Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 6

Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATKVÆÐAGREIÐSLA um boðað verkfall fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu hefst í dag og stendur í viku. Verði verk- fall samþykkt hefur Félag fréttamanna, sem 60 frétta- menn hjá Útvarpi og Sjón- varpi eiga aðild að, boðað tímabundna vinnustöðvun í tvígang í lok júnímánaðar tvo daga í senn. Í fyrra skiptið 20. og 21. júní og hið síðara 27. og 28. júní. Félag fréttamanna hefur átt í viðræðum við bæði samn- inganefnd ríkisins vegna kjarasamnings og forráða- menn Ríkisútvarpsins vegna svokallaðs stofnanasamnings. Boðað er til verkfalls einkum vegna óánægju með gang kjaraviðræðna þar sem við- semjendur hafi ekki hreyft sig í átt til krafna fréttamanna. Samið við fréttamenn á Stöð 2 og Bylgjunni Félagsmenn Blaðamanna- félags Íslands hjá Íslenska út- varpsfélaginu, sem rekur Stöð 2 og Bylgjuna, hafa gert nýj- an kjarasamning og var hann samþykktur á fundi sl. föstu- dag með 59% atkvæða. Ákvæði samningsins eru í öllum aðalatriðum sambærileg við þann kjarasamning sem Blaðamannfélagið gerði við Samtök atvinnulífsins í febr- úar sl. Samningurinn gildir frá 1. febrúar til hausts 2004, en hefur opnunarákvæði í byrjun árs 2004. Meðal sératriða í samningn- um má nefna hækkun á or- lofs- og desembergreiðslum, hækkun greiðslna vegna far- símanotkunar og einnig eru gerðar breytingar á vinnu- tímafyrirkomulagi vegna nýs útsendingartíma frétta kl. 18.30 sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Boðað verkfall fréttamanna RÚV At- kvæða- greiðsla hafin LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gærmorgun þrjá meinta innbrots- þjófa við gangamunna Hvalfjarðar- ganga á Kjalarnesi. Lögreglan í Borgarnesi hafði farið fram á hand- töku þeirra en þeir voru grunaðir um innbrot í Borgarnesi. Öryggisvörður hjá Öryggisþjón- ustu Borgarness tilkynnti innbrot í bifreiðaverkstæði í bænum á sjötta tímanum. Hann sagði þjófana hafa stokkið upp í bíl og ekið á miklum hraða út úr bænum. Lögreglan í Borgarnesi hóf þegar eftirför og óskaði jafnframt eftir aðstoð frá lögreglunni í Reykjavík. Þegar lög- reglan hafði séð á eftir bifreið mannanna ofan í Hvalfjarðagöng var eftirför hætt því hinum megin beið lögreglan í Reykjavík sem handtók mennina og flutti þá á lög- reglustöð. Samkvæmt upplýsingum frá Speli hf. borguðu hinir meintu innbrotsþjófar uppsett gjald áður en þeir óku í gegnum göngin. Grunaðir um innbrot í Borgarnesi Gómaðir við Hval- fjarðargöng ÞESSI tjaldur lá í stóískri ró á þremur eggjum sínum í vegkant- inum á ónefndum stað við þjóðveg- inn í slagveðursrigningunni um helgina, þrátt fyrir tíða umferð bíla þar fram og aftur. Verður þetta að teljast með glannalegri hreið- urstæðum, að ekki sé fastar að orði kveðið, og alls óvíst um hvernig ungunum muni farnast eftir að þeir skríða úr eggjum og yfirgefa stað- inn. Við sjávarstrendur er varp- kjörlendið rétt fyrir ofan stór- straumsfjörumörk, einkum þar sem er að fina skeljasand, fíngerða möl og þaraleifar. Ef strendur eru grýttar og þessi skilyrði ekki fyrir hendi velur tjaldurinn hreiðrinu stað á melum og snögglendum böl- um. Egg tjaldsins eru oftast þrjú, en geta verið 1-4 og jafnvel fimm, sem þó heyrir til undantekninga. Álega hefst um leið og öll eggin eru komin og sjá báðir fuglar um þá hlið mála, kvenfuglinn þó drjúgum meira. Út- ungunartíminn er 21-27 dagar og ungarnir verða svo fleygir að 28-35 dögum liðnum. Íslenski stofninn er talinn vera 10.000-20.000 varppör. Verpt í veg- kantinum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra undirritar á morgun ásamt umhverfisráðherrum alls staðar að úr heiminum nýjan alþjóðasamning um tak- mörkun á losun þrávirkra lífrænna efna. Siv segir að undirritun þessa samnings sé mikið gleðiefni fyrir Íslendinga, bæði vegna þess að það sé mikið hagsmunamál okkar að mengun af völdum þess- ara efna minnki í hafinu og eins hafi Ísland átt frumkvæði að því að viðræður um gerð þessa samnings hófust. Með samningnum skuldbinda aðildarlöndin sig til að draga úr eða banna notkun 12 skilgreindra þrávirkra lífrænna efna. Farið var að nota þessi efni að einhverju ráði um eða eftir seinni heims- styrjöldina. Efnunum hefur verið skipt í þrjá hópa: plágueyða (DDT, klórdan, HCH (lindan), TBT, toxafen, mírex, díeldrín), efni notuð í iðnaði (PCB, HCB) og aukaafurðir í iðnaðarferlum (HCB, díoxín). Hófst að frumkvæði Íslendinga Siv sagði að dregið hefði verulega úr notkun á þessum efnum á Vesturlöndum á seinni árum, en þau væru enn mikið notuð í þróunarríkjum. Samn- ingurinn gengi út á að iðnríkin aðstoðuðu við og greiddu fyrir því að þróunarríkin hættu notkun á þessum efnum. „Það er sérstaklega ánægjulegt að þessi samn- ingur skuli nú vera undirritaður. Á Ríó-ráðstefn- unni 1992 áttu Íslendingar frumkvæði að því að farið var að ræða um möguleika á að koma á al- þjóðasamningi um þrávirk lífræn efni. Það tókst að koma inn í texta ráðstefnunnar að farið yrði í framkvæmdaáætlun til að koma í veg fyrir meng- un hafsins. Við héldum áfram að þrýsta á um gerð þessa samnings og árið 1995 var haldin alþjóðleg ráðstefna á Íslandi um mengun hafsins. Þá komu Bandaríkjamenn og fleiri meira að þessari um- ræðu og í framhaldi af því fóru hjólin að rúlla hrað- ar. Það hefur verið unnið af krafti að þessari samningavinnu sl. tvö ár og niðurstaða náðist í desember sl. á fundi í Jóhannesarborg.“ Samningurinn öðlast gildi þegar 50 ríki hafa fullgilt samninginn, en Siv sagði að það gæti tekið 4–5 ár. Samningurinn þyrfti að fara fyrir löggjaf- arþing allra landanna og þetta tæki einfaldlega þennan tíma. Hún sagði sérstaklega ánægjulegt að Bush, forseti Bandaríkjanna, hefði tilkynnt fyr- ir nokkrum vikum að Bandaríkjamenn myndu undirrita samninginn og stefndu að því að fullgilda hann hratt. Þetta skipti miklu máli varðandi full- gildingu samningsins. Þetta bæri einnig vott um að þjóðir heimsins skildu mikilvægi hans og alvöru þeirrar megnunar sem honum væri ætlað að taka á. Berast frá þróunarríkjunum „Þessi efni eru aðallega að koma frá Afríku og fleiri þróunarríkjum. Þau fara upp í andrúmsloftið og þeim rignir niður á norðlægum slóðum þar sem þau þéttast. Afleiðingar þessarar mengunar koma því fram á öðrum stað en efnin eru notuð. Þessi samningur er ekki síst merkilegur fyrir að í hon- um taka iðnríkin og þróunarríkin höndum saman til að afstýra þessari vá. Þetta skiptir okkur Íslendinga geysilega miklu máli vegna þess að þessi efni safnast fyrir í fituvef dýra; spendýra, fiska og mannfólks. Efnin hafa heilsuspillandi áhrif á fólk. Í dag finnast þessi efni í íslenskum fiski langt undir viðmiðunarmörkun- um en það eru afar miklar líkur á að viðmiðunar- mörkin verði lækkuð. Það er verið að gera viðamiklar rannsóknir í Bandaríkjunum á heila- og taugastarfsemi manna. Það er margt óljóst með áhrif þeirra, en það liggur þó fyrir að þessi efni hafa áhrif á hormónakerfi mannsins og dýra. Þau geta valdið krabbameini. Það hafa fundist tvíkynja ísbirnir á Svalbarða sem talið er að megi rekja til þessara efna. Fyrir okkur er afar mikilvægt að tryggja að styrkur þessara efna aukist ekki í hafinu frá því sem nú er. Sú hætta er fyrir hendi að þessi efnamengun geti haft áhrif á mörkuðum fyrir fiskafurðir okkar. Sem betur fer hefur styrkur þessara efna í haf- inu kringum Ísland farið minnkandi á síðustu ár- um. Þessi efni eru hins vegar enn notuð í miklu magni í þróunarríkjum og þau skila sér á endanum á norðlægar slóðir og því er mikilvægt að aðstoða þróunarríkin við að hætta notkun þeirra,“ sagði Siv. Samið um takmörkun á losun þrávirkra lífrænna efna á morgun Mikilvægt mál fyrir Ísland SKEMMDARVERK voru unnin á útikömrum í Heiðmörk aðfaranótt sunnudags. Klósett voru skemmd, vaskar brotnir og rifnir af veggj- um og hurðir og veggir brotin nið- ur. Það var því óskemmtileg sjón sem blasti við göngufólki í Heið- mörk á sunnudagsmorgun. Húsið var búið að standa uppi í fimm daga að sögn Vignis Sigurðs- sonar, umsjónarmanns í Heið- mörk, en það hafði verið tekið nið- ur yfir veturinn. Hann segir tjónið vera upp á fleiri hundruð þúsund krónur en bygging hússins kostaði 1,1 milljón í upphafi. Aukin fíkniefnaneysla á svæðinu Vignir segir að á síðustu fimm árum síðan húsið var sett upp hafi skemmdarvargar verið iðnir við að eyðileggja. „Húsið hefur tvívegis verið keyrt niður og brotið í klessu, tvívegis hefur verið kveikt í því og einu sinni var það sprengt með heimatilbúinni sprengju. Eru þá ótalin fjölmörg smátjón þar sem til dæmis rúður eða vaskar hafa verið brotin.“ Hann segir að tvisvar hafi náðst í sökudólgana en annars hafi Skógræktarfélag Reykjavíkur, sem hefur umsjón með svæðinu, setið uppi með tjón- ið. „Ég get ekki séð hvað vakir fyrir þessu fólki en mér finnst af- skaplega leiðinlegt að aðstaðan skuli ekki fá að vera í friði. Árlega koma yfir 200.000 gestir í Heið- mörk og það er sorglegt hvað örfá- ir skemmdarvargar hafa eyðilagt mikið.“ Hann segir að fíkniefna sé neytt á svæðinu. „Við höfum fundið mik- ið af áhöldum sem eru notuð við fíkniefnaneyslu hér á svæðinu. Svo virðist sem hingað komi fólk á bíl- um á nóttunni til að neyta fíkni- efna.“ Vignir hvetur fólk til að láta vita verði það vart við grunsamlegar mannaferðir í Heiðmörk. Skemmdarverk unnin í Heiðmörk Ljót aðkoma var að útikömrunum í Heiðmörk á sunnudagsmorgun. Þeir hafa áður verið sprengdir upp, kveikt í þeim og þeir keyrðir niður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.