Morgunblaðið - 22.05.2001, Page 15

Morgunblaðið - 22.05.2001, Page 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 15 ÞESSI fallega gæs var á beit á Álfta- nesi á dögunum og greinir vitra menn á um hver tegundin muni vera. Sumir telja að þetta sé blendingur af aligæs og grágæs, aðrir að þetta sé kynblendingur grágæsar og snjó- gæsar, eða þá blágæsar, sem er lit- arafbrigði snjógæsar, og benda í því sambandi á nef- og fótalitinn. Enn aðrir álíta að hér sé um að ræða grá- gæsarhvítingja að hluta, eða það sem á fræðimáli kallast semi-albínói. Fuglinn var í hópi nokkurra grá- gæsa og flaug svo á brott með þeim. Þeir sem veðja á að fuglinn sé albínói benda á hvítu fjöðrina og ljósa jaðrana á yfirvængþökum og alnarfjöðrum og segja að svona nokkuð sé ekki nema á albínóum eða albínóskum alifuglum. Hver er fuglinn? Bessastaðahreppur Morgunblaðið/Sigurður Ægisson ÞAÐ var glatt á hjalla á leik- skólanum Ægisborg síðast- liðinn föstudag, enda verið að halda upp á 20 ára afmæli leikskólans. Áður en sjálf af- mælishátíðin hófst var farið í skrúðgöngu um hverfið, en hátíðin síðan sett og boðið upp á kaffiveitingar. Gestum og gangandi gafst tækifæri til að skoða þau fjölmörgu listaverk sem börnin höfðu unnið í tilefni dagsins og fengu að auki að heyra börn- in syngja. Lokaatriði hátíð- arinnar fólst í því, að allir slepptu blöðrum sínum laus- um og svifu þær upp í háloft- in, hver annarri litfegurri, og hurfu loks sýnum. Að því búnu var slegið upp grill- veislu. Ægisborg er fjögurra deilda leikskóli sem stendur nánast við sjávarsíðuna og því hefur umhverfi hans ver- ið nýtt til könnunarleið- angra. Annars er lögð þar áhersla á skapandi starf, tón- list og frjálsan leik sem helstu leiðir til að hvetja börnin til að þroska með sér þá hæfileika sem þau búa yf- ir hvert og eitt og er unnið að ákveðnu þema á hverjum tíma. Morgunblaðið/Jim Smart Það vottaði fyrir dálitlum leiða í andlitum barnanna yfir að þurfa að sleppa þessum fallegu blöðrum í eitt skipti fyrir öll. Blöðrur út í busk- ann Vesturbær En svo reyndist það ekki eins sársaukafullt og sumir höfðu kannski talið, eins og sjá má. SKIPULAGS- og byggingar- nefnd hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um framtíð Hljómskálagarðs þar sem borgarbúar fá tækifæri til að koma með tillögur að því hvernig garðurinn verður nýttur í framtíðinni. „Menn hafa gengið svo langt að gera kvikmyndir um hugmyndir sínar um framtíð Reykjavíkur og það er mjög gott þegar menn eru vand- virkir og stórhuga í því sem þeir eru að gera,“ segir Ósk- ar Bergsson sem á sæti í skipulags- og byggingar- nefnd. Hann segir að jafnvel megi búast við því að efnt verði til samkeppninnar í sumar eða haust. Að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sér ekki fyrir endann á afgreiðslu málsins en fulltrúar Sjálf- stæðisflokks lögðu fram til- lögu í janúar síðastliðnum um færslu gamalla húsa í Hljómskálagarð. „Tillagan er afskaplega einföld. Hún miðar að því að auðga Hljómskálagarðinn. Það er ástæða til að taka hana fyrir núna og huga að því hvað hægt sé að gera við hann,“ segir Júlíus sem sér fyrir sér að hægt verði að tengja hann við sögu Reykja- víkur með því að færa þangað gömul hús á borð við gamla ÍR-húsið. Júlíus sér fyrir sér að hægt verði að nota húsið undir smærri fundi og ráðstefnur auk þess sem leikhópar á borð við Brúðuleikhúsið gætu haft aðstöðu þar á há- tíðisdögum. Einnig sér hann fyrir sér að í garðinum gætu risið kaffihús og minjagripa- verslanir. „Það stendur til að færa Hringbrautina nær flugvell- inum. Þar með myndast svæði við suðurenda garðsins sem væri hentugt fyrir bíla- stæði. Tillagan um færslu ÍR-hússins í Hljómskálagarð byggist einkum á þeim for- sendum,“ segir Júlíus. Hann segir að með færslu Hringbrautar og lagningu bílastæða sé einnig búið að leysa þann vanda sem skap- ist þegar færri komist í Hljómskálagarðinn en garð- urinn geri ráð fyrir vegna skorts á bílastæðum í kring. Byggt á kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Í tillögu borgarráðsfull- trúa Sjálfstæðisflokksins frá því í janúar er vitnað í kvik- mynd Hrafns Gunnlaugsson- ar um framtíð Reykjavíkur þar sem varpað er fram hug- mynd um nýtingu opinna svæða eins og Hljómskála- garðs. Með fyrirsjáanlega þéttingu byggðar í eldri borgarhverfum í huga og endurskipulagningu svæða, til að mynda í kringum Laugaveg, segir í tillögunni að eftirsóknarvert geti verið að hleypa lífi í svæði eins og Hljómskálagarð með því að flytja þangað gömul hús. Í kjölfarið samþykkti borgarráð að skipa fimm manna starfshóp sem falið var að kanna möguleika á framkvæmd þessarar hug- myndar auk þess sem honum var falið að setja fram hug- myndir um hugsanlega nýt- ingu húsanna, s.s. undir sýn- ingarhús, safna- og fræðslu- hús og kaffihús. Þrjár leiðir tíðkast við flutning gamalla húsa Í umsögn borgarminja- varðar frá því í mars segir að þrjár leiðir hafi einkum tíðk- ast varðandi flutning húsa. Í fyrsta lagi hafi hús verið flutt á lóðir í nýjum hverfum og þá hafi ekki endilega verið haft að leiðarljósi að varðveita upprunalega mynd hússins, til að mynda þegar hús voru flutt í Teigahverfi vegna byggingar Reykjavíkurflug- vallar upp úr 1940. Í öðru lagi hafi verið skipulögð sérstök hverfi fyrir flutningshús upp úr 1980, bæði á Bráðræðis- holti og í Skerjafirði, og hafi þau hús verið flutt í umhverfi sem svipaði til þess sem hús- in höfðu staðið í. Þetta hafi einnig verið raunin í Grjóta- þorpi. Í þriðja lagi hafi verið farin sú leið að flytja hús í Árbæj- arsafn. Þar séu þau sýning- arhús og til vitnis um híbýli og lifnaðarhætti fyrri tíma. Í umsögn borgarminja- varðar er jafnframt lögð áhersla á að hús með mikið varðveislugildi standi á upp- runastað sínum. Jafnframt segir borgarminjavörður að verði hús flutt í Hljómskála- garð sé æskilegast að líta á þau sem safnhús eins og hús- in í Árbæjarsafni. Framtíð Hljómskálagarðs rædd í skipulags- og byggingarnefnd Efnt verður til hugmynda- samkeppni Morgunblaðið/Jim Smart Gamla ÍR-húsið sem rætt hefur verið um að flytja í Hljóm- skálagarð. Húsið stendur nú við Reykjavíkurhöfn. Miðborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.