Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 33 Suzuki bílar eru alltaf á meðal þeirra sparneytnustu UM síðustu helgi var haldin ráð- stefna um japanska menningu undir yfirskriftinni Hlutinn og heildin í Húsi verslunarinnar. Ráðstefnan var haldin á vegum Íslensk-japanska félagsins og Japönsku menningar- miðstöðvarinnar, og er liður í því að efla menningarleg tengsl milli Ís- lands og Japan. Minoru Okazaki, að- alritari sendiráðs Japans á Íslandi, sem formlega verður opnað í vor, var viðstaddur ráðstefnuna, en auk þess sátu hana Ólafur B. Thors, aðalræð- ismaður Japans, og eiginkona hans Jóhanna Thors. Mikill fjöldi sótti ráðstefnuna og mátti greina mikinn áhuga meðal Ís- lendinga um að kynnast nánar hinni framandi menningu Japans. Sex fyr- irlesarar fluttu erindi um ýmsa þætti japanskrar menningar, auk þess sem boðið var upp á skemmtiatriði og japanskar veitingar. Íslensk-japanska félagið hefur starfað hér á landi um tuttugu ára skeið. Í opnunarræðu sinni sagði for- maður félagsins, Gunnhildur Gunn- arsdóttir arkitekt, sem jafnframt er stjórnarformaður Japönsku menn- ingarmiðstöðvarinnar, ráðstefnuna vera síðasta menningarviðburð sem menningarmiðstöðin ætti hlutdeild í þar sem starfsemin yrði innlimuð í starfsemi sendiráðs þegar það tæki formlega til starfa. Hún benti á að með opnun sendiráðs Japans á Ís- landi myndu tengsl þessara landa enn aukast og ráðstefna þessi væri mikilvægur liður í því starfi. Fyrsti liður dagskrárinnar var er- indi Auðuns Georgs Ólafssonar stjórnmálafræðings, sem lýsti því hvernig japönsk menning kom hon- um fyrir sjónir er hann dvaldi þar nýlega við nám. Gerði hann ekki síst skilvirkni japansks samfélag að um- ræðuefni og benti á hvernig þess má hvarvetna sjá stað þegar dvalist er í landinu. Kristín Ísleifsdóttir myndlistar- maður hélt að því búnu fyrirlestur um japanska samtímahönnun. Lýsti hún sögu og þróun hönnunar í Japan og gerði einstökum hönnuðum skil, og sýndi í því sambandi fjölmargar myndskyggnur. Gunnhildur Gunn- arsdóttir flutti greinargóðan fyrir- lestur um þróun byggðar í Tókýó í sögulegu samhengi. Sýndi hún m.a. áhugaverð dæmi um hvernig greina megi merki um byggðarskipulag for- tíðar í nútímaborginni Tókýó og fjallaði um samspil hefðbundins og nútímalegs arkítektúrs í borginni. Eftir hlé var sjónum beint að hræringum í listum í Japan, og reið Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerð- armaður á vaðið með fyrirlestur um japanska kvikmyndagerð. Benti hann á þau sérkenni sem finna má á kvikmyndahefð Japana í samanburði við vestræna hefð, og sýndi m.a brot úr kvikmyndum eftir Yasujiro Ozu og Akira Kurosawa. Stefán Baldur Árnason bókmenntafræðingur flutti því næst erindi um japanska rithöf- undinn Haruki Murakami og póst- módernisma í bókmenntum. Ræddi hann jafnframt þá gagnrýni og greiningu á japönsku nútímasam- félagi sem liggur skrifum höfundar- ins til grundvallar. Sagðist Stefán Baldur, sem vinnur að meistararit- gerð um efnið, hafa haft mikið gagn af þeim fyrirlestrum sem hann hafði hlýtt á á ráðstefnunni og tengdi ýmsa fleti þess fróðleiks inn í eigin fyrirlestur. Björn Þór Vilhjálmsson bók- menntafræðingur sem jafnframt var skipuleggjandi ráðstefnunnar sló botninn í dagskrá dagsins með fyr- irlestri um myndasöguhefð Japana, sem kennd er við Manga. Benti hann m.a. á hversu veigamikinn sess myndasagan skipar í japanskri menningu, sem tengja megi mynd- rænum eiginleikum japansks rit- máls. Gunnhildur Gunnarsdóttir sleit ráðstefnunni og lýsti ánægju sinni á þeim áhuga sem sýndur hafði verið dagskrá ráðstefnunnar fyrir hönd Íslensk-japanska félagsins. Hlutinn og heildin – ráðstefna um japanska menningu haldin í fyrsta sinn hér á landi Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöldi gesta sótti ráðstefnu um japanska menningu um síðustu helgi. Mikill áhugi meðal Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.