Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 33

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 33 Suzuki bílar eru alltaf á meðal þeirra sparneytnustu UM síðustu helgi var haldin ráð- stefna um japanska menningu undir yfirskriftinni Hlutinn og heildin í Húsi verslunarinnar. Ráðstefnan var haldin á vegum Íslensk-japanska félagsins og Japönsku menningar- miðstöðvarinnar, og er liður í því að efla menningarleg tengsl milli Ís- lands og Japan. Minoru Okazaki, að- alritari sendiráðs Japans á Íslandi, sem formlega verður opnað í vor, var viðstaddur ráðstefnuna, en auk þess sátu hana Ólafur B. Thors, aðalræð- ismaður Japans, og eiginkona hans Jóhanna Thors. Mikill fjöldi sótti ráðstefnuna og mátti greina mikinn áhuga meðal Ís- lendinga um að kynnast nánar hinni framandi menningu Japans. Sex fyr- irlesarar fluttu erindi um ýmsa þætti japanskrar menningar, auk þess sem boðið var upp á skemmtiatriði og japanskar veitingar. Íslensk-japanska félagið hefur starfað hér á landi um tuttugu ára skeið. Í opnunarræðu sinni sagði for- maður félagsins, Gunnhildur Gunn- arsdóttir arkitekt, sem jafnframt er stjórnarformaður Japönsku menn- ingarmiðstöðvarinnar, ráðstefnuna vera síðasta menningarviðburð sem menningarmiðstöðin ætti hlutdeild í þar sem starfsemin yrði innlimuð í starfsemi sendiráðs þegar það tæki formlega til starfa. Hún benti á að með opnun sendiráðs Japans á Ís- landi myndu tengsl þessara landa enn aukast og ráðstefna þessi væri mikilvægur liður í því starfi. Fyrsti liður dagskrárinnar var er- indi Auðuns Georgs Ólafssonar stjórnmálafræðings, sem lýsti því hvernig japönsk menning kom hon- um fyrir sjónir er hann dvaldi þar nýlega við nám. Gerði hann ekki síst skilvirkni japansks samfélag að um- ræðuefni og benti á hvernig þess má hvarvetna sjá stað þegar dvalist er í landinu. Kristín Ísleifsdóttir myndlistar- maður hélt að því búnu fyrirlestur um japanska samtímahönnun. Lýsti hún sögu og þróun hönnunar í Japan og gerði einstökum hönnuðum skil, og sýndi í því sambandi fjölmargar myndskyggnur. Gunnhildur Gunn- arsdóttir flutti greinargóðan fyrir- lestur um þróun byggðar í Tókýó í sögulegu samhengi. Sýndi hún m.a. áhugaverð dæmi um hvernig greina megi merki um byggðarskipulag for- tíðar í nútímaborginni Tókýó og fjallaði um samspil hefðbundins og nútímalegs arkítektúrs í borginni. Eftir hlé var sjónum beint að hræringum í listum í Japan, og reið Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerð- armaður á vaðið með fyrirlestur um japanska kvikmyndagerð. Benti hann á þau sérkenni sem finna má á kvikmyndahefð Japana í samanburði við vestræna hefð, og sýndi m.a brot úr kvikmyndum eftir Yasujiro Ozu og Akira Kurosawa. Stefán Baldur Árnason bókmenntafræðingur flutti því næst erindi um japanska rithöf- undinn Haruki Murakami og póst- módernisma í bókmenntum. Ræddi hann jafnframt þá gagnrýni og greiningu á japönsku nútímasam- félagi sem liggur skrifum höfundar- ins til grundvallar. Sagðist Stefán Baldur, sem vinnur að meistararit- gerð um efnið, hafa haft mikið gagn af þeim fyrirlestrum sem hann hafði hlýtt á á ráðstefnunni og tengdi ýmsa fleti þess fróðleiks inn í eigin fyrirlestur. Björn Þór Vilhjálmsson bók- menntafræðingur sem jafnframt var skipuleggjandi ráðstefnunnar sló botninn í dagskrá dagsins með fyr- irlestri um myndasöguhefð Japana, sem kennd er við Manga. Benti hann m.a. á hversu veigamikinn sess myndasagan skipar í japanskri menningu, sem tengja megi mynd- rænum eiginleikum japansks rit- máls. Gunnhildur Gunnarsdóttir sleit ráðstefnunni og lýsti ánægju sinni á þeim áhuga sem sýndur hafði verið dagskrá ráðstefnunnar fyrir hönd Íslensk-japanska félagsins. Hlutinn og heildin – ráðstefna um japanska menningu haldin í fyrsta sinn hér á landi Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöldi gesta sótti ráðstefnu um japanska menningu um síðustu helgi. Mikill áhugi meðal Íslendinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.