Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 43 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Vélavörður Vélavörð, sem leyst getur af sem yfirvélstjóri, vantar á 200 lesta línuskip frá Grindavík. Upplýsingar í síma 420 5700. Vísir hf. Óskum eftir starfsmanni í afgreiðslu. Vinnutími frá kl. 6.30—13 aðra vikuna og 13—18.30 hina vikuna. Nánari upplýsingar í símum 698 9542 og 699 3677. Oddur bakari, Reykjavíkurvegi 62, sími 555 4620. Starfsfólk óskast í veiðihús Matreiðslumaður og 2 starfstúlkur óskast í veiðihúsið Laxá í Kjós í sumar. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Laxá“. Organisti Starf organista við allar kirkjur í Kirkjubæjar- klaustursprestakalli, samtals hálft starf, er laust til umsóknar. Ráðið verður í starfið frá 1. september 2001 til 31. maí 2002. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Organistafélags Íslands. Nánari upplýsingar veita sr. Bryndís Malla Elí- dóttir, í síma 487 4618 og Guðmundur Óli Sig- urgeirsson í síma 487 4664 eða 985 7086. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Guðmundar Óla Sigurgeirssonar, Skaftárvöllum 11, 880 Kirkjubæjarklaustur. Sóknarnefndirnar. Starfsmenn vantar Ólafur og Gunnar ehf. byggingafélag byggir starfsemi sína á útboðsstarfsemi og ná verk- efnin yfir allar tegundir framkvæmda. Vegna mikilla verkefna nú og framundan vantar fólk í eftirfarandi störf: 1. Trésmiði. Verktaka til að taka að sér af- mörkuð verkefni, mótasmíði o.fl., smiði til starfa í mótavinnu (flekamót) og í alla al- menna smíðavinnu, launamenn eða verk- taka. 2. Járnabindingamenn. Auglýst er eftir járnabindingaflokki sem getur bætt við sig verkefnum. 3. Vélamaður. Vanan mann með vinnuvéla- réttindi vantar á traktorsgröfu ásamt því að sinna ýmsum verkefnum. Nánari upplýsingar í síma 555 6440. Fax 555 6442. netfang ogbygg@islandia.is . Skólastjóri Laus er staða skólastjóra við nýjan ráðgjafar- skóla fyrir nemendur með alvarlegar geð- og atferlistruflanir. Skólinn verður einn af grunnskólum Reykjavík- ur. Hann verður fyrir allt að 20 nemendur á grunnskólaaldri, sem eru með alvarlegar geð- og atferlistruflanir og geta ekki stundað nám í almennum grunnskóla um lengri eða skemmri tíma. Meginhlutverk skólastjóra er að: ● stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans, ● veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Leitað er að umsækjanda sem: ● hefur stjórnunarhæfileika og reynslu af kennslu og stjórnun, ● hefur kennaramenntun, en framhaldsmennt- un á sviði stjórnunar, uppeldis- og kennslu- fræða eða geð- og atferlistruflana æskileg, ● er lipur í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veita Ingunn Gísladóttir, starfs- mannastjóri, netfang ingunng@reykjavik.is og Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustu- sviðs, netfang arthur@reykjavik.is á Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur, sími 535 5000. Laun sam- kvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitar- félaga við Kennarasamband Íslands. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og störf, ennfrem- ur gögn og upplýsingar um frumkvæði á sviði skólamála auk annarra gagna er málið varðar. Umsóknir sendist til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Biskup Íslands auglýsir eftirfarandi embætti laust til umsóknar. Embætti sóknarprests í Víðistaðaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, frá 1. september 2001. ● Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknar- presta til fimm ára. ● Um launakjör fer skv. ákvörðun kjaranefnd- ar, en að öðru leyti gilda um starfið lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. ● Óskað er eftir því að umsækjendur geri í umsókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. ● Valnefnd velur sóknarprest skv. starfs- reglum um presta nr. 735/1998, en biskup ákveður með hvaða umsækjanda hann mælir náist ekki samstaða í valnefnd. ● Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 20. gr. starfsreglna um presta nr. 735/1998, en ákvæðið er svohljóðandi: „Óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakalli þess, að almenn prestskosning fari fram, er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en að hálf- um mánuði liðnum frá þeim degi er kallið var auglýst laust til umsóknar.“ ● Allar nánari upplýsingar um embættið, starfskjör, erindisbréf, helstu lög og reglur, sem um starfið gilda, eru veittar á Biskups- stofu, s. 535 1500, grænt nr. 800 6550, fax 551 3284. ● Umsóknarfrestur rennur út 1. júní 2001. ● Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Það athugist að embætti sóknarpresta eru aug- lýst með fyrirvara um breytingar á sóknar- og prestakallaskipan. Prestum er skylt að hlíta breytingu á störfum sínum og verksviði á skip- unartímanum, sbr. 19. grein laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Með vísan til 13. og 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 eru konur hvattar til að sækja um ofangreint embætti. OD DI HF G9 79 6 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Smith & Norland leitar að rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi til starfa í tæknideild fyrirtækisins. Viðkomandi mun hafa umsjón með lækningatækjasviði fyrirtækisins (röntgentæki, hjartarafritar o. fl.) og innkaupum og markaðssetningu nokkurra vöruflokka á raflagnaefnissviði. Starfið felur m.a. í sér samskipti við erlenda samstarfsaðila, pantanagerð, ráðgjöf, tilboðagerð og önnur tengsl við viðskiptavini fyrirtækisins sem og skyld störf. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á ensku og nokkur þýskukunnátta er æskileg en ekki skilyrði. Leitað er að röskum og sjálfstæðum einstaklingi með góða tækniþekkingu og áhuga á sölu- og markaðsstörfum sem og mannlegum samskiptum. Um er að ræða gott og áhugavert framtíðarstarf hjá traustu og virtu fyrirtæki á rafmagnssviði sem selur vörur frá Siemens og öðrum viðurkenndum fyrirtækjum. Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi eru beðnir að senda okkur umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir fimmtudaginn 3. maí. Upplýsingar eru veittar í síma 520 3000 eða á netfanginu sminor@sminor.is. Farið verður með allar umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Rafmagnsverkfræðingur/-tæknifræðingur Eykt ehf. óskar að ráða starfskraft til að annast þrif og hafa umsjón með vinnu- búðum. Upplýsingar gefur Pétur í síma 897 9303.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.