Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 26
NEYTENDUR 26 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÝMIS heildsölufyrirtæki hafa verið að tilkynna um verðhækkanir á framleiðsluvörum og innfluttum vörum undanfarið. Allar vörur í erlendum gjaldmiðl- um hafa hækkað um sem nemur 8% hjá Eðalvörum. „Þessi hækkun er aðeins hluti af þeirri dollarahækkun sem átt hefur sér stað. Það hefur orðið gengisfell- ing og fyrirtækið er því að taka á sig verulega hækkun,“ segir Sigurður Þórðarson, framkvæmdastjóri Eðal- vara. „Um er að ræða vörur eins og gingseng, drottningarhunang og hvítlauk svo fátt eitt sé nefnt. Hækk- unin tók gildi 24. þessa mánaðar en neytendur verða þó ekki varir við hana strax, þetta fer auðvitað eftir birgðastöðu í verslunum.“ Tæplega 4 til 12% hækkun á flestum vörum Verðhækkun frá 4 til 12 % hefur átt sér stað á flestum vörum hjá Eggerti Kristjánssyni hf. Að sögn Marteins Magnússonar, markaðs- stjóra Eggerts Kristjánssonar hf., er ástæða hækkuninar sú að verið sé að leiðrétta verð vara miðað við gengi. „Gengi hefur verið á skelfilegri sigl- ingu og krónan hefur nánast verið í frjálsu falli. Ég vil líkja þessu við ástandið eins og það var í kringum 1980 þegar verðbólgan óð áfram og gengið féll. Við erum að tala um hækkun á bilinu 3,6% til 12%,“ segir Marteinn og bætir við að fyrirtækið hafi viljað halda í stöðugleika og þess vegna dregið of lengi að hækka. Að sögn hans eru flestallar vörur að hækka og má t.d. nefna Maille Dijon-sinnep, Jakobs- og Lu-kexin. Verðhækkunin tók gildi 20. þessa mánaðar. 4,7% meðaltalshækkun á gosi „Við hækkuðum 1. apríl og hækk- unin er að meðaltali 4,7%,“ segir Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Víf- ilfells. „Allar tegundir af gosi eru að hækka en hækkunin er þó aðeins mismunandi eftir pakkningum. Það sem við seljum mest af hækkar minnst, þ.e. tveggja lítra flöskur,“ segir Þorsteinn. Ástæðu hækkunarinnar má að sögn hans rekja til mikilla kostnað- arhækkana en nánast öll hráefni eru innflutt nema miðarnir á flöskurnar. „Krónan hefur veikst mjög mikið, eins og alþjóð veit, og við höfum reynt eftir fremsta megni að forðast hækkanir en þess má geta að síðasta hækkun hjá fyrirtækinu átti sér stað 1. desember árið 1999. Það er von- andi að það fari að hægjast á verð- bólgunni og að krónan fari að styrkj- ast því þá getum við siglt lygnan sjó,“ segir Þorsteinn. Flestar vörur hækka um 1,5 til rúmlega 4% Niðursuðuverksmiðjan Ora ehf. hækkaði fljótlega eftir páska verð á flestum vörum sínum sem nemur 1,5 til rúmlega 4%. „Við hækkuðum verð síðast árið 1999 en að þessu sinni eru hráefn- ishækkanir tengdar gengi, langvar- andi óhagstæðri gengisþróun og hækkun á fiski, flutningi og olíu svo dæmi séu tekin,“ segir Eiríkur Magnússon, fjármálastjóri Ora. Ný merkingarákvæði hækka verð Nýlega hækkaði Karl K. Karlsson hf. nokkrar vörutegundir sem koma frá Bandaríkjunum um 6 til 7%. „Sem dæmi um þær vörur sem eru að hækka má nefna Hellmans- mæjones, Newmans-salsasósur og gæludýramat,“ segir Eygló Björk Ólafsdóttir, markaðstjóri Karls K. Karssonar hf. „Hækkunin samsvar- ar gengisþróuninni sem einmitt er meginástæða verðhækkunarinnar. Þá þurfa vörur sem koma frá Banda- ríkjunum að uppfylla sérstakar merkingarskyldu fyrir matvörur. Ennfremur tóku nýlega gildi merk- ingarákvæði í tengslum við gælu- dýramat.“ Að sögn Eyglóar hefur þessi tilkostnaður sökum aukinnar kröfu um merkingar á vörum frá Bandaríkjunum áhrif á verðlagn- inguna og þá til hækkunar. Þrír vöruflokkar hækka frá 4 til 5,5% Um næstu mánaðamót mun Ryd- enskaffi hf. hækka þrjá vöruflokka. Krydd mun hækka um 5,5%, sælgæti um 4,5% og kaffi um 4%. „Litlar sem engar verðhækkanir hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu síð- an árið 1999. Ástæður hækkunarinn- ar eru þær að miklar kostnaðar- hækkanir hafa átt sér stað á undanförnum misserum,“ segir Gísli Vagn Jónsson, framkvæmdastjóri Rydenskaffi hf. „Frá janúar 2000 til apríl 2001 hefur mikil gengishækkun átt sér stað og sem dæmi hefur gengi evru hækkað um tæp 10%, flutnings- kostnaður hækkaði um rúm 7% á síð- astliðnu ári og nýlega um 5%. Laun og launatengd gjöld hafa einnig hækkað umtalsvert samkvæmt kjarasamningi. Einnig hafa mismikl- ar hækkanir á innkaupsverði átt sér stað án þess að þeim hafi verið hleypt út í verðlagið svo nokkru nemi. Þrátt fyrir þessar hækkanir hefur okkur tekist að halda svo til óbreyttu verði á allflestum lagervör- um allt síðan árið 1999 en þetta hefur verið mögulegt vegna mikillar hag- ræðingar í rekstri.“ Bold-þvottaefni lækkar um 9% Bæði verðhækkanir og verðlækk- anir hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu Íslensk-Ameríska að undanförnu. „Á Bahlsen- saltvörum og Campbells- súpum hefur orðið í kringum 10% hækkun, Beauvais niðursuðuvörurn- ar hækka um 3 til 7% og SunQuick- þykkni um 12%,“ segir Pálína Magn- úsdóttir, markaðsstjóri hjá Íslensk- Ameríska og bætir við að ástæðu hækkananna megi rekja til gengis- breytinga. „Þá höfum við náð fram lækkun á innkaupsverði á Bold-þvottaefni en það skilar sér í 9% lægra verði,“ seg- ir Pálína. Ís frá Mars hækkar um 5% Hinn 1. mars tóku nokkrar verð- hækkanir gildi á innflutningsvörum frá Sláturfélagi Suðurlands. Meðal- talshækkunin nemur rúmlega 6% yf- ir heildina. „Verðhækkunin er fyrst og fremst komin til vegna lækkunar íslensku krónunnar en einnig vegna hækkun- ar frá birgjum,“ segir Gunnar G. Gunnarsson, deildarstjóri innflutn- ingsdeildar Sláturfélags Suðurlands. „Á síðasta ári var gengisþróun marga evrópskra gjaldmiðla hag- stæð og gaf okkur tækifæri á verð- lækkun á nokkrum lykilvöruflokk- um. Seinnihluta síðasta árs hefur gengisþróun verið óhagstæð og verðhækkanir hafa tekið gildi á inn- kaupum frá helstu birgjum. Verð- hækkanir frá birgjum eru að jafnaði á bilinu 1 til 5%. 1. mars hækkuðu t.d. allar gerðir af Pedigree Mixer um 5%, allur ís frá Mars um 5% og Opies- vörur um 5%,“ segir Gunnar. 2,9% hækkun á Colgate-vörum Hjá Ó. Johnson & Kaaber ehf. hafa Colgate-vörur hækkað sem nemur 2,9%. „Ástæða verðhækkun- arinnar er gengisbreyting. Í raun hefði hækkunin samkvæmt henni átt að nema 5 til 6% en við ákváðum að taka hluta af hækkuninni á okkur því við höldum í þá von að þetta fari að ganga niður aftur,“ segir Alfreð S. Jóhannsson, sölustjóri Ó. Johnson & Kaaber ehf. Neytendur munu að hans sögn verða varir við hækkunina á næstu vikum. Ýmsar vörur eru að hækka í verði um þessar mundir Verðhækkanir nema frá 1,5 til 12% Í GÆR var, að sögn Níels B. Jóns- sonar, sérfræðings hjá Hollustu- vernd ríkisins, farið fram á við heildsala og þá sem framleiða viss- ar tegundir sólarvarnarkrema að þeir tækju úr sölu tímabundið vörur með efnum sem talin eru geta verið skaðleg. Sölustöðvunin gildir þangað til búið er að gera markaðsrannsókn og kanna hvort ástæða sé til að banna vörurnar endanlega. Í fréttum í gær kom fram að lyfjaverslanir, matvörumarkaðir og stærsta snyrtivöruversl- anakeðja Danmerkur hafa þegar hætt sölu á slíkum sólarvörnum í kjölfar nýrrar svissneskrar rann- sóknar. Hún sýnir að þrjár teg- undir UV-sía geti valdið krabba- meini í brjóstum og eistum, dregið úr sæðisframleiðslu og valdið hormónatruflunum hjá fóstrum og litlum börnum. Um er að ræða efn- in 4-methylbezylidene camphor, octyl methoxcinnamate og benz- ophenone-3 en þau er að finna í fjölda sólarvarna, einnig teg- undum sem ætlaðar eru börnum. Þegar Níels er spurður hvort umrædd efni séu í öðrum teg- undum snyrtivara segir hann að sér sé ekki kunnugt um að þau séu í öðru en sólarvörnum. Hann bend- ir á að þá gætu þau t.d. verið líka í vörum eins og varasalva ef hann er með sólarvörn. Þekkt snyrtivörumerki Umrædd efni eru í vörum ým- issa þekktra snyrtivörumerkja eins og til dæmis í vissum teg- undum sólarvarna frá Clarins, Elizabeth Arden, Biotherm, Body Shop, Clinique, Nivea Sun, Piz Buin og Roc. „Um leið og fréttist af þessu máli voru þær vörur frá Body Shop sem innihalda umrædd efni um- svifalaust teknar úr sölu hér á landi,“ segir Ragnar Halldór Blöndal hjá Body Shop. „Það stríð- ir gegn hagsmunum okkar að selja vöru sem talin er skaðleg heilsu fólks. Við bíðum svo eftir frekari fyr- irmælum erlendis frá en munum ekki halda áfram innflutningi á þessum vörum.“ Pharmaco er m.a. með umboð fyrir tvö snyrtivörumerki, Roc og Clarins, sem samkvæmt úttekt dönsku Umhverfisstofnunarinnar framleiða m.a. sólarvörn sem inni- halda umrædd efni. Guðbjörg Al- freðsdóttir, framkvæmdastjóri Pharmaco segir að framleiðendur þessara snyrtivara séu að vinna í þessum málum og hafi ekki enn tekið ákveöðun um hvað verði gert. „Við munum einnig bíða eftir fyrirmælum frá Hollustuvernd rík- isins og taka ákvörðun í framhaldi af því.“ Hún bendir á að þær sólarvarn- arvörur frá Vichy sem hafi einnig verið í þessari könnun innihaldi ekki umrædd efni en Pharmaco er með umboð fyrir Vichy snyrtivör- ur. J.S. Helgason hefur m.a. umboð fyrir snyrtivörur frá Nivea en sam- kvæmt könnun dönsku Umhverf- isstofnunarinnar innihéldu Nivea vörur eitt af efnunum sem um ræð- ir. „Ef neytendur skoða rannsókn dr. Schlumpf er ég viss um að þeir sannfærast um að sólarvörn sé hættulaus,“ segir Ólafur Gylfason, framkvæmdastjóri J.S. Helgason- ar. „ Í þessari rannsókn sem var tvíþætt var annarsvegar prófað í tilraunaglasi 5 efni sem m.a. finn- ast í sólarvörn. Í ljós kom að þau ollu frumubreytingum. Það var hinsvegar notað 2 milljónum meira magn en leyfilegt er að nota í UV- síum samkvæmt bandarískum og evrópskum stöðlum. Í seinni hluta rannsóknarinnar fengu rottur efnin innvortis í fjóra daga og kom þá í ljós að þrjú gætu ollið ófrjósemi. Í þessari tilraun samsvaraði magnið 750 þúsund sinnum það sem leyfilegt er að nota af UV-síum. Ég fagna því að fjallað sé um innihaldsefni snyrtivara enda er aldrei of varlega farið. Telji Hollustuvernd ríkisins ástæðu til að innkalla eitthvað af þessum vörum munum við að sjálf- sögðu taka tillit til þess. Það hefur verið gert í Danmörku tímabundið en eftir því sem ég kemst næst hef- ur ekki verið fram á það í Noregi, Finnlandi né í Svíþjóð.“ Sigurður Reynaldsson, inn- kaupastjóri hjá Hagkaupum, segir að beðið sé eftir fyrirmælum frá Hollustuvernd ríkisins og um leið og þau berist verði farið eftir þeim. UV-síur í sólarvörn sagðar skaðlegar Sólarvarnarvörur tekn- ar úr sölu hérlendis Morgunblaðið/Ómar Neytendur geta kannað á innihaldslýsingum umbúða hvort eftir- talinna efna sé getið, 4-methyl-benzylidene camphor, octyl-meth- oxycinnmate og benzophenone-3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.