Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 55 Margs er að minnast. Mér er minnisstæðast sumarið sem ég var 12 ára og dvaldi hjá þér á Þórkötlustöðum. Þú kenndir mér svo margt um lífið, um margbreytileika þess, um sjóinn og kisurnar og ævintýrið. Þú kunnir að gleðjast yfir fallegum fjörusteini, svartri saumavél og grænu grasi. Þú sást alltaf það fallega í lífinu. Með glampa í augum og glettnisbros á vör, þannig minnist ég þín og er ríkari fyr- ir vikið. Rut. Þegar mér barst fregnin um lát Ás- laugar Theódórsdóttur kom hún mér ekki á óvænt. Bæði var, að hún var mjög aldin að árum, og svo hafði hún um langt árabil búið við óstöðuga heilsu. Og endaþótt Áslaug væri kona engri annarri lík, þá hlaut hún að lúta að lokum því eina vísa lögmáli: að hverfa til nýrrar tilveru. Fyrstu kynni mín af Áslaugu áttu sér stað þegar ég var barn að aldri, líklega átta ára eða svo. Ung stúlka kom hún ásamt Helgu móður sinni langan veg sunnan af Grímsstaðaholti til að láta ömmu mína spá í spil og segja sér allt um framtíðina. Það er ég viss um, að allir þeir spádómar rættust, og meira til. Þetta var í fá- breytni skemmtanalífsins á kreppu- árunum. Hún giftist dönskum manni og ól honum son, en síðan skildu þau. Þá eignaðist hún dóttur með unnusta sínum Björgvini Laugdal, en hann lézt 1937. Sama árið giftist hún Júlíusi Hjálmarssyni á Þórkötlustöðum í Grindavík og tók þar við gömlu og grónu ættaróðali. Þeim varð tveggja barna auðið, sonarins Hjálmars og dóttur sem lézt fárra mánaða gömul. Varla hafa spádómar ömmu minnar allir bent á óslitna rósabraut, eða hvað? Svo liðu tímar. En á sjötta áratugn- um endurnýjuðust kynni okkar. Ég minnist þess, að einhverju sinni prjónaði hún fagurmynstraða vett- linga tvíþumlaða og sendi mér út til Saltsjöbaden þar sem ég sat við að blása lífsanda í Sóleyjarsögu. Mikið þótti mér vænt um þá gjöf. Helzt hefði ég þó viljað að hún hefði komið með þá sjálf, svo ég hefði getað farið með henni á veitingahúsin í Gamla Stan. Já, Áslaug Theódórsdóttir var engri annarri konu lík, það gerði eðl- islæg greind hennar, umburðarlyndi og lífstjáning öll. Ég held að hana hafi aldrei dreymt um frægð. En hug- myndir að ljóðum og sögum fékk hún. Og vitranir, svo í vöku sem svefni. Mér hefur verið sagt, að margt af þessu hafi hún párað á pappírslengjur og hengt upp á nagla í eldhúsinu. Guðbergur frændi hennar í Grinda- víkinni lét þetta ekki fram hjá sér fara og átti eftir að gera úr sumu af þessu ÁSLAUG THEÓDÓRSDÓTTIR ✝ Áslaug Theó-dórsdóttir fædd- ist í Reykjavík 16. október 1913. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 15. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 22. mars. heimsfrægar skáldsög- ur. Ef fræðingar skyldu nú alltíeinu muna eftir mér og hneykslast á þessari bókmennta- sögu, þá hef ég pott- þétta afsökun: Ég hef ekkert vit á bókmennt- um og hef aldrei haft. Væri ég spurður að því, hvort Áslaug hefði verið trúuð kona, myndi ég ekki hika við að svara því játandi. Hún var alin upp við það í foreldrahúsum. En trú Íslendinga hefur löngum verið kynlega blandin vissu um tilvist ýmislegs sem mannleg augu ekki sjá, nema á stundum náð- arinnar. Og af kristinni kenningu veit ég að henni var farið líkt og postulan- um: hún taldi kærleikann æðstan. Ég minnist þess er við Áslaug hitt- umst í síðasta sinn. Það var 1. sept- ember 1990. Hún kom í bæinn ásamt Áslaugu dótturdóttur sinni. Þá var gamla konan á svipuðum aldri og ég er nú, og ágætlega ern. Við fórum á bernskuslóðir hennar á Grímsstaða- holti, og hún minntist liðinnar tíðar þegar umhverfið var fjarri því að vera eins snurfusað og nú er. Síðan ókum við rakleitt upp í Árbæjarsafn og fengum okkur kaffi í því fræga Dill- onshúsi. Um sexleytið skiluðu þær stöllur mér heim að húsdyrum, og Ás- laug eldri gaf mér trefil sem hún hafði prjónað svo mér þyrfti ekki að verða kalt í haustnepjunni. Það átti ekki fyrir okkur að liggja að sjást aftur. En sambandi héldum við áfram gegnum síma á meðan hún hafði þolanlega heyrn. Heyrnardeyf- an fór þó vaxandi, og síðustu tvö árin var öll heyrnartækni til lítils gagns. Við sendum hvort öðru jólakveðjur og afmæliskveðjur, eins og við höfðum gert um áratugi. Ekki eru nema tvö ár síðan hún sendi mér langt og vel skrifað bréf ásamt sérkennilegri gjöf: fallegum kertalampa sem fylgdu þrjátíu ilm- kerti. Á einu þessara kerta kveikti ég í tilefni aldarafmælis móður minnar á öðrum degi þessa árs. Þetta smáa kerti brann í miklum friði nær þrjár klukkustundir á meðan norðanstorm- urinn gnauðaði úti. Maðurinn er ekki veglaus, hann er á mörgum vegum í senn. (Guðb. Bergsson.) Allar þær leiðir sem Áslaug vin- kona mín gekk um dagana, og voru einatt engar rósabrautir, hafa nú beinzt að lokum í átt hins eilífa aust- urs; í átt upprisu og ljóss. Í þeirri birtu skín mér minning þessarar góðu konu, og blessuð sé ’ún. Elías Mar. Í minningu góðs vin- ar langar mig að skrifa fáein kveðjuorð um Birgi kaupmann. Ég kynntist Birgi fyrir nokkrum árum vegna samskipta okkar, en hann verslaði aðallega með lopapeysur auk nokk- urra minjagripa. Það var alltaf svo ánægjulegt að koma til Birgis, setj- ast niður og spjalla, hann var svo fróður um margt að ógleymdri skemmtilegri kímnigáfu hans og ávallt góðu viðmóti. Það hefur verið tómlegt að keyra framhjá búðinni hvern dag og sjá BIRGIR JÓHANNSSON ✝ Birgir Jóhanns-son kaupmaður fæddist í Reykjavík 6. apríl 1925. Hann lést á Landsspítalan- um í Fossvogi 22. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 30. mars. ekki ljósið í horninu hans. Hann talaði oft við mig um hversu lán- samur hann væri að eiga svo góð börn og fjölskyldu alla. Ég veit að Birgir er núna vel kvaddur af öll- um sem honum þótti vænt um og það hefur verið tekið vel á móti honum af konu hans sem lést langt fyrir ald- ur fram. Guð blessi hann og fjölskyldu hans alla. Gráti því enginn göfugan föður, harmi því hér enginn höfðingja liðinn. Fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðar dagur hans hjá Drottni lifanda. (Jónas Hallgrímsson.) Kristín. Laugardagurinn 17. mars rann upp sólríkur og fallegur. Við mæðg- urnar höfðum ákveðið að fara í fyrsta skipti saman á kaffi- hús og Perlan varð fyrir valinu. Við sátum og nutum útsýnisins og ég ákvað að hringja í pabba til þess að athuga hvar hann og mamma væru og þá sagði hann mér að þau væru í Garðabæ. Það kom smáþögn og hann þurfti ekki að segja meira því ég vissi innra með mér að amma væri dáin. Ég fann fyrir miklum söknuði því ég vissi að ég myndi aldrei sjá hana aftur og sá söknuður ríkir enn. Þar sem ég náði ekki að ÁSTA DAGMAR JÓNASDÓTTIR ✝ Ásta DagmarJónasdóttir fæddist á Vestdals- eyri við Seyðisfjörð 7. september 1924. Hún lést á heimili sínu, Boðahlein 8 í Garðabæ, 17. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 27. mars. fara í Boðahlein þá fékk ég að sjá hana í Fossvogskapellunni síðar þennan dag. Þá stund mun ég varðveita því mér fannst sem hún stæði við hlið mér og héldi utan um mig með- an ég virti hana fyrir mér og talaði til henn- ar, líkt og hún gerði þegar við hittumst í Kvistalandi á jólum. Ég vil þakka Ástu ömmu, nöfnu minni, fyrir þær stundir sem við áttum saman og öll þau skipti sem hún spurði mömmu um mig og Jóhönnu, hvernig gengi hjá mér, hvort náminu færi ekki að ljúka. Skólagöngu minni lýkur fljót- lega en ekki eins snöggt og lífsgöngu Ástu ömmu. En svona er lífið eins og Jóhanna Helga segir alltaf. Sautjándi mars mun alltaf lifa í minningunni sem fallegur og friðsæll dagur því þannig var yfirbragð Ástu ömmu þann dag og sú minning mun ætíð lifa. Ásta Dís og Jóhanna Helga. /        1 6 9 $<2$ .;?.    #2   *#    ! +    %;  +%;  1 + " 1    "  "0 2              9  1 619 $2D$ *       8    9+ "  ' #0   22% 4           (   (            "      ( 6+ '  "  "    -   <   0+ 70   *+*    7 ;  &     0$ '  #   *.* * "0   *;*   *# 7 0  1 +    * +        ;"  2 ) -7   +        646143  34'3   A # EC <; +;    0    : '    +(+ &'  7            $   62*.*    $# A*  *  )2*.*    <    D *.*     *  2 &'   ' (   7                '     -7   '    '  '     -   616 2 6196  + 0 *F 6;*< $<*."  ) &.*.2   +      + &     - .  + &    $*/( *   &    1   &    0 *) &A .  &  12&    "0   - -    .   - *-     ,-    *.* *6   6 $$+ -    * ' .G* "  "0 "  "  "0   < ; &  A 2 ;             15671 2-2  $<2*.  . *A ; 5          #1   7< & *7<  $     ) .   $*7<  $  $& *2   + 7<  $  6  *$< $A   "  "0 "  "  "0 2 ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.