Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Side 6

Morgunblaðið - 10.06.2001, Side 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 3/6–9/6  ÁÆTLAÐ er að 144 leikskólakennara vanti í ágúst nk. til starfa við Leikskóla Reykjavíkur. Þar af þarf að ráða í 30 stöður deildarstjóra.  FULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokksins í borg- arstjórn gagnrýna árs- reikninga Reykjavíkurborgar og benda á að hreinar skuld- ir borgarinnar hafi sjö- faldast á átta árum.  LEKI kom að gámi með eiturefni í flutningaskip- inu Helgafelli. Slökkvi- liðsmenn í eiturefnabún- ingum opnuðu gáminn og kom þá í ljós að ætandi sýra, sk. tríklórsýru- upplausn, hafði lekið úr gáminum. Engin slys urðu á fólki en sýran er stór- hættuleg við innöndun og komist hún í snertingu við húð.  ÞRENNT slasaðist þeg- ar rúta valt á hliðina við afleggjarann að Bláa lón- inu á þriðjudag. Mjög hvasst var á þessum slóð- um þegar óhappið varð og er jafnvel talið að öfl- ug vindhviða hafi orðið til þess að rútan valt.  MIKIÐ fannfergi, krap og skafrenningur gerði ferðamönnum óleik á Norður- og Norðaust- urlandi á mánudag. Vegir urðu víða ófærir og nokk- uð var um útafkeyrslur og bílveltur t.d. á Fjarð- arheiði og Breiðdalsheiði. Þá var Víkurskarð lokað fólksbílum sem og vegir víða í Suður-Þingeyj- arsýslu. Þorskkvóti næsta árs verður 190 þúsund tonn STÆRÐ þorskstofnsins hefur verið of- metin um 289 þúsund tonn og verður kvóti næsta fiskveiðiárs 190 þúsund tonn, 30.000 tonnum minni en á þessu ári. Hefur hann þá dregist saman um 60.000 tonn á tveimur árum. Verður um að ræða 5,3% samdrátt í þorskígildum talið frá yfirstandandi fiskveiðiári en um 4% samdrátt ef miðað er við út- flutningsverðmæti. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði að talið væri að tekjutap þjóðarbúsins vegna þessa næmi tæplega þremur milljörð- um króna, eða 0,4% þjóðarframleiðsl- unnar. Árni mun óska formlega eftir skýringum Hafrannsóknastofnunar á ofmati á þorskstofninum undanfarin fjögur ár. Þá mun hann óska eftir því við Fiskistofu að hún geri grein fyrir þeim þáttum sem geta haft áhrif á ná- kvæmni upplýsinga um landaðan afla. Einnig ætlar Árni að fá óháðan, utanað- komandi aðila til að leggja mat á for- sendur og mat Hafró á þorskstofninum. Vaxandi þrýstingur á Landsvirkjun um raforkusölu FORRÁÐAMENN Norðuráls og Landsvirkjunar hittust á fundi á mið- vikudag þar sem farið var yfir stöðu mála varðandi áform Norðuráls um stækkun álversins á Grundartanga og möguleika Landsvirkjunar á raforku- sölu til álversins. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir gagn- kvæman vilja til að ná fram niðurstöðu sem gerði Norðuráli kleift að auka af- kastagetu álversins upp í 180 þúsund tonna framleiðslu á ári. Í kjölfar þróun- ar í efnahagsmálum fyndi Landsvirkj- un einnig fyrir vaxandi þrýstingi á ár- angur í viðræðunum. INNLENT Sögulegur sigur Blairs VERKAMANNAFLOKKURINN brezki vann stórsigur í þingkosningum á fimmtudaginn. Úrslitin eru söguleg því nú er í fyrsta skipti útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn sitji í stjórn tvö heil kjörtímabil í röð. Kjörsókn var hins vegar í sögulegu lágmarki, um 60%. Þegar talningu var lokið í flestöllum kjördæmum var staðan sú að Verka- mannaflokkurinn hafði tryggt sér 167 þingsæta meirihluta. 413 úr Verka- mannaflokknum, 166 íhaldsmenn og 52 frjálslyndir demókratar munu skipa neðri deild brezka þingsins þetta kjör- tímabil, auk fáeinna þingmanna úr öðr- um flokkum eða óháðir. Blair hóf strax á föstudag uppstokkun í ríkisstjórninni. Robin Cook, einn „evrópusinnaðasti“ ráðherrann, hættir sem utanríkisráð- herra og tekur við forystu þingflokks Verkamannaflokksins. Við utanríkis- málunum tekur Jack Straw, en hann var innanríkisráðherra. William Hague, leiðtogi Íhaldsflokksins, játaði ósigur sinn og tilkynnti um afsögn sína. Tony Blair var að vonum ánægður með úrslitin og sagði þau sýna að kjósendur hefðu stutt stefnu hans og fyrirheit um fjárfestingar í opinberri þjónustu. Krónprins gekk berserksgang Meðlimur nepölsku konungsfjölskyld- unnar, sem vitni var að fjöldamorðinu föstudaginn 2. júní síðastliðinn, stað- festi í vikunni sekt Dipendra krónprins. Vitnið sagði krónprinsinn hafa haldið uppi látlausri skothríð úr tveimur vél- byssum í um fimmtán mínútur. Dip- ndra drap níu ættingja sína, þar á með- al föður sinn, Birendra konung, móður sína og bróður og svipti sjálfan sig loks lífi. Bróðir hins fallna konungs, Gya- nendra, hefur tekið við krúnunni. Margir Nepalbúar telja hann hafa stað- ið á bak við morðin ásam syni sínum, Paras, en sumum þykir grunsamlegt að bæði Paras og móðir hans skuli hafa sloppið lifandi.  ÍRAR höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag að Írland staðfesti Nice-sáttmál- ann, sem ætlað er að búa ESB undir stækkun til austurs.  STJÓRNVÖLD í Make- dóníu hótuðu á miðviku- dag að lýsa yfir stríðs- ástandi í landinu eftir að fimm stjórnarhermenn féllu í bardögum við alb- anska skæruliða. Vest- rænir ráðamenn leggja hart að Makedón- íumönnum að lýsa ekki slíku ástandi yfir þar sem það yrði aðeins vatn á myllu öfgamanna.  BANDARÍSKUR alrík- isdómari hafnaði á mið- vikudag kröfu verjanda Timothys McVeighs um frestun á aftöku hans. Henni verður ekki frest- að frekar og mun hann verða tekinn af lífi á morgun, mánudag.  CARLOS Menem, fyrr- verandi forseti Argent- ínu, var hnepptur í stofu- fangelsi á fimmtudag vegna rannsóknar á ásökunum um að hann hefði átt aðild að ólög- legri vopnasölu til Króat- íu og Ekvadors á árunum 1991-95.  GEORGE Tenet, for- stjóri bandarísku leyni- þjónustunnar CIA, hóf á miðvikudag ferð sína um Mið-Austurlönd. George W. Bush forseti fól Tenet að freista þess að koma friðarviðræðum aftur af stað milli Ísraela og Pal- estínumanna. Förin þykir marka stefnubreytingu af hálfu Bush-stjórnarinnar. ERLENT RÁÐSTEFNU, sem framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB) hélt um endur- skoðun sameig- inlegrar sjávar- útvegsstefnu sambandsins og fulltrúar hinna ýmsu hags- munaaðila í greininni sátu, lauk í Brussel á fimmtudag. Í ávarpi við setn- ingu hennar á þriðjudag sagði Franz Fischler, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn- inni, að útvegsmenn og aðrir hags- munaaðilar í greininni yrðu að taka virkan þátt í því endurskoðunarferli sem í gangi er, en stefnt er að því að ný reglugerð um sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna taki gildi um áramótin 2002–2003. Hóf Fischler mál sitt á að við- urkenna að hingað til hefði fisk- veiðistjórnunarkerfi sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar brugðizt markmiðum sínum á margan hátt. Því væri það brýnt nú að vel tækist til um endurskoðun stefnunnar. En vandamál tengd fiskveiðistjórnun væru ekki bundin við ESB. „Evrópusambandið er ekki eitt um að eiga við slíkan vanda að etja. Þegar litið er yfir heiminn kemur í ljós að það er engin töfralausn til í fiskveiðistjórnunarmálum. Þetta er ástæðan fyrir því að allir sem annt er um framtíð sjávarútvegsins vinni saman af einlægni. Þetta er líka ástæðan fyrir því að framkvæmda- stjórnin vill endurskoða sameigin- lega sjávarútvegsstefnu ESB í heild sinni og koma í gang víðtækri umræðu um umbætur á henni,“ sagði Fischler. Grænbókin safn hugmynda en ekki fastmótaðra tillagna Beztu leiðina til að hefja þessa umbótaumræðu hefði fram- kvæmdastjórnin valið með græn- bókinni sem birt var í lok marzmán- aðar. Tók hann fram að í grænbókinni séu ekki fastmótaðar tillögur heldur sé þar lýst nokkrum hugmyndum um það hvernig hugs- anlegt sé að leysa þau vandamál sem sameiginlega sjávarútvegs- stefnan stendur frammi fyrir. Lagði hann sérstaka áherzlu á að hagsmunaaðildar í sjávarútvegi legðu sitt af mörkum í endurskoð- unarferli þessu. Rifjaði Fischler upp þau fjögur meginmarkmið sem lýst er í græn- bókinni, þ.e. að fiskveiðar verði sjálfbærar og ofveiði stöðvuð; að hagsmunaaðilar taki meiri þátt í ákvarðanatöku þar sem þar með verði frekar farið eftir þeim reglum sem settar eru; að sjávarútvegur og fiskeldi verði atvinnugreinar sem ekki þurfi á niðurgreiðslum eða op- inberum styrkjum að halda; og loks að stuðla að sjálfbærum fiskveiðum einnig utan lögsögu ESB. Til þess að nálgast þessi mark- mið sagði Fischler brýnast að byrja á því að hætta að reyna að beita skammtímalausnum. Núgildandi grundvallarreglu um hlutfallslegan stöðugleika eigi að halda óbreyttri og öðrum gildandi reglum um að- gengi að fiskimiðum. „En þegar til langs tíma er litið gætu markaðs- öflin og nýjar fiskveiðistjórnunar- aðferðir leikið meira hlutverk í sameiginlegu sjávarútvegsstefn- unni,“ sagði Fischler. Franz Fischler á ráðstefnu um sjávarútvegsstefnu ESB Segir samráð við hags- munaaðila lykilatriði Franz Fischler TONY Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, gerði hrókeringar á ráðherraskipan í ríkis- stjórn sinni að fyrsta verkinu á nýju kjör- tímabili. Robin Cook víkur úr stól utanrík- isráðherra og fjórar konur koma nýjar inn í brezku stjórnina. Brottvikning Cooks úr stjórninni á föstu- dag kom mörgum á óvart, en hann hafði verið utanríkisráð- herra frá upphafi kjör- tímabilsins 1997. Hann naut víðtækrar hylli og virðingar í embætti, en átti það reyndar til að gera neyðarlegar skyssur. Cook verður áfram að forminu til í ríkisstjórninni sem leiðtogi þing- flokks Verkamannaflokksins, en al- mennt eru þessar breytingar á starfsvettvangi Cooks álitnar vera stöðulækkun fyrir hann. Cook segist sjálfur fagna breytingunum á sínum högum. Blair bætti fjórum konum í ráð- herraliðið, til viðbótar við þær þrjár sem fyrir voru, en samtals eru nú 22 ráðherrar í ríkisstjórninni. Estelle Morris mun stýra nýju ráðuneyti menntunar- og hæfnimála; Tessa Jowell verður menningar-, fjöl- miðla- og íþróttamálaráðherra; Pat- ricia Hewitt fær tvöfaldan ráðherra- stól sem viðskipta- og iðnaðarmálaráðherra og ráðherra kvennamála; og loks mun Hilary Armstrong taka við hlutverki „aga- meistara“ (chief whip) þingflokks Verkamannaflokksins. Blair útnefndi Jack Straw, sem var innanríkisráðherra, arftaka Co- oks. David Blunkett, sem fór með menntamálin, flyzt í innanríkisráðu- neytið. Uppstokkunina má túlka sem traustsyfirlýsingu á Jack Straw, sem í hlutverki innanríkisráðherra fór fyrir hertri „laga og reglu“- stefnu stjórnarinnar á fyrra kjör- tímabilinu, og á Blunkett, sem hefur getið sér orðstír sem einn hæfasti ráðherra stjórnarinnar. Hefur þeirri hugmynd jafnvel verið hreyft, að Blunkett, sem er blindur, sé hugs- anlegt framtíðarleiðtogaefni Verka- mannaflokksins. Gordon Brown, sem hafði yfirum- sjón með kosningabaráttu Verka- mannaflokksins að þessu sinni, hélt stöðu sinni sem fjármálaráðherra, eins og við hafði verið búizt. Landbúnaðarráðherrann fær að fjúka John Prescott, sem varð það á í kosningabaráttunni að missa stjórn á sér eitt augnablik og kýla þátttak- anda í götumótmælum, missir hið stóra ráðuneyti umhverfis-, sam- göngu- og héraðamála en heldur titli varaforsætisráðherra. Þá fékk land- búnaðarráðherrann Nick Brown að fjúka, en hann hafði sætt gagnrýni fyrir frammistöðu sína í embætti meðan gin- og klaufaveikifaraldur- inn stóð sem hæst. Hann verður undirráðherra atvinnumála. Hans ráðuneyti færist undir hið nýja ráðuneyti gömlu kempunnar Marg- aret Beckett, sem nær yfir umhverf- is-, samgöngu- og sveitamál. Steve Byers, sem var viðskiptaráðherra, tekur við öðrum málum sem áður heyrðu undir Prescott – flutninga- mál, sveitarstjórna- og héraðamál. Lundúnum. AP, Reuters. Jack Straw Robin Cook Blair gerir talsverðar breytingar á brezku stjórninni Fjórar konur bætast í ráðherraliðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.