Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 28
NÝ HLIÐ er komin upp á leyni-
reikningahneyksli Kristilegra demó-
krata í Þýzkalandi (CDU), eftir að
svo virðist sem milljón mörk, and-
virði um 43 milljóna króna, hafi
fundizt á bankareikningi eins fyrr-
verandi gjaldkera flokksins.
Walter Leisler Kiep, sem í nokk-
ur ár af 16 ára valdatíð Helmuts
Kohls var féhirðir CDU, hefur
skyndilega greitt milljónina inn á
reikning flokksins, án útskýringa á
því hvaðan hún kæmi. Greindi fram-
kvæmdastjóri CDU, Willi Haus-
mann, frá þessu í gær.
Hausmann krafðist þess að Kiep
gæfi skýringar á uppruna fjárins, en
Walther Leisler Kiep
gat sér þess til að það hefði verið á
leynilegum reikningi í Sviss, sem
Kiep og tveir aðrir þáverandi hátt-
settir starfsmenn CDU leystu upp
árið 1992. Bankareikningur þessi
var skráður í Liechtenstein á
skúffufyrirtækið „Norfolk Found-
ation“, en það var í eigu CDU og
var notað til að fela leynileg og þar
með ólögleg framlög í sjóði flokks-
ins. Haft hefur verið eftir þessum
öðrum tveimur fyrrverandi starfs-
mönnum CDU að þeir og Kiep hafi
skipt með sér einni og hálfri milljón
svissneskra franka, andvirði um 83
milljóna króna, er Norfolk Founda-
tion var leyst upp sama ár.
Samkvæmt frásögn Berlínar-
blaðsins Tagesspiegel mun Kiep
hafa brugðið á það ráð að millifæra
þetta fé yfir á reikning CDU nú, þar
sem hann ætti að öðrum kosti von á
að flokkurinn hæfi málsókn gegn
sér vegna þáttar hans í leynireikn-
ingahneykslinu.
Christian Ströbele, fulltrúi græn-
ingja í sérskipaðri nefnd þýzka
þingsins, sem hefur það hlutverk að
rannsaka leynireikningahneykslið,
tjáði Mitteldeutsche Zeitung að frá-
leitt væri að CDU tæki við þessu fé
fyrr en gengið hefði verið úr skugga
um hvaðan það væri komið. Gat
Ströbele sér þess til að það væri
upprunnið hjá stórfyrirtækinu
Siemens, sem fram til ársins 1993
greiddi reglulega í sjóði CDU án
þess að þau framlög kæmu fram í
opinberu bókhaldi eins og lög kveða
á um.
Milljón marka birtist
á bankareikningi
Berlín. AFP.
Leynireikningahneyksli CDU
FLESTIR hinna 143 Kosovo-
Albana, sem fyrr í vikunni voru
sýknaðir af Hæstarétti Serbíu af
fangelsisdómum sem þeir höfðu
hlotið fyrir meint hryðjuverk,
voru látnir lausir í suður-serbn-
esku borginni Nis í gær. Kos-
ovo-Albanarnir, sem í maí 2000
voru dæmdir af héraðsdómi í sjö
til þrettán ára fangelsi fyrir
hryðjuverk gegn Júgóslavíuher
og serbnesku lögreglunni, voru
fluttir í rútum frá fangelsinu í
Nis til Kosovo. Júgóslavneskir
hermenn höfðu handtekið þá í
Djakonica á meðan á loftárásum
NATO á Júgóslavíu stóð snemm-
sumars 1999.
Malaría drep-
ur marga
MALARÍA verður árlega um
200.000 manns að bana í Lýð-
veldinu Kongó sem þjakað er af
afleiðingum borgarastríðs.
Greindi skrifstofa þjóðarátaks
gegn malaríu (PNLP) í Kinshasa
frá þessu í gær, í tilefni af
Malaríudegi Afríku. Talið er að á
bilinu ein og hálf til 2,7 milljónir
manna deyi í heiminum öllum úr
malaríu á ári hverju. Moskító-
flugur bera smit hinnar ban-
vænu sýki sem í riti Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar WHO frá
1998 er fullyrt að sé stærsta heil-
brigðisvandamálið í Afríkulönd-
unum sunnan Sahara.
HIV-kenn-
ingu koll-
varpað
NIÐURSTÖÐUR nýrra vís-
indarannsókna, sem birtar voru í
gær gera að engu umdeilda
kenningu um að HIV-faraldur-
inn í mönnum eigi upptök sín í
mistökum sem gerð voru við
bólusetningarherferð gegn
mænusótt í Mið-Afríku snemma
á sjötta áratug 20. aldar. Lífefna-
fræðingar í Lundúnum lýstu því
yfir að þeir vonuðust til að hafa
með niðurstöðum sínum kæft
kenningu sem í sumra augum
hefur grafið undan trausti á
bólusetningar og vinnubrögð
lækna. Orðrómur hefur lengi
verið uppi um að HIV-veiran hafi
í fyrsta sinn smitazt úr öpum í
menn með illa unnu mænusótt-
arbólusetningarefni sem sagt er
að hafi verið unnið úr nýrna-
frumum úr simpönsum, smituð-
um af „apagerð“ veirunnar.
Gjá milli ríkra
og fátækra
ÞÝZK stjórnvöld hétu því í gær
að tvíefla baráttuna gegn fátækt
eftir að niðurstöður könnunar á
efnahagslegri stöðu einstaklinga
í landinu, þeirri fyrstu sinnar
tegundar, bentu til að gríðardjúp
gjá væri milli ríkra og fátækra.
En samsteypustjórn jafnaðar-
manna og græningja, sem nú er
við völd, vísaði ábyrgðinni á þess-
ari þróun til þess hvernig ríkis-
stjórnir Helmuts Kohls 1982–
1998 héldu á málum. Atvinnu-
málaráðherrann Walter Riester
sagði, er hann kynnti niðurstöð-
ur könnunarinnar í Berlín í gær,
að stjórnin vonaðist til að tilraun-
ir hennar til að draga úr atvinnu-
leysi og auka fjárveitingar til
félagslega velferðarkerfisins
myndu laga stöðu hinna eigna-
minnstu.
STUTT
Kosovo-
Albönum
sleppt
ERLENT
28 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RÍKISLÖGREGLA Filippseyja
handtók í gær Joseph Estrada, fyrr-
verandi forseta landsins, sem hefur
verið ákærður fyrir spillingu. Hann
hélt þó fram sakleysi sínu og kvaðst
enn líta á sig sem forseta landsins.
Estrada hefur verið ákærður fyrir
að hafa þegið andvirði tæpra 7,8
milljarða króna í mútur og ólöglegar
greiðslur á tveggja og hálfs árs
valdatíma sínum. Slíkir glæpir geta
varðað lífstíðarfangelsi eða jafnvel
lífláti samkvæmt filippseyskum lög-
um en mjög ólíklegt þykir þó að
Estrada verði dæmdur til dauða.
Um það bil 500 fylgismenn Estr-
ada söfnuðust saman við hús hans í
Manila til að reyna að hindra hand-
tökuna. Lögreglan hélt að sér hönd-
um í nokkra tíma áður en hún lagði
til atlögu í gærmorgun. Hundruð
lögreglumanna beittu kylfum til að
dreifa stuðningsmönnum Estrada
sem svöruðu með grjótkasti en urðu
að gefast upp fyrir ofureflinu.
Nokkrir særðust í átökunum.
Tugir stuðningsmanna Estrada
brustu í grát þegar æðstu embætt-
ismenn ríkislögreglunnar komust
inn í húsið til að handtaka hann.
Dómstóll í spillingarmálum, sem
fyrirskipaði handtökuna, hafnaði
beiðni um að Estrada yrði látinn laus
gegn tryggingu. Lögfræðingar Estr-
ada hafa óskað eftir því að honum
verði haldið í stofufangelsi þar til
dómur fellur í málinu og dómstóllinn
tekur þá beiðni fyrir í dag.
Estrada var haldið í klefa sem var
útbúinn sérstaklega fyrir hann í víg-
girtum höfuðstöðvum ríkislögregl-
unnar í Manila. Ákveðið var að færa
hann ekki í venjulegt fangelsi þar
sem líf hans gæti verið í hættu.
Innanríkisráðherrann Jose Lina
sagði að hann væri algjörlega óhult-
ur í höfuðstöðvum lögreglunnar.
Segist vera í leyfi
Estrada sagði í símaviðtali við
CNN eftir handtökuna að hann liti
enn á sig sem forseta Filippseyja.
„Hvað mig varðar er ég enn réttkjör-
inn forseti samkvæmt stjórnar-
skránni,“ sagði hann og kvaðst sann-
færður um að hann yrði sýknaður.
Estrada er 64 ára fyrrverandi
kvikmyndastjarna og nýtur enn mik-
illa vinsælda meðal fátækra íbúa Fil-
ippseyja. Hann var ákærður til emb-
ættismissis fyrir spillingu en réttar-
höldum öldungadeildar þingsins í
málinu var hætt í janúar þegar þau
höfðu staðið í sex vikur. Meirihluti
deildarinnar hafði þá hafnað beiðni
saksóknara um að opna innsiglað
umslag sem þeir sögðu innihalda
upplýsingar sem myndu sanna sekt
Estrada. Þessi ákvörðun leiddi til
mikilla götumótmæla í Manila og
Estrada neyddist til að flýja úr for-
setahöllinni 20. janúar. Hæstiréttur
landsins úrskurðaði að hann hefði í
reynd sagt af sér með því að flýja.
Estrada áréttaði hins vegar í gær
að hann hefði aðeins farið úr forseta-
höllinni til að afstýra blóðsúthelling-
um og hann væri aðeins í leyfi. „Ég
stend enn fast á því að valdataka
nýju stjórnarinnar brýtur í bága við
stjórnarskrána,“ sagði hann.
Estrada er fyrsti forseti Filipps-
eyja sem er ákærður og handtekinn
fyrir spillingu á valdatíma sínum.
Sonur hans, bæjarstjórinn Jose Ej-
ercito, var einnig handtekinn fyrir
aðild að spillingarmálinu ásamt sex
öðrum sakborningum.
Joseph Estrada handtekinn í Manila fyrir spillingu
AP
Lögreglumenn reyna að ryðjast framhjá hópi fólks sem reyndi að hindra handtöku Estradas í Manila í gær.
Reuters
Andlitsmynd af Estrada sem
lögreglan tók eftir handtökuna.
Segist enn vera
forseti Filippseyja
Manila. Reuters, AP, AFP.
FRAMLEIÐSLA á svokölluðum
rafeinda-pappír hefur færzt
skrefi nær því að verða að veru-
leika með því að tilraunagerð af
ofurþunnum, sveigjanlegum raf-
eindaskjá hefur litið dagsins ljós.
Upplausn þessarar tilrauna-
skjáþynnu er aðeins nokkur
hundruð pixel, en að sögn upp-
finningamanna hennar sýnir til-
raunagerðin að það er tæknilega
mögulegt að smíða ódýra, þunna
hágæðarafeindaskjái.
Markmiðið með þessum svokall-
aða rafeindapappír er að hægt sé
að birta rafrænan texta á þunn-
um, sveigjanlegum örkum sem
eru líkastar pappír að útliti og í
snertingu. Hugmyndin er að ark-
irnar verði bundnar saman í eins
konar bók eða hefti, og hægt
væri að hlaða inn á hana/það efni
(texta, myndum o.s.frv.) með
þráðlausum gagnaflutningi.
„Fyrir þessu er í raun engin
grundvallartæknihindrun. Allt
sem til þarf er þegar til,“ hefur
BBC News Online eftir John Rog-
ers, talsmanni Bells Labs í
Bandaríkjunum. Starfsmenn Bell
Labs og E-Ink Corporation hafa
birt myndir af tilraunaskjáþynn-
um þessum. Þær geta geymt þau
gögn sem hlaðið er inn á þær í
nokkra mánuði, en þær ganga
fyrir straumi frá örlitlum raf-
hlöðum, eftir því sem uppfinn-
ingamennirnir greina frá í banda-
ríska vísindatímaritinu
Proceedings of the National
Academy of Sciences.
Prentað á plastþynnur
Lykilframfarirnar sem sagðar
eru felast í þessari nýju til-
raunagerð „rafeindapappírs“ er
að hún er búin til með tækni sem
kölluð er örleiðaraprentun. Þessi
aðferð, sem líkist stimplun, þýðir
að ekki er nauðsynlegt að fram-
leiðslan fari fram í dauðhreins-
uðu andrúmslofti eins og þarf við
framleiðslu flestra rafeindaíhluta
nútímans.
Einingar rafeindaskjásins eru
stimplaðar á sveigjanlega plast-
þynnu sem er undir einum milli-
metra að þykkt. Og uppfinn-
ingamennirnir eru vongóðir um
að þeir geti þróað þetta áfram
þannig að upplausnin aukist nógu
mikið til að þynnurnar gagnist
eins og hugmyndin er að nýta
„rafeindapappír“. Hugsanlegt
væri að heil dagblöð yrðu gefin
út á rafeindapappírsformi.
Rafeinda-
pappír
skrefi
nær fram-
leiðslu