Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fundur um heimafæðingar
Hugmyndafræð-
in komin í hring
FÉLAG áhugamannaum heimafæðingarverður með árs-
fund og kaffisölu í kvöld í
húsnæði Hússtjórnarskóla
Reykjavíkur á Sólvalla-
götu 12 og hefst uppákom-
an kl. 20. Margrét Jóns-
dóttir lektor á sæti í stjórn
þessa félags, hún var
spurð hvað fram ætti að
fara á ársfundinum?
„Þar mun nýbökuð móð-
ir, Kolbrún Þóra Sverris-
dóttir, segja frá reynslu
sinni af heimafæðingu og
sjálf mun ég halda erindi
sem nefnist: Hring eftir
hring – um hugmynda-
fræði fæðinga. Ég ætla að
sýna þar fram á hvernig
hugmyndafræði um fæð-
ingar hefur farið í hring á
ekki ekki lengri tíma en fimmtíu
árum.
Ég nota upplýsingar úr skjölum
frá Borgarskjalasafninu þar sem
rætt er um húsnæðisvanda fæð-
ingardeildarinnar á sjötta ára-
tugnum. Mest notaði ég álitsgerð
Jóns Sigurðssonar sem vann hjá
embætti borgarlæknis, en Pétur
Jakobsson yfirlæknir kvenna-
deildarinnar kvartaði sáran yfir
ófullnægjandi vinnuaðstöðu og
vildi stærra húsnæði. Landlæknir
kvaðst alls ekki geta mælt með því
við ríkisstjórnina að fæðingar-
deildin yrði stækkuð því hann
taldi deildina nægilega stóra til að
gegna hlutverki sínu sem
kennslustofnun sem aðallega ann-
aðist afbrigðilegar fæðingar og al-
menna kvensjúkdóma. Landlækn-
ir sagði að þörfin á stækkun
deildarinnar væri einungis vegna
fjölda eðlilegra fæðinga sem færi
fram á deildinni, „æskilegast væri
að þær fæðingar færu að jafnaði
fram í heimahúsum. Ríkið gæti
ekki stutt Reykjavíkurbæ frekar
en önnur sveitarfélög til þess að
koma upp sérstökum fæðingar-
stofnunum fyrir eðlilegar fæðing-
ar.“ Samkvæmt þessu er ljóst að
konur vildu eiga börn sín á spítala,
þær völdu það, þeim fannst öryggi
í að ala börn sín þar en yfirvöld
voru ekki tilbúin að laga sig að
þessum nýjum viðhorfum. Á sama
tíma voru einungis fæðingarlækn-
ar fylgjandi því að allar fæðingar
færu fram á fæðingarstofnun.
Umræddur Jón Sigurðsson tekur
fram að margir sálfræðingar og
læknar telji heimafæðingu besta
kostinn fyrir heilbrigðar konur.
Þessi umræða um húsnæðisvand-
ræði fæðingardeildarinnar sýnir
okkur að öll hugmyndakerfi fara í
hringi og sívaxandi áhugi á heima-
fæðingum er í beinu samhengi við
áhuga okkar á að hafa eitthvað um
það að segja hvernig við yfirgef-
um þennan heim og hvernig við
komum í hann. Þess má geta að ég
er að skrifa bók sem heitir Fæð-
ingarsögur íslenskra kvenna.“
– Er mikið um heimafæðingar
núna?
„Þær hafa aldrei verið fleiri,
þær voru 30 í fyrra, 13 árið 1999,
tíu árið 1998 en sex til
átta árin 1995 til 1997.
Árið 1956 ólu 2.285
konur börn í Reykja-
vík, af þeim fæddu
1.720 börn sín á fæð-
ingardeild Landsspít-
alans, 240 fæddu á
Fæðingarheimili ljósmæðra en
325 eða 14% mæðranna ólu börn
sín í heimahúsum.“
– Hvað er betra við heimafæð-
ingu?
„Ekkert er betra við heimafæð-
ingu heldur er tilgangur félagsins
að benda á heimafæðingu sem
raunhæfan valkost þegar verð-
andi foreldrar ákveða hvernig
þeir vilja hafa fæðinguna. Margar
konur eru hræddar við spítala,
óttast að sóttin detti niður þegar
upp á stofnun sé komið. Enn fleiri
konur finna til öryggis þegar þær
velja sjálfar þær ljósmæður sem
sinna þeim og þær stjórna öllum
aðstæðum. Það æðir þá enginn
ókunnugur inn á þær án þess að
banka á hurðina. Það er marg-
frægt að til þess að koma barni í
heiminn þurfa konur sama næði
og foreldrar þurfa til að geta
barnið. Sýkingarhætta er minni
þegar konan er í eigin umhverfi og
verkjalyfja er síður þörf – einnig
eru miklu minni líkur á inngripum
í heimafæðingu. En aðalatriðið er
hugmyndafræðin, Félag áhuga-
manna um heimafæðingar lítur
ekki á barnsfæðingar sem sjúk-
dóm heldur eðlilegan hlut af nátt-
úrunni og við teljum nauðsynlegt
að konur geti valið hvernig þær
vilja hafa þessa mikilvægu stund í
lífi sínu. Líkami kvenna er gerður
til að ganga með og fæða börn.
Heimafæðing er ekki ábyrgðar-
leysi heldur upplýst val. Fólk sem
hefur áhuga á að kynna sér þenn-
an valkost betur getur fengið upp-
lýsingar á heimasíðu félagsins
www.simnet.is/heimafaeðingar-
felag“
– En hvað með kaffisöluna?
„Við erum að safna fyrir fæð-
ingarpotti og því verðum við með
dýrindis kaffisölu a la húsmæðra-
skólinn og allir eru velkomnir,
sérstaklega verðandi foreldrar.“
– Hvað er fæðingar-
pottur?
„Það er fæðingar-
laug. Sú staðreynd að
konur mega ekki ala
börn sín í vatni á
Landsspítalanum hefur
hvatt margar konur til
að eiga börn sín í heimahúsi í stað
þess að hendast á Selfoss, á Akra-
nes eða til Keflavíkur með létta-
sótt.“
– Verður fæðingarlaugin þá
lánuð í heimahús við fæðingar?
„Einmitt – en vatn er besta
náttúrulega deyfileyfið sem hægt
er að hugsa sér í fæðingu.“
Margrét Jónsdóttir
Margrét Jónsdóttir fæddist í
Reykjavík 6. mars 1966. Hún tók
stúdentspróf frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti 1986 og BA-
próf í spænsku frá Háskóla Ís-
lands 1991. MA-prófi lauk hún í
spænsku 1994 frá Princeton-
háskóla 1994 og er nú að ljúka
doktorsprófi frá sama skóla. Hún
hefur starfað við kennslu og er
nú lektor í spænsku við HÍ. Hún á
sæti í stjórn Félags áhugamanna
um heimafæðingar. Margrét er
gift Má Jónssyni sagnfræðingi og
eiga þau þrjá syni.
Líkami
kvenna er
gerður til að
ganga með og
fæða börn
En þú ert bara svo góður ýtari, Dóri minn.