Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 16
AKUREYRI
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjar-
stjóri á Akureyri segist geta tekið
undir ályktun kennarafundar Tón-
listarskólans á Akureyri þar sem
fram kom að aðstaða til tónleika-
halds í bænum var sagt til hábor-
innar skammar. Ályktunin var gerð
í kjölfar þess að Íþróttaskemmunni
var lokað nú á vordögum fyrir tón-
leikahald, en hún hefur verið seld
einkafélagi. Fundurinn skoraði á
bæjaryfirvöld og stjórnvöld að flýta
ákvörðun um byggingu menningar-
húss svo hið öfluga tónlistarlíf sem
stundað er í bænum verði ekki fyrir
varanlegum skaða.
„Ég get tekið undir það að að-
staða til stærra tónleikahalds mætti
vera miklu betri,“ sagði Kristján
Þór. Hann sagði bæjaryfirvöld
vinna að því að greiða úr þeirri
stöðu sem nú blasir við í kjölfar lok-
unar Íþróttaskemmunnar. Viðræð-
ur stæðu yfir við ríkisvaldið um
byggingu menningarhúss og átti
bæjarstjóri von á að niðurstaða
fengist í málið „innan ekki mjög
langs tíma,“ eins og hann orðaði
það. Meðal þess sem botn þarf að
fást í er kostnaðarskipting og stærð
hússins, sem liggja þarf fyrir áður
en ákvörðun um byggingu verður
tekin.
Benti bæjarstjóri á að lokun
Skemmunnar hefði bæði kosti og
galla í för með sér. Nú þegar hún
væri komin úr umferð væri brýnna
en nokkru sinni, að huga að upp-
byggingu tónleikahúss, en það að
Skemman nýttist til þeirra hluta,
hefði ef til vill seinkað því að farið
var að ræða nýjan kost fyrir alvöru.
Bæjarstjóri um ályktun kennarafundar Tónlistarskólans
Niðurstöðu að vænta í við-
ræðum um menningarhús
RÁÐNINGAR kennara til grunn-
skóla Akureyrar hafa gengið mjög
vel á þessu vori og mun betur en á
sama tíma í fyrra. Gunnar Gíslason
deildarstjóri skóladeildar sagði að
miðað við horfur í dag verði full-
mannað í flestum skólanna í lok
þessa mánaðar og væri hlutfall rétt-
indakennara að aukast verulega.
Gunnar sagði að svipuð staða væri
upp varðandi leikskólakennara og að
býsna stór hópur þeirra væri að
koma til starfa hjá leikskólum bæj-
arins.
Gunnar fundaði með skólastjórum
í grunnskólum bæjarins í vikunni og
hann sagði að hljóðið í þeim varðandi
kennaramálin væri mjög gott. „Í
flestum skólastjóranna var það hljóð
að þeir séu komnir með réttinda-
kennara í flestar þessar heilu um-
sjónarkennarastöður. Það stendur
þó alltaf eitthvað út af með sér-
greinastöðurnar og ekki hefur alls
staðar gengið vel með ráðningu tón-
menntakennara. En í heildina eru
menn mjög ánægðir miðað við árs-
tíma.“
Skólastarf hefst viku
fyrr en venjulega
Gunnar sagðist vita um þó nokkur
tilvik þar sem kennarar væru að
flytja til bæjarins en einnig væri
þarna um að ræða nemendur sem
eru að útskrifast frá Háskólanum á
Akureyri, bæði sem leik- og grunn-
skólakennarar. „Einnig hef ég grun
um að eitthvað sé um að fólk sé að
snúa aftur til starfa við kennslu en
veit þó ekki í hversu miklum mæli.“
Gunnar sagði alveg ljóst að launa-
kjörin hafi batnað, enda væri launa-
kostnaður sveitarfélagsins að hækka
um 30%. „Inni í þessu er líka um að
ræða töluverða breytingu á starfi
kennara. Það birtist m.a. í því að
skólarnir byrja fyrr næsta haust en
venjulega. Skólasetning verður 27.
ágúst nk. í öllum grunnskólunum,
eða viku fyrr en venjulega.“
Vel hefur gengið að
ráða kennara til starfa
Gott hljóð í skólastjórum í grunnskólum Akureyrar
ÞAÐ var líf og fjör á lóð leikskólans
Síðusels á Akureyri sl. laugardag
er þar var haldin vorhátíð skólans.
Börn, foreldrar og starfsfólk gerðu
sér þá dagamun, léku sér saman,
fóru á hestbak og fengu sér grill-
aðar pylsur. Þá kom Skralli trúður í
heimsókn og að vanda gerði hann
mikla lukku, enda fjörkálfur hinn
mesti. Hér heldur Skralli á henni
Aldísi, sem var einnig máluð í fram-
an.
Morgunblaðið/Kristján
Vorhátíð á Síðuseli
ÞEIR voru frelsinu fegnir, hrútar
þeirra feðga Kjartans Björnssonar
í Hraunkoti I í Aðaldal í S-Þing-
eyjarsýslu og Kolbeins sonar hans,
þegar þeir fengu loks að fara út
undir bert loft um helgina eftir að
hafa dvalið innandyra við skyldu-
störf í vetur. Mest var þó að gera
hjá hrútunum í kringum jólin en
ekki er að sjá annað en að þeir
hafi staðið sig vel, enda ágætis
frjósemi hjá kindum þeirra feðga.
Hrútarnir voru frekar æstir þegar
þeir loks fengu frelsi og réðust
hver að öðrum og stönguðust á
töluverða stund, svona rétt til þess
að finna út hver þeirra væri mest-
ur og sterkastur og þar með for-
inginn. Þótt þeir hafi látið ófrið-
lega um stund svo á þeim sá eiga
þeir vafalítið eftir að halda hópinn
í sumar og fram á haust.
Morgunblaðið/Kristján
Hrútarnir fimm voru ánægðir með að vera komnir undir bert loft eftir inniveruna í vetur.
Hrútarnir
frelsinu
fegnir
Morgunblaðið/Kristján
Hrútarnir tókust vel á rétt eftir að þeim var hleypt út, svona rétt til að fá
úr því skorið hver væri foringinn.
SÉRLEYFISBÍLAR Akureyrar hf.
hafa keypt rútubílarekstur BSH á
Húsavík og sameinað hann rekstri
fyrirtækisins. Með kaupunum eign-
ast Sérleyfisbílar Akureyrar átta
hópferðabíla til viðbótar og gerir nú
út samtals 42 hópferðabíla með rúm-
lega 1600 sætum.
Að sögn Gunnars M. Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Sérleyfis-
bíla Akureyrar, er greitt fyrir rútu-
bílarekstur BSH með hlutabréfum í
Sérleyfisbílum Akureyrar. Að sögn
Gunnars mun Björn Sigurðsson á
Húsavík hins vegar halda verktaka-
starfsemi sinni áfram undir merkj-
um BSH. Sérleyfisbílar Akureyrar
taka jafnframt yfir sérleiðir BSH,
Húsavík-Akureyri, Húsavík-Mý-
vatnssveit og Húsavík-Þórshöfn.
Gunnar sagði að nokkur aðdrag-
andi hafi verið að þessum kaupum en
tilgangurinn með þeim væri fyrst og
fremst að auka hagræðingu og
styrkja rekstur fyrirtækisins. „Það
er mjög mikilvægt að ná góðri sam-
nýtingu á bílunum og við teljum okk-
ur ná því með þessu. Einnig fylgir
þessu ýmis önnur hagræðing, bæði í
innkaupum og öðru.“
Rekstur Norðurleiðar sameinaðist
rekstri Sérleyfisbíla Akureyrar í vet-
ur og þá bættust 14 hópferðabílar í
flota fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu
starfa nú um 30 bílstjórar, auk ann-
ars starfsfólk en Gunnar sagði að bíl-
stjórum myndi fjölga um 20-30 yfir
sumarvertíðina.
Aðspurður um komandi ferða-
mannatímabil sagðist Gunnar þurfa
að vera bjartsýnn og að í raun væri
útlitið nokkuð gott.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hópferðabíll frá BSH merktur Sérleyfisbílum Akureyrar.
Yfirtaka rútu-
bílarekstur BSH
á Húsavík
Sérleyfisbílar Akureyrar færa út kvíarnar
Píanótónleikar
NEMENDUR píanódeildar Tónlist-
arskólans á Akureyri koma fram á
tónleikum í Laugaborg, Eyjafjarðar-
sveit í kvöld, þriðjudagskvöldið 22.
maí kl. 20.30. Á tónleikunum leika
nemendurnir tónlist frá klassíska og
rómantíska tímanum.
♦ ♦ ♦