Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 49 SÖGU söfnunarkass- anna hér á landi má rekja til ársins 1972 er Rauði kross Íslands fékk leyfi til að reka slíka kassa. SÁÁ og Rauði kross Íslands hófu samstarf 1989 og Slysavarnafélagið Landsbjörg slóst í hóp- inn ári síðar. Samtökin stofnuðu Íslenska söfn- unarkassa árið 1994. Stjórnendur Ís- lenskra söfnunarkassa hafa frá upphafi gert sér grein fyrir að rekstri söfnunarkassa getur fylgt áhætta. Íslenskir söfnunar- kassar leggja mikla áherslu á að eyða þeirri áhættu eins og kostur er. Í því sambandi skiptir miklu máli að vinn- ingsupphæðir eru tiltölulegar lágar miðað við aðra vinningsleiki. Reglu- bundið eftirlit er einnig veigamikill þáttur í þessu tilliti. ÍSK hefur sett sér þá starfsreglu að auglýsa hvorki starfsemi sína né hvetja fólk til þess að spila og nýtur að þessu leyti sér- stöðu á meðal fyrirtækja sem byggja rekstur sinn á vinningaleikjum. Spilafíkn er vandamál hér á landi sem víða í hinum vestræna heimi. Á síðustu árum hefur þessu vandamáli verið gefinn vaxandi gaumur og um- ræða um það hefur aukist á opinber- um vettvangi. Þeir sem eru haldnir spilafíkn eru jafnframt fúsari til þess að viðurkenna vandamál sín en áður hefur tíðkast. Spilafíkn er algengari hjá körlum en konum og hún er einn- ig tíðari hjá yngra fólki en þeim sem eldri eru. Spilafíkn tengist einnig í mörgum tilvikum öðrum fíknum eða sálræn- um vandamálum. Rannsókn sem Gallup gerði fyrir Íslenska söfnunarkassa leiðir ljós að 0,6 % Íslendinga eru haldin spilafíkn og er það vissulega mikið áhyggju- efni fyrir stjórnendur ÍSK. Rann- sóknin leiðir ennfremur í ljós að spilafíklar spila ekki bara í spilaköss- um heldur jafnvel frekar í öðrum teg- undum happdrætta en spilakössum. Spilafíkn er því áhyggjuefni allra sem reka happdrætti á Íslandi. Áhersla ÍSK á forvarnarmál Spilafíkn er hægt að greina og meðhöndla líkt og aðra fíkn. Það er því bæði mögulegt og mikilvægt að vinna forvarnar- og meðferðarstarf. Þetta hafa aðstandendur Íslenskra söfnunarkassa haft að leiðarljósi. Í samræmi við það hafa þeir allt frá stofnun ÍSK árið1994 styrkt þá aðila sem boðið hafa upp á meðferð við spilafíkn. Spilakassar eru eina form happ- drætta sem sett hefur verið aldurs- takmark á þátttöku í. Börn geta tekið þátt í bingói, íþróttaveðmálum, keypt skafmiða og lottó án allra vand- kvæða. Rauði krossinn hefur haft 16 ára aldurstakmark á notkun söfnun- arkassa sinna frá 1972, er fyrstu kassarnir voru settir upp. Var það gert án þess að ósk eða boð um slíkt kæmi frá yfir- völdum. ÍSK hækkar nú þetta aldurstakmark að eigin frumkvæði í 18 ár. Reglur um starfsem- ina og eftirlit miða eink- um að því að koma í veg fyrir að börn og ung- lingar undir aldri spili í söfnunarkössunum. Áberandi skiltum þar sem aldursmörkin eru tilgreind er komið fyrir við kassana. Rík áhersla er lögð á það við staðareigendur að virða þessar reglur. Vinningar eru ekki greiddir út til þeirra sem eru undir aldri. Gerðar eru reglulegar kannanir til að koma í veg fyrir að börn og ung- menni spili í kössunum og hefur það starf stöðugt verið eflt frá því að það hófst árið 1994. Til að auðvelda starfsfólki, á stöð- um þar sem söfnunarkassar eru, að koma í veg fyrir spilun barna og ung- menna hefur víða verið komið fyrir fjarstýrðum rofum. Ef einhver sem ekki hefur náð tilsettu aldurstak- marki spilar áfram í kassa á vegum ÍSK, þrátt fyrir áminningu starfs- manns á staðnum, getur starfsmað- urinn slökkt á kassanum, án þess að fara fram fyrir afgreiðsluborðið. Þetta einfalda ráð hefur miklu breytt þar sem því hefur verið beitt og verð- ur haldið áfram að koma þessum búnaði fyrir þar sem spilun barna og ungmenna er vandamál. Meðferð við spilafíkn var óþekkt fyrirbæri hér á landi fyrir árið 1994 þegar ÍSK styrkti komu Roberts Hunter til landsins. Kom Hunter til landsins á vegum SÁÁ og hélt hér nokkur erindi um meðferð spilafíkla. Heimsókn hans leiddi meðal annars af sér ferð fjögurra meðferðarfull- trúa SÁÁ og Landspítala til Banda- ríkjanna, en ferðin var kostuð af ÍSK. Á síðasta ári héldu svo tveir bandarískir sérfræðingar tveggja daga námskeið hérlendis fyrir sál- fræðinga og meðferðarfulltrúa SÁÁ sem sérhæfa sig í spilafíkn. Nám- skeiðið var fjölsótt og afar gagnlegt. Ekki er hægt að koma í veg fyrir að spilafíklar spili í söfnunarkössum. Það er hinsvegar hlutverk fyrirtæk- isins og hluti af forvarnarstefnu þess að vekja þá sem spila í kössum þess til vitundar um spilafíkn með útgáfu fræðsluefnis. Nú eru Íslenskir söfnunarkassar að ljúka við gerð bæklingsins „Ekki lengur leikur einn“ sem fjallar um hættuna sem fylgir spilafíkn og hvernig hægt er að leita sér hjálpar. Forvígismenn og aðstandendur ÍSK eru sér meðvitandi um hversu mikla gát verður að sýna við rekstur spilakassa. Með forvörnum og ríkri ábyrgðarkennd í rekstri kassanna telja stjórnendur fyrirtækisins að sú hætta sem fyrir hendi er sé lágmörk- uð. Ábyrgur spilarekstur Magnús Snæbjörnsson Spilafíkn Hluti af forvarnarstefnu fyrirtækisins er, segir Magnús Snæbjörnsson, að vekja þá sem spila í kössum þess til vitundar um spilafíkn með útgáfu fræðsluefnis. Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- lenskra söfnunarkassa (ÍSK) sem annast rekstur söfnunarkassa í eigu Rauða kross Íslands, SÁÁ og Slysa- varnarfélagsins Landsbjargar. Opið hús Háaleitisbraut 18 Höfum í einkasölu mjög glæsi- lega 4-5 herb. íbúð, ásamt bíl- skúr, samtals um 130 fm. Íbúðin er öll nýstandsett. Nýtt eikar- parket á gólfum. Stofurnar eru rúmgóðar og bjartar, gengið er úr setustofu út á stórar suðvestursvalir. Í eldhúsi er ný eldhúsinnrétting með fulningahurðum og nýjum tækjum. Baðherbergið er nýstandsett með flísaplötum á veggjum, nýrri innréttingu og hvítum tækjum. Húsið er nýtekið í gegn að utan, búið er að skipta um glugga og gler, einungis er eftir að mála húsið. Sjón er sögu ríkari. Nanna og Guðbergur sýna íbúðina í kvöld milli kl. 20 og 22. Verð 14,9 m. Suðurlandsbraut 16, 3. hæð. Sími 588 8787, netfang: sala@h-gaedi.is FASTEIGNASALA Sö lus t jó r i : Ó la fu r G. V ig fússon. Sölum.: Bynjól fur J. Garðarsson og Magnús Geir Pálsson. S igu rbe rg Guð jónsson, hd l . l ögg . fas te ignasa l i Sæmundur H. Sæmundsson f ramkvæmdast jó r i .Félag fasteignasala Túngata - glæsilegt einbýli Vorum að fá til sölu eitt af þessum eftir- sóttu einbýlishúsum í vesturborginni. Húsið stendur við Túngötu og er 2 hæðir og kjallari, samtals um 280 fm. Auk þess fylgir nýlegur 34 fm bílskúr. Húsið hefur verið endurn. frá grunni á einstaklega smekklegan hátt. Það skiptist m.a. í sex herbergi, tvær stofur, tvö baðherbergi o.fl. Falleg lóð. V. 35,0 m. 1438 Skerjafjörður - glæsilegt Vorum að fá í einkasölu glæsilegt um 250 fm einbýlishús við Skildinganes með innbyggðum bílskúr á frábærum stað. Húsið skiptist m.a. í stórar stofur m. arni, 5 herb., eldhús, 4 baðherb., saunaklefa o.fl. Fallegur og góður garður með upphitaðri innkeyrslu og gangstétt. 1353 Fallegt og vel skipulagt 230 fm einbýli auk ca 80 fm rýmis í kjall- ara og 50 fm bílskúrs. Húsið skipt- ist m.a. í 5 svefnh., 4 stofur, 2 baðherb., eldhús o.fl. Parket á gólfum, flísalögð baðherbergi og mikil lofthæð. Útsýni úr stofu. V. 25,0 m. 1409 Ystasel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.