Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 53 nú líður þér vel og kannski betur en þér hefði nokkurn tímann geta liðið hérna megin. Við viljum muna þig eins og þú varst núna um páskana; með okkur í mat alla dagana og á páskadagskvöld svo glöð og ánægð í nýjum fötum. Það geislaði af þér og ég hugsaði með mér að það yrði allt í lagi og nú væri allt að snúast til betri vegar í lífi þínu, elsku Rósa María mín. En það er víst satt að enginn ræður sínum næturstað. Ég vil bara biðja góðan guð sem öllu ræður að halda utan um þig og okk- ur öll sem söknum þín sárt. Það verður erfitt að koma aftur til vinnu fyrir mig og þú ekki væntanleg á vakt. Þínum vinum, Sigga og Davíð, bið ég guðs blessunar og vona að þeir komist á rétta hillu í lífinu og gefi einnig foreldrum og okkur öll- um hinum styrk til að læra að lifa með þessu. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, en man þó sjaldnast eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni að þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Ástar- og saknaðarkveðjur frá ömmu og afa. Rósa Skarphéðinsdóttir. Elsku Rósa María. Ég man daginn sem þú fæddist eins og hann hafi verið í gær. Samt var ég aðeins 8 ára gömul. Ég var orðin spennt að eignast litla frænku, sem ólst svo upp með mér og var mér sem litla systir. Ég fékk snemma mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart þér og man vel þegar ég fékk að ganga með þig í vagni inn í bæ í fyrsta skipti og þú aðeins nokk- urra vikna gömul. Seinna meir var ég mikið að passa þig og sækja þig á leikskólann. Þú varst mjög fallegt og skemmtilegt barn, og varst enn þegar þú kvaddir okkur svo fyr- irvaralaust. Þú hafðir komið reglu- lega til Reykjavíkur í vetur og gist þá hjá mér og voru aðeins tvær vik- ur síðan þú varst hér síðast. Þú varst hress og kát og varst eins og alltaf mikið upptekin við að hitta vini þína hér í bænum, sem sakna þín nú sárt. Ég á erfitt með að sleppa af þér hendinni, krúsídúllan mín, en það varstu alltaf kölluð þeg- ar þú varst lítil. Ég er enn ekki farin að trúa því að þetta sé raunveruleik- inn, að ég sjái þig ekki aftur. Börnin mín sem hafa hitt þig óvenjumikið undanfarið eiga bágt með að skilja þetta, en Sara Rós sagði þegar hún var búin að melta þetta aðeins: „Hún var ekki einu sinni búin að eignast nein börn.“ Þetta lýsir vel hversu óréttlátt okkur finnst að þú varst tekin frá okkur. Þú varst stór hluti af lífi mínu og ég á eftir að sakna þess að fá þig ekki í heimsókn reglulega. Ég reyni að hugsa til þess að þín bíði mikilvægara hlut- verk þarna hinum megin og veit ég að vel verður tekið á móti þér af Lilla frænda, sem er nýfarinn, sem og bræðrum hans, öfum þínum og ömmum. Ég mun gera mitt besta til að styrkja ömmu þína og afa, sem hafa misst sitt annað fósturbarn á rúmu hálfu ári, og mömmu þína og Wayne sem missa nú elsta barnið í sinni stóru fjölskyldu. Guð gefi vin- um þínum, Sigga og Davíð, styrk til að takast á við framtíðina. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Mundu mig, ég man þig. Hvíldu í friði. Þín frænka, Þórey Björg. Elsku uppáhalds frænka, ekki grunaði mig að ég þyrfti að kveðja þig svona ungur að aldri. Þú varst besta frænka sem strákur eins og ég gæti hugsað sér því þú varst mér sem stóra systir og góður vinur í raun. Ég man eftir stundunum sem við áttum saman í herberginu þínu hjá ömmu. Alltaf að brasa eitthvað skemmtilegt sem þú fannst upp á að gera með mér. Þú sást alltaf af tíma þínum til að vera með mér þrátt fyr- ir aldursmuninn á okkur, það kom mér svoldið á óvart í fyrstu en þá skildi ég að sönn vinátta skiptir sér ekki af einhverjum aldursmun. Ég man rosalega vel eftir því þegar ég kom að heimsækja þig og Elvar til Grindavíkur, þið stjönuðuð við mig og fóruð meira að segja með mig á fótboltaleik í Keflavík, og ef ég þekki þig rétt þá fannst þér rosa- lega gaman, þrátt fyrir að þetta voru bara „22 fullorðnir karlmenn að elta eina tuðru og svo loksins þegar þeir ná henni sparka þeir henni burt“, þetta sagðir þú alltaf um fótbolta. Og í þau skipti sem fjölskyldan kom saman voru allir svo miklu eldri en ég og þú svo við fórum bara að tala saman og hneykslast á furðulegum umræðu- efnum þeirra sem eldri voru, við gátum alveg gleymt okkur í þeim efnum. Og ef mig vantaði eitthvað þá varst þú alltaf tilbúin til að hjálpa mér í einu og öllu. Ég mun sakna seinustu mánaðanna sem við áttum saman í íbúðinni þinni, sátum bara og lékum við kettlingana þína tvo og hlustuðum á tónlist og töluðum sam- an um heima og geima. En nú er ég því miður orðinn elstur af okkur frændsystkinum og ég bið til guðs að ég geti orðið jafn góður systk- inum mínum og frændsystkinum og þú varst okkur. Lát þitt skilur eftir skarð í hjarta allra sem þekkja þig en við þökkum fyrir þann tíma sem þú varst meðal okkar. Með ástar- og saknaðarkveðju. Þinn frændi, Einar Óli. Elsku Rósa María, nú verð ég að kveðja þig þó að það sé það síðasta sem mig langaði til að gera á þessu fallega vori. Þegar allt líf er að vakna til lífsins verðum við að kveðja þig svo unga og fallega, en við ráðum ekki neinu um það. Það sem huggar mig núna er það að ég trúi því og treysti að þér, elsku Rósa María mín, líði betur þar sem þú ert nú en þér leið hér hjá okkur. Þrátt fyrir ungan aldur varstu búin að ganga í gegnum margt sem hefði bugað margan eldri manninn, en þú hafðir unnið mikið úr þínum málum, varst á góðri leið og ætlaðir að gefa þér góðan tíma til þess. Nú hrann- ast upp minningar hjá okkur frá því þegar þú varst lítil og þær eru allar fallegar. Þú varst mér og systkinum mínum meira sem litla systir en frænka þar sem þú ólst upp hjá mömmu og Nonna, ömmu þinni og afa. Þú varst einstaklega lagin við litlu frændsystkini þín og bræður og þeirra missir er mikill. Vinátta þín við Einar Óla son minn er honum ómetanleg og gott veganesti út í líf- ið. Það er á engan hallað þó að ég segi að þú varst alltaf uppáhalds- frænka hans og þrátt fyrir aldurs- mun var vinátta ykkar alltaf sér á parti. Við borðuðum öll saman á föstudaginn langa hjá ömmu og afa og sátum óvenjulengi undir borðum og rifjuðum upp gamlar minningar. Þú sast í þínu venjulega sæti sem enginn annar mátti sitja í þegar þú varst heima, það voru óskráð lög. Ekki hefði mig grunað að ég væri að bjóða þér í mat á páskadag í síðasta skipti. Þú mættir örlítið of seint en það var þess virði að bíða, þú varst svo falleg í nýjum fötum og við höfð- um orð á því hvað þú værir fín, í hvítum buxum og fjólublárri peysu. Þá grínaðist þú með það að þegar þú fórst fyrst í þessi föt hefðir þú gengið framhjá besta vini þínum og hann ekki þekkt þig. Nú verð ég að kveðja, elsku Rósa María mín. Elsku mamma, Nonni, Bessi, Sigga, Wayne og synir, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Sólveig og Þorvarður (Doddi). Stundum finnst okkur heimurinn svo vondur, hvar hafa dagar lífsins lit sínum glatað, okkar eru sorg- irnar þungar sem blý. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Eins og segir í kvæði Vatns- enda-Rósu: „Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér.“ Við vorum svo lánsamir að kynnast þessari góðu sál. Rósa var ein af betri manneskjum sem við höfum kynnst um ævina, hjartað var á réttum stað, og það vita þeir sem hana þekktu. Hún var ákveðin og hún vissi hvað hún vildi í framtíð- inni, en því miður fékk hún ekki tækifæri til að framkvæma það. Hún hvarf frá okkur í blóma lífsins, en minningin um hana verður ávallt hjá okkur, um þessa ungu rós sem fölnaði svo skyndilega. Gott er að eiga góðs að minnast. Blóm eru ódauðleg, þó þau fari koma þau allt- af aftur. Drottinn minn gefi látnum ró, en hinum líkn er lifa. Án guðs náðar er allt í kring eymd og von- leysi. Hvað er betra en góðir vinir sem gleðja og gefa von og tilgang. Dauðinn hefur höggvið mér svo nærri, hægri finnst mér burtu sniðin mund. Hver er þjáning holdsins kvala stærri? Hjartans svíður blóði drifin und. Heita ást og heitan vin ég átti. Helgur friður mér í sálu bjó. Hann sá til moldar hníga mátti, myrkva þá á lífs míns himin dró. Aldrei fyrr mér fannst ég einn í heimi, finn ég hvergi hlýjan kærleiksyl. Eins og fyrr í uppheims dýrðar geimi, anda mínum styrks ég leita vil Liðna systir, þökk sé þér, Þú mitt dapurt sinni gladdir Liðins tíma ljúfa raddir Ljóma þar í hjarta mér Hörpu minnar heimur skal Birta ást í brjósti mínu Blíðri rós á leiði þínu, Meðan gróa grös í dal. (Jónas Þorsteinsson.) Nú ertu á betri stað, þú munt aldrei gleymast, og þegar okkar tími kemur endurlifum við gleði- stundirnar sem voru ófáar. Minn- ingin um góðmennsku þína gefur lífi okkar aukinn tilgang og mun leiða okkur á þann veg að við verðum betri menn. Með ást og söknuði. Sigurður Freyr og Davíð Sigurður. ✝ Kristján Thor-berg Tómasson fæddist á Seyðis- firði 10. apríl 1916. Hann lést í Víðihlíð í Grindavík 11. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Margrét Sigurþórs- dóttir, fædd 2. febrúar 1892, dáin 16. júlí 1962, og Tómas Skúlason, fæddur 12. apríl 1879, dáinn 14. október 1941. Kristján fluttist til Vestmannaeyja 10 ára gamall með móður sinni, Margréti Sig- urþórsdóttur, og ólst upp á Garðsstöðum í Vestmannaeyjum í stórum systkinahópi. Eina eft- irlifandi uppeldissystir Kristjáns er Helga Jónsdóttir og býr hún í Keflavík. Kristján stundaði sjó- mennsku frá 14 ára aldri og var hann mest mat- sveinn á fiskibátum. Kristján kvæntist Lydíu Aniku Ein- arsdóttur 23. des- ember 1955. Lydía lést 20. apríl 1969, dóttir hennar var Edda Einars Andr- ésdóttir, f. 27. júlí 1935, og lést hún 6. desember 1999. Kristján bjó á Rauf- arfelli í Vestmanna- eyjum með stjúp- dóttur sinni Eddu Andrésdóttur og manni hennar Jóni Ásgeirssyni. Flyst Kristján árið 1973 til Grindavíkur og bjó hann heima hjá þeim Eddu og Jóni þar til hann flyst á hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík árið 1994. Útför Kristjáns fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 18. apríl. Elsku afi, nú er komið að kveðjustund og þrautum þínum lokið. Það eru ekki allir eins og þú varst því þú sagðir alltaf við mig að þú yrðir 85 ára og ekki deg- inum eldri og það stóðst hjá þér eins og allt annað sem þú sagðir. Elsku afi, þú tókst stóran þátt í uppeldi mínu, við bjuggum saman á Raufarfelli í Vestmannaeyjum fram að gosi, svo komstu og bjóst á heimili foreldra minna í Grinda- vík. Það voru mörg spilin sem þú kenndir mér og spiluðum við mikið saman, því þú varst alltaf með spil í höndunum. Og ekki má gleyma hundunum Lúsý og Perlu sem við áttum saman og styttu þér svo mikið stundirnar því þú varst svo duglegur að labba með þær. Þær voru margar ferðirnar sem þú fórst á Þingvöll, upp í sumarbú- stað með henni mömmu og undir þér vel þar. Þú varst alltaf að gera eitthvað fyrir mig og ekki má gleyma jólapökkunum frá þér sem beðið var eftir að fá að opna, því það var alltaf eitthvað svo spenn- andi í þeim. Jæja, elsku afi, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og ráðlagðir mér í lífinu og var það margt því við ræddum oft mikið saman. Guð geymi þig og minn- ingu þína og sjáumst við síðar. Þín Lydía. KRISTJÁN THOR- BERG TÓMASSON Elsku Hafrún litla barnið okkar, þú hefur alltaf verið algjör engill. Þegar þú varst lítil fannst þér svo gott að fara í eyrun hennar ömmu, eyrnasnepl- arnir voru svo mjúkir og stundum var svolítið gott að fá sér smásjúg, amma var alltaf að stríða þér og segja að þú hefðir átt að heita Ey- rún. Þegar við tókum þá stóru ákvörðun að flytja til Danmerkur fór amma um mánuði á undan ykkur, ég man hvað þú grést þegar þú kvaddir ömmu og Wojtek afa á flugvellinum, svo komst þú fljótt á eftir okkur. Við vorum ekki nema átta í fjölskyldunni í Danmörku og var samband okkar mjög gott. Þú varst alltaf brosandi og glöð og alltaf þegar amma og Wojtek afi komu heim til þín komuð þið systkini þín hlaupandi út á móti okkur og tókuð utan um okkur og gáfuð okkur stórt knús. Amma gleymir aldrei hvað þú varst dugleg þegar þú saumaðir buxur á mig og púða handa Wojtek afa. Nú verður líka mikill söknuður fyrir Marc, þú varst farin að kenna honum að tala íslensku af því að þið ætluðuð að fara til Íslands í sumar. Þú varst alltaf svo falleg, há og grönn og alltaf eins HAFRÚN FREYJA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Hafrún FreyjaSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1985. Hún lést í bílslysi á Jótlandi hinn 31. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í Grenå í Dan- mörku 7. apríl. Minn- ingarathöfn um Haf- rúnu var í Fella- og Hólakirkju á sama tíma. og klippt út úr tísku- blaði og það er orðið langt síðan þú varðst miklu stærri en amma. Elsku Hafrún, það er mikill söknuður að missa þig og þú verður alltaf í hjarta okkar. En ég veit að Maggi afi og Klara amma munu taka vel á móti þér. Elsku Hafrún, við sjáumst aftur. Ástar- kveðjur, Ebba amma og Wojtek afi. Elsku Hafrún frænka, nú ert þú farin frá okkur og þín er sárt saknað. Þú varst ekki nema sex ára þegar Toggi kom inn í fjölskylduna og þú og systkini þín kölluðuð hann Gogga. En svo fluttuð þið í Mosfellsbæ og þá vorum við miklir heimalningar hjá ykkur. Svo vorum við alltaf að keyra með mömmu ykkar og fórum við í vinnuna til Togga og fengum kex og það var alltaf club-kex, sem var í miklu uppáhaldi hjá ykkur. Svo sát- um við í bílnum og keyrðum um bæ- inn og fengum okkur að borða. En það er okkur minnisstæðast þegar við komum hingað til Danmerkur og þú varst orðin svo klár í dönsku og varst alltaf að tala dönsku við mat- arborðið og gerðir grín að mér og Togga af því að við skildum ekkert í dönskunni og töluðum ekkert. Svo þegar við fórum eitthvert máttir þú ekkert fara frá okkur af því að við sögðum alltaf „Hafrún tala þú fyrir okkur“ og „Hafrún, hvað sagði hann?“ En elsku Hafrún, þú varst yndislegur krakki, þú varst alltaf brosandi og alltaf svo góð við systk- ini þín og litlu frænku hana Dagmar Ýri. Og núna höfðum við ekki sést að minnsta kosti í tvö ár og þegar Lena frænka talaði við þig í síma varst þú alltaf svo hamingjusöm, þú varst svo ástfangin af honum Marc þínum. Og þú varst alltaf svo þakklát fyrir allt sem var gert fyrir þig. Gleðin geisl- aði af þér. Ó elsku Hafrún, þú munt alltaf vera í hjarta okkar. Elsku Siggi, Björg, Magný, Haf- steinn og Birkir, megi Guð gefa ykk- ur styrk um ókomna framtíð. Ástar- og saknaðarkveðjur, Lena, Toggi og Dagmar Ýr. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.