Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 28

Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í VERSLUNINNI Drauma-landinu eru seld amerísk rúm.Þar hefur sölumaðurinn Svan-ur tögl og hagldir, þaulreyndur í öllu er viðkemur rúmum og upplýsir að hann hafi sofið í öllum rúmunum sem í Draumalandinu fást. „Tilsofin“ rúm eru það sem flestir vilja í dag. Inn í verslunina kemur Ari, ungur maður í sárum eftir slæman skilnað, og vill bara fá einstaklingsrúm, hann getur ekki hugsað sér að sofa í hjóna- rúminu þar sem konan hans hélt framhjá honum með 18 öðrum mönn- um á 5 árum. Svanur skilur þetta mætavel en bendir þó á hagræði þess að eiga rúm sem er ein og hálf breidd, 140 sentimetrar, ef Ari myndi lenda á sjens. Sjálfur er Svanur nýlega byrj- aður með frábærri konu og keypti sér einmitt stærstu gerð af rúmi með stífri dýnu með öflugu frákasti sem konan segir að virki alveg frábær- lega. Reynsla karla af konum Þetta er semsagt leikrit um karl- menn og reynslu þeirra af konum. Tveir karlmenn sem þekkjast ekkert taka tal saman og áður en langt um líður beinist samtalið að konum. Ari er auðvitað í mikilli þörf fyrir að tjá sig og Svanur er alveg tilbúinn að hlusta. Hann er reyndar ekkert mót- fallinn því að segja sögur af sér og sinni nýju konu og Ari vill gjarnan heyra meira. Áður en lýkur hafa þeir báðir heyrt meira en nóg. Þetta er Rúm fyrir einn eftir Hall- grím Helgason, í leikstjórn Magnús- ar Geirs Þórðarsonar og leikararnir Friðrik Friðriksson og Kjartan Guð- jónsson fara með hlutverk þeirra Ara og Svans. Leikmynd og búninga ger- ir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir og lýsingu hannar Halldór Örn Ósk- arsson. Það er Leikfélag Íslands sem sýnir og vettvangurinn er Iðnó í há- deginu á virkum dögum en Hádeg- isleikhúsið hefur notið vinsælda á undanförnum misserum með stuttum leiksýningum sem fólk getur notið um leið og það fær sér hressingu. Þetta er annað leikritið eftir Hall- grím sem sýnt er í Hádegisleikhús- inu, hið fyrra var Þúsund eyja sósa sem Stefán Karl Stefánsson lék með tilþrifum. „Þetta leikrit lýsir því hversu erfitt er að vera karlmaður í samfélagi þar sem konan hefur uppgötvað sjálfa sig og líkama sinn,“ segir Hallgrímur sposkur en tekur jafnframt fram að hann sé ekki að bjóða fram andsvar við leikritinu Píkusögur sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. „Þetta er hugmynd sem kviknaði hjá mér í fyrrasumar og ég skrifaði leikritið í mars. Kannski er þetta leikrit um karla í veröld þar sem konur láta ekki bjóða sér hvað sem er lengur.“ Magn- ús Geir vitnar í þessu samhengi í gamla bók fyrir nýbakaða eiginmenn þar sem þeir eru hvattir til að heilsa konunni sinni þegar þeir koma heim úr vinnunni á kvöldin áður en þeir leggjast upp í sófa með dagblaðið. Einnig að hrósa henni svo fyrir mat- inn öðru hverju. „Vandi karlmannsins í dag er að hann á að vera bæði harður og mjúk- ur í senn.“ Japanskt hátækniundur „Í dag er ekki nóg fyrir karlmann að ná sér í konu og draga hana heim og negla hana. Nei, nú verður hann að fullnægja henni. Annars er hann ómögulegur,“ segir Friðrik. „Karlar eru undir hrikalegri pressu. Þeir eru í harðri samkeppni við meðaltölin og opinberar upplýsingar um kyngetu karla og þarfir kvenna. Konur stjórna ferðinni. Þær eru ofaná. Manni líður eins og austur-evrópsku skrapatóli andspænis japönsku há- tækniundri. Konan er svo flókin líf- vera með allt að 8 þúsund taugaenda í snípnum á meðan karlinn er bara með fjóra í tippinu. Það er orðið svo flókið að kunna á konur. Þeim þyrfti að fylgja ítarlegar leiðbeiningar um meðhöndlun og notkun. Sumir karlar ráða ekki einu sinni við að kveikja á þeim, hvað þá að halda þeim í gangi.“ „Við skulum samt ekki ofmeta þetta leikrit sem innlegg í baráttuna fyrir auknum skilningi á hlutskipti karla,“ segir Hallgrímur. „Þetta er nú aðal- lega leikþáttur í léttum dúr um tvo aula sem eiga saman svolitla stund í rúmaverslun.“ Engin námskeið og umræður Magnús Geir segir að ekki verði boðið upp á námskeið í tengslum við leikritið og ekki verði heldur umræð- ur um efni þess undir forystu sál- fræðings í lok sýningar. „Við tókum þessa ákvörðun eftir nokkra umhugs- un. Það er svo mikið af námskeiðum í gangi og fólk getur fengið lausn á vanda sínum annars staðar en hér hjá okkur. Hugsanlega veitir þetta þó einhverja innsýn í hvernig tveir karl- menn tala um konur, þegar þær eru víðs fjarri. Þar ætti eitt og annað að koma konum á óvart.“ „Það er samt hægt að læra ýmislegt á námskeiðum og ég hef heyrt um námskeið í Ástr- alíu þar sem körlum er kennt að gera ýmislegt fleira við tippið á sér en nota það við kynmök. Þeim er t.d. kennt að búa til úr því skjaldböku sem getur verið gaman að kunna ef maður lend- ir í leiðinlegu partíi,“ segir Friðrik. „Kjarni málsins er einfaldlega sá að Adam er ekki lengur í Paradís,“ segir Hallgrímur. „Hvar er hann þá?“ spyr Kjartan og hefur greinilega áhyggjur af þessu. „Hann er bara á ráfi einhvers stað- ar og er að velta því fyrir sér hvort Eva hafi fengið fullnægingu í gær- kvöldi eða ekki.“ Hér er engu við að bæta nema því að ef lesandinn ætlar að fá einhvern botn í þessar blautlegu vangaveltur þá verður hann að skella sér á Rúm fyrir einn sem sýnt er í Iðnó í hádeg- inu frá og með deginum í dag. Konum þyrfti að fylgja leiðbeiningar Morgunblaðið/Jón Svavarsson Svanur sölumaður (Kjartan Guðjónsson) sýnir Ara (Friðrik Friðriksson) frákastið í rúmdýnunni. Leikfélag Íslands frumsýnir í Hádegisleik- húsinu í dag Rúm fyrir einn, nýtt leikrit eftir Hallgrím Helgason. Hávar Sigurjóns- son greip leikara, leikstjóra og höfund glóðvolga rétt fyrir frumsýningu. havar@mbl.is TRÍÓ Nordica hefur verið starfrækt í átta ár. Tríóið skipa Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Mona Sandström píanóleikari. Tríó- ið hefur komið fram víða og ferðast um Evrópu og Bandaríkin og fyrir nokkrum árum kom út geisladiskur með leik þess. Fyrr í vor fór tríóið í tónleikaferð til Svíþjóðar og lék þar sömu dagskrá og flutt verður á tón- leikum í Salnum í kvöld, en verkin eru Píanótríó eftir Karólínu Eiríks- dóttur frá 1987, Píanótríó í g-moll eftir Elfridu Andrée og Píanótríó í g-moll eftir Clöru Wieck Schumann. Það er Mona Sandström sem hef- ur orð fyrir tríóinu. „Elfrida Andrée fæddist 1841 og var mikilvæg kona í sænsku tónlistarlífi. Hún varð fyrsta konan til að gegna stöðu organista í Svíþjóð. Eftir að hún lauk lokaprófi í orgelleik þurfti hún samt að bíða í mörg ár áður en hún fékk starf sem organisti, og þess vegna byrjaði hún að semja tónlist. Hún fékk loks starf við stóru kirkjuna í Gautaborg og starfaði þar til dauðadags. Þetta verk er góð tónlist; Elfrida samdi mikið af kammertónlist, kvartetta og tríó, en einnig nokkur stærri verk. Tríóið er afar rómantískt. Fyr- ir nokkrum árum var farið að grúska í verkum hennar og hljóðrita þau, og í dag eru þau mikið spiluð.“ Mona Sandström er spurð að því hvort tilviljun hafi ráðið því að öll verkin á efnisskránni eru eftir kon- ur. „Ja, við erum náttúrulega konur, en fyrst og fremst er þetta góð tón- list; við vorum líka beðnar um að leika þetta prógramm í Svíþjóð.“ Tríó Clöru Wieck Schumann er vafalaust þekktast þessara verka, og Tríó Nordica gaf það út á geisladiski fyrir nokkrum árum. „Þetta er mjög „intím“ og persónulegt verk; afar fallegt verk og jafnvel kvenlegt.“ Mona Sandström segir að um tríó Karólínu hafi hún ekkert að segja, því tónskáldið hafi ekki viljað segja orð um verkið! Almannarómur segir þó að verkið hafi verið samið árið 1987 fyrir Tríó Reykjavíkur, sem frumflutti það á sínum tíma. En hvernig skyldi það vera að flytja verk lifandi tónskálda, sem geta haft ýmislegt að segja um flutning verka sinna? „Það er lúxus að geta heyrt það frá tónskáldinu sjálfu hvernig verkið á að vera spilað. Með látnu tónskáldin reynir maður að grúska eitthvað til að komast að einhverju um verkið. Það er víst ekki hægt að spyrja Clöru sjálfa. Ég hringdi einu sinni í Karólínu til að spyrja hana um verkið. Ég var í Svíþjóð og áttaði mig ekki á því að klukkan hér var átta að morgni, en hún vildi ekkert segja um verkið. Eina lykilorðið sem ég get gefið þér er andstæður.“ Tríó Nordica hefur ekki spilað mikið saman síðustu misserin, enda hljóðfæraleikararnir uppteknir við annað. „Bryndís Halla er nú reyndar búin að vera að spila með mér í Sví- þjóð og Finnlandi, en ég hef ekkert verið á Íslandi í fjögur ár. Við höfum líka verið að fjölga mannkyninu og höfum bætt sex manneskjum við mannkynið frá því við byrjuðum.“ Mona Sandström segir ekki hægt að segja að tónlist kvennanna hljómi eitthvað öðru vísi en tónlist karla. „Það eru kannski þeir sem hafa mót- að formið í eldri verkunum, en að öðru leyti er þetta ekkert öðru vísi, þetta eru bara mismunandi mann- eskjur.“ Tríó Nordica kemur fram á tónleikum í Salnum í kvöld Eingöngu verk eftir konur Morgunblaðið/Jim Smart Tríó Nordica á æfingu í Salnum. Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Mona Sandström píanó og Bryndís Halla Gylfadóttir selló. SPÆNSKI kvikmyndaleik- stjórinn Luis Buñuel afsakaði sig á því að ævisaga sín væri áreið- anlega bara sönn að hálfu leyti, með því að segja að „á seinustu ævidögunum flykkjast minning- arnar að manni forspurðum, bæði hugmyndaflugið og dag- draumarnir ráðast stöðugt á þær, breyta þeim og hagræða að vild“. Þetta fannst mér bæði merkilegt og satt hjá karlinum, og þegar ég horfði á kvikmynd- ina Blow datt mér mér þessi ágæta kenning í hug. Myndin segir sögu George Jung, eins mesta kókaínsmygl- ara í sögu Bandaríkjanna, sem á áttunda áratugnum dreifði um 80% af öllu kókaíni þar. George ákvað ungur að hann skyldi aldr- ei skorta pening, ólíkt foreldrum sínum, en það tók hann allt lífið að læra hið rétta í þeim málum. Saga hans er skrifuð af Bruce Porter eftir hans eigin frásögn, og einsog mannlegt er hefur áreiðanlega eitthvað skolast til og breyst í minninu í tímans rás, að hætti Buñuel. Þessi kvikmynd er vönduð, vel unnin og fínasta verk af hendi jafnt leikstjóra, tökumanns og handritshöfundar. Hún er raunsæ, heldur manni allan tím- ann og ég var þakklát fyrir að hún var ekki klædd í mjög mik- inn Hollywood-formúlubúning, heldur er sagan sögð einsog Ge- orge man hana, og út frá hans sjónarhóli. Hann er geðþekkur náungi og það er auðvelt að hafa samúð með honum. Einhvern veginn er ég samt á því að hann hafi nú ekki alltaf verið svo sak- laus í samskiptum sínum við annað fólk, og jafnmikið fórn- arlamb illkvittni og græðgi félaga sinna og eiginkonu og lát- ið er af hér. Eiturlyfjaheimurinn er harður og þar er gott að kunna að berja frá sér, auk þess sem neyslan truflar raunveru- leikaskyn. Það er lítið nýtt í efnistökum þessarar myndar. Einsog fleiri hafa bent á minnir hún óneit- anlega á Goodfellas efir Scors- ese, kannski þar sem Ray Liotta fer með ansi stórt hlutverk, en einnig frásagnarmátinn og þessi flótti frá bakgrunninum. Johnny Depp leikur George Jung og tekst vel að túlka marga misjafna líðanina sem þessi „merki“ maður gekk í gegnum á viðburðaríkri ævi sinni. Að breyta og hagræða að vild KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó o g L a u g a r á s b í ó Leikstjórn: Ted Demme. Hand- rit: David McKenna eftir bók Bruce Porter. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Jordi Mollà, Penélope Cruz, Franka Potente, Rachel Griffiths, Paul Reubens og Ray Liotta. 124 mín. New Line Cinema 2001. BLOW  Hildur Loftsdótt ir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.