Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 63 Vor í bænum! Drappað og gallabuxna blátt st. 36—40 Verð 3.490 Drappað og gallabuxna blátt st. 36—41 Verð 3.490 Svartir st. 35—42 Verð 4.490 Hvítir st. 37—41 Verð 4.990 Kringlunni 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin, Bæjarhrauni 16, Hf., sími 555 4420 ÉG vil hneykslast á því hvað ungt fólk nú á dögum virðist vita lítið um hvað er á íslensku myntinni. Þetta sást best þegar Gettu betur, spurn- ingakeppni framhaldsskólanna var haldin, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þar höfðu menn þær ranghugmynd- ir að á annarri hlið íslensku mynt- arinnar væri skjaldarmerki íslenska lýðveldisins. Þar eru hvorki fjölmörg keppnislið, spyrill þáttarins né stiga- vörður undanskilin. Ég vil hér með leiðrétta þennan misskilning. Á ís- lensku myntinni eru annarsvegar margskonar sjávardýr og hinsvegar landvættir Íslands. Skjaldarmerkið var á þeirri mynt sem gekk úr gildi árið 1981. Það er auðvelt að villast á landvættunum og skjaldarmerkinu, en einnig auðvelt að greina þau í sundur. Íslenski fáninn er nefnilega í skjaldarmerkinu, og einnig eru land- vættirnir betur teiknaðir, þ.e. fleiri smáatriði. Hinsvegar eru landvætt- irnir, gróflega teiknaðir og einungis eru höfuðin á þeim á myntinni, á krónunni er einungis bergrisinn. Vona ég að nú sé það orðið ljóst hvað raunverulega er á íslensku myntinni. SIGRÚN DÓRA BERGSDÓTTIR, nemi í Menntaskólanum á Akureyri. „Fáfræði“ ungs fólks Frá Sigrúnu Dóru Bergsdóttur: „SKRIFAÐU flugvöll“ sagði pólitík- usinn við þjón sinn þegar atkvæðin hans gerðu þá kröfu. – Burt með okkar flugvöll sögðu valdamenn í höfuðborginni og fleiri. Og Morgun- blaðið birti um hundrað greinar með og móti flugvellinum í Vatnsmýri. Eftir að borgarvaldið samdi um end- urbyggingu flugvallarins í Reykja- vík efndi það til skoðanakönnunar um það, hvort völlur þessi ætti að fara eða vera eftir 15 ár. stundum voru greinaskrifin svo átakanleg að jafnvel fór um flugvall- arvini. Til að mynda þá er frú ein í Reykjavík sendi einskonar neyðar- kall í Mbl.: „Fórnum ekki Reykja- vík“. Reykjavík er líka höfuðborg okkar landsbyggðarlýðsins, eða svo höldum við. Og jafnvel höldum við, að flugvöllurinn í Reykjavík sé okkur ómissandi. Og svo er ýjað að því, að marg- nefndur völlur særi næmt fegurðar- skyn sumra borgarbúa, væri nær að reisa glæsileg íbúðarhús (betri borg- ara?), kaffihús (hvenær er nóg af þeim?), kannski skýskafa, listhús, kirkjur? Enda fór svo, að sumir fyrr- um Vatnsmýrarsinnar sáu villu sína, játuðu sína nýju trú og tóku góða iðr- an, þ.á m. sumir æðstu ráðgjafarnir. Þá er fólk úr borgartrúboðinu var spurt hvar ætti að byggja nýjan flug- völl var fátt um svör. Málið hafði ekki verið þrauthugsað. Kannski á skeri úti í sjó, eða úti í Engey, eða í Hvassahrauni, jafnvel í framhaldi af Bessastaðahlaði (forsetar þurfa oft að fara af bæ). Og ef allt um þryti væri Keflavíkurflugvöllur á sínum stað. Smá galli á þeirri lausn að leigubílakostnaður gæti orðið hærri en flugfarið. Skrifari telur að flugstjóri hafi lýst farsa þessum einna best með þessum orðum: Reykjavíkurflugvöllur – sápuópera á topp tíu. HARALDUR GUÐNASON, Bessastíg 12, Vestmannaeyjum. Hugleið- ing um flugvöll Frá Haraldi Guðnasyni: Reykjavíkurflugvöllur Morgunblaðið/Árni Sæberg MIKIÐ finnst mér Flugfélagi Ís- lands hafa hrakað. Þetta félag sem svo lengi hefur verið stolt okkar Ís- lendinga. Flug- vélarnar komu og fóru, til og frá Ísafirði, á svo ná- kvæmum tíma, fyrir svona 6 til 8 árum, að hægt var að stilla klukkuna sína eftir þeim. Brott- för var frá Reykjavík klukk- an 07:45 og aftur að kvöldi klukkan 19:45. Smellpassaði að reka erindi sitt yfir daginn í Reykjavík. Það var nákvæmni í tímasetningunni og metnaðurinn var framar öllu í allri þjónustu við okkur farþegana. En nú kveður við annan tón. Þessi út- kjálki, Ísafjörður, er trúlega kominn á aftökulista stjórnar FÍ. Honum eru þeir hættir að sinna, nema svona rétt þegar flugvélarnar eru verk- efnalausar. Eða hvað? Ég ætlaði að fara á áríðandi fund til Reykjavíkur föstudaginn 20. apríl sl. og hugðist notfæra mér þjónustu FÍ þar sem tími fundarins var innan þeirra merkilegu marka sem FÍ set- ur varðandi flug til og frá Ísafirði í dag. Áætlunin var brottför frá Ísa- firði klukkan 09:45, kominn til Reykjavíkur klukkan 10:30 og til baka frá Reykjavík 18:30. Allt í lagi þetta gat svona sloppið fyrir horn með því að sleppa fyrstu mínútum míns fundar. Ég var búinn að fylgj- ast vel með veðri og sá að mjög gott veður var hér vestra, sem syðra, svo ekki var ástæða að fara að fljúga suður hálfum sólarhring fyrr, með tilheyrandi útbúnaði að heiman auk viðeigandi kostnaðar, sem gisting er. Þá er komið að þætti foringja FÍ í Vatnsmýrinni. Rétt þegar ég er að búa mig af stað út úr dyrunum, á leið inn á flugvöll, er hringt frá FÍ á Ísafirði og mér sagt að flugi hafi verið frestað um eina og hálfa klukkustund. Af hverju? spurði ég. Svarið var: Það er ófært til Vest- mannaeyja! Ég bað starfsmann þennan að taka mig af farþegalist- anum og endurgreiða mér farseð- ilinn. Ég fór inn á textavarpið til að sjá stöðu mála, á síðu 423, því ekki er hægt að fara á síður einstakra flugvalla, þær síður hafa verið bil- aðar um nokkurra mánaða skeið – viðgerð stendur yfir. Jú, flug var í fullum gangi. Þrjár ferðir fyrir klukkan 11:00 til Akureyrar auk þess sem flogið var á alla ákvörð- unarstaði FÍ, áður en komið var að Ísafirði, athugun á flugi til Vest- mannaeyja. Ég hef grun um að of fá- ir farþegar hafi verið frá Ísafirði, þetta sinnið. En ég veit að það er ekki skýringin. Ég hef vissu fyrir því að loftbrúnni, sem haldið er uppi milli Reykjavíkur og Akureyrar af FÍ, líkt og milli stórborga í Evrópu og Ameríku, sé æði oft mannfá. Jafnvel að einstakir embættismenn fái oft á tíðum eins konar einkaflug á milli staðanna. Gott og vel, en er það skýring fyrir mig? Nei. Þá var að tilkynna sig til Reykja- víkur. Afpanta ferð vinar míns, sem ætlaði að sækja mig á flugvöllinn og síðan að afboða komu mína á þennan mikilvæga fund minn. Dagurinn var mér ónýtur, ég vafalaust ekki einn í þeirri stöðu. En var þá ekki rétt að fá ein- hverjar skýringar, af viti, frá Fí varðandi þessa óvæntu breytingu á áætlunarfluginu? En hvert á að hringja og við hvern á að tala? Það liggur sko ekki á hreinu. Sjálfvirkt símkerfi FÍ minnir mig óneitanlega á sjálfvirka heimsækjarann í gam- anþætti Stöðvar 2, hér fyrr á árum. Áður en þú veist af ertu kominn inn í slíka þvælu og rugl þar, að einungis þeir skilja sem samið hafa og er langt í frá að teljast þjónusta. Fólk forðast að hringja í þetta númer. Ég er ekki einn um að hafa lent í geðþóttaákvörðunum stjórnenda FÍ. Auðvitað er þetta rætt manna í milli og því miður eru alltof margir sam- mála mér varðandi framkomu FÍ. Starfsfólk FÍ á Ísafirði á heiður skil- inn fyrir framkomu sína, þolinmæði og kurteisi. Frábær þjónustulund einkennir þau öll með tölu. Þangað er gaman að hringja, þau vita um hvað þjónusta í ferðamálum snýst og vinna eins vel og kostur er, jafn- vel úr því bulli sem á borð er borið fyrir okkur úr Vatnsmýrinni. Niðurstaða mín, eftir reynsluna á föstudaginn, er að starfsmenn FÍ á Ísafirði fá toppeinkunn fyrir sína vinnu og þjónustu, en stjórnendurn- ir í Vatnsmýrinni féllu á prófinu og það ekki í fyrsta sinn. Haldi fram sem horfir, varðandi þjónustuna hjá stjórn FÍ, verður flugi milli Vest- fjarða og Reykjavíkur löngu hætt, áður en innanlandsflug leggst end- anlega af árið 2016. ÖNUNDUR JÓNSSON. yfirlögregluþjónn á Ísafirði. Af flugþjónustu Flugfélags Íslands Frá Önundi Jónssyni: Önundur Jónsson Yfirhafnir Neðst á Skólavörðustíg Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.