Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 21
sérstaklega við þar sem ójafnvægi er milli gjaldmiðlasamsetningar tekna annars vegar og skulda hins vegar.“ Verðið þið þá varir við meiri vanskil eða út- lánatöp? „Við finnum lítið fyrir því ennþá,“ segir Val- ur, „og vanskil eru enn í sögulegu lágmarki hjá okkur. Við höfum átt von á því að sjá vanskil aukast eitthvað, en það gerist mjög hægt enn sem komið er. Í áætlunum okkar gerum við þó ráð fyrir nokkurri aukningu vanskila. Í þessu sambandi skiptir líka máli að við erum orðnir það stórir að við höfum styrk til að taka á móti sveiflum í efnahagslífinu og þetta er eitt af því jákvæða við sameininguna.“ „Það má líka nefna,“ bætir Bjarni við, „að frá sameiningu höfum við vísvitandi dregið úr út- lánaaukningunni eftir því sem mögulegt hefur verið. Við höfum líka breytt hlutföllum í útlána- safni og lagað þau að breyttum aðstæðum, þannig að ég fullyrði að við erum með mjög sterkt eignasafn og sterka viðskiptamenn sem eiga að geta staðið straum af endurgreiðslu lána.“ „Samhliða minni útlánaaukningu innanlands hafa útlán til útlanda aukist,“ segir Valur, „og það er ein af skýringum þess að heildarútlán hafa aukist þótt aukning innanlands sé mun minni en áður. Þessi lán til erlendra aðila eru bæði á því formi að við kaupum erlend skulda- bréf og í formi beinna lána til erlendra fyr- irtækja.“ Ef við snúum okkur aðeins að rekstrarreikn- ingi bankans, og lítum sérstaklega á kostnað- arhlutfallið, það er hlutfallið milli annarra rekstrargjalda og hreinna rekstrartekna, þá var það óhagstætt á síðasta ári 64% miðað við 55% árið 1999 ef reikningum bankanna tveggja það ár er slegið saman. Á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs batnaði hlutfallið nokkuð á nýj- an leik, fór niður í 58%, en er þó enn töluvert hærra en árið 1999. Er að ykkar áliti hægt að draga ályktanir um samrunann út frá þessu og jafnvel að segja að hann hafi ekki skilað því sem að var stefnt? „Það sem olli því að þetta hlutfall var hærra í fyrra en árið á undan var annars vegar að kostnaður varð hærri, meðal annars út af sam- runanum, og hins vegar að tekjurnar lækkuðu mun meira en við höfðum gert ráð fyrir. Ástæð- ur tekjulækkunar eru bæði lækkun á mark- aðsvirði skuldabréfaeignar og lækkun á mark- aðsvirði hlutabréfaeignar,“ segir Valur. „Við stefnum hins vegar að því að kostnaðarhlut- fallið verði undir 55% í ár og teljum að það markmið muni nást.“ Nú gjaldfærðuð þið lækkun á markaðsverði skuldabréfanna sérstaklega neðarlega í rekstr- arreikningnum í fyrra sem nokkurs konar óreglulegan lið. Þetta varð til þess að kostn- aðarhlutfallið var hagstæðara en ef gjaldfærsl- an hefði komið á hefðbundnum stað ofar í reikningnum og mér reiknast til að kostnaðar- hlutfallið hefði þá verið 76%. Hvaða augum lítið þið þessa sérstöku færslu í dag, eruð þið þeirrar skoðunar að hún hafi átt rétt á sér? „Fyrst er rétt að taka fram að ef menn ætla að vera í starfsemi sem byggist á að hagnast á breytingum á markaðsverði, þá eiga menn að færa allar eignir og skuldir á markaðsverði og við höfum fylgt því meginsjónarmiði,“ segir Bjarni. „Það má svo deila um hvar talan á að enda í rekstrarreikningum sjálfum, en þarna vorum við einfaldlega að fylgja þeim stöðlum sem gilda um uppsetningu rekstrarreiknings í fjármálafyrirtæki. En ég held út af fyrir sig að færa megi sterk rök fyrir því að þetta eigi að vera ofar í reikningum sem hluti af reglulegum rekstri. Ég ætla ekki að mæla því mót.“ Samræmi milli fyrirtækja mikilvægara en samræmi milli ára Sem mun þá þýða miklar sveiflur í kostnaðar- hlutfalli milli ára? „Það er rétt, en svar við þessu er að brjóta kostnaðarhlutfallið niður á einstakar rekstrar- einingar og þá sjá menn bæði sveiflurnar og stöðugleikann eftir afkomueiningum,“ segir Bjarni. „Við höfum gagnrýnt að bankarnir gera ólíkt upp að þessu leyti og það ruglar markaðinn,“ segir Valur, „og við höfum hvatt til þess að Fjármálaeftirlitið setji reglur um hvernig fara skuli með þetta, því í dag er þetta býsna mikið matsatriði hjá hverjum fyrir sig.“ Sumir halda því fram að mikilvægara sé að samræmi sé í uppgjöri einstakra banka milli ára... „Við teljum mest áríðandi að samræmi sé milli þessara aðila á markaðnum svo fjárfestar eigi auðveldara með að bera þá saman. Fjár- festar vilja gera samanburð á fyrirtækjum, en ef ekki er gert upp með sama hætti verður sam- anburður ómarktækur,“ segir Valur. „Við höf- um fylgt mjög íhaldssamri framsetningu og ef við erum í vafa þá látum við tölurnar alltaf vera okkur í óhag til að við séum ekki að bera á bak- inu byrðar inn í framtíðina.“ Basisbank fór illa út úr minni áhuga á netfjárfestingum Lítum þá til útlanda. Það hefur mikið verið fjallað um danska netbankann Basisbank sem þið eruð hluthafar í og þær háu fjárhæðir, 393 milljónir króna, sem þið hafið afskrifað hans vegna. Þessi banki er aðeins starfandi á Netinu, er sem sagt ekki með nein útibú, og leggur kapp á ódýra þjónustu og hagstæða vexti. Sam- kvæmt nýlegri könnun í Danmörku leggja Dan- ir hins vegar mest upp úr þjónustuþætti banka- starfseminnar. Gerðuð þið einhverja slíka könnun áður en farið var af stað? „Hugsunin með þátttöku í netbanka í Dan- mörku, sem síðan átti að færa starfsemi sína til annarra Norðurlanda, var að ná ákveðinni fót- festu á þessum markaði. Það vildum við gera með þessari tilraun, það er að segja með því að setja fjármagn í þennan banka,“ segir Bjarni. „Það er engin spurning í mínum huga að Netið sem dreifileið fyrir fjármálaþjónustu á eftir að vaxa mjög mikið, þótt ekki sé vitað nákvæmlega hversu hratt það muni gerast. Á þeim tíma sem þessi ákvörðun var tekin voru spár um miklu hraðari vöxt á Netinu en síðan hefur orðið raun- in. Eins er ljóst að hugmyndir manna um tekju- módelið á Netinu reyndust bjartsýnni en raun bar vitni. Þess vegna hefur þessi tilraun ekki gengið upp. Hins vegar kom á daginn þegar reksturinn hófst að það var mjög mikill áhugi á bankanum og það komu miklu fleiri viðskiptamenn en áætlanir gerðu ráð fyrir. En áætlanir gerðu líka ráð fyrir viðbótarfjármagni til að reka bankann á meðan verið væri að leggja grunn að starf- seminni. Andrúmsloftið gagnvart fjárfestingum á Netinu snerist á þessum tíma og þess vegna reyndist erfitt að fá fjármagn þarna inn og bankinn lenti í ákveðnum hremmingum. Fram- tíðin á svo eftir að skera úr um hvernig þeim að- ilum sem komnir eru nýir inn í bankann með okkur tekst að vinna sig fram úr þessu og ég held að ekki sé ástæða til að vera sérstaklega svartsýnn vegna þess, en tíminn verður að leiða það í ljós.“ „Áætlanir okkar í upphafi voru á þá leið að við myndum setja inn það fjármagn sem þyrfti í upphafi og svo myndu aðrir taka við,“ bætir Valur við, „en þá lendum við í því að áhugi á fjárfestingum í slíkum fyrirtækjum er skyndi- lega ekki fyrir hendi þó áður hafi verið biðraðir eftir að fá að fjárfesta. Þess vegna tók mun lengri tíma en ráð var fyrir gert að afla viðbót- arfjármagns. Enn sem komið er virðist þeim nýju aðilum sem komu þarna inn ganga ágæt- lega og við munum líklega smám saman geta gert okkur pening úr þessu.“ Starfsemi Raphael & Sons farið hægt af stað Þið eruð eigendur breska bankans Raphael & Sons en þar virðast starfsemi og uppbygging hafa gengið rólega. Getið þið sagt nánar frá því sem þar er að gerast? „Það er hárrétt metið að sú starfsemi hefur farið hægt af stað. FBA keypti bankann upp- haflega og ástæðan var sú að FBA hafði hvorki eignastýringu né þjónustu við einstaklinga,“ segir Bjarni. „Með samrunanum breyttust for- sendurnar og við höfum því látið nægja að ná hagnaði út úr þeirri starfsemi sem fyrir var og bæta svo hægt og bítandi við hana. Ég geri ekki ráð fyrir stórri breytingu þar á. Við höfum hins vegar áhuga á að efla frekar starfsemina í London til að geta með betra móti sinnt við- skiptavinum okkar í útrás þeirra. Í þessum til- gangi hyggjumst við opna skrifstofu í London síðar á árinu.“ „Sú opnun verður óháð Raphael & Sons,“ bætir Valur við. „Sá banki er dæmigerður breskur einkabanki sem þjónar viðskiptavin- um sínum á sinn hátt. Við viljum ekki trufla þá starfsemi en erum að bæta margs konar þjón- ustu við, meðal annars eignastýringu sem við sinnum héðan og getum selt viðskiptavinum Raphael & Sons.“ Þið eruð einnig í Lettlandi eigendur í Riet- umu-banka, sem svo keypti Saules-banka í des- ember. Hver er staða mála þar? „Við höfum verið í áreiðanleikakönnun í framhaldi af samningi sem við gerðum við hlut- hafana þar. Við munum klára áreiðanleika- könnunina fyrir júnílok og verði hún jákvæð munum við ganga frá kaupunum á Rietumu að henni lokinni í þeirri mynd sem hagkvæm verð- ur talin. Þarna eru feikileg tækifæri en menn þurfa að feta sig varlega áfram, því umhverfið allt og fyrirtækjamenningin eru ólík því sem við þekkjum,“ segir Bjarni. Breyttar áherslur varðandi útrás Á heildina litið mætti jafnvel segja að þreif- ingar ykkar erlendis hafi gengið nokkuð hægt og að árangurinn sé minni en hann lítur út fyrir að vera hjá einhverjum keppinauta ykkar. Hvernig metið þið þetta sjálfir? „Við höfum verið á öðrum sviðum erlendis en sumir aðrir hér á landi,“ segir Valur. „Það sem mestu skiptir er þó að samruninn breytti við- horfunum. Við erum komnir í sterkari stöðu en áður og þurfum ekki að gera hlutina eins og áð- ur. Okkur er engin launung á því að þegar við sameinuðumst höfðu bæði fyrirtækin ákveðnar áætlanir um útrás, en með sameiningunni breyttist staðan, meðal annars vegna bætts lánshæfismats sem gerbreytir myndinni. Við getum nú gert hluti sem við gátum ekki gert hvor í sínu lagi og þess vegna höfum við end- urmetið stöðuna til að einbeita okkur að því sem við kunnum best.“ Grundvallaratriði fyrir fjármálafyrirtæki að njóta trausts Nú voru nýlega settar reglur sem skilyrða eignarhald að bönkum líkt og eru víða í gildi. Þá munu sums staðar vera reglur sem tak- marka eignaraðild þeirra sem eru virkir í at- vinnulífinu, bæði fyrirtækja og einstaklinga. Nú eru virkir aðilar í viðskiptalífinu stórir hlut- hafar í þessum banka, hver er reynslan af því? Teljið þið að það kunni á einhvern hátt að hafa haft neikvæð áhrif? „Stærsti hluthafinn hjá okkur er eignar- haldsfélag sem er með 15% hlut, en stærsti hluthafi annarra banka er með 70% hlut,“ segir Valur, „þannig að það er nú heilmikil dreifing á eignarhaldi í okkar banka. Reynslan alls staðar að úr heiminum sýnir að eignarhald fjármála- fyrirtækja dreifist af sjálfu sér og án tillits til þeirra reglna sem í gildi eru. Þetta gerist vegna þess að markaðurinn telur dreifða eignaraðild heppilega. Það má taka sem dæmi að í gamla Íslandsbanka voru eignarhaldsfélög í upphafi stórir hluthafar, en svo var þeim smám saman skipt upp og eignarhaldið dreifðist. Við þurfum þess vegna ekki að grípa til neinna aðgerða til að eignarhaldið dreifist með tímanum.“ „Það að aðilar úr viðskiptalífinu eru stórir hluthafar hér felur í sér tækifæri en á því geta sömuleiðis verið ákveðnir vankantar,“ segir Bjarni. „Grundvallaratriði í rekstri fjármála- fyrirtækis er að það hafi traust almennings og viðskiptalífsins og ábyrgð okkar stjórnend- anna er að sjá til að ekkert verði til þess að það traust fari minnkandi. Það eru um leið hags- munir allra hluthafa að þetta traust haldist.“ húsbóndi                            ! "  # $% %  &''' ! $%   (#   $% & ' '  '('( ) * %( ) ' ' '+', (' - ' ( *. /01 ,0, ,01 20, 201 30, 301 " *4 ( 4 ( + *  * * 5*  * - *   ( ( 4 ( &'')&''' (   )  #  *(  #  + ,   Morgunblaðið/Sigurður Jökull Bjarni: „Það að aðilar úr við- skiptalífinu eru stórir hluthafar hér felur í sér tækifæri en á því geta sömuleiðis verið ákveðnir vankantar.“ Valur: „Ég held líka að skynsamlegt hafi verið að fram- kvæma samein- inguna jafnhratt og raun ber vitni og sé ekki að ástæða sé til að efast um að skiptahlutfallið hafi verið sanngjarnt.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 21 haraldurj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.