Morgunblaðið - 22.05.2001, Page 44
HESTAR
44 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Reiðfatnaður í
miklu úrvali frá
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
EINS og undanfarin ár er uppstign-
ingardagur kirkjudagur aldraðra í
kirkjum landsins. Þá er eldri borg-
urum og fjölskyldum þeirra boðið
sérstaklega til guðsþjónustu. Aldr-
aðir taka virkan þátt í guðsþjónust-
unni með söng og upplestri. Þarna
gefst fjölskyldum tækifæri á að eiga
hátíðarstund saman í kirkjunni sinni
og á eftir er boðið upp á góðar veit-
ingar. Einnig eru víða í kirkjum sýn-
ingar á verkum sem aldraðir hafa
unnið í vetrarstarfinu.
Útvarpsguðsþjónustan þennan
hátíðisdag eldri borgara verður að
þessu sinni frá Háteigskirkju. Elli-
málanefnd þjóðkirkjunnar hvetur
alla til að koma í kirkju þennan dag
og kynna sér það sem er í boði fyrir
eldri borgarana og njóta dagsins
með þeim á kirkjudegi þeirra.
Dagur aldraðra
í Árbæjarsöfnuði
Á uppstigningardag, fimmtudaginn
24. maí, verður guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Ólöf Ólafsdóttir, fyrrverandi
prestur á elli-og hjúkrunarheimilinu
Skjóli, prédikar. Pavel Smid organ-
isti spilar og kirkjukórinn syngur.
Prestar safnaðarins þjóna fyrir alt-
ari. Aldraðir lesa ritningarlestra.
Hannyrðasýning þátttakenda í
félagsstarfi aldraðra í Árbæjar-
kirkju í forsal kirkjunnar. Eftir
guðsþjónustuna býður Soroptim-
istafélagið í Árbænum kirkjugestum
upp á kaffi og meðlæti í safnaðar-
heimilinu.
Prestarnir.
Kirkjudagur aldraðra
í Fella-og Hólakirkju
Á KIRKJUDEGI aldraðra, upp-
stigningardag, 24. maí 2001 er guðs-
þjónusta í Fella-og Hólakirkju kl.
14:00. Sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son þjónar fyrir altari ásamt Lilju G.
Hallgrímsdóttur, djákna. Lára
Björnsdóttir, félagsmálastjóri
Reykjavíkurborgar, predikar. Mikil
tónlist verður í guðsþjónustunni:
Gerðubergskórinn syngur undir
stjórn Kára Friðrikssonar og
kirkjukór Fella-og Hólakirkju syng-
ur undir stjórn Lenku Mátéová org-
anista kirkjunnar.
Eftir guðsþjónustuna syngja kór-
arnir einnig. Kór kirkjunnar er að
undirbúa söngferð til Þingeyrar á
Vestfjörðum og mun syngja hluta af
tónleikaskránni; negrasálma og ís-
lensk lög. Einsöngvarar eru úr röð-
um kórfélaga. Gerðubergskórinn er
einnig að fara í söngferð og liggur
leið þeirra til Vestmannaeyja. Þau
munu syngja nokkur íslensk lög úr
tónleikaskránni eftir guðsþjón-
ustuna.
Að loknum söng kóranna er við-
stöddum boðið upp á kaffiveitingar í
safnaðarheimilinu. Það er von okkar
að við getum átt góða stund í kirkj-
unni og ánægjulegt samfélag í safn-
aðarheimilinu á eftir. Allir eru hjart-
anlega velkomnir og eru þeir sem
óska eftir að fá keyrslu til og frá
kirkju góðfúslega beðnir að hafa
samband við Lilju fyrir kl. 16:00
miðvikudaginn 23. maí í síma 557-
3280.
Fella- og Hólakirkja.
„Ég byrja reisu mína“
DAGSKRÁ í Skálholti á uppstign-
ingardag 24. maí kl.14. Messa í Skál-
holtsdómkirkju. Sr. Sigurður Sig-
urðarson vigslubiskup
og sr. Egill Hallgríms-
son staðarprestur
þjóna. Pétur Pétursson
rektor les ritningar-
lestra. Kl. 15 kaffihlað-
borð í Skálholtsskóla.
Heitir brauðréttir,
rjómatertur og annað
bakkelsi. Verð 750 kr.
Kl. 16. Tónleikar í
kirkjunni: Íslensk
kirkjutónlist í þúsund
ár. Kammerkór Suður-
lands flytur verk úr ís-
lenskum tónlistararfi
undir stjórn Hilmars
Arnar Agnarssonar.
Kynnir Kári Bjarnason handrita-
fræðingur.
Ferðabæn og fararblessun í lok
tónleikanna. Að venju er ókeypis inn
á tónleika í Skálholtsdómkirkju.
Vígslubiskup og rektor.
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa í neðri safnaðarsal kl. 10–14 í
umsjá Þórönnu Þórarinsdóttur.
Skemmtiganga kl. 10.30. Júlíana
Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn.
Bæna- og fyrirbænastund í kirkj-
unni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K.
Þórsdóttur, djákna. Léttur hádeg-
isverður á vægu verði eftir stundina.
Samvera foreldra ungra barna kl.
14–16 í neðri safnaðarsal.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
Langholtskirkja. Kirkjan er opin til
hljóðrar bænagjörðar í hádeginu.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05. Þriðjudagur með Þorvaldi
kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem
Þorvaldur Halldórsson leiðir söng
við undirleik Gunnars Gunnarsson-
ar. Sr. Bjarni Karlsson flytur guðs
orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl.
21.30 í umsjá Bænahóps kirkjunnar.
Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli
kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30–
18. Stjórnandi Inga J. Backman.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr-
aðra. Ferðalag til Þingvalla og í
Grímsnes. Lagt af stað frá Digra-
neskirkju kl. 10. Skráning í síma
554-1475.
Fella- og Hólakirkja. Foreldra-
stundir kl. 10–12. Starf fyrir 11–12
ára stúlkur kl. 17–18. Göngustund.
Á þriðjudögum kl. 10.30 er lagt af
stað frá Fella- og Hólakirkju í göngu
í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur,
djákna. Gangan er ætluð fólki á öll-
um aldri. Á eftir er boðið upp á djús
eða kaffi í safnaðarheimilinu.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18 á neðri hæð kirkjunnar.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn
í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu
Borgum.
Seljakirkja. Foreldramorgnar. Opið
hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strand-
bergi, kl. 17–18.30.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13–16 í safnaðarheimili
Vídalínskirkju. Kaffi á könnunni.
Hægt að grípa í spil, rabba saman
og yfirleitt að hitta mann og annan í
góðu tómi.
Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg-
unn í safnaðarheimili Þverholti 3, 3.
hæð frá kl. 10–12.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10–12.
Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára
starf alla þriðjudaga kl. 17–18.
Helgistund í kirkjunni sömu daga
kl. 18.15– 19.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar
þriðjudögum kl. 10–12.
Keflavíkurkirkja. Lúðrasveitir
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
halda tónleika í Kirkjulundi kl.
19.30.
Hvammstangakirkja. Æskulýðs-
fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum.
Krossinn. Almenn samkoma
kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel-
komnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu-
skóli í kvöld kl. 20.
Kirkjudagur
aldraðra
KIRKJUSTARF
REIÐVEGIR eru í dag eðli málsins
samkvæmt grundvöllurinn fyrir því
að hægt sé að stunda hestamennsku
og á því hafa yfirvöld í Hafnarfirði
góðan skilning. Alls hafa verið gerð-
ir reiðvegir fyrir hátt í 40 milljónir
króna á útreiðarsvæði Sörlamanna
og þar hefur bæjarfélagið lagt til
um 30 milljónir. Um er að ræða 15
til 20 kílómetra reiðleið sem að
stærstum hluta liggur um hraunið
norðan við hesthúsahverfin tvö sem
byggð hafa verið í Hafnarfirði.
Í máli Magnúsar Gunnarssonar
bæjarstjóra, sem mætti á fundinn,
kom fram að fullbyggt væri á svæð-
inu miðað við núverandi skipulag en
uppi væru hugmyndir um stækkun
nýja hverfisins og yrði unnið í því
máli af hálfu bæjarins. Hann lýsti
ánægju sinni með samstarfið við
hestamenn og ekki síður hvað hefði
tekist gott samstarf milli hesta- og
skógræktarmanna en hinir síðar-
nefndu hefðu hleypt hestamönnum
inn á svæði sem þeim hafði verið út-
hlutað.
Á fundinum var einnig formaður
Skógræktarfélags Hafnarfjarðar,
Hólmfríður Finnbogadóttir, og voru
þau sammála um að mikil breyting
hefði orðið á umgengni og fram-
komu hestamanna. Sagði Magnús
að hestamenn hefðu mátt bæta ráð
sitt og það hefðu þeir svo sannar-
lega gert og nú gengju þessir fyrr-
um andstæðingar, hestamenn og
skógræktarfólk, í góðum takti og
ynnu saman. Þá kom fram í máli
hans að svæðið sem hér um ræddi
væri ekki bara fyrir hestamenn því
þetta væri útivistarsvæði fyrir aðra
bæjarbúa.
Reiðvegirnir nýju eru mjög vand-
aðir að allri gerð. Þeir liggja yfir
hraunið eins og áður sagði og því
hefur þurft talsvert efni til að fylla
upp í gjótur og stærri lægðir. Yfir
grófa efnið er síðan lagt fínna efni
þannig að ekki á að þurfa að grjót-
hreinsa göturnar til að gera þær
þægilegri yfirferðar. Vegirnir eru
að sögn Magnúsar bæjarstjóra bæði
hugsaðar fyrir hestamenn og
göngufólk og því þurfi að gæta til-
litssemi á báða bóga.
Mótorhjólin pirrandi
Aðspurðir sögðu Sörlamenn að
nokkuð bæri á að mótorhjólamenn
legðu leið sína á þessar götur og
þættu það ekki góðir gestir. Er þar
gjarnan um að ræða hávaðasöm tor-
færuhjól sem ekki eiga neina sam-
leið með hestum eða göngufólki sem
leitar á óbyggt land til að njóta þess
sem lítt eða ósnortin náttúra hefur
upp á að bjóða. Hjól þessi eru að
verða stórvandamál víða í útjaðri
höfuðborgarsvæðisins á göngu- og
reiðleiðum..
Birgir Sigurjónsson formaður
reiðveganefndar félagsins sagði að
um leið og unnið væri að bættri að-
stöðu fylgdi áróður um góða um-
gengni við landið og hver hestamað-
ur þyrfti að kappkosta að sýna góða
fyrirmynd. Hann sagði að aðkomu-
menn sem komið hafa og skoðað og
riðið um þessar nýju reiðgötur væru
yfir sig hrifnir. Magnús bæjarstjóri
sagði að hann skynjaði áhrifin af
þessari uppbyggingu í formi sím-
hringinga þar sem hestamenn víða
að vildu fá lóð undir hesthús í Hafn-
arfirði.
Vandað kort á leiðinni
Á næstu dögum er væntanlegt
kort yfir reiðvegi í Hafnarfirði og
upplýsti Hilmar Sigurðsson, sem
situr í reiðveganefnd með Birgi, að
kortið næði talsvert inn á félags-
svæði nágrannafélaganna og myndi
það því nýtast fleirum en þeim sem
hygðust ríða á svæði Sörla. Með
kortinu fylgja leiðarlýsingar og ým-
is annar fróðleikur af svæðinu eins
og til dæmis aldur hraunsins sem
farið er um. Nefndarmenn öfluðu
styrkja til gerðar kortsins og verður
því dreift ókeypis til félagsmanna en
selt öðrum. Taldi Hilmar að hér
væri um mjög áhugavert plagg að
ræða fyrir hestamenn. Má hiklaust
taka undir það og vísast gæti kortið
orðið hvati fyrir hestamenn af öðr-
um svæðum að ríða í Hafnarfjörð og
skoða.
Góðir ferðamöguleikar
En það er um fleiri leiðir að ræða
en þessa nýju reiðvegi því þegar
farið er um svæðið til dæmis hjá
Kaldárseli og þar um kring kemur í
ljós að möguleikarnir eru miklir fyr-
ir ferðaglaða hestamenn. Stað-
reyndin er raunar sú að í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins eru ótal
ferðamöguleikar fyrir hestamenn og
eins og þeir sem best þekkja til vita
er hægt að fara í margra daga
ferðalag á hestum án þess að fara
langt að heiman. Gullbringusýslan
býður upp á ótrúlega marga kosti í
þessum efnum og víst er að þar
finnast margir fagrir staðir.
Þótt ýmislegt hafi verið gert til að
skapa góða aðstöðu til útreiða víða
má hiklaust fullyrða að Sörli, Hafn-
arfjarðarbær og Skógræktin þar í
bæ hafi gefið tóninn um það hvernig
standa skuli að málum.
Hafnfirskir hestamenn lyfta Grettistaki í reiðvegamálum
Tónninn gefinn
Sörli í Hafnarfirði hefur gefið tóninn
um það hvernig fyrirmyndaraðstaða
hestamennskunnar skuli vera. Í góðu
samstarfi við bæjarfélagið voru gerð-
ir reiðvegir og vallarsvæði sem er eitt
það besta sem getur að líta. Valdi-
mar Kristinsson skoðaði útreiðar-
svæði Hafnfirðinga í fylgd forráða-
manna félagsins, sem boðuðu til
blaðamannafundar.
Glaðbeittir Sörlamenn á reiðveginum góða ásamt fulltrúa verktakafyrirtækisins Magna sem séð hefur um
mest af framkvæmdunum. Frá vinstri Sigurður Ævarsson, Vilhjálmur Ólafsson, formaður félagsins, Birgir
Sigurjónsson, Hilmar Sigurðsson og Sölvi Jónsson frá Magna.
Morgunblaðið/Valdimar
Vilhjálmur formaður ásamt Hólmfríði
Finnbogadóttur, formanni Skógræktar-
félags Hafnarfjarðar, og Magnúsi Gunn-
arssyni bæjarstjóra.