Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 34

Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR Íslands á fundum Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa um skeið reynt að fá samþykkt sérstakt ákvæði sem viki Íslandi að nokkru undan skuld- bindingum Kyoto-bókunarinnar frá árinu 1997, en Ísland hefur ekki skrifað undir þá bókun. Hún skuldbindur hvert iðn- ríki jarðar til að hafa á árunum 2008–12 fært losun gróður- húsalofttegunda niður á eigið losunarstig ársins 1990. Önnur ríki, þróunarríkin, verða aðilar að bók- uninni nokkru síðar. Undirtektir aðildar- ríkjanna við umleitan íslensku fulltrúanna hafa verið dræmar. Þó mun tækni- og vís- indanefnd fundar að- ildarríkjanna í Haag í nóvember síðastliðnum um fram- kvæmd Kyoto-bókunarinnar hafa afgreitt tillögur ÍSLENSKU fulltrúanna um „íslenskt ákvæði“ með jákvæðum hætti til síðari fundar aðildarríkjanna, þar sem það bíður pólitískrar ákvörðunar, eins og Jakob Björnsson greinir frá í Morgunblaðinu sunnudaginn 8. apríl síðastliðinn. Íslensk rök Í greininni rekur Jakob ítarlega röksemdir sínar, og væntanlega ís- lenskra fulltrúa á fundum aðild- arríkjanna, fyrir hinu „íslenska ákvæði“, þótt ekki komi skýrt fram hverjar þeirra séu bornar fyrir hin erlendu starfssystkin og hverjar séu fremur ætlaðar til heimabrúks. Með því að virkja fallvötn landsins til raforkuframleiðslu til iðnaðar megi gera ráð fyrir að dragi sam- svarandi úr raforkunotkun til sama iðnaðar í öðrum löndum. Og með því að raforkuframleiðsla í öðrum löndum sé að stórum hluta til mengandi þýði samdráttur hennar minni loftmengun alls. Á máli ál- iðnaðarins þýðir þetta að álbræðsla við mengunarlausa raforku frá ís- lenskum fallvötnum myndi draga samsvarandi úr álbræðslu við mengandi raforku frá olíu- eða kolaorkuverum erlendis. Slíkt ætti að reikna Íslandi til tekna í meng- unarkvóta. Það geri Kyoto-bókunin ekki. Rökin hníga því að því að bókunin sé hvorki skynsamleg né réttlát. Eða er hún það? Standast ekki Kannski hvorugt, en miðað við markmið Kyoto-bókunarinnar má hins vegar segja að ákvæðið um staðbundinn losunarkvóta þjóð- ríkja sé óhjákvæmilegt. Jafnvel þótt skynsamlegt virðist að bræða ál við mengunarlausa íslenska raf- orku fremur en við erlenda frá kolakyntum orkuverum er á hinn bóginn engan veginn tryggt að draga muni úr kolabrunanum er- lendis þótt álbræðsla heimsins færi öll fram á Íslandi. Ástæðan er sú að hagkerfi heimsins er ekki af takmarkaðri stærð. Þegar legðist af bræðsla áls á einum stað og flyttist á annan er ekki gefið að ekki kæmi nýr orkuneytandi í stað álverksmiðjunnar sem aflögð yrði. Auk þessa myndi fljótt sýnast óréttlátt að „íslenskt ákvæði“ gilti ekki fyrir aðrar þjóðir rétt eins og Íslendinga. Þannig ætti Frakkland að fá úthlutað mengunarkvóta fyr- ir alla þá gríðarlegu raforku sem þar er framleidd með kjarnorku, eða sem svarar því sem með því sparast í losun gróðurhúsaloftteg- unda miðað við að sama raforka væri framleidd við kola- eða olíu- bruna. Munaði þá lítið um öll álver heimsins á franskri grund ef los- unarheimildir landsins yrðu reikn- aðar á grundvelli slíks „íslensks ákvæðis“. Og hvers ættu t.d. lönd- in við Rín að gjalda að njóta ekki sérstaks mengunarkvóta sem svar- aði til þess sem spar- ast í losun gróður- húsalofttegunda við flutninga fljóta- prammanna miðað við að góssið væri flutt með bílum? Eða Danir að fá ekki úthlutað kvóta fyrir þann þjóð- arsið að ganga og hjóla í stað þess að fara leiðar sinnar í bíl eins og t.d. Íslending- ar gera? Þess í stað yrðu Danir enn að draga úr bílaumferð- inni ef þeir ykju við losunina med t.d. nýj- um álverksmiðjum, rétt eins og Íslending- ar verða kannski að tífalda hlut handfæra-, neta- og línuveiða, draga niður í umferðarhraðanum og aka í minni bílum ef þeir vilja nýta vatnsföll sín til að bræða ál en virða Kyoto-bókunina. Víða rök fyrir „íslensku ákvæði“ Hagkerfi sérhvers lands hefur þróast með sínum hætti. Á grund- velli þeirrar þróunar er þeim gert að mæta kröfunni um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Á Ís- landi er gríðarleg losun gróður- húsalofttegunda vegna togveiða og bílanotkunar en mikil óvirkjuð vatnsorka sem stjórnvöld eru að komast í kastþröng með að nýta vegna nýrra aðstæðna í umhverfis- og efnahagsmálum. Í Danmörku er hefð fyrir hjólreiðum og göngu til og frá vinnu en bílisminn sækir á í þungaflutningum vegna vegteng- inga yfir Stóra-Belti og Eyrar- sund. Hvarvetna eru stjórnvöld í vanda með að takmarka loftmeng- unina við fyrri mörk og hvarvetna er tilefni til að krefjast „íslensks ákvæðis“ til að leysa vandann. En ef eitt land krefst slíkrar skradd- arasaumaðrar „reglu“ fyrir sig er viðbúið að önnur geri eins. Þess vegna eiga íslensk stjórnvöld ekk- ert svar við Kyoto-bókuninni ann- að en að hlíta henni eða það sem reyndar virðist freista þeirra mest: Að krefjast sérstakrar pólitískrar þróunaraðstoðar í mengunarkvóta fyrir að skrifa undir. Í rauninni felst í kröfunni um „íslenskt ákvæði“ krafa um stuðning aðild- arríkja Loftlagssáttmála Samein- uðu þjóðanna við íslensk stjórnvöld sem vegna pólitískra skuldbind- inga sinna um bræðslu áls í land- inu munu lenda í talsverðum erf- iðleikum fáist ekki til þess mengunarkvóti. Best væri að við- urkenna þetta og hætta að reyna að sannfæra almenning um að Kyoto-bókunin sé vitlaus og órétt- lát nákvæmlega gagnvart Íslend- ingum einum þjóða eða bara yf- irleitt. Til þess hníga engin rök, hvorki þau sem hér hafa verið rak- in né þau sem Jakob teflir fram til viðbótar í fyrrnefndri grein sinni. Þau rök eru annars mjög skemmti- leg og byggjast á athyglisverðum sannindum en skjóta heldur ekki stoðum undir kröfu íslenskra stjórnvalda um undanþágu frá ákvæðum Kyoto-bókunarinnar. Ástæðulaust samviskubit Jakob bendir á þá staðreynd að tæpur þriðjungur af öllu bræddu áli í heiminum er notaður í vélknú- in farartæki, aðallega flugvélar, bíla og lestarvagna. Hvert kíló af áli sem leysir af hólmi þyngri efni í vélknúnum farartækjum minnkar orkunotkun farartækisins og þar með yfirleitt olíu- eða bensínnotk- un og þar með minnkar mengun af útblæstri olíu- og bensínvéla þegar ál er notað í stað járns eða annarra þungra efna í farartæki. Eins auð- vitað þótt ökutækið væri rafknúið og raforkan fengin við brennslu ol- íu eða kola. Í raun eru áhrifin þó meiri því þegar t.d. tekst að létta bílvél með áli í stað járns má jafn- framt hafa hjólabúnaðinn, stoð- kerfið og þess háttar léttbyggðara. Álnotkun í farartækjum er að þessu leyti gríðarlega orkuspar- andi út af fyrir sig. Ef Ísland væri eina landið þar sem hægt væri að framleiða ál væri full ástæða til að verðlauna þjóðina með ótakmörk- uðum mengunarkvóta fyrir að láta svo lítið að leggja heimsbyggðinni til þetta undraefni. En þannig er þessu ekki farið. Bræðsla áls er ekki staðbundin og því gæti hvaða land sem er krafist „íslensks ákvæðis“ fyrir sig með nákvæmlega þessum rökum, að ál- notkun dragi úr mengandi orku- notkun langt umfram það sem nemur menguninni af álbræðslunni sjálfri. Íslendingar sitja því miður ekki einir að þessari röksemd. Röksemdafærslan er reyndar hæpin af öðrum tæknilegun og hagfræðilegum ástæðum til viðbót- ar. Ál í flugvélum er tæknileg nauðsyn og ekki er rétt að án áls yrðu þær smíðaðar úr járni. Flug- vélaiðnaðurinn verður því að lang- mestu leyti að sætta sig við það verð á áli sem er á markaðnum hverju sinni. Sama gildir í vaxandi mæli um bílaframleiðendur. Þegar álverð hækkar, vegna þess að framleiðslan fylgir ekki eftirspurn- inni eftir, gerist það einfaldlega að verð á flugvélum og bílum hækkar, flutningskostnaður eykst og notk- un farartækjanna minnkar, elds- neytiseyðsla þeirra minnkar sam- svarandi og dregur úr loftmengun. Við lækkandi álverð gerist það gagnstæða: Því lægra álverð, því ódýrari verða farartækin, því meiri verður heildarnotkun þeirra, því meiri verður olíu- og bensín- notkunin og því meiri verður loft- mengunin. Af þessum ástæðum myndi það beinlínis stuðla að auk- inni loftmengun ef bræðsla áls á Íslandi nyti sérstaklega lágs orku- verðs, t.d. vegna þess að ekki þyrfti að kaupa til þess mengunar- kvóta, þakkað væri „íslensku ákvæði“ við Kyoto-bókunina, eða vegna þess að ekki þyrfti að greiða fyrir vatnsréttindi af íslenskum fallvötnum né heldur greiða fyrir bein og óbein spjöll af fram- kvæmdinni. Öfugt við það sem Jakob heldur fram í grein sinni þurfa Íslend- ingar því ekki að hafa samviskubit, lofthjúpsins vegna, þótt þeir leggi áliðnaðinum ekki til fallvötn sín. KYOTO-BÓKUNIN OG „ÍSLENSKA ÁKVÆÐIГ Gunnlaugur Sigurðsson Öfugt við það sem Jakob heldur fram í grein sinni, segir Gunnlaugur Sigurðs- son, þurfa Íslendingar því ekki að hafa samviskubit, loft- hjúpsins vegna, þótt þeir leggi áliðnaðinum ekki til fallvötn sín. Höfundur er félagsfræðingur og lektor við KHÍ. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.