Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFBOÐIÐ starf meðal aldraðra – verðmæti fyrir ís- lenskt samfélag er yf- irskrift ráðstefnu sem haldin verður í Ás- kirkju föstudaginn 27. apríl 2001. Sagt hefur verið: „Sjálfboðaliðastarf lif- ir af áhuga og deyr af skyldurækni.“ Sjálfboðaliði sem tekur að sér að heim- sækja ókunnuga manneskju þarf að vera gæddur þeim eig- inleikum að vera trygglyndur og heiðarlegur. Trygg- lyndi felst í því að svíkja ekki gert samkomulag. Sjálfboðaliði kirkj- unnar kemur í nafni kristinnar kirkju. Hann kemur inn á heimilið sem gestur húsráðanda og þau eiga samleið nokkurn spöl á leið sinni um lífið. Yfirlýstur tilgangur heimsókna- þjónustu er að tryggja nágranna- tengsl í sókninni. Safnaðarstarf í kirkjunni undir handleiðslu prestanna sem boða orðið og svo starf þeirra sem söfn- uðurinn hefur kosið í sóknarnefnd- irnar þarf að vera í stöðugri framþróun. Þróunin þarf að fylgja breytingum í samfélaginu. Smáu verkin sem unnin eru af sóknar- börnunum geta orðið stór ef lánast að bera ljósið heim til þeirrar manneskju sem lifir í skugga eigin aðstæðna. Mikilvægur þáttur í starfi prests- ins var sá að hann fór í „húsvitjun.“ Presturinn húsvitjaði: kom til að taka manntal, prófa kunnáttu barna (og fullorðinna) og fleira. Allar nið- urstöður voru skráðar í kirkjubæk- urnar. Fátt er nýtt undir sólinni. Ein- stakir þættir leggjast af en eru stundum teknir upp aftur. Djákninn er nærri jafngamalt starfsheiti og presturinn. Þetta stöðuheiti er eng- in uppfinning seinustu missera hér á landi. Starf djáknans er hins veg- ar í mótun nýrra tíma og aðstæðna. Samkvæmt skilgreiningu á starfssviði djákna í dag er heimsóknaþjón- ustan eitt af mikilvæg- um verkefnum þeirra djákna sem kallaðir hafa verið og vígðir til þjónustu í kirkjunni. Ef heimsóknaþjónusta á að standa undir nafni þarf hún að vera vel skipulögð í upphafi og vinna þarf markvisst að því að kærleiks- þjónusta kirkjunnar, skili sér út til þeirra sem vilja þiggja. Þegar sóknarnefndir hafa komist að samkomu- lagi um það að kirkjan þeirra vilji bjóða sóknarbörnum þá þjónustu sem kallast heimsóknaþjónusta, þá þarf að ráða til starfsmann að ann- ast undirbúning og hrinda verkefn- inu í framkvæmd. Djáknaþjónustan felst í því að styðja þá sem eru einmana og verja rétt þeirra sem minnst mega sín og leitast við að veita birtu inn í líf þeirra sem örvænta. Líkt og embætti prestsins er embætti orðsins þá er djáknaþjón- ustan embætti handa, nándar og heyrnar. Starf djáknans er eins og útrétt hönd frá sóknarkirkjunni með nánu samstarfi við þá sem vilja sinna sjálfboðastarfi í vinaheim- sóknum til þeirra sem ekki eiga heimangengt. Nokkurn undirbúning þarf að vinna áður en starf er hafið í vina- heimsóknum. Gott er að vera búinn að gera sér grein fyrir því hvaða aldurshópi ætlað er að sinna. En vel að merkja, það er ekki nóg að hafa viðfangsefnið heldur þarf líka verkamennina í víngarðinn. Þá kemur inn þáttur sjálfboðaliða. Eðlilegast er að leita fyrst til þeirra sem enn koma til kirkju en náð hafa starfslokaaldri. Fólkið sem kemur í félagslega samveru, biblíulestur og bænasamkomur. Það skiptir öllu máli hvernig heilsan er. Sjötug manneskja getur verið frárri á fæti en sú sem er mörgum árum yngri en þjáist af sjúkdómum. Heimili lasburða manneskju sem ekki á heimangengt er sá vettvang- ur sem starfið fer fram á og það er leitast við að boða von og veita vin- áttu og styrk eftir getu. Kærleiksþjónustu kirkjunnar má telja meðal félagslegra sjálfboða- samtaka. Skilgreining á ólaunuðu sjálf- boðastarfi felur í sér: – það er unnið í nafni samtaka eða safnaðar – það snýr að öðrum en nánustu ættingjum – það er skipulagt – það er ólaunað Sjálfboðið starf byggist ekki á skyldu eins og hið opinbera starf og getur þess vegna veitt persónulegri þjónustu. Það er mikilvægt að vera á verði gagnvart því að sjálfboðalið- ar komi ekki í staðinn fyrir eða verði bjargvættir minnkandi þjón- ustu hins opinbera. Ýmsar reglur þarf að halda. Þar er þagnarskyldan algjört atriði. Annað þarf einnig að hafa í huga og það er lengd viðveru í hverri heim- sókn. Gott ráð sem sænskur djákni gaf okkur í náminu: „Ekki dvelja lengi í hvert sinn. Betra er að koma fjórum sinnum í einn tíma heldur en einu sinni og stoppa í fjóra tíma.“ Of langar heimsóknir geta orðið þreytandi fyrir báða aðila og er þá enn í gildi það sem segir í Háva- málum: Ganga skal, skala gestur vera ey í einan stað. Ljúfur verður leiður ef lengi situr annars fletjum á. Leggja þarf nokkra áherslu á samveru og innri uppbyggingu þeirra sem taka að sér þetta starf. Samvera smástund einu sinni í mánuði gefur aukinn kraft og skap- ar sameiningu. Sjálfboðaliðar í heimsóknaþjón- ustu kirkjunnar í Reykjavíkurpró- fastsdæmum hafa haft ómetanlega styrk af morgunsamverum sem elli- málaráð þjóðkirkjunnar stendur fyrir. Þessar samverur veita sam- hjálp og uppörvun í því starfi sem unnið er úti í sóknunum. Bók sem er handbók um heim- sóknaþjónustu þýdd úr dönsku er í prentun. Hún er skrifuð af starfs- fólki stofnunar sem heitir: De Sam- virkende Menighedspleje (Sam- vinna kristilegrar heimsóknaþjón- ustu). Bókin heitir: Med risiko for venskab, sem ég kalla „Áhættuvin- áttu“. Vissulega er það áhætta sem liðsmaður tekur er hann býðst til að heimsækja ókunnuga. Væntingar eru miklar og vonbrigði því sár ef ekki tekst vel til. Ef ekki væri rekin heimsókna- þjónusta væri hópur fólks sem ekki hefði samskipti út í þjóðfélagið. Þeir einfaldlega gleymast í önnum daganna. Stórfjölskyldan tilheyrir liðinni tíð og aldraðir verða útundan í öllu veraldarvafstrinu, lifa oft í einsemd og hafa fáa eða enga til að deila með sorgum sínum og gleði. Hlúum að heimsóknaþjónustu kirkjunnar því sjálfboðið starf með- al aldraðra er verðmætt fyrir sam- félagið. Heimsóknaþjónusta kirkjunnar Kristín Bögeskov Sjálfboðaliðar Smáu verkin sem unnin eru af sóknarbörnunum geta orðið stór, segir Kristín Bögeskov, ef lánast að bera ljósið heim til þess sem lifir í skugga eigin aðstæðna. Höfundur er djákni og umsjónar- maður innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar. Í GEGNUM árin hafa samskipti þjóða óumdeilanlega aukist svo um munar. Við þessar breytingar hafa ýmsir samningar og samkomulög verið gerð til að auðvelda þessi samskipti. Nýleg aðild Íslands að Schengen- samningnum hefur styrkt samskipti okkar við önnur Evrópuríki á sviði ferða- og öryggis- mála. En hvernig get- um við tryggt öryggi okkar í umhverfismál- um á alþjóðavettvangi? Við höfum jú ýmsar stofnanir inn- anlands eins og umhverfismálaráðu- neytið, ríkisisreknar og óháðar um- hverfisverndarstofnanir og önnur samtök. Í íslenskum lögum má einn- ig finna lög og reglugerðir sem lúta að umhverfismálum. En mengun þekkir engin landamæri. Mengað vatn, loft og lífverur geta borist óheftar milli svæða. Við höfum oft orðið vitni að umhverfisslysum og misnotkun náttúruauðlinda sem hafa haft víðtæk áhrif á umhverfið. Gróðurhúsaáhrif, ósonlagseyðing og þrávirk lífræn efni eru meðal vanda sem allar þjóðir þurfa að berjast gegn. Þar sem umhverfisvernd er ekki hægt að sinna til hlítar innan eins ríkis ber okkur að líta til annarra þjóða og leita að sameiginlegum grundvelli til samstarfs. Vissulega hefur þetta verið gert áður og hefur ótal alþjóðlegum stofnunum með ólík markmið verið komið á fót. Ef litið er á Evrópusambandið má sjá að það hefur staðið sig ágætlega á umhverfissviðinu og býr yfir þeim eiginleikum að geta orðið sterkt vopn í framtíðinni. Þar sem Evrópu- sambandið hefur töluverð ítök innan fjölda þjóða, bæði þjóða sem eru í sambandinu svo og þeirra sem standa fyrir utan það, hefur sam- bandið meiri völd en flestar aðrar stofnanir. Enn fremur eru umhverf- ismál eitt af forgangsatriðum á stefnuskrá ESB, sem hlýtur að telj- ast gott byrjunarskref. Í Rómarsamningnum sem aðild- arríki ESB skrifuðu undir árið 1957 voru engin sérákvæði um umhverf- ismál. Upp úr 1970 þegar mikil vakning varð á sviði umhverfismála og almeningur í Evrópu fór að gera kröfur um aðgerðir til úrbóta voru aðildarríki ESB ekki lengi að gera sér ljóst að samvinna yrði nauð- synleg ef niðurstöður ættu að vera marktæk- ar og efnahagur að haldast í jafnvægi. Greinilegt var að ef ein þjóð herti reglur um framleiðslutækni, efna- notkun og losunarmörk myndu slíkar reglur auka framleiðslukostn- að og veikja sam- keppnisstöðu þjóðar- innar. Þar að auki yrðu niðurstöður takmark- aðar ef aðeins ein þjóð hætti til dæmis að losa eiturefni í á sem rennur gegnum fleiri ríki. Á þessum tíma sýndi Evrópusamband- ið fram á að það er fært um að vinna sem ein heild, skjótt og markvisst ef þörf krefur, því á skömmum tíma var gerð umhverfisstefna og í kjöl- farið á henni fylgdu ýmsar gerðir til að fylgja megináherslum stefnunn- ar. Með tilkomu Einingarlaga Evr- ópu árið 1986 var bætt við ákvæðum sem tengjast annars vegar umhverf- ismálum tengdum innri markaði og síðan almennum umhverfismálum. Síðari samningar staðfestu og styrktu þessi ákvæði. Staðan í dag er eins og fram kemur sú að um- hverfismál eru orðin eitt af for- gangsatriðum í stefnu Evrópusam- bandsins. Megináherslur í umhverfisstefnu ESB eru að varðveita, vernda og bæta náttúruna, að tryggja heilsu fólks, nýta náttúruafurðir á skyn- saman hátt og örva aðgerðir á al- þjóðavettvangi. Sambandið byggir á hugtakinu um sjálfbæra þróun og að sá sem veldur umhverfismengun eigi að bæta tjónið sjálfur. Til þess að ná árangri á þessum vettvangi hefur ESB lagt sitt af mörkum með ólíkum aðgerðum. Sett var upp um- hverfisstofnun ESB í Kaupmanna- höfn sem hefur yfirumsjón með um- hverfismálum innan samtakanna. Grundvallarákvæði hafa verið sett og lög um atriði eins og hámarks- losun og útblástur eiturefna, kröfur um hreinsun og reglur um leyfilegt innihald söluvara, svo dæmi séu nefnd. Þar að auki hefur sambandið haft hvetjandi áhrif á markaðinn með því að veita söluvörum um- hverfismerkingar og útbúa viður- kennda staðlakerfið ISO 14001 fyrir fyrirtæki sem vilja innleiða um- hverfisstjórnunarkerfi í rekstur sinn. Einnig er stefnt að því að sam- hæfa mæliaðferðir og þurfa aðildar- ríki ESB að fylgjast með öllum áhrifum sem þau hafa á umhverfið. Með fjárveitingum er síðan verið að stuðla að rannsókna- og þróunar- starfi, sem leiðir til aukinnar þekk- ingar og tækninýjunga í umhverf- ismálum. Með áherslu á aukið upplýsingaflæði eiga upplýsingar um slíkar nýjungar að vera þjóðun- um aðgengilegar. Eins og sjá má eru möguleikarnir heilmargir og leiðir til framfara má finna víða. Evrópusambandið hefur margt á stefnuskrá sinni og enn virðist sem efling innri markaðar og starfsemi hans standi framar en umhverfis- mál. Einnig má segja að í reglum sambandsins séu ákvæðin um um- hverfismál mörg óskýr og skuld- bindingargildið takmarkað. Engu að síður hafa evrópskar þjóðir náð töluverðum árangri, þeim tekist að semja um reglur og staðla og þær hafa haft mótandi áhrif á al- þjóðavettvangi í umhverfismálum. Aukið vægi rannsókna- og þróunar- starfs sem og dreifing þekkingar hefur einnig skilað jákvæðum nið- urstöðum. Með stækkun ESB til austurs, þar sem umhverfismál hafa ekki náð upp á pallborðið, má vænta framfara og þar af leiðandi mun ástandið í allri Evrópu batna. Sem Íslendingar og unnendur ósnortinnar náttúru ber okkur skylda til að fylgjast grannt með umhverfismálum á alþjóðagrund- velli. Við verðum að nota það vald sem við höfum til að þrýsta á auknar aðgerðir og taka virkan þátt í um- hverfismálum innan Evrópu sem og innan Evrópusambandsins. Evrópusambandið og umhverfismál Ólöf G. Söebech Vistfræði ESB getur verið mikil- vægt verkfæri, segir Ólöf G. Söebech, í baráttunni gegn al- þjóðlegum umhverfis- vandamálum. Höfundur er í stjórn Evrópusamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.