Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 2
ANDI liðinna tíma sveif yfir vötn- um í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær, þegar atriði fyrir kvikmyndina Mávahlátur sem á að gerast í 17. júní hátíðarhöldunum árið 1952 var tekið upp. Um eitthundrað aukaleikarar á öllum aldri klæddu sig því upp á gamla mátann til að gera atriðið raunverulegt. Fimleikasýning, reiptog og dansleikur við hljóm- sveitarpallinn eru meðal þeirra at- riða sem tekin voru upp í gær. Kristín Marja Baldursdóttir skrif- aði bókina sem handritið er gert eftir. Ágúst Guðmundsson leikstjóri myndarinnar segir að tökur hafi gengið mjög vel. Hann segir að nú sé eftir að taka upp þau atriði myndarinnar sem gerast að sumri til, en gert er ráð fyrir að síðasti tökudagur verði á morgun. Gamli tíminn end- urvakinn Morgunblaðið/Sigurður Jökull KRÍAN er kjarkaður fugl þar sem hún leggur til atlögu með eldrauðan gogginn og hamslaust hugrekkið að vopni við hvern þann sem vogar sér að nálgast varpið. Það eru ekki nema hraustustu menn sem hætta sér inn fyrir víg- línuna, og er þó spurt að leikslokum. Á golfvell- inum á Suðurnesi á Sel- tjarnarnesi gætir krían þess vel að enginn fari nærri hreiðri hennar og á það til að ráðast á kylfinga sem voga sér inn á yfirráðasvæði hennar. Kylfingarnir hafa því samið reglur sem veita lausn frá hreiðrum, þ.e. ef kúlan lendir við hreiður má taka hana og færa – vít- islaust. Ef krían er mjög ágeng má kylfingur líka hafa aðstoðarmann sem ver hann með því að standa fyrir aftan hann og halda priki á lofti. Yfirráða- svæðið varið Morgunblaðið/Arnaldur FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Reykjavíkurborg og Vátrygginga- félag Íslands til að greiða konu rúmlega 3,6 milljónir króna í skaðabætur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt kon- unni í vil og dæmt henni sömu upphæð en Reykjavíkurborg og VÍS áfrýjuðu dómnum til Hæsta- réttar. Konan var húsmóðir á fimm manna heimili og vann sem sjúkra- liði í hálfu starfi þegar hún lenti í umferðarslysi árið 1997 „og hlaut af nokkur lemstur“, eins og segir í dómi Hæstaréttar. Slysið varð með þeim hætti að bifreið í eigu Véla- miðstöðvar Reykjavíkurborgar var ekið aftan á bifreið konunnar. Var- anleg örorka konunnar er 15%. Samkvæmt skaðabótalögum eiga þeir sem vinna við heimilisstörf rétt á bótum verði þeir fyrir lík- amstjóni sem verður til þess að þeir geti ekki sinnt heimilisstörf- unum. Bæturnar eiga að miðast við verðmæti vinnu við heimilisstörf. Ágreiningur um hvaða laun yrðu lögð til grundvallar Ágreiningur reis um hvaða laun skyldi leggja til grundvallar við ákvörðun bóta fyrir varanlega ör- orku. Fram kemur í dómnum að engra gagna eða samanburðar- hæfra talna njóti við um það, hvaða launaviðmiðun geti almennt verið réttlætanleg vegna heimilis- starfa. Hæstiréttur ákvarðaði konunni bætur miðað við að hún hefði unnið í fullu starfi sem sjúkraliði. Reykjavíkurborg og VÍS hefðu enda ekki sýnt fram á, að konan hefði ekki getað tvöfaldað árstekj- ur sínar með því að vinna fulla vinnu. VÍS fór ekki eftir lögum Hæstiréttur féllst á kröfu kon- unnar um að henni yrði bætt tíma- bundið atvinnutjón vegna heimilis- starfa með sömu fjárhæð og hún fékk samtals í mánaðarlaun í hálfu starfi sem sjúkraliði, þann tíma sem hún var óvinnufær með öllu. Þeirri kröfu væri enda svo í hóf stillt að hún yrði ekki skert. Reykjavíkurborg og VÍS var ennfremur gert að greiða konunni sameiginlega 500.000 krónur í málskostnað í héraði. Við ákvörðun um málskostnað var m.a. litið til þess að áfrýjendur gáfu ekki viðhlítandi skýringar á því, hvers vegna VÍS varð ekki við margendurteknum óskum konunn- ar um greiðslu á bótum, sem hún myndi taka með fyrirvara, svo sem félaginu var þó skylt samkvæmt lögum um vátryggingarsamninga. Fyrir héraðsdómi kom fram, að VÍS neitaði að greiða konunni þær bætur sem enginn ágreiningur var um. Konan fékk gjafsókn fyrir Hæstarétti og var allur málskostn- aður greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. 400.000 króna þóknun lögmanns hennar, Atla Gíslasonar hrl. Örorkubætur húsmóður miðaðar við fullt starf LÍKLEGA verður ekkert af sameig- inlegu eftirliti lögreglunnar á Suður- landi á hálendinu í sumar. Sumarið 1999 veitti Ríkislögreglustjóri styrk til að samræma og bæta eftirlit á svæð- inu sem mæltist að sögn lögreglunnar afar vel fyrir. Í fyrra var ekki um sam- eiginlegt eftirlit að ræða þar sem ekki fékkst fjármagn til verkefnisins. Tómas Jónsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að ekki hafi verið farið fram á fjárveitingu til þess að sinna sameiginlegu eftirliti lögregluemb- ættanna í Rangárvallarsýslu, Vestur- Skaftafellssýslu og í Árnessýslu. „Okkur var synjað um fjárveitingu í fyrra og við vitum að það þýðir ekkert að vera að biðja um slíkt aftur. Frekar biðjum við um fjárveitingu til þess að sinna löggæslunni almennt.“ Spurður um sameiginlegt eftirlit lögregluembættanna í sumar sagði Tómas: „Það er ekki farið að huga að sameiginlegu eftirliti embættanna. Við erum í algjöru lágmarki hvað mannskap og fjármagn varðar og af þeim sökum verðum við að forgangs- raða hverjum sköpuðum hlut. Við er- um því mest á vegunum þar sem flest slysin eiga sér stað og betur getum við ekki gert. Hvort við eigum eftir að sinna sameiginlegu eftirliti á hálend- inu verður að koma í ljós en það er bara rétt byrjað að opna. Við reynum þó að sinna því eftir megni.“ Tómas sagði jafnframt að hann ef- aðist ekki um að eftirlitið sumarið 1999 hefði skilað árangri. „Það kom kannski ekki margt upp á í þessum eftirlitsferðum en þær gerðu gagn eins og hvert annað eftirlit. Þá var mjög góð samvinna á milli embætt- anna.“ Mikil ölvun á hálendinu Friðjón Guðröðarson, sýslumaður í Rangárvallarsýslu, tók undir orð Tómasar þess efnis að engir fjármunir væru fyrir hendi til að sinna sameig- inlegu eftirliti embættanna. „Ég tel að dómsmálaráðuneytið muni ekki láta okkur hafa sérstaka fjármuni í þetta. Við reynum þó að fara einhverjar ferðir yfir sumarmánuðina og kannski munu embættin eitthvað sameinast um það. Það verður að sinna eftirliti á hálendinu og ég mun reyna að standa fyrir því.“ Að sögn Friðjóns var eftirlitið sum- arið 1999 óheyrilega kostnaðarsamt. „Þá vorum við reyndar með lækni með okkur og einn læknir kostar nú reyndar eins og ein meðaláhöfn á tog- ara. En það sparar okkur þó að þurfa að hlaupa með öll vandamál í byggð, sbr. þau mál er tengjast ölvunar- akstri. Við munum þó ekki taka lækna með á hálendið í sumar vegna kostn- aðar.“ Friðjón segir að eftirlitið skipti miklu máli vegna forvarna og enn fremur viti ferðalangar af lögreglunni. „Á hálendinu er alltof mikið um ölvun og það er á ársgrundvelli. Menn eru ekki betri á vélsleðunum og jeppunum á veturna. Það er alveg hrikalegt ást- and og flest slysin á veturna eru til- komin vegna ölvunar. Hvað utanvega- akstur varðar þá held ég að hann sé ekki eins slæmur og menn eru að blása út.“ Sameiginlegt eftirlit lögreglunnar á Suðurlandi á hálendinu Ekki sótt um fjárheim- ild til verkefnisins Lokaði Club Clinton LÖGREGLAN í Reykjavík átti annasama nótt aðfaranótt laugardagsins og þurfti m.a. að grípa inn í átök, elta uppi árásarmenn og handtaka. Þá neyddist lögreglan til að loka nektardansstaðnum Club Clinton í miðbæ Reykjavíkur upp úr klukkan fjögur aðfara- nótt laugardags. Eigendur staðarins höfðu ekki leyfi til að hafa opið lengur en til klukkan þrjú og því varð lög- reglan að skerast í leikinn og loka staðnum. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af staðnum vegna brota af þessu tagi. Um tíu viðskiptavinir voru inni á Club Clinton þegar lög- reglan kom að og gekk átaka- laust að koma þeim út af staðnum. Annir hjá lögregl- unni í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.