Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. SAMKOMULAG náðist í gær milli stjórnarflokkanna um hvernig stað- ið verður að sölu Landssímans. Samgönguráðherra mun leggja fram frumvarp um söluna á Alþingi í dag og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mikið kapp lagt á að hann nái að mæla fyrir frum- varpinu á morgun eða mánudag, svo að það náist fyrir nefndaviku í næstu viku. Aðeins eru rúmar þrjár vikur til áætlaðra þingloka. Heimild til að selja allt hlutaféð Samkvæmt því frumvarpi sem lagt verður fram í dag er gert ráð fyrir að 49% af hlutafé ríkissjóðs í Landssímanum verði seld í fyrsta og öðrum áfanga, þar af 14% til al- mennings, 10% til lítilla og með- alstórra hluthafa og loks verður einum aðila seldur allt að 25% hlut- ur. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að allt kapp yrði lagt á að koma málinu gegnum þingið fyr- ir sumarfrí. „Það verða eflaust nokkur átök, enda er þetta stórt og mikið mál,“ sagði Sturla og bætti við: „Það verður allt kapp lagt á að ljúka málinu fyrir þinglok. Menn hafa áð- ur séð stór frumvörp svona seint á ferðinni.“ Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkisstjórnin fái heimild til að selja allt hlutafé Landssímans en sam- komulag hefur náðst milli stjórn- arflokkanna um útfærslu á sölunni. Ekki eru dagsetningar í frumvarp- inu en gert er ráð fyrir að salan hefjist á þessu ári verði frumvarpið að lögum á þessu þingi. Ekki ósamkomulag milli stjórnarflokkanna Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, sagði við Morgunblaðið að ekki hefði verið ósamkomulag milli stjórnarflokkanna um sölu á Landssímanum, en framsóknar- menn hefðu lagt áherslu á að staðið yrði þannig að uppbyggingu fjar- skiptakerfisins að sambærileg þjón- usta yrði veitt á sambærilegu verði um land allt. Framsóknarmenn leggja einnig áherslu á að styrkja þær eftirlits- stofnanir sem fylgjast með fjar- skiptamarkaðnum, þ.e. Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppnis- stofnun. Halldór segir að enginn ágrein- ingur sé milli flokkanna um það mál og ekki þurfi heldur að gera sér- stakt samkomulag á grundvelli til- lagna einkavæðingarnefndar um það hvenær meirihlutinn í fyrirtæk- inu verði seldur og hvernig staðið verði að þeirri sölu. Samkomulag stjórnarflokkanna um sölu á Landssímanum Frumvarp lagt fram á Alþingi í dag  Allt kapp/10 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra tók í gær við verðlaunum bandarísku umhverfissamtakanna Global Green USA fyrir Íslands hönd. Verðlaunin eru veitt fyrir stefnu landsins í orku- málum og voru afhent við hátíðlega athöfn í New York af Míkhaíl S. Gorbachev, fyrrum leiðtoga Sovét- ríkjanna sálugu, en hann stofnaði Global Green International. Ísland er meðal fimm aðila sem hlutu þessa viðurkenningu fyrir framlag til umhverfismála. Í viður- kenningarskjali Íslands er ríkis- stjórn Íslands óskað til hamingju með stefnu sína í orkumálum og fyrir að byggja þar á endurnýjanlegum orkugjöfum. Undir forystu Davíðs Oddssonar hafi Ísland lagt grundvöll að því að snúa heiminum í átt til hreinnar orku og tekið stór skref til þess að hindra loftslagsbreytingar. Í samtali við Morgunblaðið að at- höfn lokinni sagði Davíð að sér þætti vænt um þessa viðurkenningu fyrir Íslands hönd. Þarna væri verið að viðurkenna verk sem hefði verið unnið að á Íslandi, ekki bara í nokkur ár heldur áratugi. Um leið væri verið að viðurkenna áframhaldandi stefnu sem hefði verið mörkuð. „Þetta dregur athyglina að Íslandi sem landi í algjörri forystu þar sem 70% orkunnar koma frá endurnýj- anlegum orkugjöfum og um og yfir 90% ef sleppt er bílum og skipum,“ sagði Davíð. Umhverfisverðlaun Global Green USA afhent í gær Morgunblaðið/Golli Davíð Oddsson forsætisráðherra slær á létta strengi við fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, Míkhaíl S. Gorba- chev, sem afhenti umhverfisverðlaun Global Green USA í New York í gær. Á milli þeirra er túlkur Gorbachevs. Stefna Íslands í orku- málum verðlaunuð New York. Morgunblaðið.  Þykir vænt/6 STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi til laga um áhafnir íslenskra skipa á Alþingi. Nokkuð er um liðið frá því að frumvarpið var lagt fram, en vegna yfirstandandi kjaradeilu sjó- manna og útgerðarmanna hefur dregist að mæla fyrir því. Sjómenn hafa lýst andstöðu við þætti í frum- varpinu, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur náðst sam- komulag innan ríkisstjórnarinnar um að fresta gildistöku þess þáttar sem lýtur að sjómönnum á fiskiskip- um til þess að liðka fyrir lausn sjó- mannaverkfallsins. Umrætt frumvarp felur m.a. í sér fækkun stýrimanna og vélstjóra um borð í fiskiskipum hér á landi. Komið hefur fram í Morgunblaðinu að for- maður Vélstjórafélagsins sagði sjáv- arútvegsnefnd Alþingis, að meðan ekki yrðu gerðar breytingar á um- ræddu frumvarpi yrði ekkert af samningum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun ráðherra mæla fyrir óbreyttu frumvarpi á þingi í dag, en mælast til þess við samgöngunefnd að í meðförum hennar verði sá kafli sem lýtur að sjómönnum á fiskiskip- um numinn brott. Frumvarp um áhafnir íslenskra skipa Kafli um sjó- menn á fiskiskip- um felldur brott FORSTJÓRI Baugs, Jón Ásgeir Jó- hannesson, segir að með fjárfesting- um fyrirtækisins erlendis verði hægt að ná hagkvæmari innkaupum og það muni skila sér í lægra vöruverði hér í verslunum Baugs, sem rekur m.a. Bónus, Hagkaup og Nýkaup. Baugur fjárfesti nýlega í verslana- keðjunni Bills Dollar Stores í Banda- ríkjunum en fyrir hafði fyrirtækið sett upp Bonus Dollar Stores þar vestanhafs. Jón Ásgeir segist hafa orðið var við gagnrýni á þessar fjár- festingar um að nær hefði verið að verja hagnaðinum í að lækka vöru- verð til íslenskra neytenda. „Við teljum að þessar fjárfesting- ar séu hagkvæmar. Með innkaupa- samstarfi við Bills Dollar Stores get- ur innkaupaafl Baugs í mörgum vöruflokkum allt að sexfaldast sem skilar sér í lægra vöruverði til neyt- enda,“ segir Jón Ásgeir og telur að sumar vörutegundir geti lækkað um á annan tug prósenta. Lækkunin geti átt sér stað strax næsta haust. Hann segir að hið sama sé að ger- ast með fjárfestingum í verslana- keðjunni Arcadia og með sam- starfinu við Debenhams. Forstjóri Baugs um fjárfestingar erlendis Skila sér hér í lægra vöruverði  Samkeppnin/12 ÍSLAND vann góðan sigur á Möltu, 4:1, í undankeppni heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu í gær en leikurinn fór fram á Möltu. Heima- menn skoruðu fyrst en Tryggvi Guðmundsson, Helgi Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Þórður Guðjónsson svöruðu með fjórum mörkum. Með sigrinum fór Ísland upp fyrir Norður-Írland og er nú í fjórða sæti í sínum riðli með 6 stig eftir 5 leiki. Stórsigur gegn Möltu Morgunblaðið/Kristján Arnar Þór Viðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Tryggvi Guðmundsson fagna Helga Sig- urðssyni eftir að hann hafði komið íslenska liðinu yfir. Falleg mörk/B2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.