Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Brynjólfur Jóns-son fæddist á Höfðabrekku í Mýr- dal 17. janúar 1899. Hann lést að Drop- laugarstöðum í Reykjavík 13. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Brynjólfs- son, trésmiður og vegavinnuverkstjóri í Vík í Mýrdal, f. 24.8. 1865 í Breiðu- hlíð, d. 20.3. 1948 í Vík, og kona hans Rannveig Einars- dóttir, f. 6.9. 1867 að Strönd í Með- allandi, d. 5.5. 1957 í Vík. Foreldr- ar Jóns Brynjólfssonar voru hjónin Brynjólfur Guðmundsson, f. 22.8. 1833 í Skammadal, d. 19.9. 1900 á Litlu-Heiði, og kona hans Þorgerður Jónsdóttir, ljósmóðir, f. 12.12. 1830, d. 11.2. 1920 á Litlu- Heiði. Foreldrar Rannveigar voru Einar Einarsson frá Þykkvabæ í Landbroti, síðar oddviti að Strönd í Meðallandi og Rannveig Magn- úsdóttir frá Skaftárdal. Systkini Brynjólfs Jónssonar voru: 1) Guð- jón Ágúst, f. 17.8. 1891, dó 1.10. sama ár, 2) Magnús, f. 1893, d. 1971, kvæntur Halldóru Ásmunds- dóttur, f. 1896, d. 1993. Börn þeirra: Sóley, f. 1920 og dáin sama ár, Ásgeir, f. 1921, d. 1976, Karl, f. 1924, d. 1998, og Jón Reynir, f. 1931. 3) Ólafur, f. 1895, d. 1995, kvæntur Elisabetu Ingibjörgu Ás- björnsdóttur, f. 1897, látin. Barn þeirra: Sigríður, f. 1918, d. 1990. 4) Þorgerður, f. 1897, d. 1991, gift Einari Erlendssyni, f. 1895, d. 1987. Börn þeirra: Erlendur, f. ur er Hilmar Þór, f. 1960 en kona hans Ásdís Traustadóttir er látin. Brynjólfur og Maja tóku að sér Guðfríði dóttur Ólafs, bróður Maju, nú húsmóður í Oklahoma í Bandaríkjunum, gift Doyle Bisbee, og eru börn þeirra Mary og Donald. Brynjólfur Már Sveins- son ólst einnig upp hjá Brynjólfi og Maju. Sonur Brynjólfs Más og Jóhönnu er Brynjólfur Rafn en áð- ur átti Jóhanna einn son, Hjört Fjeldsted. Rannveig og Jón Brynjólfsson fluttu frá Litlu-Heiði að Höfða- brekku árið 1894 með son sinn Magnús. Þar bjuggu þau í 13 ár og eignuðust þau sex börn auk Magn- úsar sem upp komust. Þau Rann- veig og Jón fluttu til Víkur árið 1907 en Brynjólfur varð þá eftir hjá sýslumannshjónum að Höfða- brekku í tvö ár, fór síðar sem létta- drengur að Hemru í Skaftártungu og að Syðstu-Mörk undir Eyjafjöll- um á annað ár uns hann sneri til foreldrahúsa í Vík. Sautján ára tók Brynjólfur að sækja vetrarver- tíðir suður með sjó. Hann var við nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1919 – 1921 og stundaði sjó upp frá því. Hann var stýri- maður á togurum um vetur og á síldarskipum á sumrin. Fyrstu ár seinni heimsstyrjaldarinnar var Brynjólfur lóðs á ströndinni fyrir Breta, síðan skipstjóri á bát Bandaríkjamanna í Hvalfirði er annaðist flutninga á varningi til skipa í skipalestum sem komu inn í Hvalfjörð. Eftir stríðið var Brynj- ólfur skipstjóri á fiskibátum fram til 1954 að hann fór að vinna á Keflavíkurflugvelli, fyrst hjá Hamilton-verktakafyrirtækinu en síðan sem birgðastjóri hjá Íslensk- um aðalverktökum.Hann lét af störfum 1984, þá 85 ára. Útför Brynjólfs fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1921, Steinunn, f. 1924, og Erla, f. 1930. 5) Guðrún, f. 1900, d. 1967, gift Guðmundi Þorsteinssyni, f. 1893, látinn. Börn þeirra: Sigríður, f. 1917, Guð- rún, f. 1921, Sólveig, f. 1922, Óskar, f. 1925, Jón Rafn, f. 1925, Ólafur, f. 1930, og Kristrún, f. 1933, d. 1983. 6) Guðjón f. 20.5. 1901, d. 7.11. sama ár, 7) Einar, f. 1902, d. 1957. Fyrri kona, Guðlaug Guð- mundsdóttir, lést eftir skamma sambúð. Seinni kona: Kristín Páls- dóttir, f. 1903, d. 1983. Börn þeirra: Guðlaug, f. 1936, og Mál- fríður, f. 1942, d. 1989. 8) Stein- unn, f. 1905, d. 1945, gift Valmundi Björnssyni, f. 1898, d. 1973. Börn þeirra Jón, f. 1929, og Sigurbjörg, f. 1930. Brynjólfur kvæntist 30.5. 1932 Marin (Maju) Sigríði Guð- mundsdóttur, f. 14.11. 1905, d. 23.8. 1990. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðmundsson, sjómaður í Reykjavík, og Jóhanna Magnúsdóttir, ættuð úr Álftaveri. Þau Maja áttu engin börn saman. Sonur Brynjólfs og Svanhvítar Sveinsdóttur í Vík, f. 22.1. 1911, d. 1984, var Sveinn Hilmar, f. 26.5. 1930, d. 26.7.1997. Hann kvæntist Láru Hafliðadóttur, f. 17.12.1930 og eru börn þeirra: Kolbrún, f. 1951; Svanhvít Matthildur, f. 1955, gift Smára Tómassyni í Vík; og Brynjólfur Már, f. 1956, vélstjóri, kvæntur Jóhönnu Fjeld- sted, f. 1953. Sonur Sveins Hilmars og Þuríðar Sigurveigar Jónsdótt- Í minningu afa og Maju langar okkur að senda kveðju frá Vík í Mýr- dal. Afi fæddist á Höfðabrekku í Mýr- dal árið 1899 og hafði sterkar taugar hingað. Ég man þegar ég var barn og hann kom í heimsókn til Víkur á Skódan- um. Þá var talsvert ferðalag að keyra til Víkur, allir vegir grófir malarveg- ir. Afi var alltaf fínn til fara, frakka- klæddur með hatt á höfði, þá átti hann hér tvö systkini og annað frændfólk sem hann heimsótti, og hafði hann mig stundum með sér í þessar heimsóknir. Á sjöunda áratugnum kaupa þau afi og Maja sumarbústað með öðrum í landi Brekkna í Mýrdal, Brekkubæ eins og afi nefndi staðinn, þar dvöldu þau mestallt sumarið með bróður minn, sem ólst upp hjá þeim. Afi vann á Keflavíkurflugvelli á þessum árum og keyrði á milli um helgar fram að sumarfríi. Það var alltaf notalegt að skreppa í kvöldkaffi til þeirra að Brekkum með fagurt útsýni á sum- arkvöldi. Á unglingsárum var ég í skóla í Reykjavík, þá kom ég mjög oft til afa og Maju. Alltaf var fagnað með kossi og faðmlagi efst í stiganum í Barmó- inu, eins og við systurnar kölluðum heimili þeirra í Barmahlíð 18. Afi og Maja héldu þessar fínu veislur, þar kom margt af frændfólki og vinum sem ég lærði að þekkja í gegnum þau. Þegar ég svo stofnaði heimili hér austur í Vík áttum við góðar stundir saman þegar þau afi og Maja dvöldu hjá okkur á sumrin. Við fórum meðal annars með hjólaskipinu sem þá var að hefja sínar fyrstu ferðir að Reyn- isdröngum. Við fórum inná Höfða- brekkuheiði og buðum Ólafi bróður hans með, sú ferð er ógleymanleg, þar sem þeir bræður byrja að telja upp kennileiti inn eftir allri heiði, far- ið var að gamla bæjarstæðinu og í kirkjugarðinn þar sem þeir fundu legstað bróður síns, sem lést ungur. Dætur mínar, Vilborg, Helena og Björk, eiga góðar minningar um langafa sinn, og þær eldri voru sólgn- ar í að heyra hann segja sögur sem hann sagði með sérstökum hætti. Litli Guðmundur Elíasson sem er á fyrsta ári var búinn að hitta langa- langafa sinn sem var þá 101 ári eldri en hann og eigum við myndir frá þeirri heimsókn á Droplaugarstaði. Svanhvít og fjölskylda, Vík í Mýrdal. Brynjólfur Jónsson var dæmigerð- ur fyrir þá dugnaðarkynslóð sem í harðri lífsbaráttu í byrjun liðinnar aldar skóp þjóðinni þau góðu efni sem við njótum í dag. Sautján ára gamall slóst hann í hóp með mönnum á leið úr Skaftafellssýslu suður í ver- ið. Lagt var upp á hestum en þegar kom að Bitru í Flóa voru hestarnir sendir til baka og ferðinni haldið áfram gangandi, með pokann á bak- inu. Aleigan var þá 14 krónur. Fyrstu vertíðina fékk hann skipsrúm á litlum mótorbáti í Vogum. Vertíðar- kaupið, 100 krónur, þótti gott fyrir óvaning. Síðar fékk hann skipsrúm á togurum og vann sér fljótt traust fyr- ir dugnað og atorku. Hann átti því auðvelt með að fá skipsrúm þótt margir væru um boðið. Hann kostaði sjálfur nám sitt í Stýrimannaskólan- um og lauk þaðan skipstjóraprófi 1921. Eftir að námi lauk hafði hann fasta búsetu í Reykjavík. Hann var á ýmsum togurum á veturna og var eft- irsóttur, enda harðduglegur og ósér- hlífinn. Á sumrum var hann skip- stjóri á síldarskipum og aflaði vel, var stundum í hópi þeirra sem mest öfl- uðu. Á árinu 1932 urðu mikil þáttaskil í lífi Brynjólfs er hann giftist Marinu Guðmundsdóttur (Maju). Þau byrj- uðu búskap sinn í smekklegri íbúð á Barónsstígnum, gegnt Landspítalan- um. Þar áttu ættingjar úr Víkinni víst athvarf. Hamingja nýgiftu hjónanna setti sinn svip á andrúmsloftið innan dyra. Erlendur Einarsson, sonur Þorgerðar systur Brynjólfs, lýsti þessu svo í afmæliskveðju til Brynj- ólfs 100 ára, að gestrisni hefði verið svo sjálfsögð að ósjálfrátt fylltust menn vellíðan meðan á heimsókninni stóð. Þannig hélst þetta líka eftir að hjónin fluttu á Bergþórugötu 57 árið 1934 og síðar í Barmahlíð 18 árið 1947. Þetta hlýja og einlæga viðmót fylgdi þeim alla tíð. Heimilishaldið hvíldi að sjálfsögðu mest á Maju þar sem húsbóndinn var önnum kafinn á sjó. Ættingjar af landsbyggðinni fengu oft húsaskjól og standa þeir í mikilli þakkarskuld við þau hjón. Það kom í hlut Maju að hýsa Guðmund föður sinn, þegar hann var í landi, en hann stundaði sjó fram eftir aldri, lengi á skipum Eimskipafélagsins, m.a. gamla Selfossi í siglingum á Am- eríku í seinna stríðinu. Eftir að styrj- öldin skall á í september 1939 var Brynjólfur á togurum sem sigldu með fisk til Bretlands. Ferðir þessar voru stórhættulegar enda grönduðu Þjóðverjar ekki svo fáum togurum og manntjón var mikið. Nokkru eftir að Bretar hertóku Ísland réðst Brynj- ólfur til þeirra sem lóðs við strendur landsins. Hann var síðar skipstjóri á báti er annaðist flutninga á varningi til skipalesta sem komu inn í Hval- fjörð á leið sinni til Sovétríkjanna. Eftir stríðið var Brynjólfur aftur skipstjóri á fiskibátum, bæði á síld- veiðum og trollveiðum. Sjómennska Brynjólfs var farsæl og án nokkurra áfalla. Hann var einlægur trúmaður þótt hann flíkaði ekki trú sinni. Hann fór jafnan með sjóferðarbæn í upp- hafi ferðar og trúði því að bróðir sinn, Guðjón yngri, sem hann hafði gætt í vöggu, fylgdi sér sem verndarvættur. Árið 1954 hafði Brynjólfur fengið nóg af sjósókninni og var honum þá boðið starf á Keflavíkurflugvelli, fyrst hjá Hamilton-fyrirtækinu og síðan hjá Íslenskum aðalverktökum. Þar gegndi hann starfi birgðastjóra lengst af og lét ekki af störfum fyrr en við 85 ára aldur 1984. Þessi langi starfsferill sýnir hve vel störf hans voru metin og lýsir einnig góðri heilsu hans. Maja og Brynjólfur eignuðust ekki börn saman. Hins vegar átti Brynj- ólfur son áður en hann giftist, Svein Hilmar. Móðir hans var Svanhvít Sveinsdóttir í Vík. Þau Brynjólfur og Maja ólu upp tvö börn, Guðfríði, dótt- ur Ólafs bróður Maju, og Brynjólf Má, son Sveins Hilmars. Þegar Brynjólfur hætti á sjónum um miðjan aldur gat hann aðstoðað Maju betur við heimilishaldið. Þar reyndist hann ómetanlegur, ekki síst þegar heilsu Maju tók að hraka. Má segja að á efri árum hafi hann getað launað henni það sem hún þurfti að þola sem sjó- mannskona í einveru meðan hann var á sjónum, kannski vikum eða mán- uðum saman. Umhyggja Brynjólfs var svo einstök að Maja gat dvalið á heimili sínu allt til æviloka 1990. Þau nutu einnig traustrar vináttu og hjálpsemi margra ættingja. Má þar sérstaklega nefna Sigurbjörgu Val- mundsdóttur og hjónin Margréti Helgadóttur og Erlend Einarsson. Það var með ólíkindum hve lengi Brynjólfur hélt starfsorku og var vel á sig kominn. Hann bjó einn í íbúð sinni í Barma- hlíð til ársins 1994, en flutti þá á hjúkrunar- og dvalarheimilið Drop- laugarstaði. Þar undi hann vel hag sínum og naut góðrar umönnunar til hinsta dags. Sveinbjörn Björnsson. BRYNJÓLFUR JÓNSSON ✝ Gústaf Berg-mann Einarsson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1916. Hann lést á Elliheimilinu Grund þriðjudaginn 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Pétursson húsasmíðameistari, f. 7. júlí 1881 að Heiðarbæ í Þing- vallasveit, d. 26. júní 1934, og kona hans Kristín Ottesen Jónsdóttir, f. 4. apríl 1885, frá Ingunnar- stöðum í Brynjudal, Hvalfirði, d. 15. nóvember 1918. Systkini hans voru Sigríður, f. 24. ágúst 1913 í Reykjavík, d. 24. maí 1980, og Kristinn, f. 30. september 1918 í 1953, börn þeirra eru: Gústaf Bergmann, f. 17. janúar 1973, Ingibjörg Ólöf, f. 14. febrúar 1977, sonur hennar er Ragnar Ágúst Bergmann, f. 10. nóvember 1998, Louísa, f. 28. desember 1983, og Arnar Hagerup, f. 4. desember 1987. Sem ungur maður starfaði Gústaf hjá Bifreiðastöð Stein- dórs. Gústaf lauk námi frá Stýri- mannaskólanum árið 1948. Fór til sjós á gömlu síðutogurunum og gerðu þeir út frá Hafnarfirði. Réð sig síðar til Kveldúlfs í Reykjavík og starfaði í Faxa við Örfirisey. Við stofnun Tollvörugeymslunn- ar árið 1963 hóf hann störf sem yfirverkstjóri hjá félaginu og vann þar til starfsloka. Einnig sinnti hann ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum á vegum Sjálfstæð- isflokksins ásamt því að vera virkur félagi í Verkstjórafélagi Reykjavíkur. Útför Gústafs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin kl 10.30. Reykjavík, d. 1984. Hinn 29. mars 1947 giftist Gústaf eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ólöfu Kristínu Þor- geirsdóttur, f. 23. ágúst 1916 í Reykja- vík. Foreldrar henn- ar voru Þorgeir Jörg- enson og Louísa Símonardóttir. Börn Gústafs og Ólafar eru: Einar Berg- mann, f. 30. október 1949, maki Anna Björnsdóttir, f. 20. júní 1950, synir þeirra eru: Gústaf Bergmann, f. 9. ágúst 1976, og Björn Berg- mann, f 10. september 1984; Kristín Erla, f. 19. júní 1953, maki Þorgrímur Ísaksen, f. 23. janúar Elsku afi. Ég kallaði þig oft afa á Hverfó en húsið þitt sem þér var svo annt um stendur nú sem áður á Hverfisgötunni, húsið sem langafi byggði. Þú hugsaðir ávallt svo vel um það því þú vissir hvað langafi lagði á sig við byggingu þess. Ég sakna þín sárt, elsku afi, þú ert mér svo kær, þú og amma reyndust mér ávallt best. Hvergi leið mér eins vel og hjá þér og ömmu en það var svo gott að vera þar. Minningin um þig mun ávallt búa í hjarta mínu hvar sem ég er og hvert sem ég fer munt þú ávallt vera hluti af mér. Minn- ingin um einstakan mann lifir. Dugn- aðurinn og atorkan leyndi sér aldrei og unnir þú þér sjaldan hvíldar, sam- viskusamur varstu og lést aldrei verk úr hendi falla. Greiðfús varstu ávallt við vini þína og fjölskyldu enda mikils metinn af öllum sem til þín þekktu. Þú varst alltaf fyrirmyndin mín, stór og sterkbyggður, annálað glæsimenni með sterk svipbrigði. Alltaf leitaði ég til þín ef ég þurfti á ráðleggingum eða hjálp að halda, þú virtist alltaf kunna ráð við öllu. Nú ertu farinn, elsku afi, en ég veit að Skaparinn gætir þín og þér líður vel. Þú ert kominn í faðm móður þinnar sem þú misstir svo ungur og hittir Kristin sem var þér svo kær. Guð geymi þig, elsku afi, við sjáumst seinna. Gústaf Bergmann. Ótal minningar koma upp í hug- ann þegar ég sest niður og byrja að skrifa um þig afi minn. Hugurinn reikar aftur í tímann og eitt af því fyrsta sem ég man eftir er að ég sit í bíl og er á leið frá Tollvörugeymsl- unni. Stór og mikill maður er að keyra og á stýrinu eru stórar og sterkar hendur, já þetta ert þú afi minn. Þeir voru ófáir bíltúrarnir sem þú fórst með okkur systkinin, keyrðir um, stundum gáfum við öndunum og fengum okkur ís en yfirleitt enduð- um við alltaf á sama staðnum, Litla kaffivagninum. Hvað á ég svo að skrifa um? Á ég að fjalla um allar vorferðirnar sem þú tókst okkur frændsystkinin í, göngurnar niður Laugaveginn á Þorláksmessu, ferðina sem við fór- um með ömmu til Skotlands eða ein- hverjar fleiri af samverustundum okkar? Allt þetta virðist svo lítið miðað við það sem þú afrekaðir um ævina en þetta er mikið í mínum huga og minningar sem ég mun ávallt geyma. Þú varst vanur að segja; „Mundu Bíbí mín, heilsan er númer eitt, tvö og þrjú!“ Alltaf varstu með áhyggjur af mér, vildir alltaf vita hvernig ég væri í húðinni og þegar ég kom í heimsókn til þín vildir þú ávallt sjá hvernig ég var. Ef ég hafði lagast varstu yfirleitt ánægðari en ég, en ef ég var slæm spurðirðu hvað þú gætir gert til þess að þetta gæti lagast. Nú ertu ekki lengur hér til að hugsa um mig en ég man það afi minn að heilsan kemur númer eitt, tvö og þrjú og því skal ég fylgja í framtíðinni. Þú náðir því að verða langafi. Ég man þegar ég kom með Ragnar í heimsókn til þín í fyrsta skiptið, þá nýfæddan. Þú ætlaðir ekki að þora að halda á honum, fannst hann svo lítill og brothættur. En þú tókst hann í fang þitt og hann hvarf næst- um því og svo ætlaðir þú varla að vilja sleppa honum aftur. Það fyrsta sem þú tókst eftir þegar þú leist á hann voru hendurnar, hann hafði erft hendurnar þínar. Ég sá hve þú fylltist af stolti og alltaf þegar við komum í heimsókn til þín fékk „litli herramaðurinn“ eins og þú kallaðir Ragnar alltaf mestu athyglina. Margir svona hlutir lifa í minning- unni um þig afi minn, þú varst stór og mikill maður sem ég virti og elsk- aði svo mikið. Þú munt ávallt lifa í hugum okkar og núna hefur þú öðl- ast hvíldina sem þú varst farinn að þrá. Ég veit að þú átt eftir að fylgj- ast með okkur í framtíðinni, þó svo það sé úr fjarlægð. Elsku afi okkar, við söknum þín og vonum að þér líði vel. Ingibjörg, Louísa, Arnar og Ragnar Ágúst. GÚSTAF BERGMANN EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.