Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLDI erlendra barna á skólaskyldu- aldri hefur aukist veru- lega á síðastliðnum ár- um. Sótt var um fjármagn til kennslu í íslensku sem öðru tungumáli fyrir rúm- lega 600 börn í Reykja- vík en um 1.400 á land- inu öllu. Um er að ræða íslensk börn, börn úr blönduðum hjónabönd- um og hluti þess hóps býr við þrjú tungumál og börn sem eiga báða foreldra erlenda. Öll börnin eiga það sam- eiginlegt að hafa ekki enn nægilegt vald á íslensku máli. Hópur erlendra barna á Íslandi er mun fámennari en sá hópur ís- lenskra barna sem stundar grunn- skólanám í öllum álfum heims. Þau eru talin 4.600 og eru þó ótalin ís- lensk börn sem eru fædd erlendis. Það eru aðrar þjóðir sem sjá um menntun og aðlögun þessara ís- lensku barna. Þau myndu fylla eina 13 meðalstóra grunnskóla ef þau byggju á Íslandi. Íslenskir heimsborgarar og hins vegar nýbúar Sínum augum litur hver á silfrið. Íslendingar búsettir erlendis eru af okkur taldir heimsborgarar en er- lent fólk á Íslandi er bara nýbúar. Eimir hér af þeim gamla hugsunar- hætti að Íslendingar hafi víkingablóð í æðum og hafi arfgengan styrk til þess að sækja sér fang og frægð erlendis. Þeir mega taka vinnu frá öðrum erlendis og talið er sjálfsagt að þeir njóti allra almennra borgarlegra réttinda, annað væri siðleysi. Ís- lendingar eru hvattir til þess að læra erlendis enda ódýrt og hagstætt fyrir íslenska ríkið. Þeir eru óragir við að taka sig upp með börn og bú enda taldir kjarkmiklir að upplagi. Börnin hafa ekki valið að flytja og þurfa að yf- irgefa ættinga og vini. Segja má að þar með hafi þau að hluta til stöðu flóttamannsins rétt eins og erlendu börnin okkar, þar sem þau eru áhrifalaus um eigin lífs- stöðu. Erlendis hafa þau stöðu nýbú- ans. Þau verða mállaus, viðkvæm, einmanna, vinalaus og eiga einungis foreldra sína að. Þau þurfa að ganga í gegnum aðlögunarferli sem oftar en ekki einkennist af sterkum til- finningum og varnarviðbrögðum. Fyrstu árin býr fjölskyldan við mikið álag. Hvernig skólinn, kennarar, bekkjarfélagar og fjölskyldur þeirra taka á móti erlenda barninu í upphafi veru í nýju landi getur haft úrslita- áhrif á tiltrú barnsins hvernig því komi til með að vegna í nýju sam- félagi. Ef barnið er svo lánsamt að hitta fyrir manneskjur sem fóstra það að nýrri menningu þá læknar tíminn flest sár og eftir standa minn- ingar um alla litlu sigrana. Ef heim er snúið þá verða þeir stærri, en þá hefst nýr aðlögunartími og barnið þarf að fást við nýjar kröfur í máli og námi. Hvaða örlög sköpum við er- lendum börnum á Íslandi? Ýmsar óstaðfestar sagnir eru á sveimi rétt eins og af skítugu börn- unum hennar Evu sem urðu að huldufólki. Erlendum Evubörnum skilaði hins vegar upp að Íslands- ströndu inn í skel og hvort þær bera í sér kynlegan krækling eða perlu fer ýmsum sögum af. Sögurnar bera einkenni þjóðsagna en of margar fela í neikvæða forspá um gengi þessarar fyrstu kynslóðar erlendra barna á Íslandi. Þjóðin hristir haus- inn enda hefur hún ekki verið alin upp við fjölmenningarlegt samfélag og framandleika heima fyrir. Það hefur slæm áhrif á sjálfsmynd er- lendra barna á Íslandi og tekur frá þeim vonina. Hins vegar er veruleik- inn fjölbreyttari en fiskisögur ná að fanga. Erlendum börnum gengur og hefur gengið vel þegar og ef þau fá góð skilyrði, það vita þeir sem um þau sjá. Að sjálfsögðu ber að hafa í huga að tungumálanám er ekki sterkasta hlið allra barna og of fáir kunna að kenna börnum íslensku sem annað tungumál. Engar rann- sóknir liggja fyrir á almennu náms- gengi þeirra né eru til samræmd próf sem mæla framfarir í máli. Fátt er vitað með vissu hvaða áhrifaþætt- ir skipta máli. Hyggjuvitið og reynsl- an segir okkur að sterk sjálfsmynd, uppörvun heima og í skóla, persónu- leiki og færni kennarans, samstarf heimilis og skóla, vinátta innlends fólks, viðhald móðurmáls og þátt- taka í félagslegu starfi skipti miklu máli. Ef þessir þættir eru til staðar gefur það börnunum lykil að hverju herbergi menningarinnar jafnframt því sem fyrri hæfni og menningar- fylgjur eru dregnar fram í dagljósið. Í þessu starfi er starf kennarans þungamiðjan. Þeir hafa margir unn- ið gott starf en hávaðalaust. Ég hvet þá til þess að miðla af þekkingu sinni og gefa öðrum góðar fyrirmyndir. Hins vegar er alveg ljóst að mörg er- lend börn hafa liðið fyrir að landinn er óvanur að taka á móti og mennta útlendinga og beita fjölmenningar- legum kennsluháttum og yfirvöld hafa ekki skapað þeim eða skólum þau skilyrði sem skyldi. Úr því verð- ur að bæta. Erlend börn eru bandingjar tungunnar Erlend börn í Reykjavík, sem eiga rætur að rekja til annarra heimsálfa, og íslensk börn sem búa utan vest- rænna ríkja eiga sum hver það sam- eiginlegt að vera „sjáanlegir“ útlend- ingar. Við skulum vona að það hái þeim ekki. Þau séu velkomin hvort sem þau eru dvelja um stund eins og farfuglar eða verða staðfuglar. Þeg- ar börn þurfa að aðlagast ólíkri menningu skiptir sköpum að þau séu vel varin því áreitin geta orðið svo mörg. Þau eru sérstaklega viðkvæm fyrir neikvæðum athugasemdum og fordómum. Þegar fullorðnir skjóta eitruðum örvum hertum í kynþátta- hatri í skjóli tjáningarfrelsis þá hitta þær börn í hjartastað. Þau sár gróa seint og geta haft afgerandi áhrif á persónuþroska þeirra. Okkur full- orðna fólkinu ber, ekki síst handhöf- um fjórða valdsins, fjölmiðlanna, sú skylda að bera skjöld fyrir þau, því þau geta ekki varið sig. Þau eru bandingjar tungunnar og búa ekki við frelsi tjáningarinnar og bera sinn harm í hljóði. Fjölbreyttari fegurð, fjölgreind og framtíðin Við sem störfum að málefnum er- lendra barna vitum og sjáum að flokkurinn er upp til hópa fríður og föngulegur. Þegar þau vaxa úr grasi mun margur Íslendingurinn augu sín á þeim festa. En ekki munu allir hljóta náð ástargyðjunnar. Það fékk einn kynþáttahatari og rokkari Dan- merkur að reyna. Ör Amors hitti þursann þann og hann varð gjörsam- lega heltekin af ást á pakistanskri stúlku en sú ást var ekki endurgold- in. Ekki bylur lengur úr hans tunnu. Í næstu grein verður fjallað um skilyrði erlendra barna sem bæta þarf. Erlendu börnin hennar Evu – hver verða örlög þeirra? Friðbjörg Ingimarsdóttir Nýbúar Mörg erlend börn hafa liðið fyrir það, segir Friðbjörg Ingimars- dóttir, að landinn er óvanur að taka á móti og mennta útlendinga. Höfundur er kennsluráðgjafi nýbúafræðslu á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. KVEIKJAN að þessari grein er um- fjöllun um menntamál í Morgunblaðinu sunnu- daginn 8. apríl síðast- liðinn. Þar var mikil umfjöllun um skólamál og rætt við nokkra ein- staklinga sem höfðu ýmislegt um málefni grunnskólanna að segja. Það var rætt við skólastjóra í fjöl- brautaskóla, rektor, menntafulltrúa Sam- taka atvinnulífsins, for- mann Félags grunn- skólakennara, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri. Það fyrsta sem vakti athygli mína var að það var ekki talað við neinn einstakling sem er „bara“ grunn- skólakennari. Hvað þá heldur ein- hvern sem er vel að sér í kennara- fræðunum, s.s. þá kennara sem ég hef í Kennaraháskóla Íslands. Ég skil varla hvernig er hægt að halda uppi umræðu um menntamál án þess að hafa þetta fólk með í ráðum og mér finnst lítið gert úr þessari stóru fagstétt sem kennarar eru. Þeir sem rætt var við höfðu margt merkilegt að segja varðandi þróun skólamála. Flestir vilja miklar og róttækar breytingar og flestir viðurkenna að við þurfum að eyða meiri peningum í menntakerfið. Samkeppni eða samstarf? Bogi Pálsson, formaður Verslun- arráðs Íslands, talaði mikið um sam- keppni. Ég get ekki neitað því að hugmyndirnar virðast við fyrstu sýn mjög góðar. Að nýta samninga hins nýja hagkerfis (ég vissi reyndar ekki að það væri nýtt!), fá hæfustu ein- staklingana til starfa, samkeppni hugmynda og aðferða, samkeppni milli skóla, samkeppni milli nem- enda, samkeppni milli kennara og svo samkeppni og aðeins meiri sam- keppni. Samkeppnin hefur jú virkað á mörgum sviðum atvinnulífsins. Það er hægt að sanna með því að benda á hina ýmsu einstaklinga sem náð hafa langt í samkeppnis- þjóðfélagi. En það gleymist yfirleitt að líta á hina sem ekki eru samkeppnishæfir, sem hafa ekki það sem til þarf. Ég skil ekki hvaða vanda sam- keppni á að leysa í skól- um. Ég held einmitt að samstarf ólíkra ein- staklinga sé miklu nær því að vera lausnin. Ég spyr: Hvernig á að leggja mat á það hvaða kennarar standa sig vel og hverjir ekki? Hvaða kennari er hæfur? Er það sá sem skilar góðum einkunnum eða er það sá sem ver mestum tíma í skólastofunni? Það fara því miður ekki allir kennarar af stað með sama „hráefni“. Bogi telur að með mark- aðshyggjuhugmyndunum geti skól- arnir keppt um hæfustu starfskraft- ana. Hann gleymir því að hingað til hafa hæfustu starfskraftarnir sótt í kennarastarfið en margir þeirra hrekjast þaðan smám saman af því að þeir vilja geta séð fyrir fjölskyld- unni. Menntun eða jeppi? Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, hafði margt gott um menntun að segja. Ég er sammála Kára í því að það þarf að kalla samfélagið til ábyrgðar en ekki bara einstaka menn. Ennfremur er ég sammála því að almenn menntun sé betri en sérhæfing í grunnskólum. En það er margt í orðum Kára sem ég get engan veginn sætt mig við. Kári, eins og margir Íslendingar, tal- ar nefnilega út frá hag ríka manns- ins. Hann fer fögrum orðum um einkaskólana í Bandaríkjunum en gleymir að hugsa út í það að það geta ekki allir sent börnin sín í einka- skóla. Orð hans um að leyfa foreldr- um frekar að kaupa menntun fyrir börnin sín heldur en jeppa hljóma vel … fyrir ríka manninn! En hvað með þá sem hafa ekki efni á jeppa og hvað þá á því að fjárfesta í menntun barna sinna? Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá hvernig það myndi enda: Bilið milli ríkra og fátækra myndi aukast og það er nógu breitt fyrir! Hvað er að gerast í skólunum? Með hverjum degi aukast kröfur á hendur skólanna. Kennararnir eiga hreinlega að geta reddað málunum, bjargað þjóðfélaginu frá glötun! Út úr skólunum eiga að koma fullmót- aðir einstaklingar og það á ekki að skipta neinu máli hvaða „hráefni“ er lagt af stað með. Nýlega var ég í tveggja vikna æfingakennslu. Miðað við það viðhorf sem samfélagið virð- ist hafa bjóst ég við því að í kennslu- stofunni væru óvirkir nemendur og þreyttur kennari. Vinnubækurnar væru helsta agatækið og að kenn- ararnir þekktust varla. En sú varð ekki raunin. Í árganginum sem ég kenndi í var mikið og öflugt samstarf milli kennara. Kennsluaðferðir voru fjölbreyttar og bekkjarandinn sér- lega góður. Mikil áhersla var á að virkja hæfileika hvers og eins en ekki steypa alla nemendur í sama form. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Ég bið formennina, forstjórana, stjórnarformennina og alla þá sem telja sig hafa hagsmuna að gæta inn- an skólanna að biðja hver um sig um að fá einn af þessum nýju viðbótar- kennsludögum að láni hjá skólunum og kenna það sem þeim finnst nauð- synlegt. Á þann hátt gætu allir orðið ánægðir! Skólamál Halla Gunnarsdóttir Fjölmiðlun Mér finnst lítið gert úr þessari stóru fagstétt, segir Halla Gunnars- dóttir, með því að ræða ekki við neinn kennara í umfjöllun um mennta- mál í blaðinu. Höfundur er nemandi í grunnskóla- skor í Kennaraháskóla Íslands. MARGT nútímafólk er á harðahlaupum undan dauðanum. Við viljum helst ekki hugsa um hann og þaðan af síður tala um hann. Ef endalok jarðlífsins eru nefnd á nafn fer okkur að líða illa og fyrr en varir er búið að skipta um umræðuefni. Jafn- vel háaldraðar mann- eskjur mega helst ekki impra á því að nú hljóti dauðinn að vera á næsta leiti án þess að einhver kæfi slíkt tal í snarheitum: „Láttu ekki svona, langamma! Þú verður örugglega hundrað ára!“ Fyrr eða síðar neyðumst við hins vegar til að horfast í augu við þá staðreynd að hvorki við né ástvinir okkar getum umflúið dauðann – hversu hratt sem við hlaupum. Dag einn erum það við sem sitjum við dánarbeð, förum í kistulagningu og sitjum á fremsta bekknum við jarð- arförina. Og þá er ekki ólíklegt að við finnum þörf fyrir að ræða um dauð- ann, sorgina, trúmál og framhaldslíf við fólk sem beinir umræðunni ekki strax í annan farveg. Á sorgarferlinu geta erfiðar spurningar leitað á hugann. Spurn- ingar sem okkur þyrst- ir í að fá svör við: „Er ástvinur minn horfinn að eilífu? Er hugsan- legt að sál hans lifi áfram og hvar í ósköp- unum er hún þá? Get ég komist í samband við hann? Hitti ég hann aftur þegar ég dey? Fylgist hann með mér? Heyrir hann betur til mín í kirkjugarðinum en heima í stofu?“ Margir snúa sér til kirkjunnar og fá þar þau svör og þá huggun sem þeir þrá. Og fjöldi fólks hefur fengið ómetanlegan stuðning hjá sorgarsamtökunum Nýrri dögun. Hér á landi er einnig talsvert algengt að fólk fari í einka- tíma til miðla í von um að fá sönnun fyrir framhaldslífi látins ástvinar. Innan vébanda Sálarrannsóknar- félags Íslands (SRFÍ), sem stofnað var árið 1918, starfa margir einstak- lingar með dulræna hæfileika – bæði miðlar og heilarar. Þetta er vandað, traust og trúað fólk sem hefur hjálp- að ótal Íslendingum á erfiðum stund- um í lífinu. Og nú stendur til að brydda upp á nýjung innan félagsins. Laugardaginn 28. apríl næstkom- andi stendur SRFÍ fyrir „Samveru- stund með syrgjendum“ sem er opin öllum sem eru að takast á við ást- vinamissi. Þar munu nokkrir ein- staklingar sem starfa hjá félaginu spjalla við syrgjendur. Einnig verð- ur farið með bæn og fólki gefinn kostur á að taka þátt í stuttri slök- unarhugleiðslu. Samverustundin fer fram í húsa- kynnum félagsins við Garðastræti 8 og hefst hún kl.14. Aðgangur er ókeypis en vegna takmarkaðs hús- rýmis er nauðsynlegt að skrá þátt- töku fyrirfram á skrifstofu SRFÍ. Samvera með syrgjendum Jónína Leósdóttir Höfundur er varaformaður Sálarrannsóknarfélags Íslands. Sorg Fyrr eða síðar neyð- umst við til að horfast í augu við þá staðreynd, segir Jónína Leósdóttir, að dauðinn verður ekki umflúinn, hversu hratt sem við hlaupum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.