Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 47

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 47 Sjálfboðið starf meðal aldraðra - verðmæti fyrir íslenskt samfélag Ráðstefna í Áskirkju föstudaginn 27. apríl 2001 kl. 13-16 Ráðstefnustjóri: Anna Birna Jensdóttir, formaður nefndar HTR, um breytta ímynd öldrunar og starfa meðal aldraðra. Stjórnandi í pallborðsumræðum: Hrafn Pálsson, deildarstjóri öldrunarmála HTR. 13.00-13.15 Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. 13.15-13.45 Ældre hjælper ældre. Ældremobiliseringen i Danmark. Lise Legarth, verkefnastjóri átaksins ,,Ældre hjælper ældre“ í Árósum, Danmörku. 13.45-14.00 Heimsóknarþjónusta kirkjunnar Valgerður Gísladóttir, formaður ellimálanefndar Þjóðkirkj- unnar. 14.00-14.15 Maður er manns gaman Pálína Jónsdóttir, sjálfboðaliði Landssambandi eldri borgara. 14.15-14.30 Þátttakendur eða þiggjendur. Áhrif aldraðra á skipulag og þróun félagsstarfs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- sviðs Félagsþjónustunnar í Reykjavík. 14.30-14.45 Rauði krossinn og sjálfboðin störf á efri árum. Ásgeir Jóhannesson, sjálfboðaliði Rauða krossi Íslands. 14.45-15.15 Kaffihlé - Veggspjaldakynningar 15.15-16.00 Pallborðsumræður - þátttakendur: Lise Legarth, Ældremobiliseringen, Danmörku, Pálína Jónsdóttir, Landssambandi eldri borgara, Ásgeir Jóhannesson, Rauða krossi Íslands, Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavík, Valgerður Gísladóttir, þjóðkirkjunni. Kór eldri borgara í Félagsstarfinu Vesturgötu syngur undir stjórn Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur . Þátttökugjald krónur 500 greiðist við innganginn. Á SÍÐUSTU misser- um hefur umræða um hugsanlega aðild Ís- lands að Evrópusam- bandinu átt sér stað með vaxandi þunga. Hér eins og víða annars staðar virðist þjóðin ætla að skiptast í tvær álíka stórar fylkingar og af umræðum að dæma fer afstaða fólks einkum eftir pólitískri sannfæringu eða efna- hagslegum hagsmun- um. Eitt er víst og það er að umræða af þessu tagi er af hinu góða, því þjóðin verður sífellt að vera vakandi yfir breytingum á al- þjóðasviði sem skipt geta máli fyrir lífsskilyrði hér á landi. EES-samningurinn í fullu gildi Ein helstu rök þeirra sem óska eft- ir því að Ísland gerist aðili að Evr- ópusambandinu lúta að því að með aðild gætum við haft meiri áhrif á lagasetningu sambandsins og jafn- framt að samningurinn um hið Evr- ópska efnahagssvæði (EES-samn- ingurinn) hafi veikst, einkum þar sem aðildarríkjum ESB hafi fjölgað og EFTA-ríkjunum fækkað. Samn- ingurinn um efnahagssvæðið í Evr- ópu er þó í fullu gildi þar til samn- ingsaðilar ákveða annað. Æðstu stjórnendur í ESB og hér á landi eru sammála um þetta og í raun hefur enginn í alvöru haldið öðru fram. Staða samningsins knýr því ekki á um neinar meginbreytingar í sam- skiptum við sambandið. Sjónarmið þeirra sem kvarta undan meintu áhrifaleysi í Evrópu virðast byggjast á þeim mun sem er á fullri aðild að ESB ann- ars vegar og hins vegar á þeirri stöðu sem EES-samningur EFTA-ríkjanna og ESB-ríkjanna skapar EFTA-ríkjunum. Embættismenn okkar og sérfræðingar í Brussel virðast sumir hverjir haldnir vanlíðan yfir því að fá ekki að sitja við öll þau nefnda- borð sem þá lystir. Þó hefur reynst erfitt að benda á að sjónarmið okkar hafi ekki komist til skila þegar raun- verulega hefur þurft á að halda. Menn skyldu ekki gleyma því að samningnum var fyrst og fremst ætl- að að færa okkur aukið frelsi af ýmsu tagi, meðal annars í viðskiptum, en ekki aðild að lagasmíð í Brussel. Það má hins vegar minna á að Norður- landaþjóðirnar sem þegar eru í sambandinu telja að þær hafi þar lítil áhrif og leita því leiða til að auka vægi sitt í samkeppni við stórþjóðir sambandsins. Fiskimiðin eru fjöregg þjóðarinnar Það er ljóst að miðað við núgild- andi reglur færðist æðsta stjórn fisk- veiða á Íslandsmiðum til embættis- manna og stjórnmálamanna í Bruss- el gerðust Íslendingar aðilar að ESB. Sjávarútvegur er sú stoð íslensks efnahagslífs er ræður mestu um af- komu þjóðarinnar og sjávarútvegur er mikilvægari fyrir okkur en nokkra aðra þjóð í ESB. Aðild að sam- bandinu fæli því í sér framsal á und- irstöðum efnahagslífs þjóðarinnar til embættismanna suður í Evrópu, víðs fjarri áhrifasviði almennings á Ís- landi. Það væri óásættanlegt fyrir þjóð sem vill halda sjálfsvirðingu sinni að gerast eins konar leiguliðar í eigin landi. Óábyrg afstaða Evrópu- sambandsins í sjávarútvegsmálum gæti á fáeinum árum lagt íslenskt efnahagslíf í rúst. Þá má minna á að í Evrópu er ekki litið á sjávarútveg sem alvöruatvinnugrein og reglur við úthlutun afla í ESB gætu valdið mik- illi óvissu og óöryggi fyrir Íslend- inga. Það er ekki að undra að það er mat íslenskra stjórnvalda, sam- kvæmt nýlegri skýrslu utanríkisráð- herra, að hag sjávarútvegs hér á landi sé betur borgið utan ESB. Það er vert að bæta því við að þetta snýst þó um hag allrar íslensku þjóðarinn- ar og honum er best borgið án beinn- ar aðildar að Evrópusambandinu, enda er mikill munur á hagkerfi og hagsveiflum á Íslandi og annars stað- ar í Evrópu. Það virðist því ekkert sem stendur mæla með því að Íslend- ingar sæki um aðild að Evrópusam- bandinu eða knýi á um aðrar meg- inbreytingar í samskiptum við það. Ísland og Evrópusambandið Stefán Jóhann Stefánsson Evrópumál Aðild að sambandinu fæli í sér framsal á und- irstöðum efnahagslífs þjóðarinnar til embætt- ismanna suður í Evr- ópu, segir Stefán Jó- hann Stefánsson, víðs fjarri áhrifasviði al- mennings á Íslandi. Höfundur er formaður Kjör- dæmafélags Samfylkingarinnar í Reykjavík. MEINATÆKNAR gegna lykilhlutverki í því fjölbreytta vinnu- ferli sem sjúkdóms- greining og lækning margra sjúkdóma er. Þeir taka við sýnum frá sjúklingum t.d. blóð- sýni og þvagsýni og annast greiningu þeirra. Læknar túlka niðurstöðurnar og meta hvaða meðferð skuli beitt. Nám meinatækna hófst við Tækniskóla Íslands árið 1966 sem tveggja ára nám á há- skólastigi. 1988 er námið lengt í 3,5 ára BSc nám. 1996 var námið end- urskipulagt og er nú 120 eininga B.Sc. gráða. Kennt er í Tækniskóla Íslands og á rannsóknastofum heil- brigðisstofnana aðallega á Landspít- ala – Háskólasjúkrahúsi. Eitt meginmarkmiðið breyting- anna 1996 var að tryggja einsleita menntun meinatækna. Veita grunn til að starfa jafnt á stórri deildar- skiptri rannsóknastofu og á lítilli rannsóknastofu þar sem sami ein- staklingur þarf að geta sinnt öllum mælingum. Annað meginmarkmið breyting- anna var að auka þekkingu meina- tækna í erfðafræði og grunnvinnu- aðferðum við greiningu erfðaefnis. Yfir 50% þeirra meinatækna sem munu ljúka námi um næstu áramót hafa valið að gera lokaverkefni sem tengist erfðafræði og stefna á vinnu- markað utan sjúkrahúsanna. Aðgangur að náminu er takmark- aður við 12 einstaklinga á ári líkt og aðgangur að læknanámi. 1996 var ákveðið að takmarka hópinn við 6 einstaklinga en með aukningu á að- stöðu til verklegrar kennslu í TÍ var hægt að stækka hópinn. Aldursgreining á hópi meinatækna er vinna Landspítala – Háskólasjúkrahús sýn- ir að eftir nokkur ár mun sú stofnun standa frammi fyrir veruleg- um vandamálum í mönnun starfa meina- tækna. Það er því nauðsynlegt að finna leiðir til að geta aukið fjölda útskrifaðra meinatækna. Sérstak- lega í ljósi þess að meinatæknar sækja í auknum mæli í störf utan sjúkrahúsanna. Námið er þrískipt Fyrstu þrjár annirnar er lögð áhersla á grunngreinar eins og efna- og lífefnafræði, frumulíffræði, líf- færa- og lífeðlisfræði, töl- og tækja- fræði. Næstu fjórar annir fara í nám á fjórum sviðum meinatækninnar, meinefna-, blóð-, sýkla- og vefj- afræði. Ásamt lyfjafræði og erfða- fræði. Á síðustu önninni gera nemendur 10 eininga lokaverkefni. Þar kynnast nemendur undirbúningi rannsókna- verkefna og vísindalegum vinnu- brögðum. Í Tækniskólanum hefur deildin til umráða tvær verklegar stofur sem geta með góðu móti tekið við 12 nemendum. Tækjakostur er bland- aður, en deildinni hafa áskotnast notuð tæki frá sjúkrahúsum. Öllum nýrri tækjum kynnast nemendur fyrst í verklegu námi á sjúkrahús- unum. Samstarf við hin Norðurlöndin og framhaldsnám Meinatæknideildin í Tækniskóla Íslands er í samstarfi við átta há- skóla og sérskóla á Norðurlöndun- um sem annast kennslu meina- tækna. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er kennt til B.sc. gráðu en í Danmörku er námið á háskólastigi og lýkur með diploma. Danir eru að vinna að endurskipulagningu náms á háskólastigi. Fulltrúar þessara skóla hittast reglulega og bera saman bækur sín- ar. Nokkrir meinatæknar eru í meist- aranámi við læknadeild Háskóla Ís- lands og við háskólann í Lundi. Meinatæknideildin við Tækni- skóla Íslands leggur áherslu á að veita nemendum tækifæri á styttri og lengri námsdvöl hjá samstarfs- skólum. Hingað til lands koma nem- ar m.a. til að vinna lokaverkefni. Núna eru þrír nemar frá Noregi. Undanfarin tvö ár hafa 5 meina- tækninemar frá Norðurlöndunum lokið slíkum verkefnum. Næsta haust fer nemi héðan að vinna loka- verkefni í Svíþjóð. Núverið voru 8 nemar frá Svíþjóð og Finnlandi hér í 2ja vikna verk- legu námi í erfðatækni. Í undirbúningi er námsstefna 60 fulltrúa norræna skóla, hérlendis næsta haust þar sem fjalla á um gæði í menntun meinatækna. Rannsóknatengt nám á heilbrigðissviði Þór Steinarsson Meinatækni Það er nauðsynlegt, segir Þór Steinarsson, að finna leiðir til að geta aukið fjölda útskrif- aðara meinatækna. Höfundur er forstöðumaður meina- tæknideildar Tækniskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.