Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um Vatnajökulsþjóðgarð Þjóðgarður og nágrenni RÁÐSTEFNA umsambúð þjóðgarðsog nágrennis – Vatnajökulsþjóðgarður, verður haldin í dag og á morgun á Kirkjubæjar- klaustri. Ráðstefnan hefst klukkan 13 í dag og er frá kl. 9 til 15.30 á morgun. Hún er haldin í samstarfi Kirkjubæjarstofu og Nátt- úruverndar ríkisins. Árni Bragason er forstjóri Náttúruverndar ríkisins. „Markmiðið með þessari ráðstefnu er að fjalla um sambúð þjóðgarðs og íbúa og þar verður bæði greint frá hagrænum áhrifum þjóðgarðs, áhrifum ferða- mennsku á náttúruna og viðhorfum heimamanna til náttúruverndar og aukinn- ar ferðamennsku.“ – Hefur ferðamennska mikil áhrif á rekstur þjóðgarða? „Kynntar verða rannsóknir Há- skóla Íslands og Háskólans á Ak- ureyri á ráðstefnunni, sem unnar voru í samstarfi við ferðamálaráð og Náttúruvernd ríkisins. Þar verður greint frá áhrifum ferða- mennsku á náttúrufar og hvað náttúran þolir í þessu sambandi.“ – Hvað þolir hún mikið? „Vísindamennirnir Bergþóra Aradóttir, Anna Dóra Sæþórs- dóttir, Guðrún Gísladóttir, Björn Traustason og Arnar Már Ólafs- son frá háskólunum munu þarna segja frá fyrstu rannsókn sem reynir að meta áhrif aukinnar ferðamennsku á náttúruna. Þau segja frá því að vinsælir staðir sem þau hafa skoðað, svo sem Skaftafell, Landmannalaugar og Lónsöræfi, bera nú greinileg merki mikillar ferðamennsku og undirstrika að brýnt er að gera úr- bætur til að geta tekið á móti enn fleiri ferðamönnum í framtíðinni.“ – Hvað með hin hagrænu áhrif? „Tryggvi Felixson, þjóðhag- fræðingur og framkvæmdastjóri Landverndar, mun fjalla um hag- ræn áhrif þjóðgarðs og hvort þjóð- garður er raunhæf leið til að styrkja byggð. Tryggvi mun reyna að bera þessa leið saman við aðrar byggðastyrkjandi leiðir stjórn- valda. Sædís Íva Elíasdóttir, at- vinnuráðgjafi í Vestur-Skaftafells- sýslu, mun fjalla um atvinnulíf á svæðinu og stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs, en í ráði er að stofna þann þjóðgarð á næsta ári. Til að lyfta andanum verður Oddur Sigurðsson jarðfræðingur með myndasýningu um hálendið sunnan Vatnajökuls og Haraldur Ólafsson prófessor mun flytja hugleiðingu um þjóðgarð og sam- félag. Síðari daginn, á föstudeginum, verður fjallað um landbúnað og þjóðgarða af fulltrúa landbúnaðarráðuneyt- isins og Guðríður Þor- varðardóttir frá Nátt- úruvernd ríksins mun fjalla um reynslu ann- arra þjóða af svæðaskiptingu í þjóðgörðum.“ – Hver er sú reynsla? „Reynsla annarra þjóða og reyndar okkar Íslendinga líka er sú að allri almennri starfsemi er hægt að koma fyrir innan þjóð- garða og friðlýstra svæða en auð- vitað taka menn tillit til þess að umrædd svæði eru friðlýst og vanda sig betur varðandi um- gengni og t.d. frárennslismál.“ – Er gert ráð fyrir mikilli al- mennri starfsemi í Vatnajökuls- þjóðgarði? „Fyrsta skrefið er að taka ein- ungis jökulhettuna og bæta henni við Skaftafellsþjóðgarð. En í ná- grenni þjóðgarðsins er víða öflug ferðaþjónusta. Á ráðstefnunni munu ferðaþjónustubændurnir Sigurlaug Gissurardóttir í Árbæ og Jóhanna Jónsdóttir á Hunku- bökkum fjalla um viðhorf sitt til stofnunar þjóðgarðsins og Anna María Ragnarsdóttir, hótelhaldari á Hótel Skaftafelli, mun segja frá sinni löngu reynslu af samstarfi við þjóðgarðinn í Skaftafelli. Aðrir fyrirlesarar á föstudeginum eru Rögnvaldur Guðmundsson ferða- málafræðingur, sem kynnir nýjar rannsóknir sínar á hálendi Skaft- árhrepps, Jón Hjartarson, sem fjallar um áhrif á óhefðbundnar atvinnugreinar, Ólafía Jakobs- dóttir sveitarstjóri mun fjalla um væntingar manna í Skaftárhreppi til ráðgerðs Vatnajökulsþjóð- garðs, en Ólafía hefur látið þess getið að hún myndi vilja búa í sveitarfélagi sem væri allt innan þjóðgarðs. Þá mun Kristinn Jón- asson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segja frá væntingum heimamanna á Snæfellsnesi vegna stofnunar þjóðgarðs þar. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóð- garðsvörður í Jökuls- árgljúfrum, mun segja frá reynslu vegna þjóð- garðsins þar.“ – Hvað með verndun ýmissa náttúru- og menningar- minja? „Starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands mun fræða ráðstefnugesti um verndun menningarminja og myndasýning verður um hálendið sunnan Vatnajökuls á vegum Ferðafélags Íslands, Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Ultima Thule og Útivistar. Náttúruvernd ríkisins og Kirkjubæjarstofa binda miklar vonir við ráðstefnu þessa og við stofnun þjóðgarðsins væntanlega – við teljum að þessi þjóðgarður geti orðið umhverfi sínu til mikils ávinnings.“ Árni Bragason  Árni Bragason fæddist 15. júlí 1953 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Tjörnina 1973 og BS-prófi í líffræði 1976 frá Há- skóla Íslands og Phd.gráðu í jurtaerfðafræði frá Landbún- aðarháskólanum í Kaupmanna- höfn 1986. Hann hefur starfað á Rannsóknastofnun landbún- aðarins, fyrir SÍS í nokkur ár, þá var hann forstöðumaður Rannsóknarstöðvar skógræktar að Mógilsá í 7 ár en varð for- stjóri Náttúruverndar ríkisins 1998. Árni er kvæntur Önnu Vilborgu Einarsdóttur mennta- skólakennara og eiga þau þrjú börn. Gæti orðið umhverfinu til ávinnings SKÓGARÞRASTARHJÓN nokkur á Höfn í Hornafirði völdu sér óvenjulegt hreiðurstæði á dög- unum, eða ofan á póstkassa við að- aldyr einbýlishúss við Austurbraut. Hreiðurgerðin hófst að morgni dags og síðdegis daginn eftir var þessi myndarlega karfa tilbúin og aðeins eftir að fóðra hana betur að innan. Að sögn Björns Arnarssonar, fuglaáhugamanns á Höfn, höfðu þrestirnir ekki orpið í byrjun vik- unnar og hafði heimilisfólkið vissar áhyggjur af því að ónæðið við hreiðrið gæti fælt fuglana frá þeg- ar síst skyldi. Á myndinni fær Berglind Eva Eiríksdóttir, 4 ára, að gægjast ofan í körfuna, en það er móðir hennar, Svandís Gunn- arsdóttir, sem aðstoðar hana. Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson Þrastar- óðal á póstkassa ÓHEIMILT hefur verið að hafa nagladekk undir ökutækjum frá 15. apríl sl. og er lögreglan farin að hafa eftirlit með þessu. Lögreglan í Reykjavík sektaði 31 ökumann fyrir notkun nagladekkja í umferðinni í fyrradag en þó var ekki um skipulagt eftirlit að ræða. Á það að hefjast um næstu mánaðamót. Margir sekt- aðir á nagla- dekkjum KOSIÐ verður í stjórn Félags framhaldsskólanema (FF) á morg- un, 27. apríl. Kjörgengi hafa nem- endur innan nemendafélaga aðild- arfélaga FF. Þá hefur hvert nemendafélag eins atkvæðis rétt í kosningunum, að undanskildu nemendafélagi Verzlunarskóla Ís- lands, sem ekki á aðild að FF. Þegar hafa borist tilkynningar um framboð í embætti innan stjórn- arinnar. Kosið verður í sjö emb- ætti; embætti formanns, gjaldkera, ritara, ritara erlendra samskipta og þriggja meðstjórnenda. FF var stofnað árið 1987 sem hagsmunafélag nemendafélaga framhaldsskóla á höfuðborgar- svæðinu. Að sögn Steinunnar Völu Sigfúsdóttur, formanns FF, hefur félagið undanfarin ár þróast til hagsmunafélags fyrir hinn al- menna framhaldsskólanema. „Þeir sem sitja í framkvæmdastjórn FF taka jafnframt þátt í ýmiss konar nefndarstarfi,“ segir Steinunn Vala. „Þeir eiga m.a. sæti í sam- starfshópi menntamálaráðuneytis, eiga samvinnu við Umboðsmann barna, Heimili og skóla og taka þátt í vinnu á sviði áfengis- og vímuvarnarmála. Þá hefur FF einnig tekið þátt í umræðu um stofnun Foreldrafélaga í fram- haldsskólunum. FF er því að standa vörð um málefni af þessu tagi. Svo má ekki gleyma því að FF lét mjög til sín taka í löngu verkfalli framhaldsskólakennara á haustönn 2000.“ Studdi hækkun sjálfræðisaldurs Landsþing FF eru haldin 1-2 sinnum á námsönn og meðal þeirra mála sem FF hefur komið að á undanförum árum eru breytingar á dreifbýlisstyrkjakerfi mennta- málaráðuneytis, auk þátttöku við undirbúning aðalnámsskrár. „Félagið hefur líka komið inn í umræðu um áfengis- og vímuvarn- armál og hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár,“ segir Steinunn Vala. „FF studdi hækkun sjálfræðisaldurs en hins vegar hafa framhaldsskólar landsins meira eða minna klofnað í tvær fylkingar, þ.e. ósjálfráða og sjálfráða nemendur. Þetta hefur haft ákveðin vandamál í för með sér varðandi skóladansleiki. For- eldrar létu í ljós óánægju með að ósjálfráða börn þeirra væru að fara á böll þar sem áfengi væri haft um hönd. Lögreglan brást við þessum röddum og boðaði hertar aðgerðir þar að lútandi. Af þessum sökum hefur sókn í hina hefð- bundnu skóladansleiki minnkað og jafnvel talið að þeir muni líða und- ir lok, enda er erfitt og dýrt fyrir nemendafélögin að fá nemendur 18 ára og eldri til að annast gæslu og borga fyrir húsnæði og skemmti- krafta.“ Kosið í stjórn Félags framhaldsskólanema 27. apríl Hagsmunafélag hins almenna fram- haldsskólanema ♦ ♦ ♦ Ljósmynd/Björn Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.