Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í KJÖLFARIÐ á deilu Bandaríkjanna og Kína um njósnir undan ströndum Suður-Kína vakna margar spurningar um þróun mála í Austur-Asíu á undanförnum ár- um. Flestum ætti að vera ljóst að Kínverjar eru að brjótast til valda og áhrifa í sínum heimshluta eftir langvinna erfiðleika innanlands, en hversu hröð mun sú þróun verða og hver eru líkleg áhrif á stöðugleika Austur-Asíu? Kína er bæði fjöl- mennasta og elsta menningarríki heims en hefur þó á undanförnum tveimur öldum gengið í gegnum erfiðleika og hörmungar sem lengi vel sá ekki fyrir endann á. Kín- verska keisaraveldið, sem á sér fimm þúsund ára langa sögu, var ólíkt vestrænum stórveldum að því leyti að það nýtti sér ekki yfirburði sína í vísindum, hertækni og skipu- lagi til útþenslu utan síns heims- hluta. Kína hefur í gegnum tíðina lagt gífurlega áherslu á stöðugleika innanlands og þar með getu til að verjast árasum hættulegra ná- granna. Samhliðaþessari „inn- hverfu“ stefnu hefur ríkið einnig leitast við að stjórna nágrannaríkj- unum, leynt og ljóst, með því að beita efnahags- og hervaldi á víxl. Það er því nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að það er grundvall- armunur á sjálfsmynd og stefnu Kína og vestrænna stórvelda. Þó má segja að það hafi verið þessi eig- inleiki kínverska ríkisins sem gaf vestrænum kaupmönnum, studdum af hervaldi, tækifæri til að ná yf- irráðum yfir stórum hluta Kína um miðja 19. öld. Síðasta öld var í raun röð áfalla fyrir kínversku þjóðina. Langvinn borgarastyrjöld var einungis lögð til hliðar til að berjast gegn innrás japanska keisarahersins og eftir að sigur fékkst bárust fylkingarnar tvær á nýjan leik á banaspjót. Sigur kommúnista seint á fimmta ára- tugnum var þó ekki byrjunin á stöð- ugleika innan ríkisins þar sem hinir sigruðu Kuomintang (hreyfing lýð- veldissinna undir stjórn Sjang Kai Sjek) hörfuðu einungis til Formósu (Taívan) og voru áfram horn í síðu hins nýja ríkis, Mao Tsedong. Stjórn kommúnista einkenndist af mikilli hugmyndafræðilegri sannfæringu og leiddi til fleiri hörmunga fyrir þjóðina. „Fram- faraskrefið mikla“ sem átti að þeyta Kínverjum nauðugum viljugum mörg ár fram í tímann með hrað- soðinni iðnvæðingu og endurskipu- lagi endaði í flóðum og hungurs- neyð sem kostaði allt að tuttugu milljónir Kínverja lífið á árunum 1959-61. Menningarbyltingin, 1966- 69, leiddi síðan til ringulreiðar og skipulagsleysis og í upphafi áttunda áratugarins var Kína ennþá vanþróað bændasamfélag án veru- legs iðnaðar. Kína í lykilstöðu Það kemur því mörgum á óvart að þetta ríki er nú, aðeins þrjátíu árum síðar, komið vel á veg með að ná lykilstöðu valda og áhrifa í Aust- ur-Asíu. Ástæðurnar fyrir þeirra þróun er í raun að finna bæði innan og utan Kína. Fyrst ber að nefna að atburðir erlendis sem stefnu stjórnvalda í varna Ótrúlegir yfirburðir herja manna, og þá sérstaklega ríkjahers, yfir íraska h Flóabardaga voru mikið á kínverska ráðamenn og ingja. Í kjölfarið hefur veri áhersla á tæknivæðingu he þó eru Kínverjar meðvitað ef of hratt er farið er efna gulleggið hætt komið, en er talið að gífurlega aukin til varnarmála hafi stuðlað lokum Sovétríkjanna. Því fyrstu verið lögð áhersla flughers og flota og með um samningum við Rússa h verjar eignast hátæknivop mörkuðu magni. Flugheri eignast um 50 háþróað neskar herþotur af Sukho hefur einnig leyfi til fram 200 slíkum til viðbótar. Þ tilfinnanlega bætt skipula flughersins og Kínverjar e að byrja að þróa getu til istöku á flugi, sem er nauð að auka not flugflotans vantar Kínverja fljúgand stöðvar og ratsjárvélar, ein ar bandarísku AWACS, s haft eftirlit med óvinav stýrt aðgerðum úr lofti. Kínverski flotinn er fremst til strandvarna og fyrst nú sem Kína hyggst upp raunverulegum útha því sambandi hafa þeir áhuga á að eignast flugmó næstu árum (sem gæti v áðurnefndum Sukhoi-orr um) og hafa nýverið key rússnesk eldflaugaskip a gerð. Kafbátaflotinn er stöðugri þróun en þótt h haldi yfir 70 kafbáta í dag þeirra búnir til nútímaáta flugmóðurskipa skortir skip búin til að flytja her ti sem og öflug loftvarnarskip Landherinn hefur einn búinn betri vop framfarirnar h verið nægilega þeir biðu auðm ósigur fyrir Víe 1977 og því er h langt frá því grannþjóðunum lega. Auk tæknilegra vand skortur á þjálfun og helsta vandamál kínverska í heild. Heræfingar eru ek lega tíðar og viðbúnaður hv ar er ekki sem skyldi en um því sviði eru öllu erfiðari e háþróuðum vopnum. Þó að herinn sé á nokku þroskastigi er ljóst að han framtíðinni verða mjög sérstaklega þar sem Kínve einsett sér að tryggja eig með vel búnum herafla. R að taka fram að nær engar í kjölfarið á vaxandi styrk Sovét- ríkjanna á áttunda áratugnum sáu Bandaríkin sér leik á borði og hófu stjórnmálasamskipti við Kínverja sem höfðu fjarlægst Sovétríkin eft- ir tímabil samstarfs á sjötta ára- tugnum. Þessi þróun gaf Kínverj- um tækifæri til að kynnast vestrænum markaðsbúskap og það var síðan í kjölfarið sem Deng Xiao- peng (arftaki Mao) ákvað að hefja efnahagslegar umbætur að vest- rænni fyrirmynd. Þessi fyrstu skref í átt að alþjóðaviðskiptum og opnun kínverskra markaða hlutu síðan stuðning og styrk þegar efnahags- legt hrun Sovétríkjanna varð lýðum ljóst um miðjan níunda áratuginn. Auk þess var fall Sovétríkjanna áhrifamikil viðvörun til ráðamanna í Beijing sem sáu greinilega að auk- ið frelsi í viðskiptum og hröð opnun samfélagsins gæti auðveldlega leitt til breiðrar andstöðu gegn stjórn- völdum. Þar sem máttarstólpi kín- versks samfélags er innri stöðug- leiki voru hér vissulega á ferð hættumerki og ekki var einungis um að ræða ótta valdhafanna við þverrandi áhrif, heldur er ljóst að þeir sáu fram á sundrungu og jafn- vel erlend yfirráð á nýjan leik ef lýðræðisöfl fengju að leika lausum hala innan ríkisins. Vegna breyttra viðskiptahátta, aukinnar framleiðni og erlendra fjárfestinga hefur Kínverjum tekist að viðhalda um 10% árlegum hag- vexti í nær tuttugu ár. Sagnfræð- ingar næstu alda munu því líkast til nefna til efnahagslega vakningu Kína og nágrannaríkjanna þegar merkustu atburðir síðustu aldar eru teknir saman. Ef fer sem horfir, sérstaklega ef Taívan sameinast meginlandinu, verður Kína stærsta hagkerfi heims innan fárra áratuga og sú þróun mun vissulega hafa mikil áhrif á valdajafnvægi Austur- Asíu. Einnig er mikilvægt að geta þess að efnahagsleg tengsl Kína og grannríkjanna eru sívaxandi og þá sérstaklega fyrir tilstilli kínverskra íbúa þessara ríkja. Pappírstígur Kínverski herinn hefur lengi verið stærsti her veraldar í mannafla talið. Þó hefur stafað mjög takmörkuð ógn af Þjóðbyltingarhernum síðast- liðin 50 ár ef undan er talin sókn þeirra gegn Bandaríkjaher í Kór- eustríðinu. Þetta misvægi milli mannafla og hernaðarlegrar getu stafar af langri vanþróun kínverska ríkisins og er öllu verra þar sem tæknilegir yfirburðir eru æ mikil- vægari í nútímahernaði. Einnig var stefna Mao sú að viðhalda einungis risastórum „bændaher“ sem gæti sigrast á innrásarherjum með tölu- legum yfirburðum einum saman. Líkt og á efnahagssviðinu voru það DREKINN RUMSKAR Kínverski drekinn er að vakna og það mun hafa veruleg áhrif, ekki einungis í Asíu, segir Erlingur Erlingsson í grein sinni, þar sem hann fjallar um þróun í Kína síðastliðna öld. Kína reynir að stjórna grannríkjum sínum                                               !"#$ ERLENT FISKVINNSLUFÓLK OG SJÓMANNAVERKFALL GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM Í skýrslu Efnahags- og framfara-stofnunarinnar (OECD) umstöðu umhverfismála á Íslandi, sem kynnt var í fyrradag, er hvatt til þess að Íslendingar beiti í vaxandi mæli hagrænum stjórntækjum í um- hverfismálum. Stofnunin ítrekar með þessu tillögur sínar frá 1993 um sama efni og telur raunar talsvert hafa áunnizt í þessum málum síðan þá, t.d. í sjávarútvegi og við meðferð spilli- efna, en gera verði enn betur. Með beitingu hagrænna stjórn- tækja er í raun verið að verðleggja umhverfið og nytjar mannsins af því. Meðal annars hefur svokölluð nytja- greiðsluregla rutt sér til rúms í vax- andi mæli; að sá sem nýti náttúru- auðlindir sér til ávinnings eða ánægju greiði þann kostnað sem til fellur við vernd auðlindanna, stjórnun og rann- sóknir. OECD leggur til að þessari reglu verði beitt í ferðaþjónustu hér á landi og að tekið verði gjald af ferðamönn- um á friðuðum svæðum. Tekjunum verði m.a. varið til að efla landvörzlu. Þessar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni, komu m.a. fram í áðurnefndri skýrslu stofnunarinnar 1993. Stjórn- völd hafa til þessa ekki tekið ein- dregna afstöðu til þeirra, en slíkt er að verða tímabært eins og Morgun- blaðið hefur áður vakið máls á. Ferðamönnum fjölgar ár frá ári hér á landi. Bæði útlendingar og Íslend- ingar ferðast í sívaxandi mæli um hina viðkvæmu náttúru hálendisins. Á mörgum vinsælum ferðamanna- stöðum, t.d. við Gullfoss, á hvera- svæðinu í Haukadal, í Dimmuborgum í Mývatnssveit, í Dyrhólaey, við Dettifoss, í Landmannalaugum, Herðubreiðarlindum og víðar, er ágangur ferðamanna orðinn svo mik- ill að landið liggur undir skemmdum en fé er af skornum skammti til að sjá um landvörzlu, leiðbeina ferðamönn- um, gera stíga og merkingar og tryggja aðstöðu sem dugar fyrir hinn mikla gestafjölda. Ljóst er að gjaldtaka af ferðamönn- um, sem heimsækja tiltekin vernduð svæði, myndi gera kleift að standa myndarlega að slíkum aðgerðum til að hindra náttúruspjöll. Það færi svo eftir upphæð gjaldanna, hvort þau þjónuðu þeim tilgangi að takmarka aðsókn að viðkomandi stöðum. Ferðaþjónustan hefur lagzt gegn hugmyndum af þessu tagi, m.a. með þeim rökum að ferðamenn hafi þegar greitt fyrir aðgang sinn að landinu í formi ýmiss konar gjalda og að ferða- skrifstofur muni sneiða hjá þeim svæðum, þar sem aðgangseyrir er innheimtur. Jafnframt hefur verið bent á að sums staðar sé auðvelt að koma gjaldtökunni við, en annars staðar nær ómögulegt vegna að- stæðna. Fyrrnefndu rökin vega ekki þungt, svo lengi sem gjaldtakan er hófleg og einkum miðuð við að standa undir kostnaði við verndunaraðgerð- ir. Náttúruperlurnar, sem um er að ræða, eru ein helzta ástæða þess að ferðamenn sækja Ísland heim. Það verður að telja ólíklegt að þeir láti hóflegt gjald hindra sig í að skoða þær. Víða erlendis er innheimt gjald á listasöfnum eða í sögufrægum bygg- ingum, sem draga að sér ferðamenn. Það kemur ekki í veg fyrir að ferða- menn vilji skoða þessa staði. Hins vegar þarf að skoða vel hvernig gjald- taka verður framkvæmd og ekki er hægt að útiloka að lagt verði á al- mennt gjald, sem síðan renni til nátt- úruverndar á fjölsóttum ferðamanna- stöðum. En svo mikið er víst að núverandi tekjur ríkisins af ferða- mönnum renna ekki í nægilegum mæli til náttúruverndar og aðgerða til að hindra landspjöll við frægar náttúruperlur. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði á blaðamannafundi, þar sem skýrsla OECD var kynnt, að gjaldtaka af ferðamönnum væri enn ekki fýsilegur kostur þar sem ekki hefði náðst samstaða um slíkt milli stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. Hins vegar kæmi slíkt til greina í framtíðinni og umhverfisráðuneytið væri jákvætt gagnvart þessari leið. Þessari afstöðu umhverfisráðherra ber að fagna og verður að vona að hún beiti sér fyrir rækilegri skoðun á mál- inu. Við núverandi ástand í þessum málum verður ekki unað. Starfsemi fiskvinnslufyrirtækja ernú farin að stöðvast víða um land vegna sjómannaverkfallsins og at- vinnuöryggi fiskvinnslufólks er ógn- að. Ekki situr hins vegar allt fisk- vinnslufólk við sama borð. Erlent fiskvinnslufólk frá löndum utan Evr- ópska efnahagssvæðisins á ekki rétt á atvinnuleysisbótum ef það er tekið út af launaskrá með dags fyrirvara eins og heimamenn og útlendingar frá löndum innan EES-svæðisins og gildir þar einu þótt það hafi greitt í Atvinnuleysistryggingasjóð. Þetta er óverjandi ástand. Hingað til lands hefur undanfarin ár komið fjöldi útlendinga, meðal annars frá Póllandi, til að vinna í fiski. Vinnuafl þessa fólks hefur verið notað til að bjarga verðmætum og styrkja und- irstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Hér er um að ræða fólk, sem hingað er komið til að vinna störf, sem Íslend- ingar fást oft og tíðum ekki til að vinna. Fyrir Alþingi liggja nú ýmis frum- vörp um málefni og réttindi útlend- inga á Íslandi. Í frumvarpi til laga um útlendinga er meðal annars kveð- ið á um að afturköllun dvalarleyfis sé „þó ekki heimil eingöngu af því að út- lendingurinn er ekki lengur í starfi, hvort heldur er vegna veikinda eða slyss eða vegna þess að hann er at- vinnulaus gegn vilja sínum“. Í þess- ari lagasetningu verður að huga að rétti útlendinga með tímabundið at- vinnuleyfi frá löndum utan EES þannig að þeir eigi rétt á bótum verði þeir atvinnulausir „gegn vilja sín- um“. Þetta er ekki aðeins spurning um sanngirni heldur sæmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.