Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar verður haldinn fimmtudaginn 3. maí kl. 17.00 á 4. hæð í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kynning á meðaltalsreglu 3. Önnur mál Stjórnin. Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu í Teigahverfi á Akureyri • Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður gö gutúr sem borgar sig! Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Sími 461 1600 „HÉRAÐ, sem er helgað skóla- málum, rannsóknum og vísindum; hérað sem ætlar sér stóran hlut í upplýsingasamfélaginu; hérað sem á sér athyglisverða fortíð, á að einsetja sér að koma upp mið- aldasafni og kynna miðaldamenn- ingu þjóðarinnar,“ segir Tómas Ingi Olrich alþingismaður í grein sem hann ritar í vefritið Íslend- ing. Tómas Ingi leggur til í grein sinni að sett verði upp miðalda- safn á Akureyri sem einbeiti sér að því að varpa ljósi á þéttbýlis- myndun að Gásum, á viðskipta- sögu og tengsl við meginlandið, á siglingar og samgöngur og á laga- setningu um viðskipti. Arfurinn fólginn í upplýsingum Miðaldasafnið eigi að ganga út frá þeirri staðreynd, sem ein- kenni menningararf þjóðarinnar, en það sé að arfurinn sé ekki fólg- in í mannvirkjum heldur upplýs- ingum. Meginviðfangsefni Íslend- inga í kynningu á menningararfi þjóðarinnar sé því að gera upplýs- ingar aðgengilegar og sýnilegar. Slíkt verkefni krefjist ekki síður þekkingar á sviði framsetningar, auglýsingatækni og grafískrar tölvutækni en þekkingar á sviði sagnfræði og fornleifafræði. „Ég sé fyrir mér að slíkt safn væri mjög tæknivætt. Grunnur að slíku verkefni er því þekking og færni á sviði sagnfræði, fornleifa- fræði, textarýni og bókmennta- fræði, lögfræði, myndlist og graf- ík, hugbúnaði og tölvugrafík. Með öðrum orðum á safnið að einbeita sér að því að reiða sig á að geta virkjað víð þekkingarsvið. Við bú- um við það forskot að þekking á öllum þessum sviðum fer hratt vaxandi á Akureyri. Forsendur þess að hér verði til safn af þess- ari gerð eru því að verða til,“ seg- ir Tómas Ingi í grein sinni. Styrkir Ísland sem menningarþjóð Hann segir verkefni af þessu tagi verða til þess að leiðrétta þær hugmyndir sem við gerum okkur um fortíð þjóðarinnar. Með þessum hætti yrði verkefnið til þess að styrkja ímynd Íslands sem menningarþjóðar og áfanga- staðar fyrir menningartengda ferðaþjónustu en síðast en ekki síst yrði það til að endurreisa menningarsögulega ímynd hér- aðsins. Bendir hann í því samb- andi á að engin kynning fari nú fram á íslenskum miðöldum í Eyjafirði, engin kynning sé á Gásakaupstað, engar fornleifa- rannsóknir sem standi undir nafni fari fram í héraðinu, sem verið hafi uppspretta auðs og áhrifa á miðöldum og í tengslum við Hóladómstól verið síðasta vígi íslenskrar sjálfstæðisbaráttu í kaþólskum sið. „Við hér í þessu héraði erum því hluti af van- ræksludæmi.“ Tómas Ingi Olrich alþingismaður Miðaldasafn verði reist á Akureyri ALÞJÓÐLEGT mót í snjókrossi á vélsleðum verður haldið í miðbæ Ólafsfjarðar á laugardag, 28. apríl. Þetta er annað árið í röð sem slíkt mót fer þar fram en í fyrra komu tveir keppendur frá Noregi og fjórir frá Rússlandi. Víðtækt kynningar- starf í útlöndum hefur nú skilað góð- um árangri því þátttakendur nú koma frá Bandaríkjunum, Noregi, Finnlandi og Rússlandi auk Íslands og er um að ræða keppendur í fremstu röð í sínum heimalöndum. Gera má því ráð fyrir að ekki hafi áð- ur farið fram sterkara aksturs- íþróttamót hér á landi. Alls koma fjórir keppendur frá Bandaríkjun- um, þrír frá Noregi, einn frá Finn- landi og sex frá Rússlandi. Þeir síð- astnefndu munu líkt og í fyrra fljúga í beinu flugi til Akureyrar í herflutn- ingavél með keppnissleða og allan búnað. Bandarísku keppendurnir koma einnig með eigin keppnissleða til landsins, en þeir finnsku og norsku koma með breytingabúnað og fá uppsetta keppnissleða frá ís- lenskum umboðum. Þáttur um keppnina verður sýnd- ur í Ríkissjónvarpinu í næsta mán- uði. Snjókrossmót vetrarins hafa dregið að sér þúsundir áhorfenda og skipað íþróttinni á bekk með þeim vinsælustu í íslensku mótorsporti. Keppnin hefst kl. 13 á laugardag, en jafnframt því sem um alþjóðlegt mót er að ræða er hún lokaumferð í keppninni um Íslandsmeistaratitla í snjókrossi. Að keppni lokinni verður grillveisla á mótssvæðinu fyrir kepp- endur og áhorfendur, flugeldasýning verður kl. 23 við Tjarnarborg og dansleikur með Greifunum. Á sunnudag verður efnt til hópferðar með hinna erlendu keppendur um fjalllendið í nágrenni Ólafsfjarðar og er sleðafólki frjálst að slást með í för. Fjórtán út- lendir keppendur Alþjóðlegt snjókross- mót í Ólafsfirði SAMNINGUR um samstarf milli Háskólans á Akureyri og Lands- virkjunar hefur verið undirritaður, en hann er til fimm ára. Markmið hans er að efla grunnrannsóknir á þeim fagsviðum sem tengjast rann- sóknum og nýtingu á orkulindum landsins og áhrifum hennar á sam- félag og umhverfi. Því verður náð með því að efla kennslu og rannsókn- ir við Háskólann á Akureyri og mun hann í því skyni setja á fót stöðu pró- fessors í jarðhitafræðum og nýta til þess styrk frá Landsvirkjun. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, sagði að samn- ingurinn kæmi í beinu framhaldi af þeirri stefnu háskólans að eiga sam- vinnu við öflug fyrirtæki og stofnanir sem stunda rannsóknir, en á síðustu misserum hefði háskólinn eflt mjög starfsemi sína á sviði orkumála. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að fyrirtækið hefði á síðustu árum lagt gífurlega fjármuni í grunnrannsóknir á sínu sviði og skilað þannig mikilli þekk- ingu inn í landið. Hann nefndi að Ak- ureyrarbær ætti um 5% í Lands- virkjun og að fyrirtækið hefði öfluga starfsemi norðanlands. Framundan væri að vinna að því að nýta orku- lindir enn betur og í því skyni horfðu menn til stækkunar í Kröflu og í Bjarnarflagi. Það skipti því fyrir- tækið miklu máli að starfsemi þess væri öflug í þessum landshluta. Á næstu fimm árum mun Lands- virkjun greiða framlög til Háskólans á Akureyri sem samtals nema 23 milljónum króna og það verður nýtt í þágu kennslu og rannsókna á sviði jarðhitafræða. Á móti kemur árlegt vinnuframlag háskólans við rann- sóknarverkefni og sérfræðistörf fyr- ir Landsvirkjun sem jafngildir hálfu ársverki prófessors. Stefnt er að því að Háskólinn á Akureyri ráði prófessor með mikla reynslu og sérþekkingu í jarðhita- fræðum, en nú þegar starfar einn prófessor við háskólann með sér- þekkingu á jarðhita. Stefna forsvars- menn háskólans að frekari uppbygg- ingu rannsókna á sviði auðlinda- nýtingar og umhverfisfræða. Samstarf milli Háskólans á Akureyri og Landsvirkjunar Grunnrannsóknir efldar Morgunblaðið/Margrét Þóra Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar. SELMA og Lilja, nemar við Verk- menntaskólann á Akureyri, eru að búa sig undir íslenskupróf en það er kannski ekki svo auðvelt að gera það innandyra þegar veðrið er svona gott. Morgunblaðið/Rúnar Þór Lesið undir próf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.