Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 76

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. SAMKOMULAG náðist í gær milli stjórnarflokkanna um hvernig stað- ið verður að sölu Landssímans. Samgönguráðherra mun leggja fram frumvarp um söluna á Alþingi í dag og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mikið kapp lagt á að hann nái að mæla fyrir frum- varpinu á morgun eða mánudag, svo að það náist fyrir nefndaviku í næstu viku. Aðeins eru rúmar þrjár vikur til áætlaðra þingloka. Heimild til að selja allt hlutaféð Samkvæmt því frumvarpi sem lagt verður fram í dag er gert ráð fyrir að 49% af hlutafé ríkissjóðs í Landssímanum verði seld í fyrsta og öðrum áfanga, þar af 14% til al- mennings, 10% til lítilla og með- alstórra hluthafa og loks verður einum aðila seldur allt að 25% hlut- ur. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að allt kapp yrði lagt á að koma málinu gegnum þingið fyr- ir sumarfrí. „Það verða eflaust nokkur átök, enda er þetta stórt og mikið mál,“ sagði Sturla og bætti við: „Það verður allt kapp lagt á að ljúka málinu fyrir þinglok. Menn hafa áð- ur séð stór frumvörp svona seint á ferðinni.“ Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkisstjórnin fái heimild til að selja allt hlutafé Landssímans en sam- komulag hefur náðst milli stjórn- arflokkanna um útfærslu á sölunni. Ekki eru dagsetningar í frumvarp- inu en gert er ráð fyrir að salan hefjist á þessu ári verði frumvarpið að lögum á þessu þingi. Ekki ósamkomulag milli stjórnarflokkanna Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, sagði við Morgunblaðið að ekki hefði verið ósamkomulag milli stjórnarflokkanna um sölu á Landssímanum, en framsóknar- menn hefðu lagt áherslu á að staðið yrði þannig að uppbyggingu fjar- skiptakerfisins að sambærileg þjón- usta yrði veitt á sambærilegu verði um land allt. Framsóknarmenn leggja einnig áherslu á að styrkja þær eftirlits- stofnanir sem fylgjast með fjar- skiptamarkaðnum, þ.e. Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppnis- stofnun. Halldór segir að enginn ágrein- ingur sé milli flokkanna um það mál og ekki þurfi heldur að gera sér- stakt samkomulag á grundvelli til- lagna einkavæðingarnefndar um það hvenær meirihlutinn í fyrirtæk- inu verði seldur og hvernig staðið verði að þeirri sölu. Samkomulag stjórnarflokkanna um sölu á Landssímanum Frumvarp lagt fram á Alþingi í dag  Allt kapp/10 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra tók í gær við verðlaunum bandarísku umhverfissamtakanna Global Green USA fyrir Íslands hönd. Verðlaunin eru veitt fyrir stefnu landsins í orku- málum og voru afhent við hátíðlega athöfn í New York af Míkhaíl S. Gorbachev, fyrrum leiðtoga Sovét- ríkjanna sálugu, en hann stofnaði Global Green International. Ísland er meðal fimm aðila sem hlutu þessa viðurkenningu fyrir framlag til umhverfismála. Í viður- kenningarskjali Íslands er ríkis- stjórn Íslands óskað til hamingju með stefnu sína í orkumálum og fyrir að byggja þar á endurnýjanlegum orkugjöfum. Undir forystu Davíðs Oddssonar hafi Ísland lagt grundvöll að því að snúa heiminum í átt til hreinnar orku og tekið stór skref til þess að hindra loftslagsbreytingar. Í samtali við Morgunblaðið að at- höfn lokinni sagði Davíð að sér þætti vænt um þessa viðurkenningu fyrir Íslands hönd. Þarna væri verið að viðurkenna verk sem hefði verið unnið að á Íslandi, ekki bara í nokkur ár heldur áratugi. Um leið væri verið að viðurkenna áframhaldandi stefnu sem hefði verið mörkuð. „Þetta dregur athyglina að Íslandi sem landi í algjörri forystu þar sem 70% orkunnar koma frá endurnýj- anlegum orkugjöfum og um og yfir 90% ef sleppt er bílum og skipum,“ sagði Davíð. Umhverfisverðlaun Global Green USA afhent í gær Morgunblaðið/Golli Davíð Oddsson forsætisráðherra slær á létta strengi við fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, Míkhaíl S. Gorba- chev, sem afhenti umhverfisverðlaun Global Green USA í New York í gær. Á milli þeirra er túlkur Gorbachevs. Stefna Íslands í orku- málum verðlaunuð New York. Morgunblaðið.  Þykir vænt/6 STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi til laga um áhafnir íslenskra skipa á Alþingi. Nokkuð er um liðið frá því að frumvarpið var lagt fram, en vegna yfirstandandi kjaradeilu sjó- manna og útgerðarmanna hefur dregist að mæla fyrir því. Sjómenn hafa lýst andstöðu við þætti í frum- varpinu, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur náðst sam- komulag innan ríkisstjórnarinnar um að fresta gildistöku þess þáttar sem lýtur að sjómönnum á fiskiskip- um til þess að liðka fyrir lausn sjó- mannaverkfallsins. Umrætt frumvarp felur m.a. í sér fækkun stýrimanna og vélstjóra um borð í fiskiskipum hér á landi. Komið hefur fram í Morgunblaðinu að for- maður Vélstjórafélagsins sagði sjáv- arútvegsnefnd Alþingis, að meðan ekki yrðu gerðar breytingar á um- ræddu frumvarpi yrði ekkert af samningum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun ráðherra mæla fyrir óbreyttu frumvarpi á þingi í dag, en mælast til þess við samgöngunefnd að í meðförum hennar verði sá kafli sem lýtur að sjómönnum á fiskiskip- um numinn brott. Frumvarp um áhafnir íslenskra skipa Kafli um sjó- menn á fiskiskip- um felldur brott FORSTJÓRI Baugs, Jón Ásgeir Jó- hannesson, segir að með fjárfesting- um fyrirtækisins erlendis verði hægt að ná hagkvæmari innkaupum og það muni skila sér í lægra vöruverði hér í verslunum Baugs, sem rekur m.a. Bónus, Hagkaup og Nýkaup. Baugur fjárfesti nýlega í verslana- keðjunni Bills Dollar Stores í Banda- ríkjunum en fyrir hafði fyrirtækið sett upp Bonus Dollar Stores þar vestanhafs. Jón Ásgeir segist hafa orðið var við gagnrýni á þessar fjár- festingar um að nær hefði verið að verja hagnaðinum í að lækka vöru- verð til íslenskra neytenda. „Við teljum að þessar fjárfesting- ar séu hagkvæmar. Með innkaupa- samstarfi við Bills Dollar Stores get- ur innkaupaafl Baugs í mörgum vöruflokkum allt að sexfaldast sem skilar sér í lægra vöruverði til neyt- enda,“ segir Jón Ásgeir og telur að sumar vörutegundir geti lækkað um á annan tug prósenta. Lækkunin geti átt sér stað strax næsta haust. Hann segir að hið sama sé að ger- ast með fjárfestingum í verslana- keðjunni Arcadia og með sam- starfinu við Debenhams. Forstjóri Baugs um fjárfestingar erlendis Skila sér hér í lægra vöruverði  Samkeppnin/12 ÍSLAND vann góðan sigur á Möltu, 4:1, í undankeppni heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu í gær en leikurinn fór fram á Möltu. Heima- menn skoruðu fyrst en Tryggvi Guðmundsson, Helgi Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Þórður Guðjónsson svöruðu með fjórum mörkum. Með sigrinum fór Ísland upp fyrir Norður-Írland og er nú í fjórða sæti í sínum riðli með 6 stig eftir 5 leiki. Stórsigur gegn Möltu Morgunblaðið/Kristján Arnar Þór Viðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Tryggvi Guðmundsson fagna Helga Sig- urðssyni eftir að hann hafði komið íslenska liðinu yfir. Falleg mörk/B2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.