Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÝMINGARSALA Stakir stólar, sófar, sófaborð, náttborð, sjónvarpsborð, tölvuborð, hillusamstæður, forstofuspeglar og margt fleira. Síðumúla 13, sími 588 5108. ÓLAFUR Thordersen, fulltrúi Bæj- armálafélags jafnaðar- og félags- hyggjufólks í bæjarstjórn Reykjanes- bæjar, segir að mannvirkin á Nikkelsvæðinu séu orðin að slysa- gildru fyrir börn og mikilvægt að fjar- lægja þau sem fyrst. Tillaga minni- hlutans um að skora á utanríkisráðherra að láta hreinsa svæðið var felld á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld. Ólafur segir að girðingin á milli byggðarinnar og Nikkelsvæðisins sé orðin léleg og dæmi um að börn séu þar að leik, meðal annars uppi á tönk- unum. Svæðið sé því orðið að slysa- gildru sem íbúar hafi áhyggjur af. Þá segir Ólafur að sjónmengun sé af ónýtum mannvirkjum á svæðinu auk þess sem Reykjanesbær þurfi á land- inu að halda til uppbyggingar. Fulltrúar Bæjarmálafélagsins sem eru í minnihluta lögðu fram bókun á fundi bæjarstjórnarinnar. Þeir lýstu furðu sinni á því að ekki bólaði á hreinsun Neðra-Nikkelsvæðis þrátt fyrir samning við bandarísk stjórn- völd á árinu 1996 þar sem íslensk stjórnvöld tóku að sér hreinsun allra mannvirkjaleyfa. Lögðu bæjarfull- trúarnir til að skorað yrði á utanrík- isráðherra að standa við sinn hluta samningsins sem fyrst. Fram kom af hálfu fulltrúa meiri- hlutans að málið er að leysast og áskorunin því óþörf. Var tillagan felld með sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum minnihlutans en Böðvar Jónsson, einn af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sat hjá. Reykjanesbær Áskorun minnihlutans felld Slysagildra fyrir börn „MEÐ því að halda okkar striki, standast staðla og reglur fyrir þessa þjónustu og reyna heldur að bæta í,“ segir Haraldur Stef- ánsson, slökkviliðsstjóri á Kefla- víkurflugvelli. Slökkviliðið fékk í gær afhent æðstu verðlaun á sviði brunavarna í samkeppni allra slökkviliða Bandaríkjaflota, í þriðja skiptið í röð. Slökkviliðið á Keflavík- urflugvelli hefur oft fengið verð- laun í samkeppni slökkviliða Bandaríkjaflota. Það hefur til dæmis hafnað í einu af þremur efstu sætunum í stórhús- brunadeild keppninnar síðastliðin fimmtán ár og vinnur nú til fyrstu verðlauna þriðja árið í röð. „Við verðum að fara að hætta þessu, annars fara þeir að leggja keppnina niður. Það er ekki eins gaman þegar sömu mennirnir vinna alltaf,“ segir Haraldur. Mark H. Anthony, yfirmaður flugflotadeildar varnarliðsins, af- henti í gærmorgun Haraldi far- andbikar til staðfestingar árangr- inum við athöfn í slökkvistöðinni. Ekkert brunatjón í fjögur ár Slökkviliðið útbýr nákvæma skýrslu um starfsemi sína og sendir inn í keppnina og er starf- ið dæmt samkvæmt sérstöku punktakerfi. Eins og þetta sýnir hefur slökkviliðið á Keflavík- urflugvelli náð góðum árangri í brunavörnum á undanförnum ár- um. Þannig hefur ekki orðið neitt brunatjón síðastliðin fjögur ár og ekki tapast mannlíf í húsbruna í 25 ár. „Við leggjum mikla áherslu á að virkja fjölskyldurnar. Fólk veit hvernig það á að bregðast við þegar eldur kemur upp.“ Slökkvilið varnarliðsins er skip- að íslenskum starfsmönnum, sam- tals 128. Níutíu þeirra annast brunavarnir allra mannvirkja á varnarsvæðunum, að meðtalinni Flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo og allra flugvéla sem leið eiga um flugvöllinn og 38 starfa í flug- þjónustudeild. Opið hús Slökkvistöðin á Keflavík- urflugvelli verður opin almenn- ingi laugardaginn 5. maí en þá verður opið hús hjá varnarliðinu í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá undirritun varnarsamnings Ís- lands og Bandaríkjanna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Björn Knútsson flugvallarstjóri afhendir Mark H. Anthony, yfirmanni flugflotastöðvar varnarliðsins, blómvönd í tilefni af viðurkenningu sem slökkvilið varnarliðsins vann til. Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri stendur við hlið Mark Anthony. Viðstaddir athöfnina voru brunaverðir, eldri starfsmenn og ýmsir gestir. „Reyn- um held- ur að bæta í“ Keflavíkurflugvöllur Slökkviliðið vinnur enn til æðstu verðlauna FORRÁÐAMENN Reykjanesbæj- ar vonast til að niðurstaða sé að komast í viðræður þeirra við utan- ríkisráðuneytið um skil varnarliðs- ins á svokölluðu Neðra-Nikkel- svæði. Forseti bæjarstjórnar, Skúli Þ. Skúlason, telur að næstu daga fáist farsæl lausn á málinu. Nikkelsvæðið er gamalt olíu- birgðasvæði varnarliðsins og er enn í umsjá þess þótt notkun hafi verið hætt fyrir mörgum árum. Svæðið er við miðju Reykjanesbæjar og hafa bæjaryfirvöld lengi viljað fá það til umráða enda talið það heppi- legt byggingarland. Olía, blý og PCB Á Nikkelsvæðinu eru gamlir ol- íutankar og önnur mannvirki of- anjarðar og mikið af leiðslum í jörðu. Þá hefur komið í ljós við rannsóknir að nokkur jarðvegs- mengun er þarna vegna notkunar svæðisins. Að því er fram kemur í grein sem Bergur Sigurðsson, mengunarfulltrúi hjá Heilbrigðis- eftirliti Suðurnesja, skrifaði í Vík- urfréttir á síðasta ári er þar um að ræða olíumengun sem stafar meðal annars af olíuslysi 1987. Tíminn hefur unnið á olíumenguninni. Hins vegar er þar einnig blýmengaður jarðvegur vegna notkunar blýheld- innar málningar á leiðslur og tanka og PCB-mengun við spennistöðvar. Nauðsynlegt er talið að fjarlægja jarðveg þar sem blýmengun og PCB eru yfir viðmiðunarmörkum. Með samningi við Bandaríkja- menn um kaup á lóranstöðinni á Hellissandi á árinu 1996 tóku ís- lensk stjórnvöld að sér að fjarlægja öll mannvirki og aðstöðu ofan jarð- ar á Neðra-Nikkelsvæðinu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi undir lok síðasta árs, í svari fyrir fyrirspurn Kristjáns Pálssonar, alþingismanns, að hreinsunin ætti að vera endurgjald fyrir aðstöðuna á Hellissandi og hann tók fram að ekki hefði verið samið við varnarliðið um hreinsun jarðvegs. Umrætt landsvæði er 69 hekt- arar að stærð. Fyrir tæpu ári bauð utanríkisráðuneytið Reykjanesbæ að taka það á leigu til 99 ára gegn því að taka að sér hreinsun sem þá var áætlað að kostaði 62 milljónir kr. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa hins vegar talið að kostnaður við hreinsun væri meiri, meðal ann- ars vegna aukinna krafna í um- hverfismálum. Kaus bæjarráð nefnd til að ræða við ráðuneytið um málið. Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagði nýlega að það gengi ótrúlega illa að koma málinu áfram. Skúli Þ. Skúlason, forseti bæj- arstjórnar, segir að mikilvægt sé fyrir Reykjanesbæ að fá Neðra- Nikkelsvæðið til afnota. Þar væri gert ráð fyrir 500 manna byggð sem myndi tengja Njarðvík og Keflavík betur saman. Þá hefði ásýnd svæðisins farið versnandi með árunum og mikilvægt að hreinsa þar til. Hann segir að vendipunktur hafi orðið í maí í fyrra þegar ráðuneytið bauðst til að skila landinu en segir að mál sem snerti þriðja aðila, í þessu tilviki varnarliðið, taki langan tíma. Farsæl lausn framundan Segir Skúli að bæjaryfirvöld hafi talið eðlilegast að íslenska ríkið hreinsaði svæðið eins og það hefði tekið að sér og afhenti Reykja- nesbæ að því loknu. „Nú styttist í farsæla lausn fyrir Reykjanesbæ,“ segir Skúli en treystir sér ekki til að fara nánar út í hana. Segist eiga von á að málið leysist á næstu dög- um. Reykjanesbær hefur lengi staðið í viðræðum um hreinsun og skil varnarliðsins á Nikkelsvæðinu Segja von á farsælli lausn næstu daga Reykjanesbær STARFSMENN Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur náðu að slökkva eld sem kom upp í bátnum Goðatindi frá Djúpavogi í slippnum eftir hádegið í gær. Samkvæmt upplýsingum Bruna- varna Suðurnesja kom eldurinn upp þegar starfsmennirnir voru að sjóða á færibandi á millidekki bátsins um klukkan 13 í gær. Eldurinn komst í reim á bandinu og varð af mikill reykur. Á bryggjunni var stúlka uppi á palli lyftara að vinna með háþrýsti- vatnsdælu við annan bát. Annar starfsmaður ók lyftaranum að Goða- tindi þar sem sá þriðji tók við slöng- unni og þau dældu vatni inn um lúgu á millidekkinu og tókst fljótt og vel að slökkva eldinn. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en stúlkan hélt áfram að dæla vatni á glæðurnar. Manninum varð ekki meint af reyknum. Ekki er talið að miklar skemmdir hafi hlotist af eldinum. Slökktu eldinn með háþrýstidælu Njarðvík Morgunblaðið/Hilmar Bragi Hildur Einarsdóttir uppi á lyftarapallinum en þaðan dældi hún vatni á eldinn í Goðatindi og slökkti eldinn ásamt fleiri starfsmönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.