingólfsdóttir.
Seltjarnarneskirkja. Æskulýðs-
félagið (8., 9. og 10. bekkur) kl. 20-22.
Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélag fyrir
13 ára (fermingarbörn vorsins 2001)
kl. 20-21.30. Æskulýðsfélag eldri
deildir 9. og 10. bekkingar kl. 20-
21.30.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10
ára drengi á mánudögum kl. 17-18.
Æskulýðsstarf fyrir 8.-10. bekk á
mánudögum kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í kirkj-
unni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587-
9070. Mánudagur: KFUK fyrir
stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8.
bekk kl. 20.30 á mánudögum. Pré-
dikunarklúbbur presta í Reykjavík-
urprófastsdæmi eystra er á þriðju-
dögum kl. 9.15-10.30. Umsjón dr.
Sigurjón Árni Eyjólfsson.
Seljakirkja. Fundur í æskulýðs-
félaginu Sela kl. 20 fyrir unglinga 13-
16 ára.
Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs-
starf yngri deild kl.20.30-22 í Hásöl-
um.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Æskulýðs-
félag 13 ára og eldri kl. 20-22.
Vídalínskirkja. 10-12 ára starf fyrir
drengi í samstarfi við KFUM kl.
17.30 í safnaðarheimili.
Krossinn. Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
Akraneskirkja. Fundur í æskulýðs-
félaginu í húsi KFUM og K mánu-
dagskvöld kl. 20.
Hvammstangakirkja. KFUM og K
starf kirkjunnar mánudag kl.17.30 á
prestssetrinu.
Víkurprestakall í Mýrdal. Ferming-
arfræðsla á mánudögumkl. 13.45.
Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn
fjölskyldusamkoma sunnudaga kl.
17.
Foreldrar
skírnarbarna
kallaðir til
Laugarnes-
kirkju
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Laugarneskirkja