Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 51 ✝ Hjalti Páll Þor-steinsson fæddist að Tröð í Álftafirði 8. júní 1912. Hann lést í Landspítalanum Hringbraut miðviku- daginn 18. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón- ína Guðmunda Þór- arinsdóttir, f. 5. ágúst 1875, d. árið 1918 og Þorsteinn Ólafsson, f. 5. júlí 1872, d. 15. apríl 1939. Systkini Hjalta voru þrjú og eru öll látin. Þau voru Þórður sem bjó lengst af í Kópa- vogi, Ásthildur Helga sem bjó lengst af á Siglufirði og Guðríður María sem bjó á Flateyri. Hjalti kvæntist 1938 Marsibil Sig- eru börn þeirra Jakob, Einar Sig- urður og Róbert. Þórunn, f. 8. júlí 1961, maki Ágúst Jónsson, f. 10. mars 1962, og eru börn þeirra Hjörtur, Einar og Jón Steinn. Hjalti f. 26. jan- úar 1971, unnusta Linda Zhang, f. 22. janúar 1979. 2) Kristján Óli, f. 1. febrúar 1942, maki Helga S. Bene- diktsdóttir, f. 4. júní 1942. Börn þeirra eru: Sigurjón Þór, f. 1. ágúst 1967, maki Aðalheiður Halldórsdótt- ir, f. 24. apríl 1968, synir þeirra eru Egill og Kári. Sigurður Hjalti, f. 30. janúar 1972, unnusta Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, f. 20. júlí 1975, og Guð- mundur Rúnar, f. 23. febrúar 1979, unnusta Þóra Þorgeirsdóttir, f. 5. apríl 1979. 3) Kristín Jónína, f. 30. október 1943, d. 26. júní 1989, maki Gísli R. Stefánsson, f. 1932, d. 1990, þau skildu. Barn þeirra Marsibil Sig- ríður, f. 20. júlí 1973, maki Sigurður Guðni Ísólfsson, f. 17. janúar 1968. Dætur þeirra eru Kristín Þóra, Ísól og Diljá. Útför Hjalta fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukk- an 13.30. ríði Bernharðsdóttur frá Hrauni á Ingjalds- sandi, f. 7. maí 1911, d. 8. febrúar 1991. Heim- ili þeirra var á Flateyri til ársins 1962 er þau fluttu til Reykjavíkur. Hjalti stundaði sjó- mennsku allt fram til 1960 en í Reykjavík hóf hann fyrst störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur en var til fjölda ára næturvörð- ur í Landsbanka Ís- lands, Austurbæjar- útibúi. Börn þeirra eru: 1) Þorsteinn Bernharð, f. 17. júní 1939, maki Jónína Katrín Arn- dal, f. 26. febr. 1939. Börn þeirra eru: Helgi, f. 27. mars 1959, maki Svala Níelsdóttir, f. 28. júlí 1963, og Hjalti Þorsteinsson var þeirrar kynslóðar sem ólst upp við vinnu- semi, nægjusemi, skuldleysi, trúmennsku og heiðarleika. Um- hyggju hans fyrir fjölskyldu sinni átti sér engin takmörk. Sú um- hyggja náði líka til þeirra sem hon- um tengdust jafnt gegnum blóð sem vináttubönd beint við hann sjálfan eða hans nánustu. Okkur varð það snemma ljóst, er við tók- um að venja komur okkar á heimili Kristínar Jónínu vinkonu okkar og samstarfskonu að hún átti einstaka fjölskyldu. Heimilið var gestkvæmt og var öllum fagnað þar sem aufúsugestum. Þangað sóttu líka tíðum ættingjar að vestan og reyndar víðar af landinu sem áttu þar vísan næturstað hvenær sem þá bar að garði í Reykjavík. Okkur vinkonum Kristínar fannst við eiga hlutdeild í þessum foreldrum sem umvöfðu okkur hlýju og umhyggju og fylgdust með okkur þegar við tókum að stofna heimili, eignast börn og hasla okkur völl á nýjum starfsvettvangi. Þrátt fyrir ýmsar breytingar á högum okkur hélst samband okkar við Kristínu, sem var sjálfskipaður leiðtogi hópsins, og fjölskyldu hennar náið og órofið. Kristín andaðist, langt um aldur fram, eftir stutta sjúkralegu árið 1989. Hún var öllum er hana þekktu harmdauði. Árið 1991 þurfti svo fjölskyldan að sjá á bak ást- kærrar eiginkonu, móður og ömmu, er Marsbil lést eftir þunga sjúk- dómslegu. Á tveimur árum missti Hjalti þær tvær konur er hann unni hvað mest. Eftir voru lítil Billa Kristínardóttir, tveir synir og fjölskyldur þeirra sem umvöfðu Hjalta og hann kunni svo sann- arlega að meta þær gjafir sem hon- um voru færðar. Við viljum nú að leiðarlokum þakka þessum öðlingi björtu brosin hans, hlýtt handtakið og ómetanlega hjálp á ýmsum stundum. Ástvinum Hjalta sendum við einlægar samúðarkveðjur. Guð blessi bjarta minningu einstaks manns. Birna, Kristín, Margrét og Sigrún. Mér fannst draga ský fyrir sólu í hinu sólríka umhverfi hér í Flórída þegar mér barst fréttin um að Hjalti, elskulegur frændi minn, væri látinn. Hann var síðastur eldri ættingja minna til að kveðja og sakna ég hans sárt. Hann var móð- urbróðir minn og alla tíð nákominn vinur. Ég minnist þess þegar hann var ungur maður og við bjuggum á Flateyri að hann var þá sjómaður og sigldi til framandi landa. Þegar heim kom hafði hann oft keypt eitt- hvað fallegt til að gleðja okkur systurnar tvær, litlu frænkurnar sínar. Við áttum síðar langa og góða samleið á Flateyri, eftir að við systurnar stofnuðum okkar fjöl- skyldur. Það er eiginlega ekki hægt að tala um Hjalta nema nefna Billu, konuna hans, en hún lést fyrir tíu árum. Það var lærdómsríkt að um- gangast þau og sjá þann kærleika og vináttu, sem þau ávallt sýndu hvort öðru og hvað þau voru sam- stiga í öllu. Ég minnist með gleði allra þeirra ánægjustunda, sem ég og fjölskylda mín áttum með þeim. Það var þungur harmur kveðinn að þeim hjónum þegar Kristín, einka- dóttir þeirra, féll frá í blóma lífsins. Fáum árum síðar þegar Billa, eig- inkona hans, lést stóð hann stað- fastur, trúfastur, æðrulaus og hug- rakkur. Í þeim raunum sáust vel mannnkostir Hjalta. Hann minnti mig á vestfirsku fjöllin, „eins og hetja með þrotlausan vilja og mátt“ og með öllu sínu lífshlaupi var hann „æskunni hvöt til að lúta ei lágt og leggja ekki hugann við neitt, sem er smátt“, eins og Sveinn Gunn- laugsson skólastjóri sagði í ljóði sínu um Önundarfjörð. Hjalti var mjög lánsamur í sínu einkalífi, átti góð og mannvænleg börn, tengda- börn og barnabörn, sem önnuðust hann af umhyggju til síðasta dags. Hann var orðinn þreyttur og farinn að þrá hvíldina og endurfundina við ástvinina sína, sem á undan voru gengnir. Ég harma það að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn, en þakklátur hugur minn mun fylgja honum úr fjarlægð. Ég, ásamt sonum mínum og fjölskyld- um þeirra, vottum sonum hans, barnabörnum og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Guð blessi minn- ingu Hjalta, frænda míns, og varð- veiti hann. Ragna H. Hjartar. Jæja, elsku afi. Nú ertu loksins kominn til ömmu Billu og Ædu. Þú varst vel til hafður og fínn þegar við fjölskyldan þín kvöddum þig á síðasta degi vetrar eftir erfiðar þrautir undangenginna vikna. Þannig vildirðu líka vera því þú varst á leið að hitta ömmu. Og þannig varstu alltaf, svo beinn í baki og myndarlegur. Stundum þegar við sátum saman og spjöll- uðum um daginn og veginn sagð- irðu okkur að þig væri farið að langa að hitta hana. Og nú minn- umst við ykkar eins og þegar þið voruð bæði hjá okkur. Þegar ein- hver okkar kom að sækja ykkur í Bólstaðarhlíðina brást það ekki að þú sóttir kápuna hennar ömmu inn í skáp. Hún tók hattinn þinn og kom honum fyrir á kollinum á þér, yfir nýgreitt hárið, og þú hjálpaðir henni í kápuna. Síðan genguð þið saman brosandi hönd í hönd. Afi, þú hefur kennt okkur margt. Ekki eingöngu með því að segja okkur frá því sem lífið hafði kennt þér, heldur með því hvernig þú varst og hvernig þú hélst í höndina á okkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þínir Sigurjón, Sigurður Hjalti og Guðmundur. Hann Hjalti Þorsteinsson er lát- inn. Það kom ekki á óvart þar sem hann var orðinn tæplega níræður og ég vissi að hann lá þungt hald- inn á sjúkrahúsi. En samt sem áður tók hjartað í mér kipp þegar fregnin kom um að þessi heiðursmaður, frændi minn, væri látinn. Hann var ömmubróðir minn og hef ég þekkt hann allt frá því ég man eftir mér. Hjalti var sjómaður á Flateyri í bernsku minni og var einn af þess- um mönnum sem settu svip á pláss- ið. Hann reri á trillunni Svaninum og gekk þess á milli í önnur störf til sjós og lands. Svanurinn var far- sæl fleyta, þótt okkur strákunum á Flateyri fyndist hann ekki hrað- skreiðasta skipið, en Hjalti og hans félagar fiskuðu vel og það var það sem taldi. Síðar varð Hjalti kokkur á stærri bátum, en í mínum augum var hann alltaf sjómaður sem vissi hvað hann var að gera og hafði brennandi áhuga á umhverfi sínu og samstarfsmönnum. Þrátt fyrir sjómennskuna átti Hjalti kindur, fjárhús og tún og stundaði búskap- inn ágætlega með hjálp fjölskyld- unnar. Ég man að Hjalti sagði mér einu sinni af því er hann fór í sparisjóð- inn til að biðja um lán til að fjár- festa í bát. Ekki gat hann sett næga tryggingu, enda nýbúinn að byggja íbúðarhús. Fannst honum sparisjóðsmenn harla afturhalds- samir karlar sem trúðu ekki á framfarir og áræði manna, það varð að hafa bæði belti og axlabönd fyrir þá. Það mun vera auðveldara að skaffa peninga til fjárfestinga í dag og hefði Hjalti líklega orðið farsæll kaupsýslumaður hefði hann verið einni kynslóð yngri. Hjalti og Billa voru samhent hjón. Þeirra heimili var alltaf opið og vel tekið á móti öllum sem þang- að komu. Þau fluttu til Reykjavíkur upp úr 1960 og með þeim Sigríður, móðir Billu, sem þau önnuðust af mikilli hlýju allt til dauðadags. Mér er það ógleymanlegt hvernig þau tóku á móti mér, átján ára gömlum, þegar ég kom til höfuðborgarinnar til að hefja hér iðnnám. Ég átti samastað hjá þeim í þrjú ár og reyndust þau mér eins og bestu foreldrar og fæ ég það aldrei full- þakkað. Hjalti og Billa misstu Kristínu dóttur sína árið 1989 og var það þeim mikill harmur. Þegar Billa dó þremur árum síðar voru erfiðir tímar hjá Hjalta og kom þá í ljós styrkur hans til að lifa áfram og skapa sitt daglega líf í æðruleysi og jafnvægi. Þegar þessi heiðursmaður er nú látinn kemur í huga mér þakklæti til þeirra hjóna fyrir þann hlýhug sem þau ávallt sýndu mér og fjölskyldu minni og þær ánægju- stundir sem við höfum átt með þeim. Við Jagga og börnin okkar send- um Þorsteini, Kristjáni Óla og Billu yngri og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Hjartar. HJALTI PÁLL ÞORSTEINSSON ✝ Gréta Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 31. maí, 1925. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi hinn 25. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Axel Jónsson og Agnes Erlendsdótt- ir. Gréta var næst- elst sex systkina. Elst er Unnur, á lífi, Olga, á lífi, Geir, látinn, Gyða, látin, Sævar, látinn. Gréta giftist árið 1955 Andrési Blomsterberg. Hann lést árið 1997. Þau áttu saman þrjú börn; Axel f. 14. apríl 1950, Jón f. 20. maí 1959, Ingibjörg f. 5. desember 1960. Andrés átti fyrir tvo syni frá fyrra hjónabandi; Svein f. 22. nóvember 1942, Sigurð f. 2. febrúar 1944. Gréta starfaði mestan hluta ævi sinnar við Borgar- spítalann Fossvogi. Árið 1999 flutti Gréta að Leirvogs- tungu 5 til Axels elsta sonar sins og bjó þar það sem eftir var. Útför Grétu fór fram í kyrr- þey frá Lágafellskirkju 5. apríl. Hversu djúpt þurfa sárin að rista og hversu mörg þurfa tárin að drúpa? Til að gleði skilningsins leiði okkur óslitna leið að lífsins svari. Andblær liðinna tíma. Þeir koma aldrei aftur. Sorgin, gleðin og vonin glæða minninguna lífi í leitinni að lífsins svari. Ævinnar svellandi brimið, speglast í tímans tárum. Bergmál hláturs og gráts. Við upprisu nýs dags lítum við fram úr fortíð í leit hins eilífa svars. (Brynja Magnúsdóttir.) Það var fyrir tíu árum þegar við, ég og Jón unnusti minn og vinur, vorum að draga okkur saman, að hann ákvað að fara með mig í kaffi til mömmu sinnar. Hann langaði að kynna okkur. Það var rétt farið að vora og ég man að veðrið var ynd- islegt. Hann hafði sagt mér frá henni; að hún væri mjög sérstök, gengi með gervifót og hefði lengi barist við illvíg veikindi sem hefðu átt að vera búin að leggja hana að velli fyrir löngu. Á þessum sama tíma voru ekki allir jafnhrifnir af ráðahag okkar Jóns, vegna mikils aldursmunar sem greindi okkur að. Því var það þannig að ég, rétt tví- tugur krakkinn, fór skelkuð og feimin á minn fyrsta fund við hana. Af því sem ég hafði mátt heyra áð- ur bjóst ég ekki við öðru en að hitta afar veikburða og ósjálf- bjarga konu, en reyndin varð allt önnur. Hún stóð í eldhúsinu og beið, einhver sú fallegasta kona sem ég hef séð. Teinrétt í baki með silfrað hár og ákveðið augnaráð sem minnti á örn. Ekki minnkaði óttinn við það en handtakið var traust og hlýlegt. Þá var ekki nokkur leið að lesa úr svip hennar hvort henni líkaði við mig eða ekki. Hún tók ávallt sinn tíma til að kynnast fólki. Gréta var ákaflega smekkleg kona, stolt og sterk og kærleikurinn draup af henni og það smitaði líka því hún gæddi allt og alla lífi hvar sem hún fór. Kaffi- soparnir urðu brátt að daglegu brauði og nauðsynlegum þætti í daglegu lífi því ég hændist strax að henni eins og allir þeir sem fengu að kynnast henni. Lífsþorsti henn- ar var óslökkvandi og maður fann og vissi hvað hún elskaði að lifa og vera til, enda sigraði hún lífið. Hún lét aldrei neitt stöðva sig og fór allra sinna ferða á eigin bíl og sinnti hjartans málum sínum, börnunum. Það var ekkert jafn- dýrmætt í hennar augum og börn. Hún elskaði þau og dáði og gat eytt heilum degi í barbí eða búð- arleik. Svo skildi hún þau líka og umbar og á móti virtu þau hana. Maður stóð sig að því að gleyma veikindum hennar og einhvern tím- ann játaði ég það fyrir henni hálf- skömmustuleg, en hún virtist vart muna það sjálf. Að hennar sögn var þetta hennar hlutskipti og því varð að taka. Þegar maður er ung- ur að stofna fjölskyldu og heimili með tvær hendur tómar vill hvers- dagsleikinn oft verða manni um megn. Nútímaleg efnishyggja og einstaklingsfrjálshyggja ruglar mann í ríminu og ástin og stað- festan týnist. Þá var hún skjólið því hún lét sig alltaf varða hvort manni gekk vel eða illa og gerði alltaf allt sem hún gat til að létta undir með börnunum sínum í dag- legu basli og hversdagslegu amstri. Festa hennar og dugur var svo mikill að bara það að vera hjá henni fyllti mann nýjum þrótti og einhvern veginn var það hún sem bar mann uppi og í gegnum allt. Hún var samt ekki laus við ákveðni og stóð föst á sínu ef hún á annað borð beit eitthvað í sig og þá var ráðlegast að bakka með sína skoð- un. Sú stund er ég lagði nýfædd börnin mín í fangið á ömmu sinni er ógleymanleg. Væntumþykja hennar var ótæmandi brunnur og dætur okkar urðu þeirra for- réttinda aðnjótandi að fá að vera mikið hjá ömmu sinni. Veikindin, hennar fötlun, urðu þeim eðlileg og þær endurguldu ást sína með þykj- ustuhjúkrun og kossaflóði ef amma lá lasin eða dobbluðu hana í bíltúr út í búð að versla þegar hún var frísk. Hún var ekki barnlaus einn einasta dag enda báðu börnin um að fá að vera í pössun hjá ömmu. Hún var mikill vinur minn og gaf mér allt sem hún átti og gat. Hún hughreysti mig ef kjarkinn brast, huggaði mig ef ég grét og hló með mér þegar ég gladdist, þá sindruðu augun í henni eins og stjörnur á næturhimni. Hún mótaði sterkt skoðanir mínar og var mjög mik- ilvæg persóna í lífi mínu því hún kenndi mér svo margt. Hún kenndi mér hvað lífið er dýrmætt og ynd- islegt, hvað styrkurinn getur fleytt manni langt í lífinu og hvað ástin og vináttan skipta öllu máli í því sem við gerum. Hún kenndi mér hvað fyrirgefningin og æðruleysið eru máttugir kraftar. Nú seinnipart vetrar veiktist hún svo enn og lagðist inn á sjúkrahús. Ég átti með henni eina kvöldstund eftir að ég kom úr ferð og þar var sama gleðin, sama þétta faðmlagið og sama umhyggjan á sínum stað en lífskrafturinn var horfinn og þreytumerki bar við en þó áttaði ég mig ekki og vissi ekki hvað var stutt eftir. Ég kveð með harmi einhverja þá bestu mann- eskju sem ég hef fengið að kynn- ast, þó með djúpu þakklæti fyrir það sem hún gaf okkur öllum og mun geyma minninguna um hana sem fjársjóð um ókomna daga. Maríusonur mér er kalt, mjöllina af skjánum taktu, yfir mér einnig vaktu. Lífið einnig og lánið er valt, ljós og skuggi vega salt við lágan sess á ljóstýrunni haltu. (Höf. ók.) Brynja Magnúsdóttir. GRÉTA GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.