Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 47 Sjálfboðið starf meðal aldraðra - verðmæti fyrir íslenskt samfélag Ráðstefna í Áskirkju föstudaginn 27. apríl 2001 kl. 13-16 Ráðstefnustjóri: Anna Birna Jensdóttir, formaður nefndar HTR, um breytta ímynd öldrunar og starfa meðal aldraðra. Stjórnandi í pallborðsumræðum: Hrafn Pálsson, deildarstjóri öldrunarmála HTR. 13.00-13.15 Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. 13.15-13.45 Ældre hjælper ældre. Ældremobiliseringen i Danmark. Lise Legarth, verkefnastjóri átaksins ,,Ældre hjælper ældre“ í Árósum, Danmörku. 13.45-14.00 Heimsóknarþjónusta kirkjunnar Valgerður Gísladóttir, formaður ellimálanefndar Þjóðkirkj- unnar. 14.00-14.15 Maður er manns gaman Pálína Jónsdóttir, sjálfboðaliði Landssambandi eldri borgara. 14.15-14.30 Þátttakendur eða þiggjendur. Áhrif aldraðra á skipulag og þróun félagsstarfs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- sviðs Félagsþjónustunnar í Reykjavík. 14.30-14.45 Rauði krossinn og sjálfboðin störf á efri árum. Ásgeir Jóhannesson, sjálfboðaliði Rauða krossi Íslands. 14.45-15.15 Kaffihlé - Veggspjaldakynningar 15.15-16.00 Pallborðsumræður - þátttakendur: Lise Legarth, Ældremobiliseringen, Danmörku, Pálína Jónsdóttir, Landssambandi eldri borgara, Ásgeir Jóhannesson, Rauða krossi Íslands, Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavík, Valgerður Gísladóttir, þjóðkirkjunni. Kór eldri borgara í Félagsstarfinu Vesturgötu syngur undir stjórn Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur . Þátttökugjald krónur 500 greiðist við innganginn. Á SÍÐUSTU misser- um hefur umræða um hugsanlega aðild Ís- lands að Evrópusam- bandinu átt sér stað með vaxandi þunga. Hér eins og víða annars staðar virðist þjóðin ætla að skiptast í tvær álíka stórar fylkingar og af umræðum að dæma fer afstaða fólks einkum eftir pólitískri sannfæringu eða efna- hagslegum hagsmun- um. Eitt er víst og það er að umræða af þessu tagi er af hinu góða, því þjóðin verður sífellt að vera vakandi yfir breytingum á al- þjóðasviði sem skipt geta máli fyrir lífsskilyrði hér á landi. EES-samningurinn í fullu gildi Ein helstu rök þeirra sem óska eft- ir því að Ísland gerist aðili að Evr- ópusambandinu lúta að því að með aðild gætum við haft meiri áhrif á lagasetningu sambandsins og jafn- framt að samningurinn um hið Evr- ópska efnahagssvæði (EES-samn- ingurinn) hafi veikst, einkum þar sem aðildarríkjum ESB hafi fjölgað og EFTA-ríkjunum fækkað. Samn- ingurinn um efnahagssvæðið í Evr- ópu er þó í fullu gildi þar til samn- ingsaðilar ákveða annað. Æðstu stjórnendur í ESB og hér á landi eru sammála um þetta og í raun hefur enginn í alvöru haldið öðru fram. Staða samningsins knýr því ekki á um neinar meginbreytingar í sam- skiptum við sambandið. Sjónarmið þeirra sem kvarta undan meintu áhrifaleysi í Evrópu virðast byggjast á þeim mun sem er á fullri aðild að ESB ann- ars vegar og hins vegar á þeirri stöðu sem EES-samningur EFTA-ríkjanna og ESB-ríkjanna skapar EFTA-ríkjunum. Embættismenn okkar og sérfræðingar í Brussel virðast sumir hverjir haldnir vanlíðan yfir því að fá ekki að sitja við öll þau nefnda- borð sem þá lystir. Þó hefur reynst erfitt að benda á að sjónarmið okkar hafi ekki komist til skila þegar raun- verulega hefur þurft á að halda. Menn skyldu ekki gleyma því að samningnum var fyrst og fremst ætl- að að færa okkur aukið frelsi af ýmsu tagi, meðal annars í viðskiptum, en ekki aðild að lagasmíð í Brussel. Það má hins vegar minna á að Norður- landaþjóðirnar sem þegar eru í sambandinu telja að þær hafi þar lítil áhrif og leita því leiða til að auka vægi sitt í samkeppni við stórþjóðir sambandsins. Fiskimiðin eru fjöregg þjóðarinnar Það er ljóst að miðað við núgild- andi reglur færðist æðsta stjórn fisk- veiða á Íslandsmiðum til embættis- manna og stjórnmálamanna í Bruss- el gerðust Íslendingar aðilar að ESB. Sjávarútvegur er sú stoð íslensks efnahagslífs er ræður mestu um af- komu þjóðarinnar og sjávarútvegur er mikilvægari fyrir okkur en nokkra aðra þjóð í ESB. Aðild að sam- bandinu fæli því í sér framsal á und- irstöðum efnahagslífs þjóðarinnar til embættismanna suður í Evrópu, víðs fjarri áhrifasviði almennings á Ís- landi. Það væri óásættanlegt fyrir þjóð sem vill halda sjálfsvirðingu sinni að gerast eins konar leiguliðar í eigin landi. Óábyrg afstaða Evrópu- sambandsins í sjávarútvegsmálum gæti á fáeinum árum lagt íslenskt efnahagslíf í rúst. Þá má minna á að í Evrópu er ekki litið á sjávarútveg sem alvöruatvinnugrein og reglur við úthlutun afla í ESB gætu valdið mik- illi óvissu og óöryggi fyrir Íslend- inga. Það er ekki að undra að það er mat íslenskra stjórnvalda, sam- kvæmt nýlegri skýrslu utanríkisráð- herra, að hag sjávarútvegs hér á landi sé betur borgið utan ESB. Það er vert að bæta því við að þetta snýst þó um hag allrar íslensku þjóðarinn- ar og honum er best borgið án beinn- ar aðildar að Evrópusambandinu, enda er mikill munur á hagkerfi og hagsveiflum á Íslandi og annars stað- ar í Evrópu. Það virðist því ekkert sem stendur mæla með því að Íslend- ingar sæki um aðild að Evrópusam- bandinu eða knýi á um aðrar meg- inbreytingar í samskiptum við það. Ísland og Evrópusambandið Stefán Jóhann Stefánsson Evrópumál Aðild að sambandinu fæli í sér framsal á und- irstöðum efnahagslífs þjóðarinnar til embætt- ismanna suður í Evr- ópu, segir Stefán Jó- hann Stefánsson, víðs fjarri áhrifasviði al- mennings á Íslandi. Höfundur er formaður Kjör- dæmafélags Samfylkingarinnar í Reykjavík. MEINATÆKNAR gegna lykilhlutverki í því fjölbreytta vinnu- ferli sem sjúkdóms- greining og lækning margra sjúkdóma er. Þeir taka við sýnum frá sjúklingum t.d. blóð- sýni og þvagsýni og annast greiningu þeirra. Læknar túlka niðurstöðurnar og meta hvaða meðferð skuli beitt. Nám meinatækna hófst við Tækniskóla Íslands árið 1966 sem tveggja ára nám á há- skólastigi. 1988 er námið lengt í 3,5 ára BSc nám. 1996 var námið end- urskipulagt og er nú 120 eininga B.Sc. gráða. Kennt er í Tækniskóla Íslands og á rannsóknastofum heil- brigðisstofnana aðallega á Landspít- ala – Háskólasjúkrahúsi. Eitt meginmarkmiðið breyting- anna 1996 var að tryggja einsleita menntun meinatækna. Veita grunn til að starfa jafnt á stórri deildar- skiptri rannsóknastofu og á lítilli rannsóknastofu þar sem sami ein- staklingur þarf að geta sinnt öllum mælingum. Annað meginmarkmið breyting- anna var að auka þekkingu meina- tækna í erfðafræði og grunnvinnu- aðferðum við greiningu erfðaefnis. Yfir 50% þeirra meinatækna sem munu ljúka námi um næstu áramót hafa valið að gera lokaverkefni sem tengist erfðafræði og stefna á vinnu- markað utan sjúkrahúsanna. Aðgangur að náminu er takmark- aður við 12 einstaklinga á ári líkt og aðgangur að læknanámi. 1996 var ákveðið að takmarka hópinn við 6 einstaklinga en með aukningu á að- stöðu til verklegrar kennslu í TÍ var hægt að stækka hópinn. Aldursgreining á hópi meinatækna er vinna Landspítala – Háskólasjúkrahús sýn- ir að eftir nokkur ár mun sú stofnun standa frammi fyrir veruleg- um vandamálum í mönnun starfa meina- tækna. Það er því nauðsynlegt að finna leiðir til að geta aukið fjölda útskrifaðra meinatækna. Sérstak- lega í ljósi þess að meinatæknar sækja í auknum mæli í störf utan sjúkrahúsanna. Námið er þrískipt Fyrstu þrjár annirnar er lögð áhersla á grunngreinar eins og efna- og lífefnafræði, frumulíffræði, líf- færa- og lífeðlisfræði, töl- og tækja- fræði. Næstu fjórar annir fara í nám á fjórum sviðum meinatækninnar, meinefna-, blóð-, sýkla- og vefj- afræði. Ásamt lyfjafræði og erfða- fræði. Á síðustu önninni gera nemendur 10 eininga lokaverkefni. Þar kynnast nemendur undirbúningi rannsókna- verkefna og vísindalegum vinnu- brögðum. Í Tækniskólanum hefur deildin til umráða tvær verklegar stofur sem geta með góðu móti tekið við 12 nemendum. Tækjakostur er bland- aður, en deildinni hafa áskotnast notuð tæki frá sjúkrahúsum. Öllum nýrri tækjum kynnast nemendur fyrst í verklegu námi á sjúkrahús- unum. Samstarf við hin Norðurlöndin og framhaldsnám Meinatæknideildin í Tækniskóla Íslands er í samstarfi við átta há- skóla og sérskóla á Norðurlöndun- um sem annast kennslu meina- tækna. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er kennt til B.sc. gráðu en í Danmörku er námið á háskólastigi og lýkur með diploma. Danir eru að vinna að endurskipulagningu náms á háskólastigi. Fulltrúar þessara skóla hittast reglulega og bera saman bækur sín- ar. Nokkrir meinatæknar eru í meist- aranámi við læknadeild Háskóla Ís- lands og við háskólann í Lundi. Meinatæknideildin við Tækni- skóla Íslands leggur áherslu á að veita nemendum tækifæri á styttri og lengri námsdvöl hjá samstarfs- skólum. Hingað til lands koma nem- ar m.a. til að vinna lokaverkefni. Núna eru þrír nemar frá Noregi. Undanfarin tvö ár hafa 5 meina- tækninemar frá Norðurlöndunum lokið slíkum verkefnum. Næsta haust fer nemi héðan að vinna loka- verkefni í Svíþjóð. Núverið voru 8 nemar frá Svíþjóð og Finnlandi hér í 2ja vikna verk- legu námi í erfðatækni. Í undirbúningi er námsstefna 60 fulltrúa norræna skóla, hérlendis næsta haust þar sem fjalla á um gæði í menntun meinatækna. Rannsóknatengt nám á heilbrigðissviði Þór Steinarsson Meinatækni Það er nauðsynlegt, segir Þór Steinarsson, að finna leiðir til að geta aukið fjölda útskrif- aðara meinatækna. Höfundur er forstöðumaður meina- tæknideildar Tækniskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.