Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 57 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 4507-4500-0030-3021 4543-3700-0015-5815                                  !  "# "$% & '    ()( )$$$ Nýtt á Íslandi, gelfyllt bikiní  565 3900 - www.freemans.is NÝLEGA lauk kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem löngum hefur verið veigamikill stökkpallur fyrir leik- stjóra, einkum evrópska, á grýttri leið til frægðar og frama. Að þessu sinni verður fjallað um einn þeirra, Bernando Bertolucci. Fáir núlifandi ítalskir leikstjórar eru víðfrægari en hinn liðlega sextugi heiðursmað- ur, þótt hann hafi aðeins lokið við tvær leiknar myndir síðasta ára- tuginn. Bertolucci, sem er þekktur fyrir pólitískar ádeilur og svipmikl- ar stórmyndir, jafnt sem að hafa brotið blað í kvikmyndasögunni fyrir óvenju djörf og opinská eró- tísk efnistök, er fæddur 1940, í borginni Parma á Ítalíu. Sonur ljóðskáldsins og kvikmyndagagn- rýnandans Attilio Bertolucci, hóf sjálfur að yrkja á unga aldri og fékk ljóð sín birt aðeins 12 ára gamall. Tvítugur, þá nemandi við Háskóla Rómaborgar, vann Bertol- ucci til þekktra verðlauna, Premio Viareggio, fyrir ljóðabókina Í leit að leyndardómnum. Umvafinn and- legu jafnt sem veraldlegu ríkidæmi, fékk Bertolucci einnig kornungur tækifæri til að fást við kvikmynda- gerð og var farinn að spreyta sig með 16 mm tökuvél þegar á tán- ingsárunum. Byrjendaverkin voru tvær myndir um börn, en eftir hann liggja allnokkrar stuttmyndir til viðbótar á 16 mm filmu. 1961 hætti Bertolucci námi og gerðist aðstoðarleikstjóri hins um- deilda Piers Paolo Pasolini, sem þá vann að Accattone!, og lauk ári síð- ar, þá tæplega 22ja ára, við La Commare Secca, sína fyrstu löngu mynd. Harðneskjuleg mynd um morðgátu, byggð á handriti Pasol- inis. Hún vakti litla eftirtekt hjá áhorfendum og gagnrýnendur ypptu öxlum. Bertolucci lagði sig mun betur fram við næsta verkefni og tók sér tvö ár í að undirbúa tök- ur á Prima della Revoluzione – Fyrir uppreisnina (́’65). Hún þótti þroskað og afar rómantískt verk um líf vandræðaunglinga og vakti athygli á leikstjóranum á Cannes ’́64, þótt áhorfendur létu ekki sjá sig. Myndin bar hróður hans um Evrópu og vestur um haf og færði Bertolucci Max Ophuls-verðlaunin frönsku. Árið 1970 markaði tímamót í sögu hins þrítuga leikstjóra, sem skilaði af sér tveimur, frábærum verkum. La Strategia Rogno – Kænskubragð kóngulóarinnar, sem segir af tilraunum ungs manns að leysa gátur í lífi aldraðs og veik- burða föður, sem hafði verið and- stæðingur Mussolini og fasismans. Myndin, sem upphaflega var ætluð til sýninga í sjónvarpi, þótti taka öðru fram sem Bertolucci hafði gert, þó vakti Il Conformista enn meiri athygli og lof og færði leik- stjóranum heimsfrægð. Þegar hér var komið sögu var Bertolucci kominn í hóp efnilegustu leikstjóra kvikmyndaheimsins. Hann lét svo ummælt að kvik- myndin væri hið sanna, ljóðræna tungumál, og tók nýja stefnu. Næsta yrkisefni var gjörólíkt fyrri pólitískum viðfangsefnum; hneyksl- unarhellan L’ultímo tango a Parigi – Last Tango in Paris (́’72). Mynd- in, með stórleikaranum Marlon Brando í aðalhlutverki, fór einsog eldur í sinu um gjörvallan heim og Bertolucci var orðinn viðurkenndur og sýnilegur í öllum heimshornum og talinn með merkustu leikstjór- um ofanverðrar 20. aldarinnar. Maður sem höfðaði til allra áhorf- endahópa. Fjögur ár liðu uns næsta stór- virki, Novecento – 1900, var frum- sýnt á Cannes ’́76. Stórmynd sem spannar 70 ár í lífi fjölskyldu og endurspeglar þjóðfélagsástandið í Emiliahéraði á Ítalíu. Söguhetjurn- ar tveir menn (leiknir af Robert De Niro og Gerard Depardieu), sem fæðast báðir á Ítalíu við upphaf síð- ustu aldar. Farið ofan í kjölinn á ástandinu sem mótaði stjórnmál og ítalskt þjóðfélag fram yfir seinna stríð og áhrif þess á borgarana. Myndin vakti mikið umtal vegna grófrar notkunar ofbeldis og op- inskárra kynlífsatriða og ekki síður sakir ógnarlegrar lengdar. Frum- sýningin á Cannes varði í hálfa sjöttu klukkustund, sú útgáfa sem yfirleitt stendur til boða á mynd- bandaleigum er mun skemmri, þó hartnær 4 tímar. 1900 prýða all- margar stórstjörnur til viðbótar, m.a. Burt Lancaster, Dominique Sanda og Donald Sutherland. Næsti áratugur var mun átaka- minni. Bertolucci fékk takmarkað hrós fyrir Luna (’79) og La Trag- edia di un Como Ridicolo (’81). Auk þess framleiddi hann nokkrar myndir og kom fram í heimild- armyndunum Alberto Moravia (’76) og Whoever Says the Truth Shall Die (́’81). Það var ekki fyrr en með stórmyndinni Síðasti keisarinn – The Last Emperor (́’87), að leik- stjórinn náði fyrra flugi og vann þessi mikilfenglega mynd um síð- asta keisarann í Kínaveldi, almenna hylli kvikmyndahúsgesta og fjölda verðlauna. Bertolucci tókst ekki að fylgja henni eftir sem skyldi, kvik- myndagerð sögu Pauls Bowles, The Sheltering Sky (́’90), var lítið annað en laglegt augnakonfekt. Bertolucci sneri aftur til Austur- landa til að gera Little Buddha (’94). Myndin fékk frekar daufar viðtökur hjá gestum og gagnrýn- endum en leikstjórinn kom heldur betur til baka með Stealing Beauty, tveimur árum síðar. Tekin í sveita- sælu Toscana-héraðsins, þar sem bandarísk stúlka (Liv Tyler), er í heimsókn að leita uppruna síns. Ekki að því að spyrja, allur karla- blóminn vill losa stúlkuna úr helsi meydómsins. Handrit og leikstjórn eru með ágætum, sömuleiðis frammistaða flestra leikaranna, annarra en Tylers, og Jeremy Irons gerir myndina vel þess virði að sjá hana. Árið 1998 velti Bertolucci sér enn og aftur uppúr stjórnmálum, ástum og girnd í Besieged. Tekin í Rómaborg með David Thewlis í hlutverki tónskálds og Thandie Newton leikur ástkonu hans, póli- tískan flóttamann frá S-Afríku. Þrátt fyrir lofsamlega dóma hefur lítið heyrst síðan frá hinum snjalla ítalska kvikmyndagerðarmanni. BERNANDO BERTOLUCCI Drama. Bretland. 158 mín. Ævintýralegt lífshlaup síðasta keisarans í Kína sem tók við rík- inu þriggja ára, gerist valdalaust tákn tólf ára, uns hann gengur á mála hjá Japönum. Handtekinn 1945 af Sovétmönnum, með- höndlaður sem ótýndur stríðs- fangi, framseldur til síns gamla heimalands. Þar sat hann af sér en varð loks frjáls maður á ný og kaus þá helst að hlúa að jarð- argróðri á gamalkunnum slóðum í Borginni forboðnu. Kvikmyndagerðarmennirnir segja stórbrotna söguna á viðeig- andi hátt, búningar og svið með eindæmum litfögur og glæsileg, eða stingandi grá og guggin. Hér er fjallað um stórbrotnar þjóð- félagsbreytingar, Bertolucci og mönnum hans tekst að lýsa þeim meistaralega í hvívetna. Nokkuð löng, en hvar á að klippa? Hlaut 9 Óskarsverðlaun, þ. á m. sem besta mynd ársins og Bertolucci var kjörinn besti leikstjórinn. LAST TANGO IN PARIS (1972)  ½ Leikarar: Marlon Brando, Maria Schneider, Jean Pierre Leaud. Drama. Frakk- land. 1973. 129 mín. Tímamótamynd, sakir bersögli í amorsbrögðum. Brando leikur miðaldra Bandaríkjamann í Par- ís, sem kynnist ungri stúlku (Schneider), skömmu eftir fráfall konu sinnar. Þau stunda hispurs- laust kynlíf á laun, sem jafn- framt er flóttameðal Brandos frá napurri tilveru. Samband þeirra stjórnast lengi af sadómasókisma, en þeg- ar tilfinningar vakna er draum- urinn úti. Var kjörin besta mynd ársins af gagnrýnendasamtökum New York borgar og tilnefnd til Óskarsverðlauna, ásamt Brando. IL CONFORMISTA (1970) Leikarar: Jean-Louis Trintign- ant, Stefania Sandrelli, Gastone Moschin og Enzo Tarascio. Drama. Ítalía. 1970. Framúrskarandi stílhrein kvikmyndagerð sögu Alberos Moravia, þar sem leitað er róta fasismans. Efnistökin eft- irminnilega áhrifarík og tilfinn- ingaþrungin og er myndin vafa- laust með þeim bestu frá Ítalíu á síðari hluta 20. aldar. Franski stórleikarinn Jean-Louis Trint- ignant leikur samkynhneigðan mann, bældan sökum atviks sem henti hann á unglingsaldri, er hann skaut bílstjóra fjölskyld- unnar til bana. Reynir, sem roskinn maður, að finna frið í sálinni með inngöngu í leyniþjón- ustu fasista og leyna samkyn- hneigðinni með því að giftast konu (Stefania Sandrelli), sem hann tæpast þolir. Til að sanna sig fyrir flokknum tekur hann að sér að myrða aldraðan pró- fessor, fyrrum læri- meistara sinn, en kynnist í leiðinni og hrífst af andfasista, lesbískri konu (Dom- inique Sanda), sem breytir lífsskoðunum hans. Áleitin, frökk og grimm persónu- skoðun og þjóðfélagsádeila með skömm, spillingu og hnignun í brennidepli. THE LAST EMPEROR (1987)  ½ Leikarar : John Lone, Joan Chen, Peter O’Toole, Victor Wong. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Bernando Bertolucci ásamt Marlon Brando og Maria Schneider við tökur á Last Tango in Paris. Bernardo Bertolucci Njálsgötu 86, s. 552 0978 Vöggusængur, vöggusett, barnafatnaður Klapparstíg 44, sími 562 3614 HÚSASKILTI Pantið fyrir 25. nóvember til jólagjafa. HÚSASKILTI Maítilboð 10% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.