Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 37 Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikulegt flug alla föstudaga til Mílanó, þessarar háborgar lista og tísku í heiminum. Hér kynnist þú listaverkum Leonardo da Vinci, Scala-óperunni með frægustu listamönnum heimsins, hinum fræga miðbæ þar sem Duomo-dómkirkjan gnæfir yfir, hinni frægu verslunargötu Galeria Vittorio Emanuele II, ráðhúsinu, glæsilegustu verslunum heimsins, listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Beint flug föstudaga - engin millilending Mílanó í sumar frá 22.720 kr. Verð kr. 22.720 Verð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Skattar, kr. 2.495 fyrir fullorðinn, kr. 1.810 fyrir barn, innifaldir. Ekki er öruggt að lægsta fargjald sé til í öllum brottförum. Verð kr. 23.520 Flugsæti fyrir fullorðinn. Verð kr. 26.015 með sköttum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Flugsæti Flug og bíll Flug og hótel SÖNGSVEIT Hafnarfjarðar heldur sína fyrstu tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag og á morgun kl. 20. Um er að ræða nýstofnaðan fimmtíu manna kór sem fæst við óperu og vínartónlist. Stjórnandi er Elín Ósk Óskarsdóttir. „Ég var búin að ganga með það í maganum í mörg ár að setja kór af þessu tagi á stofn. Ég stofnaði hann í september síðastliðnum ásamt nokkrum af fyrri félögum úr Rang- æingakórnum í Reykjavík en honum stjórnaði ég í tíu ár. Síðan var aug- lýst eftir félögum í kórinn og úr varð fimmtíu manna blönduð söngsveit,“ segir Elín Ósk. Veturinn hefur söngstjórinn notað til að byggja kórinn upp. „Mitt áhugasvið er náttúrulega óperutón- list, þar sem ég er óperusöngkona sjálf, og framtíðin er sú að kórinn muni eingöngu syngja óperu- og óperettutónlist. Viðbrögð við þessu hafa verið mjög jákvæð enda yrði þetta þá eini kórinn á landinu, utan Kór Íslensku óperunnar, sem sér- hæfði sig á þessu sviði. Ég hef fengið til liðs við mig afskaplega gott fólk og er bjartsýn á framhaldið.“ En ætlar Söngsveit Hafnarfjarðar þá í beina samkeppni við Kór Íslensku óperunn- ar? „Það er auðvitað allt- af gott að hafa eitthvað að stefna að – hafa ein- hverja góða til viðmið- unar. Mitt markmið er þó fyrst og fremst að byggja þennan hóp upp, hvetja hann til að gera sitt besta.“ Inntökupróf verða á vegum Söngsveitar Hafnarfjarðar að vori og hausti og Elín Ósk stefnir að því að koma á fót kórskóla í tengslum við söng- sveitina næsta haust. „Þetta er með öðrum orðum bara byrjunin.“ Ekki skilyrði að vera úr Hafnarfirði Þótt söngsveitin kenni sig við Hafnarfjörð segir Elín Ósk það ekki skilyrði til inntöku að söngfólkið sé úr Firðinum. „Það er hins vegar ekki lakara,“ segir hún og hlær dátt. Söngstjórinn hlakk- ar afskaplega mikið til tónleikanna í kvöld og á morgun. „Þetta verð- ur spennandi. Draum- urinn er að rætast. Það má eiginlega líkja þessu við að sjá barnið sitt fæðast.“ Elín Ósk lofar skemmtilegri efnisskrá en á tónleikunum verð- ur flutt efni úr óperum á borð við Il trovatore, Cavalleria Rusticana, Leðurblökunni og Sí- gaunabaróninum en einsöng syngja Þorgeir J. Andrésson, Gréta Jónsdóttir, Hanna Björk Guðjóns- dóttir, Steinarr Magnússon, Kjartan Ólafsson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Búið hefur verið til svið í Hafn- arborg og segir Elín Ósk mikið lagt í umgjörðina. „Sviðið verður blómum prýtt, konurnar verða í sínum galak- jólum og karlarnir klæddir í kjól og hvítt. Áherslur eru mikilvægar innan þessa hóps. Nú er bara að drífa sig!“ Morgunblaðið/Kristinn Elín Ósk Óskarsdóttir stjórnar Söngsveit Hafnarfjarðar á æfingu í Hafnarborg. Fyrstu tónleikar Söngsveitar Hafnarfjarðar í Hafnarborg „Eins og að sjá barnið sitt fæðast“ Elín Ósk Óskarsdóttir Gunnþór Guð- mundsson sýnir í Gerðubergi Í FÉLAGSSTARFI Gerðubergs opnar Gunnþór Guðmundsson myndlistarsýningu á morgun, föstudag, kl. 16. Gunnþór er fæddur í Galtarnesi 1916 og er yngstur 13 systkina. Hann hefur unnið við ýmis störf um ævina en lengst af var hann bóndi í Dæli í Víðidal. Landbún- aðarstörfin fullnægðu Gunnþóri ekki alveg því hann hefur í gegnum tíðina sótt í listræna útrás af ýmsu tagi. Eftir hann liggja þegar fjórar bækur með ljóðum og ýmsum spakmælum sem hann hefur samið eins og t.d. „aðeins ríkidæmi hjart- ans er raunverulegt ríkidæmi“. Gunnþór hóf að mála fyrir alvöru 1999 en afrakstur þess má sjá á sýningunni. Í tilefni opnunarinnar mun Gerðubergskórinn syngja undir stjórn Kára Friðrikssonar, m.a. syngur kórinn lag eftir kórstjórn- andann við ljóðið Víðidalur eftir Gunnþór sjálfan. Félagar úr Tón- horninu leika svo fyrir dansi. Með opnuninni hefjast einnig Menningardagar félagsstarfs Gerðubergs sem standa til 4. maí. Þá daga verða fjölbreyttar menn- ingaruppákomur, m.a. tónleikar gítarnemenda úr Tónskóla Sigur- sveins og skemmtun í Hlégarði í Mosfellsbæ í samstarfi við eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjós og á Kjalarnesi. Rabb um vináttu Gunnars og Njáls RANNSÓKNASTOFA í kvennafræðum stendur fyrir Rabbi í dag, fimmtudag, kl. 12- 13 í stofu 101 Odda. Ármann Jakobsson, bókmenntafræð- ingur flytur erindi með yfir- skriftinni Karlmannaritið Njála. Þar fjallar hann um grein sem hann ritaði um Njálu í Skírni í fyrra, viðtökur hennar og um það sem hann lét ósagt í greininni. Þar var Njála skoðuð út frá hugmyndum um kynferði og því var haldið fram að hug- myndir sem þar birtust um kynferði væru alls ekki íhalds- samar eða að þar væri á ferð kvenhatur, þvert á móti mætti greina í Njálssögu róttæka af- byggingu á ýmsum hugmynd- um um kynferði. Í þessu erindi ræðir hann sérstaklega þann hluta grein- arinnar sem mest viðbrögð hef- ur fengið, þ.e. vináttu Gunnars og Njáls og hvernig beri að túlka viðbrögð annarra í sög- unni við henni. Úr djúpunum í Ólafsvalla- kirkju „ÚR djúpunum“, tónlistardag- skrá með ljóða- og lausamáls- textum verður flutt í Ólafsvalla- kirkju annað kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20.30. Dag- skráin, sem er byggð á lögum sömdum af gyðingum í útrým- ingarbúðum og gettóum síðari heimsstyrjaldar, hefur verið flutt víða á Suðurlandi í vetur, og er þetta síðasti flutningur- inn. Flytjendur eru Hilmar Örn Agnarsson, sem leikur á orgel- harmoníum, Hjörtur Hjartar- son, leikur á klarinett, Sveinn Pálsson, á gítar og Ingunn Jensdóttir, flytur söngva. Eyvindur Erlendsson, fer með ljóð og laust mál. Vörðukórinn syngur í Gerðubergi VÖRÐUKÓRINN heldur vor- tónleika í Gerðubergi í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Vörðukórinn er blandaður kór, skipaður söngfólki úr upp- sveitum Árnessýslu, þ.e. Tungum, Hreppum og Skeið- um. Á dagskrá verða sönglög úr ýmsum áttum, íslensk þjóð- lög, lög eftir Strauss, Schubert og fleiri innlend og erlend tón- skáld. Stjórnandi kórsins er Stefán Guðmundsson. Píanó- leikari og meðstjórnandi er Katrín Sigurðardóttir. Forsala hafin á harm- onikutónleika FORSALA aðgöngumiða á fjölþjóð- lega harmonikutónleika sem haldnir verða í Langholtskirkju 5. maí er hafin í Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar á Gullteig 6. Yfirskrift tónleikanna er Stjörnutónleikar á nýrri öld og koma þar fram kunnir harmonikuleikarar, m.a. Lars Ek frá Svíþjóð. Miðar verða einnig seldir við innganginn tónleikadaginn. ♦ ♦ ♦ Reykjalund- arkórinn á Hellissandi REYKJALUNDARKÓRINN heldur tónleika í Safnaðar- heimilinu á Hellissandi á laug- ardag kl. 17. Á efnisskrá eru m.a. íslensk þjóðlög, lög úr íslenskum leik- ritum og lög úr erlendum söngleikjum. Stjórnandinn Íris Erlingsdóttir syngur einsöng og Judith Þorbergsson leikur undir, ýmist á píanó eða fag- ott. Ágóði tónleikanna rennur í orgelsjóð Jóhönnu Vigfúsar- dóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.