Morgunblaðið - 22.05.2001, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 21
HLUTAFJÁRÚTBOÐ Íslandssíma
til forkaupsréttarhafa hófst í gær.
Meðal forkaupsréttarhafa er
Landsbanki Íslands en bankinn og
Íslandssími gerðu með sér samning í
september síðastliðnum um fjár-
mögnun Íslandssíma.
Samningur Landsbanka Íslands
hf. og Íslandssíma hf. náði til far-
símauppbyggingar Íslandssíma og
stefnumarkandi samstarfs félag-
anna, að sögn Halldórs J. Kristjáns-
sonar, bankastjóra Landsbanka Ís-
lands. Hann segir að þátttaka
Landsbankans hafi þá verið ákveðin
sem hluti af grundvallarstefnu bank-
ans um starfsemi sem tengist fyr-
irsjáanlegri aukningu eða samtvinn-
un á greiðslumiðlun, verðbréfa-
viðskiptum og fjarskiptaþjónustu.
Hlutaféð í Íslandssíma, sem bankinn
hafi keypt þá, 5 milljónir króna að
nafnverði, hafi verið óverulegt, sam-
anborið við þann kauprétt sem um
hafi þá samist og bankinn hafi síðan
nýtt sér í apríl síðastliðnum á for-
gangsverði til hluthafa.
Halldór segir að kaup Landsbank-
ans á hlutabréfum í Íslandssíma í
september síðastliðnum á genginu
16 hafi verið mjög afmarkaður þátt-
ur í heildarviðskiptum við Íslands-
síma. Hlutabréfakaupin þá beri að
skoða með hliðsjón af því að þau hafi
verið hluti af stærra samkomulagi.
Stjórnendur bankans séu sáttir við
heildarviðskiptin á hlutabréfum í Ís-
landssíma, þótt gengið á þeim hlut
sem keyptur hafi verið í september
hafi verið nokkuð hærra en það
gengi sem nú sé á hlutabréfum í
félaginu, enda hafi kauprétturinn
komið þar á móti. Landsbankinn sé
mjög sáttur við aðild sína að þessu
vaxandi félagi og það meðalgengi
sem bankinn hafi keypt sinn heildar-
hlut á.
Gengið á hlutabréfum í Íslands-
síma hf. í útboði sem hófst í gær er
8,30 til hluthafa en 8,75 til annarra
fjárfesta. Landsbankinn keypti nýtt
hlutafé í félaginu í apríl síðastliðnum
að nafnverði 84,3 milljónir króna á
genginu 8,30. Verð þeirra bréfa,
tæpar 700 milljónir króna, gekk til
að styrkja eiginfjárstöðu Íslands-
síma með greiðslu á hluta af láni Ís-
landssíma hjá bankanum.
Kaup Landsbanka Íslands
á hlutabréfum í Íslandssíma
Bankinn sáttur við
meðalgengi bréfa
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ-Gunn-
vör hf. var rekið með 17 millj-
óna króna tapi á fyrsta ársfjórð-
ungi ársins 2001 samanborið við
23 milljóna króna hagnað á öllu
árinu 2000. Skýringin á þessum
umsnúningi er að gengistap og
verðbætur á fyrsta ársfjórðungi
2001 voru 111 milljónir króna
samanborið við 229 milljónir
króna allt árið 2000.
Rekstrartekjur félagsins
voru á tímabilinu 718 milljónir
og rekstrargjöld 522 milljónir,
rekstrarhagnaður fyrir af-
skriftir var því 195 milljónir eða
27,2% af rekstrartekjum sam-
anborið við 698 milljónir allt ár-
ið 2000 eða 25,7% af tekjum.
Veltufé frá rekstri var 148 millj-
ónir á tímabilinu en var 536
milljónir króna allt árið 2000.
Sambærilegar tölur fyrir sama
tímabil árið áður eru ekki fyrir
hendi.
Í tilkynningu frá félaginu
segir að á tímabilinu hafi bol-
fiskveiðar og vinnsla gengið vel
og rækjuveiðar og vinnsla hafi
gengið betur á tímabilinu en
undanfarin ár. Muni þar um
betri aflabrögð á úthafsrækju
en á síðasta ári, einnig gengu
innfjarðarrækjuveiðar vel í Ísa-
fjarðardjúpi.
Í tilkynningunni segir að
áhrifa veikingar íslensku krón-
unnar frá áramótum og sjó-
mannaverkfalls í apríl og maí
muni hafa veruleg áhrif á af-
komu félagsins á árinu. Að öðru
leyti sé rekstur félagsins í sam-
ræmi við áætlanir og gert sé ráð
fyrir að hagnaður verði af
rekstri félagsins á árinu svo
fremi að veiking krónunnar
verði ekki meiri en orðið er og
aðrar utankomandi aðstæður
verði svipaðar. Þar sem nær all-
ar tekjur félagsins eru í er-
lendri mynt sé ljóst að tekjur
félagsins muni aukast síðar á
árinu vegna veikingar krónunn-
ar.
Hraðfrysti-
húsið-Gunn-
vör hf. með
17 milljóna
króna tap
Norska samkeppnisstofnunin íhug-
ar nú alvarlega að leggja tímabund-
ið bann við kaupum SAS flugfé-
lagsins á norska flugfélaginu
Braathens, þar sem þau muni taka
fyrir samkeppni. Félögin tilkynntu
í gær að SAS hygðist kaupa meiri-
hluta í Braathens og síðar allt að
90% hlutabréfanna verði kaupin
samþykkt. Verð Braathens í heild
nemur um 12,4 milljörðum ís-
lenskra króna.
Braathens og SAS í Noregi eru
álíka stór að umfangi. Braathens
ræður yfir 32 flugvélum, starfs-
mennirnir eru 4.600 og um 7,7
milljónir fljúga árlega með félag-
inu. Í tilkynningu frá SAS segir að
Braathens muni halda nafninu og
rekstur félaganna verði aðskilinn.
Þá lofar SAS því að félögin muni
áfram eiga í samkeppni en því eiga
margir bágt með að trúa, þar á
meðal samkeppnisráð, svo og
margir flugfarþegar, sem hafa lýst
áhyggjum sínum vegna kaupanna.
Elisabeth Roscher, sem stýrir
lagadeild samkeppnisstofn-
unarinnar norsku, segir „yfir-
gnæfandi líkur á því að kaup SAS á
Braathens muni hafa áhrif á sam-
keppnina á norskum flugleiðum
vegna þess hve fá önnur flugfélög
eru á markaðnum og öll mun minni.
Reynir stofnunin nú að meta áhrif
kaupanna á næstu dögum og kom-
ist hún að því að þau muni tak-
marka samkeppni verulega, getur
hún lagt tímabundið bann við kaup-
unum. Samkeppnisstofnunin hefur
aldrei nýtt sér þennan rétt. Nýti
hún hann ekki, hefur hún hálfs árs
frest til að fara ofan í saumana á
málinu og getur að því búnu hafnað
ósk um sameiningu ef hún telur
ríka ástæðu til.
Tilkynnt var í gær að SAS hygðist kaupa meirihluta í Braathens og síðar
allt að 90% hlutabréfanna verði kaupin samþykkt.
SAS kaupir Braathens
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
NETVERSLUN Á mbl.is
Langermabolir
aðeins 1.900 kr.
Nýbýlavegi 12 - sími 554 4433
Nýkomnar
fallegar úlpur
Kr. 7.900
w
w
w
.c
lin
iq
ue
.c
om
100% ilmefnalaust
Clinique.
100% ilmefnalaust.
Hver sér um hárið á þér?
Láttu nýju hárlínuna frá Clinique sjá um það
Nú sér Clinique jafn vel
um hárið á þér eins og húð-
ina. Lagfærir það og mýkir.
Nýja handhæga hárlínan
frá Clinique. Gerð til að
hreinsa, næra og móta hárið.
Sérstaklega hönnuð fyrir
þína hárgerð. Hvort sem þú
hefur feitt, venjulegt eða
þurrt hár.
Þú öðlast heilbrigt útlit.
Nærð bestu virkni og færð
hárið sem þú hefur alltaf
viljað.
Þrjár gerðir af sjampóum,
hárnæringu og mótunarvör-
um. Allar hannaðar fyrir hár-
ið þitt.
Sjampó kr. 1.175
Hárnæring kr. 1.175
Mótunarvörur kr. 1.495
Ráðgjafi frá Clinique verður í
Lyfju Laugavegi í dag, þriðjudag 22. maí og
í Lyfju Lágmúla miðvikudag 23. maí kl. 12-17.
Lyfja Lágmúla, sími 533 2308 - Lyfja Laugavegi, sími 552 4045