Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND er meðal fimm aðilasem í gær hlutu viðurkenn-ingu bandarísku umhverfis- samtakanna Global Green USA fyrir framlag sitt til umhverfis- mála. Auk Íslands eru það blaðamenn- irnir Bill Moyers og Judith David- son Moyers, samtökin Pew Center sem sinna loftslagsmálefnum, og arkitektafyrirtækið Helmuth Obata Kassabaum. Viðurkenning- arnar eru veittar fyrir framlag þessara aðila í iðnaði, byggingar- starfsemi, fjölmiðlun, opinberri stefnu og fyrir að leggja sitt af mörkum til að hvetja til sjálfbærr- ar framtíðar. Í viðurkenningarskjali Íslands segir að Mikhail S. Gorbachev og Global Green USA óski ríkisstjórn Íslands til hamingju með stefnu sína í orkumálum fyrir að byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum. Undir forystu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hafi Ísland lagt grundvöll að því að snúa heiminum í átt til hreinnar orku og tekið stór skref til að hindra loftlagsbreyt- ingar. „Mér þykir afar vænt um þessa viðurkenningu fyrir hönd Íslands því þarna er verið að viðurkenna verk sem unnið hefur verið að, ekki bara í nokkur ár heldur ára- tugi á Íslandi, nokkuð á undan öðrum þjóðum og um leið er verið að viðurkenna áframhaldandi stefnu sem mörkuð hefur verið,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta dregur athyglina að Íslandi sem landi sem er í algjörri forystu þar sem 70% orkunnar kemur frá endurnýjanlegum orku- gjöfum og um og yfir 90% ef sleppt er bílum og skipum. Ég tel að það sé að fá byr út um allan heim að í Kyoto-bókuninni ætti að viðurkenna mikilvægi þess að not- aðir séu endurnýjanlegir og hrein- ir orkugjafar, það ætti að ýta und- ir og verðlauna þá aðila sem það gera. Global Green samtökin eru að viðurkenna það hér.“ Í ræðu sinni við afhendingu við- urkenningarinnar sagði Davíð Oddsson meðal annars að ríkis- stjórnin hefði sett sér það mark- mið að byggja efnahag landsins al- gjörlega á endurnýjanlegum orkugjöfum innan fárra áratuga. „Sumir kunna að halda að þetta sé annaðhvort ímyndun eða skáld- skapur. En þetta er staðreynd og Ísland er vel í stakk búið til að taka að sér slíkt verkefni og við teljum okkur skylt að vissu marki að vera í forystu á þessu sviði,“ sagði ráðherra. Hann benti á að yfir tveir þriðju orkunnar kæmu frá endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsorku og gufuorku, og væri það hæsta hlutfall í nokkru landi heimsins. Hann gerði einnig ál- framleiðslu að umtalsefni og sagði hana fara vaxandi á Íslandi. Áhrif þess myndu verða umhverfinu til góðs þar sem ál væri á Íslandi framleitt með vatnsorku en víða annars staðar með raforku sem framleidd væri með jarðeldsneyti. Þá benti forsætisráðherra á nauð- syn þess að Ísland stefndi að því að vetnisvæða bíla- og skipaflot- ann. Tilraunaverkefni væri nú að hefjast á því sviði. Davíð nefndi einnig vaxandi ferðamannastraum til Íslands og sagði hann sífellt vaxandi enda hefðu margir áhuga á að heim- sækja landið og kynna sér sér- stæða náttúru þess. Hann sagði að fara yrði varlega í að taka á móti mikilli fjölgun ferðamanna og huga yrði að því að undirbúa viðkvæma staði fyrir auknum ágangi manna. Mikhail Gorbachev, sem stofnaði samtökin Green Cross Internat- ional, Alþjóða græna krossinn, sem starfa að umhverfismálum, var viðstaddur athöfn í New York í gær þegar viðurkenningarnar voru afhentar. Hafði hann daginn áður flutt erindi í Washington um þá ógn er heiminum stafar af kjarnavopnabirgðum og efnavopn- um í Rússlandi og Bandaríkjunum. Hann ræddi einnig við Bush, for- seta Bandaríkjanna, og þingmenn- ina Sam Nunn og Richard Lugar sem báðir hafa stutt mjög aðgerðir í umhverfismálum og talað fyrir auknum fjárframlögum til þeirra. Á blaðamannafundi þar sem við- urkenningarnar voru kynntar sagði Mikhail Gorbachev meðal annars að bandarísk Gallup-könn- un sýndi að 50% þjóðarinnar teldu að umhverfismál yrðu að fá for- gang. Hann sagði tækifæri til þess nú og mikilvægt væri með við- urkenningum sem þessum að senda heiminum þau boð að okkur væri annt um náttúruna. Hann sagði að Bandaríkin ættu að vera í forystu á þessu sviði. Hann sagði að fram hefðu komið ýmis dæmi að undanförnu um að ríkisstjórnir, at- vinnulífið og einstaklingar sýndu ekki nægan skilning á mikilvægi umhverfisverndar. Því væri starf- semi Global Green og Green Cross samtakanna mikilvæg. Alþjóðlegu og bandarísku sam- tökin hafa tekið höndum saman til að hvetja til eyðingar efnavopna og kjarnavopnabirgða í Bandaríkj- unum og Rússlandi. Hefur verið tekið upp sérstakt samstarf við Oregon-fylki í Bandaríkjunum og Penza í Rússlandi en í báðum þessum byggðarlögum eru miklar birgðir af slíkum efnum. Þá er unnið að sérstökum aðgerðum til að eyða um 5.400 tonnum af tauga- gasi og 916 kjarnaflaugum í Rúss- landi. Verndun vatns og aðgangur allra að hreinu vatni er líka á dag- skrá samtakanna. Meðal annars er unnið að verkefni í Miðausturlönd- um undir kjörorðunum „vatn fyrir frið og frið fyrir vatn“ til að hrinda í framkvæmd vatnsöflunarátaki og vatnsveitum og hefur einkafyrir- tækjum og ríkisstjórnum verið stefnt saman í verkefnið. Ísland var meðal fimm aðila sem hlutu bandaríska umhverfisviðurkenningu í gær „Þykir vænt um þessa viður- kenningu fyrir hönd Íslands“ Davíð Oddsson forsætisráðherra tók í gær fyrir hönd Íslands við verðlaunum banda- rísku umhverfissamtakanna Global Green USA. Kjartan Þorbjörnsson og Jóhannes Tómasson fylgdust með verðlaunaathöfn- inni, en verðlaunin eru veitt fyrir stefnu landsins í orkumálum og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í New York í gærkvöld. Morgunblaðið/Golli Túlkur Gorbachevs sýnir honum útsýnið af 64. hæð Rockafellar Plaza-byggingarinnar þar sem fundurinn var haldinn. Á bak við þá fylgjast Jón Baldvin Hannibalsson, Þorsteinn Ingólfsson og Davíð Oddsson með. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Mikhail Gorbachev á blaðamanna- fundi hjá Global Green USA í gærkvöld. joto@mbl.is NÓG er til af íslenskum tómötum og grænni papriku hjá Sölufélagi garðyrkjumanna samkvæmt upplýs- ingum fyrirtækisins. Heildsöluverð á tómötunum frá þeim nú er á bilinu 450-500 kr. kílóið og heildsöluverð á íslenskri, grænni papriku er á bilinu 500-550 kr. kílóið, að sögn Örvars Karlssonar, sölustjóra fyrirtækis- ins. Örvar sagði að verðið á innlend- um tómötum og grænni papriku væri mismunandi og færi eftir magni innkaupa. Verð á tómötum væri svona 450-500 kr. og verð á grænni papriku 500-550 kr. Kolbeinn Ágústsson, gæðastjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, sagði að það væri rangt að ekki væri nóg til af íslenskum tómötum og grænni papriku, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær, og ítrekaði fullyrðingar sínar þar um að nægjanlegt framboð væri af ofangreindum grænmetistegundum. Þeir menn sem héldu þessu fram hefðu ekki einu sinni hringt til að spyrja að þessu. Kolbeinn sagði að þeir hefðu ver- ið með tómatana í allan vetur pakk- aða og þeir ættu líka og hefðu átt undanfarnar vikur tómata í lausu ef menn hefðu viljað það. Hann skildi ekki hvað menn væru að fara með þessu. Ekkert offramboð Hann bætti því við að það væri ekkert offramboð, en framboðið væri að aukast með hverjum deg- inum og það væri nægjanlegt. Málið væri að menn hefðu ekkert hringt til að athuga með vöruna, vegna þess að þeir hefðu átt eftir nóg af sinni innfluttu vöru. Eflaust hefðu þeir tekið mikið inn áður en toll- arnir lögðust á þessar tegundir og væru bara að klára það magn. Verð á innlendum tómötum og papriku Heildsöluverðið 450–550 kr. kílóið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.