Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 26
ERLENT
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALMÁTTUGUR, þeir hafa kos-ið Kenny!“ þannig var þess-ari „verstu martröð“ Tony
Blair forsætisráðherra og fyrrum
flokksbróður Ken Livingstone slegið
upp á forsíðu Sun ásamt teiknimynd
af Rauða Ken sem teiknimyndahetj-
unni Kenny úr South Park daginn eft-
ir sigur Livingstones í borgarstjórn-
arkosningunum í London fyrir ári.
Livingstone fer að mörgu leyti líkt
að og Blair þegar hann höfðar til
hægrivængsins með því að tala vel um
viðskiptalífið og vill taka hart á glæp-
um. Munurinn er bara sá að Living-
stone er ekki hræddur við að halda
fast við gamla róttækni eftir því sem
hann getur. Hann hikaði jafnvel ekki
við að setja bifreiðatolla á stefnuskrá
sína til að takmarka umferðina í
London, sem í heild er eitt stærsta
verkefni hans. Með því að halda fast í
vinstrirótina og vinna sýndi hann
Blair og félögum fram á að það sem
þeir sögðu um nauðsyn þess að þok-
ast til hægri til að ná trausti og fylgi
stenst ekki alltaf.
Fyrir ári var það vísast versta mar-
tröð Blairs að Livingstone náði kjöri.
Eftir fyrsta árið, sem almennt er
dæmt sem firnagott í úttekt fjölmiðla
og verðlaunað með meira fylgi í skoð-
anakönnunum, er það viðvarandi
martröð Verkamannaflokksins að
Livingstone nái markmiðum sínum.
Og það er enginn endir í augsýn, því
þótt Livingstone ætlaði sér ekki að
verða eilífur augnakarl í embætti, að-
eins að sitja í eitt kjörtímabil, stefnir
hann nú óhikað á að ná kjöri aftur.
Og gott betur, því hann kann vel að
meta völd og stefnir að því að völd
borgarstjóra höfuðborgarinnar verði
meiri þegar hann hættir en þegar
hann tók við. Hvort það tekst er ann-
að mál, en einmitt á eins árs afmælinu
virðist hann hafa unnið sigur á Blair í
langvarandi deilu um einkavæðingu
neðanjarðarbrautanna í London.
Hann hefur breytt London, en er
kannski einnig á leið með að breyta
flokknum óbeint.
Verkamannaflokkurinn hafði
vissulega ætlað að taka upp þráðinn
frá því að Margaret Thatcher lagði
borgarstjórn London niður, Greater
London Council, GLC, með einu
pennastriki 1986. Sá sem átti að taka
við þá var einmitt Rauði Ken og það
hugnaðist Thatcher engan veginn.
Blair, sem líkist einmitt Thatcher í
svo mörgu, bæði í töktum og stefnu,
leist heldur ekki á að fá Livingstone
inn, en hafði greinilega ekki tekið ein-
urð, aðrir segja þráhyggju, Living-
stones með í reikninginn, þegar flokk-
urinn einsetti sér að endurreisa GLC,
ef hann næði stjórnartaumunum frá
Íhaldsflokknum 1997.
Þegar kom að borgarstjórnarkosn-
ingunum í fyrra hafði Livingstone
verið tiltölulega áhrifalaus í flokknum
og á þingi í fjórtán ár eftir að Thatch-
er hrifsaði GLC úr höndum hans. Liv-
ingstone var gamli flokkurinn holdi
klæddur og auðvitað hugleiddi Blair
aldrei að taka hann í stjórn sína, þó
vinsæll væri. Um borgarstjóraemb-
ættið gilti öðru máli. Þar áttu kjós-
endur síðasta orðið, ekki flokkseig-
endurnir.
Livingstone lýsti strax áhuga sín-
um, flokksstjórnin hryllti sig og fékk
Frank Dobson til að bjóða sig fram.
Livingstone sagði sig úr flokknum,
jafnvel þótt það kostaði hann þing-
sætið, sem hann hélt annars upp á,
bauð sig fram – og sigraði svo glæsi-
lega. Fékk næstum þrefalt fleiri at-
kvæði en sá næsti. Útreið Verka-
mannaflokksins og Dobsons varð
háðuleg. Dobson varð þriðji, kom á
eftir frambjóðanda Íhaldsflokksins.
Þar með fékk Blair efni í viðvarandi
martröð, sem ekki sér fyrir endann á.
Kosningaloforð Liv-
ingstones beindust
einkum að þremur svið-
um: Samgöngum, bar-
áttunni gegn glæpum og
atvinnu- og umhverfis-
málum. Samgöngu- og
umhverfismálin eru
samþætt, því hrikalegur
umferðarþungi er um
leið gríðarlegur meng-
unarvaldur. Eftir 2–3 ár
mun það kosta fimm
pund á bíl, um 750 ís-
lenskar krónur, að
keyra í einkabíl inn í
innsta hring miðbæjar-
ins.
Önnur forgangsverkefni í sam-
göngugeiranum eru viðbætur við neð-
anjarðarkerfið, svo það teygi sig
lengra út í úthverfin, betri strætó-
samgöngur með sérbrautum til að
greiða þeim leiðina um sítepptar um-
ferðaræðarnar og fleiri bílstjórar. Á
eins árs afmælisdaginn lét Living-
stone einmitt taka af sér mynd með
hópi nýrra bílstjóra. Allt þetta miðar í
rétta átt.
Livingstone hefur beitt sér fyrir
fleiri lögregluþjónum, hefur bætt við
þúsund og beitt sér fyrir árlegri stað-
aruppbót til þeirra upp á 6 þúsund
pund, um 900 þúsund krónur, því það
er svo ótrúlega miklu dýrara að búa í
London en í öðrum breskum borgum.
Glas af ávaxtasafa kostar til dæmis
um 1,70 pund á venjulegu kaffihúsi í
London, en fyrir sömu upphæð fæst
heil salatskál á sambærilegum stað í
Manchester – og annað er í sama dúr.
Togstreitan um
neðanjarðarbrautirnar
Flest ofangreind mál eru fjöður í
hatt Livingstones án þess að vera
beint sársaukafull fyrir Verkamanna-
flokkinn, nema ef þeim gremst að sjá
góðan árangur Livingstones meðan
stjórninni gengur heldur hörmulega
að saxa á sinn kosningaloforðalista.
Öðru máli gildir um tök Livingstones
á neðanjarðarbrautarkerfinu. Þar
hefur hann ekki aðeins verið í hreinni
glímu við flokkinn, sem hann sagði sig
úr, heldur stendur sú glíma um sjálf-
an kjarnann í kennisetningum Nýja
Verkamannaflokksins.
Eftir harða gagnrýni um árabil á
einkavæðingu Íhaldsflokksins gat
Verkamannaflokkurinn ekki alveg
fengið sig til að halda áfram, en held-
ur alls ekki ekki til að snúa blaðinu
við. Liður í viðskiptavænni stefnu
Verkamannaflokksins er að draga
einkageirann inn í samstarf við op-
inbera geirann. Á vinstivængnum er
þetta fyrirbæri gagnrýnt sem dulbúin
einkavæðing, á hægrivængnum fyrir
að ríkið verði áfram með puttana í
öllu.
Stjórnin hefur ekki stefnt að því að
neðanjarðarkerfið yrði
einkavætt, heldur að
einkageirinn yrði feng-
inn til að leggja í púkk-
ið. Livingstone fékk lík-
lega hæfasta mann í
heimi, Bandaríkja-
manninn Robert Kiley,
til að reka neðanjarðar-
kerfið. Kiley, sem er
fyrrverandi CIA-mað-
ur, getur státað af því
að hafa komið rekstri
neðanjarðarbrautanna í
New York á réttan kjöl,
bæði hvað fjárhag,
þjónustu og öryggi
varðar. Blair hefur enn
ekki haft tíma til að hitta Kiley.
Besta afmælisgjöfin
Ráðning Kileys var annars ekki
með öllu í rauðum stíl. Kiley fékk til
umráða hús upp á 2 milljónir punda,
um 300 milljónir íslenskra króna, á
besta stað í borginni og kaup á sama
stigi. Með þungann af fyrri afrekum í
vegarnesti hefur Kiley barist með
kjafti og klóm gegn samsulli hins op-
inbera og einkageirans, sem hann
segir að stofni í hættu öryggi kerf-
isins og þar með þeirra milljóna er
flæða um kerfið daglega því ábyrgð-
arleysi sé byggt inn í slíka hugmynda-
fræði. Ef annað yrði ekki mögulegt
voru bæði Livingstone og Kiley til-
búnir til að fara í mál við stjórnina.
Það var því kannski besta afmæl-
isgjöfin, sem Rauði Ken fékk í ár er
Financial Times fullyrti í forsíðufrétt
um helgina að Blair væri að gefa sig
gagnvart Kiley. Hann væri nú tilbú-
inn að fallast á að Kiley yrði stjórn-
arformaður London Transport,
stjórnunaraðila neðanjarðarkerfisins.
Með því fylgdi vald til að velja og
hafna öllum rekstrarleiðum og sam-
starfsaðilum.
Það á eftir að koma í ljós hver úr-
slitin í deilunni um neðanjarðarkerfið
verða. Fari svo að Blair verði að
pakka sinni hugmynd saman, hefur
það óneitanlega mikil áhrif á stefnu
flokksins og hugmyndafræði um leið
og staða Livingstones er mun sterk-
ari gagnvart Blair og gamla flokknum
sínum en áður.
En þótt áhrifin verði djúpstæð á
hugmyndafræðina, skiptir það
kannski ekki öllu máli fyrir Blair.
Bæði Blair og Livingstone hefur
nefnilega tekist að sanna það sama:
Að Verkamannaflokkurinn og vinstri
öflin geta stjórnað, bæði landinu og
London, án þess að allt fari í bál og
brand.
Flokkurinn hefur öðlast traustið,
sem hann glataði þegar Thatcher og
stjórn Íhaldsflokksins komust til
valda 1979 og sem viðhélt valdatíma
íhaldsins í heil átján ár. Það voru
reyndar aðallega forkólfar Verka-
mannaflokksins, sem vöruðu við eldi
og eimyrju yrði Livingstone kosinn,
en þeir höfðu sumsé jafnrangt fyrir
sér og Íhaldsflokkurinn 1997. London
er reyndar ívið rauðari en landið, en
ekki svo að almenningur og viðskipta-
geirinn skelfist.
Óreiðunni var afstýrt, en næsta
spurning er hvað flokkurinn gerir við
Livingstone. Í Guardian er bent á að
Livingstone og félagar hafi áður talað
um að valdastóllinn í London yrði
undirstaðan undir nýjum vinstrivæng
og um leið hugsanlegur keppinautur
Verkamannaflokksins, líkt og jafnað-
arflokkarnir í Skotlandi og Wales. Nú
segir Livingstone hins vegar að
kannski vilji „Tony að ég snúi mér að
öðru“, þegar kjörtímabilinu lýkur og
talar því eins og Blair ákveði það allt.
En hann segir reyndar að haldi hann
fylgi sínu taki þeir hann inn í flokkinn,
en ef ekki muni flokkurinn spyrja:
„Hvern eigum við að láta bjóða sig
fram gegn aulanum?“ Miðað við allt
sem á undan er gengið verður það
risabiti að kyngja fyrir leiðtoga
Verkamannaflokksins að bjóða Liv-
ingstone aftur inn í flokksylinn.
En geri þeir það ekki liggur í loft-
inu að Livingstone muni að sjálfsögðu
bjóða sig aftur fram og þá með heilan
lista með sér. Það gæti orðið fyrsti
vísirinn að nýjum vinstriflokki. Sá
flokkur hefði þegar langan afrekalista
til að veifa framan í kjósendur, sem er
meira en Verkamannaflokkurinn hef-
ur.
Hefur Livingstone
breytt London?
Fyrir ári skákaði Ken Livingstone breska
Verkamannaflokknum með sjálfstæðu
framboði sínu, segir Sigrún Davíðsdóttir.
Ferill hans hefur verið samfelld
glíma við ríkisstjórnina.
sd@uti.is
Livingstone