Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 13 ÍSLENSKA álfélagið hefur fengið umhverfisviðurkenningu umhverf- isráðuneytisins vegna ársins 2000 og veitti Siv Friðleifsdóttir, um- hverfisráðherra, fyrirtækinu við- urkenninguna í gær. Í frétt frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að margar ástæður séu fyrir því að ÍSAL hlotnist við- urkenningin að þessu sinni. Fyr- irtækið hafi verið brautryðjandi á mörgum sviðum umhverfismála. Það hafi verið fyrst íslenskra fyr- irtækja til að innleiða umhverf- isstjórnunarkerfi skv. alþjóðastaðl- inum ISO 14001 og við endurrúttekt á kerfinu á árinu 2000 hafi grænt bókhald ÍSAL vakið sér- staka athygli skoðunarmanna. Þar hafi fyrirtækið gengið lengra en umhverfisstjórnunar- kerfið krefjist. „ÍSAL hefur gefið út bæklinginn Máttur hugans að verki, en hann er skrifaður á skiljanlegu máli fyrir almenning. Bæklingur þessi er að mörgu leyti brautryðjandaverk, en með honum sinnir fyrirtækið upp- lýsingaskyldu sinni um umhverf- ismál við almenning. Þessi bækl- ingur ÍSAL getur orðið öðrum fyrirtækjum hvatning til þess að fara inn á sömu braut. Einnig er vert að nefna að ÍSAL hefur náð mjög góðum árangri í sínum ker- rekstri og mjög hefur dregið úr los- un flúorkolefnissambanda, sem eru sterkar gróðurhúsalofttegundir. Árangur ÍSAL á því sviði er með því besta sem þekkist í heiminum og einnig hefur ÍSAL náð mjög góð- um árangri við hreinsun flúors og ryks úr afgasi frá kerum,“ segir ennfremur. Viðurkenning ÍSAL er verð- launagripur, kuðungur, gerður af listakonunni Höllu Ásgeirsdóttur. ÍSAL fær umhverfisverð- laun umhverfisráðuneytisins Morgunblaðið/Ásdís Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra afhenti Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL, umhverfis- verðlaunin í gær. SAMRÆMDUM prófum í 10. bekk lýkur í dag og af því tilefni hafa for- eldrafélög og skólar í vaxandi mæli boðið unglingum í 10. bekk upp á skipulögð ferðalög til að fagna þess- um tímamótum í lífi þeirra. Undanfarin ár hefur borið nokkuð á því að nemendur haldi í miðbæinn eða í Kringluna til að hittast eftir að samræmdu prófunum lýkur og oft hefur neysla áfengis fylgt með í kjöl- farið. Til þess að bregðast við þess- um vanda er nú krökkum í nær öllum skólum boðið í svokallaðar óvissu- ferðir strax að loknum prófum, og hefur það færst mjög í vöxt undan- farin ár. Í Reykjavík hafa foreldrafélög og skólar í samvinnu við Íþrótta- og tómstundaráð skipulagt slíkar ferðir en einnig eru foreldrar hvattir til að verja deginum og kvöldinu með börnum sínum. Þórey Dögg Jónsdóttir situr í stjórn SAMFOK og er formaður for- eldrafélagsins í Fellaskóla en þar hefur foreldrafélagið skipulagt dags- ferð fyrir tíundabekkinga. Dagskrá- in hefst á heimsókn Bubba Morthens sem ætlar að spjalla við krakkana um vímuefnavarnir. Því næst heldur hópurinn niður á höfn þar sem krakkarnir fara í sjóstangveiðiferð um Faxaflóann. Eftir veiðiferðina fara þreyttir sjógarparnir út að borða og svo er haldið heim á leið. Spurð um hvort nemendum tíunda bekkjar þætti sem þeir væru sviptir tækifæri til að fagna próflokum eftir sínu höfði sagði Þórey svo alls ekki vera og að krakkarnir tækju ferð- unum yfirleitt vel. „Það er komin ágætis reynsla á þetta dagsferðaform og skapast góð hefð í kringum þennan dag. Foreldr- arnir eru líka ákaflega ánægðir með þetta fyrirkomulag og finnst svona uppbyggjandi dagskrá mun betri heldur en eitthvert ráp og skrall,“ sagði Þórey og benti á að krakkarnir þyrftu auðvitað að fá einhverja útrás fyrir álag sem byggst hefði upp við próflesturinn og skipulagðar skemmtiferðir væru fyrirtaks leið til spennulosunar. „Þegar krakkarnir eru bara á þvælingi verður oft hóp- amyndun og það þarf ekki fleiri en tvo einstaklinga sem eru með áfengi til þess að allur hópurinn láti flöskuna ganga á milli sín. Með skólaferðunum minnka líkurnar á þessari hópamyndun, hún var nánast engin í fyrra, og við vonumst til að hún verði senn úr sögunni,“ sagði Þórey. Einnig vildi hún beina þeim orðum til foreldra að kaupa ekki áfengi fyrir börn sín því þótt margir foreldrar beittu þeim rökum að þeir vildu frekar kaupa áfengi fyrir börn sín en þau útveguðu sér það sjálf eft- ir öðrum leiðum væri slíkt lögbrot og börnunum enginn greiði gerður. Foreldrar verða með vakt í mið- bænum og á fleiri stöðum í borginni í dag auk starfsmanna ÍTR og Félags- þjónustunnar sem ætla að fylgjast með að lokadagur samræmdu próf- anna fari sem best fram. Af hálfu lögreglunnar í Reykjavík verður viðbúnaður vegna próflok- anna, ekki eingöngu síðasta prófdag- inn heldur einnig um næstu helgi. Að sögn lögreglunnar verður unglinga- drykkja ekki liðin í umdæminu og öllu áfengi hellt niður sem finnst á unglingum. Verði unglingar uppvísir að drykkju á almannafæri verða for- ráðamenn þeirra látnir vita og þeir beðnir um að sækja börn sín á lög- reglustöð. Samræmdum prófum grunnskóla lýkur í dag Skipulögð dagskrá góð for- vörn gegn unglingadrykkju SORPA fagnar 10 ára starfsafmæli sínu í dag, fimmtudag. Af því tilefni verður móttaka fyrir sveit- arstjórnarmenn og starfsfólk Sorpu í Álfsnesi og ennfrem- ur verður almenning- ur leystur út með góðgæti eftir heim- sóknir á Sorpustöðv- ar fyrstu helgina í maí. Ögmundur Ein- arsson, forstjóri Sorpu, segir að eyð- ing spilliefna úr sorpi sé mikilvægur þáttur í sorpeyðingu og vinnsla lífræns úrgangs muni líklega þróast hæg- ar en vinnsla annars konar úr- gangs. Aðspurður um framtíð og þróun í sorpeyðingarmálum hérlendis, segir hann að beðið sé afgreiðslu lagafrumvarps á Alþingi sem til- komin sé vegna reglugerðar um endurnýtingu umbúða, sem aftur er byggð á ESB reglugerð. „EES og ESB ríki hafa ákveðið að ná ákveðnum markmiðum í umbúða- nýtingu og samkvæmt innlendri reglugerð frá 1996 eiga ákvæði hennar að vera komin að fullu til framkvæmda 1. júlí nk.,“ segir Ög- mundur. „Um er að ræða samsett- ar umbúðir, bylgjupappa, málm-, plast og timburumbúðir. Nýting þessara umbúða hefur í för með sér talsvert mikla umhverfisbreyt- ingu sem ná mun fram á næsta ára- tug.“ Spáir hægari þróun í vinnslu lífræns úrgangs Ögmundur spáir hægari þróun í nýtingu lífræns úrgangs, svokall- aðs eldhúsúrgangs, enda er um flókið ferli að ræða. „Það þarf ekki eingöngu að skapa eftirspurn eftir jarðvegsbæti, sem unninn er úr líf- rænum úrgangi, heldur þarf einnig að taka tillit til smit- og sjúkdóma- hættu. Tortryggni manna í garð þessa úrgangs fer vaxandi og erlendis er verið að vinna að gerð heilbrigðis- staðla í þeirri við- leitni að setja nýt- ingu þessa úrgangs mörk. Í ljósi út- breiðslu kúariðu og gin- og klaufaveiki hafa efasemdaraddir um ágæti lífræna úr- gangsins orðið æ há- værari og því munu menn stíga varlega til jarðar í þessum efnum.“ Í sorpeyðingar- málum síðastliðins áratugar telur Ögmundur standa upp úr eyðingu spilliefna í sorpi. Hann bendir á að Sorpa hafi tekið á móti 15–1.600 tonnum af ýmiskon- ar spilliefnum árlega frá 1991. „All- ar tegundir eiturefnaúrgangs fóru á gömlu Gufuneshaugana hér áður, ásamt öðru sorpi, en nú sjást spilli- efni ekki lengur í sorpi. Þau fara nú í örugga og hættulausa meðhöndl- un og það er því borðleggjandi að á þessum tíu árum hefur allt að 16 þúsund tonnum af spilliefnum ver- ið forðað frá því að vera fargað með óæskilegum hætti.“ Ögmundur telur Íslendinga ekki eftirbáta nágrannaþjóðanna í þess um málaflokki, en bendir á að sam- anburður við lönd í heild sinni sé afar flókinn, þar sem sveitarfélög víða á Norðurlöndum standi sig eins misjafnlega og þau eru mörg. Á sumum sviðum sorpvinnslu sé Ísland jafnvel fyrirmynd annarra. „Við nýtum t.d. timbur með öðrum hætti en gert er annars staðar. Al- gengast er að timbrið sé nýtt sem orkugjafi við varmaframleiðslu en við nýtum það sem hráefni í kolefn- isframleiðslu í Járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga og sköpum þannig meiri verðmæti úr því en ella. Starfsbræður okkar er- lendis hafa kynnt sér þessa vinnslu og í Noregi hefur þessi aðferð verið tekin upp að okkar fyrirmynd.“ 10 ára starfsafmæli Sorpu Eyðing spilliefna mikilvægur þátt- ur sorpeyðingar Ögmundur Einarsson ÍSLAND er í 15. sæti af 123 löndum í skýrslu um frjálsræði í efnahags- málum í heiminum, sem unnin er af Fraser stofnuninni í Kanada í sam- vinnu við stofnanir frá 47 öðrum löndum, þar á meðal Hagfræðistofn- un Háskóla Íslands. Ef skoðað er hvaða atriði liggja að baki bættum árangri Íslands kemur í ljós að hann má einkum rekja til aukins frjáls- ræðis í viðskiptum á fjármagns- markaði. Helstu þættirnir sem ákvarða frjálsræði í efnahagsmálum landa eru valmöguleikar einstaklingsins, varðveisla séreignaréttar og frjáls- ræði í viðskiptum. Skýrslan byggist á gögnum frá árinu 1999 og hefur Ísland, sem nú mældist með einkunnina 8 á sérstök- um kvarða þar sem 0 er minnst frelsi og 10 mest frelsi. Ísland hefur hækkað um þrjú sæti á listanum frá árinu 1995. Þetta er besta einkunn sem landið hefur fengið, en frá árinu 1970 hefur staða landsins sífellt ver- ið að batna ef frá er talið mat byggt á gögnum frá árinu 1975. Það ár hlaut Ísland 3,8 í einkunn, sem er slakasti árangur landsins í þessu mati frá upphafi. Staða Íslands nú er svipuð og hinna Norðurlandanna. Danmörk var í 14. sæti árið 1995, en er nú í því 15., Finnland var í því 18. en er nú í 14. sæti, Noregur var í 18. sæti, en er nú í því 24. og Svíþjóð var einnig í 18. sæti, en er nú í því 20. Bættur árangur Íslands Eins og áður sagði má rekja bætt- an árangur Íslands til aukins frjáls- ræðis í viðskiptum á fjármagns- markaði. Vegur þar þungt minni eignaraðild hins opinbera í banka- kerfinu auk þess sem frelsi í fjár- magnshreyfingum á milli Íslands og annarra landa er nú meira en áður var. Þá kemur einnig í ljós að mis- munur í álagningu tolla eftir vöru- tegundum leiðir til þess að staða Ís- lands batnar minna en annars hefði orðið. Talið er að með hliðsjón af þessu sé ekki hægt að búast við öðru en að staða Íslands í þessum sam- anburði muni batna á næstu árum þar sem stefnt sé að aukinni einka- væðingu í bankakerfinu. Hong Kong og Singapúr eru sam- kvæmt matinu fremst í flokki í heim- inum hvað varðar frjálsræði í efna- hagsmálum. Næst á eftir þeim koma Nýja Sjáland, Bretland og Banda- ríkin. Ástralía, Írland, Sviss og Lúx- emborg koma síðan í næstu sætum þar á eftir. Lönd í Vestur-Evrópu fengu yf- irleitt góðar einkunnir í öllum þátt- um könnunarinnar fyrir utan tvo, þ.e. umsvifum hins opinbera og op- inber afskipti af vinnumörkuðum. Þau lönd sem slakast standa sig hvað varðar frjálsræði í efnahags- málum eru Myanmar, sem áður hét Búrma, Alsír, Kongó, Gínea Bissá og Síerra Leóne. Sem dæmi um stöðu nokkurra stórra ríkja má nefna að Kanada er í 13. sæti, Þýskaland í 15. sæti, Japan í 20. sæti, Ítalía í 24. sæti, Frakkland í 34. sæti, Taívan í 38. sæti, Mexíkó í 62. sæti, Kína í 81. sæti, Indland í 92. sæti, Brasilía í 96. sæti og Rússland í 117. sæti. Í könnuninni kemur í ljós að dóm- stólar, sem vernda séreignarétt og koma á og viðhalda samningum, eru afar mikilvægir fyrir frjálsræði í efnahagsmálum og þróun hagkerfa. Það sama á við um frjálsa sam- keppni í viðskiptum. Nær öll löndin með lélegustu dómskerfin og minnsta frjálsa samkeppni tilheyra Rómönsku Ameríku eða eru fyrrum kommúnistaríki. Samband milli frjálsræðis í efnahagsmálum og velmegunar Könnunin sýnir ennfremur fram á náið samband á milli frjálsræðis í efnahagsmálum og velmegunar. Verg landsframleiðsla landa á efri hluta listans, þ.e. efstu 20% land- anna, var að meðaltali um 19.900 dollarar á mann og hagvöxtur þess- ara landa var að meðaltali 2,27%. Meðaltal vergrar landsframleiðslu á mann í löndum á neðri hluta listans, þ.e. neðstu 20% landanna, var um 2.200 dollarar og hagvöxtur á mann var neikvæður sem nemur 1,45% að meðaltali. Samkvæmt þessu eru tekjur á mann og hagvöxtur á manni meiri í löndum þar sem mikið frjálsræði ríkir í efnahagsmálum. Í þessum löndum er einnig minni fátækt og minni spilling og fá þau fleiri stig á mannúðarmælikvarða Sameinuðu þjóðanna auk þess sem íbúar þeirra lifa að meðaltali 24 árum lengur. Aðferðafræði könnunarinnar er talin nákvæmasti mælikvarði á frjálsræði í efnahagsmálum sem birtur er. Mælikvarðinn byggist á flokkun gagna og er tölfræðilegum aðferðum beitt til að gefa hverjum flokki gagna vigt sem síðan er notuð til að draga upplýsingarnar saman í eina einkunn fyrir hvert land. Hverj- um flokki gagna í hverju landi eru gefin stig frá 0 til 10, þar sem 0 merkir minnst frelsi og 10 mest frelsi eins og áður sagði. Mælikvarð- inn var settur saman undir forystu Fraser stofnunarinnar og nóbels- verðlaunahafans Miltons Fried- mans. Ísland í 15. sæti í könnun um frjálsræði í efnahagsmálum                 !  "    # !$$  %&  ' (  )  *+, *+- .+* .+. .+/ .+0 .+0 .+0 .+, .+, .+- .+- .+1 .+2 .+3 .+3 .+3 .+3 .+3 24 14 -4 ,4 04 54 54 54 *4 *4 224 224 2-4 2,4 204 204 204 204 204  62*** #   76 8 &  $Frjálsræði á fjármagnsmark- aði vegur þungt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.