Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 27
RAFBJÖRG hefur hafið sölu á nýjum flotgöllum frá Sundridge, en Sund- ridge-flotgallar hafa verið mest seldu flotgallar í Evrópu undanfarin ár. Um er að ræða tvær gerðir. Annars vegar er það galli úr öndunarefni, það er hleypir svita (raka) út en er 100% vatnsheldur, hann er með lausu innra byrði og því hægt að nota ytra byrðið sem léttan vatnsheldan hlífðarfatnað með öndun. Gallinn er með sérstyrk- ingum á hnjám, olnboga og rassi, neoprene á úlnlið. Hár kragi er á gall- anum og hetta sem hægt er að renna af. Hins vegar er það galli með auka uppblásanlegum kút í bringu sem tryggir að ef menn falla í vatn/sjó, þá snýr gallinn viðkomandi í rétta stöðu með andlit vel yfir yfirborði. Gallarnir eru til sem samfestingar eða tvískiptir og er eins og allir flot- gallar frá Sundridge með tveggja ára ábyrgð. Nýjar gerðir af vinnuflotgalla ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 27 „ÞAÐ var vissulega sérkennilegt að ganga hér um sali og ræða við full- trúa íslenskra fyrirtækja undir þess- um kringumstæðum sem deila sjó- manna og útvegsmanna hefur haft í för með sér,“ segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra, en hann heimsótti sjávarútvegssýninguna í Brussel í gær ásamt fulltrúum ráðu- neytisins, Útflutningsráðs og Ný- sköpunarsjóðs. „Ég varð í sam- ræðum mínum vissulega var við nokkrar áhyggjur þessara sölufyrir- tækja, enda eru hér verulegir hags- munir í húfi fyrir íslenskan sjávar- útveg og markaðsstarfsemi okkar erlendis. Útilokar ekki lagasetningu Eftir því sem verkfallið dregst á langinn eykst pressan bæði á sjó- menn og útvegsmenn að leysa deil- una og ég hef að undanförnu lagt á það ríka áherslu að þessir aðilar komist að samkomulagi sem báðir geta verið sáttir við. Ég vil hins veg- ar ekki útiloka þann möguleika að Alþingi og ríkisstjórnin grípi inn í þessa deilu með lagasetningu, en slík aðgerð myndi einungis fresta raun- verulegri lausn á þessari langvinnu deilu. Eins og staðan er í dag get ég hins vegar ekki séð nein teikn á lofti um að sjómenn og útvegsmenn séu að komast að einhverri ásættanlegri niðurstöðu. Þrýstingurinn er hins vegar að aukast, ekki síst frá fiskframleiðend- um og sölufyrirtækjum eins og þeim sem stödd eru hér á sýningunni í Brussel,“ segir Árni Mathiesen. Viðskiptasambönd í hættu Einn af þeim sem ráðherra hitti á sýningunni var Gunnar Örn Krist- jánsson forstjóri SÍF hf. sem eru stærstu íslensku sölusamtökin fyrir íslenskar sjávarafurðir. Hann tekur öllu dýpra í árinni en Árni og segir að viðskiptasambönd íslenskra fyrir- tækja á þessum markaði séu í stór- hættu. „Þessi deila er farin að hafa alvarleg áhrif á trúverðuleika okkar sem framleiðenda og seljenda á af- urðum og þetta sést best á þeim mörkuðum þar sem við erum að selja frystar afurðir,“ segir Gunnar Örn. „Ég tel reyndar að ráðherra hefði átt að koma með samninganefndir sjó- manna og útvegsmanna hingað með sér til að þær sæju hvað er að gerast hjá íslensku fyrirtækjunum. Okkar viðskiptavinir standa ekki í biðröð eftir íslenskum fiski, þeir eru að leita eftir öðrum aðilum sem geta selt þeim þær sjávarafurðir sem þeir þurfa. Það er nóg framboð annars staðar og eins og staðan er í dag get ég fullyrt að þau viðskiptasambönd sem íslensk fyrirtæki í þessum iðnaði hafa byggt upp á löngum tíma eru í stórhættu. Deiluaðilar í verkfallinu, sjómenn og útvegsmenn, verða að gera sér grein fyrir þessari stöðu og þeirri ábyrgð sem þeir hafa og þeir verða að komast að niðurstöðu sem fyrst. Annars eru íslenskir hagsmun- ir í þessum geira í stórhættu,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. Hundraða milljóna króna tap í ferskfiskiðnaðinum „Við erum búnir að finna fyrir áhrifum þessa verkfalls í langan tíma og raunverulega byrjuðum við að kljást við þetta ástand löngu áður en það hófst,“ segir Ingvar Eyfjörð, sölustjóri hjá Trosi í Sandgerði. Tros er eitt af dótturfyrirtækjum SÍF hf. og flytur ferskan fisk á markaði er- lendis. „Íslenski ferskfiskmarkaðurinn hefur breyst verulega á undanförn- um árum og við erum nú að selja stærri aðilum sem gera kröfu um stöðugt framboð, gæði og verð. Verk- fallið hefur einfaldlega þau áhrif að trúverðuleiki okkar bíður hnekki og margra ára markaðsstarf er að verða að engu. Við höfum þurft að ganga út úr kynningum og sölustarfsemi snemma á þessu ári því við gátum einfaldlega ekki lofað neinu eftir að verkfallið hófst og gátum ekki tryggt framboð í sumar. Ég get fullyrt að ferskfiskiðnaðurinn á Íslandi hefur orðið fyrir hundraða milljóna króna tapi nú þegar vegna verkfallsins og því lengur sem það dregst á langinn, því alvarlegri verða afleiðingarnar. Hrygningarstoppið hefði gert illt verra „Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að hætta við hrygningarstoppið bjargaði í raun og veru miklu fyrir okkur út frá markaðslegu sjónarmiði því okkur hefur tekist að halda okkur að nokkru leyti á floti með smábáta- fiskinum. Sú leið er hins vegar ekki til langframa og þess vegna bíður maður og vonar að þessi deila leysist sem fyrst,“ segir Ingvar Eyfjörð. Árni Mathiesen heimsækir sjávarútvegssýninguna í Brussel Áhyggjur vegna sjó- mannaverkfallsins Brussel. Morgunblaðið. OPINN fundur um gæðamál í fisk- vinnslu verður haldinn í Hollandi 3. maí næstkomandi að sögn Björns Auðunssonar hjá Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins. Málin á dagskrá verða t.d. gæði á fiski, hvernig eru gæði mæld? – hvernig varðveitast gæði? – og eru gæðamerkingar gagnlegar í viðskiptum með fisk? En fremur Evrópuverkefnið um gæða- merkingar fisks sem er samskipta- verkefni 14 þjóða sem hefur það að markmiði að skilgreina hvað felst í gæðamerkingum fyrir fisk og hvern- ig best sé að mæla gæði en ávinning- urinn er sá að auðvelda verslun með fisk og mæta kröfum markaðarins um hvaða upplýsingar varðandi gæði skipta máli í viðskiptum með fisk. Tilefni þessa opna fundar er ekki hvað síst að „kröfur um rekjanleika og gæði matvæla verða sífellt hávær- ari og þá er fiskur síst undanskilinn, enda viðkvæmt hráefni. Þetta er nokkuð sem íslenskir fiskútflytjend- ur/seljendur vita og á eftir að heyr- ast æ oftar á næstu árum,“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Fundur um gæði á fiski VEL hefur gefið til sjósóknar síð- ustu daga og smábátar róið stíft, enda sjómenn á skipum stærri en 12 tonn í verkfalli. Þokkalega hefur fiskast hjá netabátum í Sandgerði að undanförnu og þeir fengið 3 til 4 tonn á dag. Grétar Pálsson, skipstjóri á netabátnum Sæljóma GK, segir þó að nú sé farið að draga nokkuð úr afla- brögðunum. „Við höfum fengið tvo til þrjú tonn í fimm trossur síðustu daga. Við höfum verið með netin hér skammt undan Sandgerði og nú er kominn sá tími þegar fer að minnka fisk- gengd í fjörunum. Annars hefur vertíðin ekki verið góð og reynd- ar er varla hægt að tala um ver- tíðar lengur, miðað við sem áður var. Þá var stundum tvíróið á einum degi og aflinn oft um 20 tonn eftir daginn. Slíkt kemur varla fyrir nú á dögum,“ segir Grétar skipstjóri. Ásgeir Gíslason, skipverji á Sæljóma GK, og Grétar Pálsson skipstjóri landa góðum afla í Sandgerði á dögunum. Morgunblaðið/Arnór „Stundum tvíróið“ VÍSIR, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, lýsir yfir stuðningi við samninganefnd FFSÍ og leggur áherzlu á að allur fiskur skuli seldur á uppboðsmörkuðum eða verð á hon- um verði markaðstengt. Fundur félagsins samþykkti ályktun þess efnis í þessari viku: „Fundur Vísis, félags skipstjórn- armanna á Suðurnesjum, haldinn 24. apríl 2001, hvetur samninganefnd Farmanna- og fiskimannasambands Íslands að víkja hvergi frá kröfum sínum í yfirstandandi kjaradeilu við samtök útvegsmanna. Fundurinn lýsir yfir að deilan um fiskverð verði aldrei leyst nema að allur fiskur verði seldur á uppboðsmörkuðum eða tengdur markaðsverði. Aðrar lausnir varðandi verðmyndun á fiski muni einungir halda deilunni gang- andi um ókomna tíð. Fundurinn beinir því til stjórn- valda að virða samningsrétt samtaka sjómanna til að ljúka endurnýjun kjarasamninga við útvegsmenn án þess að grípa fram fyrir hendur samningsaðila.“ Skipstjórnarmenn á Suðurnesjum Vilja allan fisk á fiskmarkað ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.