Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fundur í Alþingi í dag, fimmtudag- inn 26. apríl 2001, hefst kl. 10:30. Á dagskrá fundarins eru eftirtalin mál: 1. Samvinnufélög (rekstrarumgj.). 2. Samvinnufélög (innlánsdeildir). 3. Tekjuskattur og eignarskattur. 4. Rafrænar undirskriftir. 5. Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða. 6. Meðferð opinberra mála. 7. Fjárfesting erlendra aðila í at- vinnurekstri. 8. Líftækniiðnaður. 9. Iðntæknistofnun. 10. Áhafnir íslenskra skipa. 11. Umferðarlög. 12. Ráðuneyti lífeyris, almanna- trygginga og vinnumarkaðs- mála. 13. Tekjuskattur og eignarskattur. 14. Húsaleigubætur. 15. Búfjárhald og forðagæsla o.fl. 16. Ofbeldisdýrkun og framboð of- beldisefnis.  Auk þess er gert ráð fyrir um- ræðu utan dagskrár kl. 13:30 um stöðu erlends fiskverkafólks. Máls- hefjandi: Karl V. Matthíasson. Félagsmálaráðherra, Páll Péturs- son, verður til andsvara. SAMKOMULAG náðist í gær milli stjórnarflokkanna um hvernig staðið verður að sölu Landssímans. Sam- gönguráðherra mun leggja fram frumvarp um söluna á Alþingi í dag og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er mikið kapp lagt á að hann nái að mæla fyrir frumvarpinu á morgun eða mánudag, svo það náist fyrir nefndaviku í næstu viku. Samkvæmt því frumvarpi sem lagt verður fram í dag, er gert ráð fyrir að 49% af hlutafé ríkissjóðs í Landssím- anum verði selt í fyrsta og öðrum áfanga, þar af 14% til almennings, 10% til lítilla og meðalstórra hluthafa og loks verður einum aðila seldur allt að 25% hlutur. Gert er ráð fyrir að sá aðili verði mjög öflugur, eða sk. kjöl- festufjárfestir, og er gert ráð fyrir að á síðari stigum geti viðkomandi eign- ast allt að 10% hlutafjár í viðbót og því átt allt að 35% hlutafjár í Símanum. Naumur tími til stefnu Frumvarp um sölu hlutafjár í Landssímanum var afgreitt úr ríkis- stjórn 3. apríl sl., en þá hafði það verið til meðferðar í samgönguráðuneytinu og í ríkisstjórn um langt skeið. Það var fengið þingflokkum Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks daginn eftir og var afgreitt frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins samdægurs. Hins vegar urðu tafir á afgreiðslu framsóknarmanna á málinu og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins voru sjálfstæðismenn orðnir nokkuð uggandi vegna málsins, ekki síst þar sem mjög naumur tími er til stefnu að leggja frumvarpið fram í þinginu og afgreiða það sem lög fyrir sumarfrí. Áætluð þinglok eru 18. maí nk., en inni í þeim tíma eru nefndadagar 2. til 7. maí og sk. eldhúsdagsumræður. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra viðurkennir að hann hafi verið tekið að lengja eftir frumvarpinu, en leggur áherslu á gott samkomulag milli stjórnarflokkanna um málið og hann sé ánægður með að geta lagt það fyrir Alþingi. „Ég mun mæla fyrir þessu frum- varpi um leið og kostur er en það fer ekki á milli mála að tíminn er knapp- ur. Við verðum að halda vel á spöð- unum,“ sagði hann. Sturla segist búast við að taki nokkurn tíma að afgreiða frumvarpið. „Það verða eflaust nokkur átök, enda er þetta stórt og mikið mál,“ sagði Sturla og bætti við: „Það verður allt kapp lagt á að ljúka málinu fyrir þing- lok. Menn hafa áður séð stór frum- vörp svona seint á ferðinni.“ Heimild til að selja allt hlutaféð Frumvarpið gerir ráð fyrir að rík- isstjórnin fái heimild til að selja allt hlutafé Landssímans en samkomulag hefur náðst milli stjórnarflokkanna um útfærslu á sölunni. Gert er ráð fyrir að salan hefjist á þessu ári verði frumvarpið að lögum á þessu þingi. Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu skilaði skýrslu um sölu Símans í janúar og þar var lagt til að fyrsti áfangi sölunnar færi fram í vor. Nefndin lagði til að salan yrði í þrem- ur áföngum. Í fyrsta áfanga verði 14% af heildarhlutafé í félaginu selt til al- mennings og starfsmanna. Jafnframt verði smærri og meðalstórum fjár- festum gefinn möguleiki á að bjóða í stærri hluti, á bilinu 2–3% hverjum, allt að 10% heildarhlutafjár. Fyrsti áfangi fari fram vorið 2001 og jafn- framt verði hlutabréfin skráð á Verð- bréfaþingi Íslands. Í öðrum áfanga lagði einkavæðing- arnefndin til að leitað yrði eftir kjöl- festufjárfesta í 25% heildarhlutafjár og að salan færi fram á síðari hluta árs 2001. Nefndin lagði loks til að í þriðja og síðasta áfanga yrði áhersla lögð á dreifða sölu til almennings og fjár- festa á íslenskum og erlendum mörk- uðum. Gæti sú sala hafist á árinu 2002. Framsóknarmenn lögðu fram bókun við afgreiðslu málsins Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins urðu miklar umræður um frumvarp samgönguráðherra í þing- flokki Framsóknarflokksins enda vit- að að málið væri viðkvæmt meðal al- mennra flokksmanna. Þegar þingflokkurinn samþykkti frumvarp- ið svo fyrir sitt leyti í gær, var lögð fram bókun þar sem undirstrikaðir eru nokkrir þættir sem framsóknar- menn leggja áherslu á varðandi sölu hlutar ríkisins í fyrirtækinu. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, sagði við Morgunblaðið að ekki hefði verið ósamkomulag milli stjórnarflokkanna um sölu á Lands- símanum, en framsóknarmenn hefðu lagt áherslu á að staðið yrði þannig að uppbygginu fjarskiptakerfisins að sambærileg þjónusta verði veitt á sambærilegu verði um land allt. „Það liggur fyrir að styrkja þarf fjarskiptanetið frekar til þess að þetta verði tryggt. Til þess þarf auðvitað fjármagn og það hefur verið sameig- inlegt áhugamál margra innan flokk- anna að setja þetta í forgang,“ sagði Halldór. Í bókun framsóknarmanna er enn- fremur lögð áhersla á að styrkja þær eftirlitsstofnanir sem fylgjast með fjarskiptamarkaðnum, þ.e. Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppnis- stofnun. Halldór segir að enginn ágreiningur sé milli flokkanna um það mál og ekki heldur að gera þurfi sér- stakt samkomulag á grundvelli til- lagna einkavæðingarnefndar um það hvenær meirihlutinn í fyrirtækinu verði seldur og hvernig staðið verði að þeirri sölu. Eftirlitsstofnanir verði styrktar „Menn vilja gjarnan sjá að fyrir- tækið sé á þeirri leið sem að var stefnt áður en að þeirri sölu kemur,“ sagði Halldór og benti einnig á að ganga eigi eftir frá samkomulagi um hvernig tekjum af sölu á Landssímanum og fleiri ríkisfyrirtækjum verður ráð- stafað. Formaður Framsóknarflokksins kvaðst fagna þeirri góðu samstöðu sem væri milli stjórnarflokkanna um þetta mál, en viðurkenndi um leið að málið væri viðkvæmt innan hans eigin flokks. „Því er ekki að neita að lögð er á það gífurleg áhersla að byggðirnar í landinu geti staðið jafnfætis í fjar- skiptamálum til frambúðar. Ef ákveð- in byggðarlög búa við allt aðrar að- stæður, getur áframhaldandi byggð þar verið í hættu. Því er eðlillegt að menn vilji sjá fyrir sér hver þróunin í þessum málum verður. Hins vegar er samkeppni orðin mikil á þessum markaði og kominn rétti tíminn fyrir ríkið að draga sig út úr þessum rekstri. Um leið verður að tryggja að málefni neytendanna verði áfram tryggð, bæði hvað varðar verð og þjónustu.“ Kostnaður við gagnaflutninga lækkar stórlega Sturla Böðvarsson lagði á það áherslu að leyfisbréf það sem fylgi Landssímanum setji fyrirtækinu ákveðnar skorður. Áfram verði að halda uppi ýmissi þjónustu, m.a. að tryggja sama símagjald á landinu öllu og sama verð fyrir tengingu á Netinu um landið allt. Aukinheldur sé skilyrt að kostnaður við gagnaflutninga lækki stórlega og feli í sér sama verð innan þéttbýlis allt staðar á landinu og einnig milli þéttbýlisstaða. „Þessi samningur er í raun bylting í gagnaflutningum hér á landi og kem- ur til móts við kröfur landsbyggðar- innar,“ sagði Sturla. Samgönguráðherra lagði áherslu á að aðeins væri um heimild að ræða, ekki þurfi að koma til sölu hlutafjár- ins fyrr en skynsamlegt þykir. Þar muni ráða aðstæður á markaði og ástand almennt í efnahagslífinu, enda sé ætlunin að ríkið fái sem mest fyrir sinn hlut í þessari stærstu einkavæð- ingu sem ráðist hefur verið í hér á landi. Þingflokkur Framsóknarflokksins afgreiddi frumvarp um sölu á Landssímanum í gær Allt kapp lagt á að koma málinu í gegn fyrir þinglok Morgunblaðið/Sverrir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra leggur frum frumvarp um sölu Landssímans á Alþingi í dag. FRUMVARP dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegning- arlögum var til umræðu undir liðn- um um stjórn þingsins í upphafi þingfundar í gær. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær var hart tekist á um frumvarpið á þingfundi á þriðjudag og kom þá fram sú skoðun minnihluta alls- herjarnefndar og raunar fleiri þingmanna stjórnarandstöðunnar að það væri illa grundað og þyrfti nánari skoðunar við. Vildu vísa til nefndar milli 2. og 3. umræðu Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að refsimörk vegna fíkniefnabrota verði aukin úr tíu árum í tólf, í ljósi þyngri dóma sem fallið hafa í fíkniefnamálum að undanförnu. Meirihluti allsherjarnefndar hefur lagt til að frumvarpið verði sam- þykkt og fór það því til atkvæða- greiðslu eftir aðra umræðu í gær. Fjölmargir þingmenn stjórnar- andstöðu höfðu krafist þess að málinu yrði vísað til nánari um- sagnar í allsherjarnefnd milli 2. og 3. umræðu, svo unnt væri að ræða efni þess nánar og m.a. kalla til starfshóp sem fyrir nokkrum árum var falið að kanna refsirammann í afbrotum með almennum hætti. Benti Lúðvík Bergvinsson, Sam- fylkingunni, m.a. á að í umsögnum um frumvarpið hefðu bæði Lög- mannafélag Íslands og dómarar lagst gegn efni þess. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, formaður allsherjarnefndar, lagðist hins vegar gegn því að nefndin fengi málið aftur til með- ferðar, en kvaðst myndu sjá til þess að nefndarmönnum yrði gerð grein fyrir störfum umrædds starfshóps fyrir þriðju umræðu málsins. Alþingi á að senda skýr skilaboð Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði blasa við að á síð- ustu árum hefði orðið slík breyting í fíkniefnabrotum hér á landi að við því yrði að bregðast. Sagði hún að Alþingi ætti að senda skýr skilaboð út í þjóðfélagið og undir- strika að fíkniefnabrot væru litin alvarlegum augum. Sólveig sagði ekki hægt að bíða með breytingar á refsimörkum vegna fíkniefnabrota eftir heildar- endurskoðun á almennum hegn- ingarlögum. Benti hún m.a. á að fyrir nokkrum árum hefði heill kafli um kynferðisbrot gegn börn- um verið endurskoðaður. „Hvar værum við nú stödd ef við hefðum haldið að okkur höndum og beðið eftir heildarendurskoðun,“ sagði hún. Í atkvæðagreiðslu um frumvarp- ið gerðu fjölmargir stjórnarand- stæðingar grein fyrir atkvæði sínu og sögðust ætla að sitja hjá í at- kvæðagreiðslunni í mótmælaskyni við vinnubrögð stjórnarmeirihlut- ans í þessu máli. Fór svo að frum- varpið var samþykkt til þriðju um- ræðu með 21 atkvæði, en 19 þingmenn greiddu ekki atkvæði. 23 þingmenn voru fjarstaddir. Kröfu hafnað um skoðun á frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum Ekki hægt að bíða með breytingar á refsimörkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.