Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 45 Hugmyndasamkeppni, um skipulag miðborgar og hafnarsvæðis við Austurhöfn Að höfðu samráði við samstarfsnefnd ríkis og borgar um tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel, efnir Reykjavíkurborg til hugmyndasamkeppni um skipulag miðborgar og hafnarsvæðis við Austurhöfn. Keppnissvæðið Keppnissvæðið afmarkast í megindráttum af Suðurbugt / Norðurstíg í vestur, Klapparstíg og Ingólfsstræti í austur og Sæbraut, Tryggvagötu og Hafnarstræti. Tilgangur og markmið Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir að skipulagi svæðisins sem er um margt sérstakt, áhugavert og einstakt í miðborg Reykjavíkur. Gera má ráð fyrir að byggingar á samkeppnissvæðinu verða mjög áberandi úr ýmsum áttum og ekki ólíklegt að þær geti orðið einskonar "viti" eða tákn miðborgar Reykjavíkur í framtíðinni. Tegund og tilhögun samkeppninnar Samkeppnin er hugmyndasamkeppni. Í því felst að útbjóðandi er fyrst og fremst að leita eftir grundvallarhugmyndum, tilhögun að skipulagi svæðisins miðað við þá starfsemi sem gert er ráð fyrir að þar verði s.s. tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð, hótel, miðstöð fyrir almenningsvagna svo eitthvað sé nefnt. Verðlaun Heildarverðlaunafé samkeppninnar er kr. 8.000.000. Fyrstu verðlaun verða aldrei lægri en 40% þeirrar fjárhæðar. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 2.000.000. Þátttökuréttur Samkeppnin er opin öllum er taka vilja þátt með fyrirvara um tengsl við dómnefndarmenn. Tekið skal fram að það takmarkar ekki rétt til þátttöku hafi aðilar, á fyrri stigum, unnið tillögur af skipulagi svæðisins eða hluta þess enda verða öll opinber gögn og tillögur, sem unnar hafa verið af svæðinu, aðgengileg keppendum á heimasíðu samkeppninnar. Dómnefnd Formaður er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. Meðdómendur eru Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi, Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, Ólafur B. Thors, formaður samstarfsnefndar ríkis og Reykjavíkurborgar um tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel, Albína Thordarson, arkitekt, Sólveig Berg Björnsdóttir, arkitekt og Knud Fladeland Nielsen, arkitekt. Afhending keppnisgagna og þátttökugjald Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust frá og með 13. júní 2001 á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Hafnarstræti 9, milli 09:00-12:00 virka daga og í afgreiðslu Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, milli 10:00-16:15 virka daga. Hana má einnig nálgast á heimasíðu samkeppninnar, http://www.midborg.net. Önnur keppnisgögn verða afhent gegn skilatryggingu að upphæð kr. 10.000. hjá trúnaðarmanni. Skilafrestur Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitektafélags Íslands að Hafnarstræti 9, 2. hæð 101 Reykjavík eigi síðar en 5. nóvember 2001. Nánari upplýsingar og samkeppnislýsingu er að finna á heimasíðu samkeppninnar, http://www.midborg.net, sem opnar 13. júní. Upplýsingar verða einnig veittar á skrifstofu Arkitektafélags Íslands í síma: 551 1465 milli 09:00-12:00 virka daga og hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur í síma: 563 2340, milli 10:00-16:15 virka daga. Reykjavík, 9. júní 2001. DREGINN var út 8. maí sl. fyrsti Alfa Romeo-bíllinn af þremursem eru á vinningaskrá Happdrættis SÍBS í sumar. Þennan fyrsta bíl hreppti Hannesína Ásgeirsdóttir á Akranesi. Hún sést hér taka við bílnum og með henni á myndinni er eiginmaðurinn Björgvin Þorleifs- son og dóttir þeirra, Ásdís Björg. Alfa Romeo 147 Super var kos- inn bíll ársins 2001 af blaðamönn- um evrópskra bílatímarita. Hinir tveir Alfa Romeo-bílarnir verða dregnir út í júlí og ágúst. Heppnir Ak- urnesingar FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti nítján ungmenn- um „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga“, í opinberri heim- sókn sinni á Suðurfirði í Suður-Múla- sýslu. Ólafur Ragnar segir hvatning- arverðlaunin, sem fyrst voru afhent haustið 1996, ekki vera eiginleg verð- laun. Þau séu fremur hvatning til allra ungmenna sýslunnar um að halda áfram á réttri braut. Þeir sem hlutu hvatningarverðlaun forseta Íslands eru: Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir, 14 ára, Ásunnarstöðum í Breiðdal. Hún hefur sýnt einstaka samviskusemi og jákvæði í námi. Aðalheiður Kristín Hermannsdótt- ir, 14 ára, Breiðdalsvík. Hún þykir einnig hafa sýnt einstaka samvisku- semi og jákvæði í námi. Agnes Ösp Magnúsdóttir, 16 ára, Djúpavogi. Hún hefur með miklum dugnaði og einbeittum vilja náð prýð- is námsárangri þrátt fyirr að vera haldin mikilli lesblindu og hefur verið gott fordæmi fyrir þau börn og ung- linga sem þurfa að glíma við les- blindu. Andri Már Jónsson, 16 ára, Fá- skrúðsfirði. Hann er framúrskarandi námsmaður og efnilegur íþróttamað- ur. Andri hefur unnið til fjölda verð- launa í íþróttum m.a. á Unglinga- landsmóti UMFÍ sl. sumar. Hann er í úrvalshópi ÚÍA í frjálsum íþróttum og hefur einnig verið valinn í 30 manna æfingahóp vegna landsliðs í knattspyrnu 16 ára og yngri. Arnar Indriðason, 13 ára, Gljúfra- borg í Breiðdal. Hann hefur sýnt dugnað, einbeittan vilja og hæfni til náms eftir að hafa lent í ýmsum erf- iðleikum. Hann er dæmi um nem- anda sem sinnir námi af einstakri kostgæfni. Bjartmar Þorri Hafliðason, 14 ára, Eiríksstöðum í Djúpavogshreppi. Hann er góður námsmaður, sam- viskusamur og duglegur og hefur staðið sig vel bæði í frjálsum íþrótt- um og knattspyrnu. Eva Dögg Sigurðardóttir, 15 ára, Djúpavogi. Hún er jákvæð og ábyrg, góður námsmaður, stundar söngnám við Tónskólann og er virk í félags- málum skólans. Guðný Sjöfn Þórðardóttir, 13 ára, Djúpavogi. Hún er góður námsmað- ur, samviskusöm og dugleg og hefur náð góðum árangri í frjálsum íþrótt- um og m.a. unnið til verðlauna á Ís- landsmóti. Hrefna Ingólfsdóttir, 11 ára, Breiðdalsvík. Hún er duglegur og samviskusamur nemandi og stundar tónlistarnám með góðum árangri. Kjartan Svanur Hjartarson, 15 ára, Fáskrúðsfirði. Hann hefur sýnt góða leikhæfileika og hefur nýlega skilað aðalhlutverki í leiksýningu með glæsilegum árangri. Hann er einnig góður námsmaður og prúður og háttvís í allri framgöngu. Kristinn Ágúst Þórsson, 10 ára, Fáskrúðsfirði. Hann stundar nám sitt af miklum dugnað og sýnir prúð- mennsku í skólanum og er auk þess sérlega hæfileikaríkur og efnilegur tónlistarnemandi. Kristrún Selma Ölversdóttir, 13 ára, Fáskrúðsfirði. Hún er samvisku- söm og hefur sýnt framúrskarandi námsárangur í öllum námsgreinum og er auk þess efnilegur tónlistar- nemandi. Lilja Rut Arnardóttir, 17 ára, Stöðvarfirði. Hún hefur sýnt framúr- skarandi námsárangur allan sinn skólaferil og verið virk í félagsstarfi og öðrum nemendum til fyrirmyndar. Maggi Andrésson, 12 ára, Stöðv- arfirði. Hann er afburðaíþróttamaður og hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann er margfaldur Austurlands- meistari í sínum greinum sem eru sprett- og stökkgreinar en hann er einnig öflugur knattspyrnumaður. Margrét Jóna Þórarinsdóttir, 17 ára, Fáskrúðsfirði. Hún hefur sýnt framúrskarandi námsárangur og er vel skipulagður, samviskusamur og vandvirkur námsmaður. Hún er einn- ig fjölhæfur íþróttamaður og hefur unnið til fjölda verðlauna, m.a. verið Íslandsmeistari í 800 m hlaupi 14 ára og yngri. María Emily Þráinsdóttir, 11 ára, Djúpavogi. Hún er samviskusamur nemandi og hefur sýnt mikla hæfi- leika í tónlistarnámi, spilar bæði á flautu og píanó. Hún hefur sýnt mikl- ar framfarir í að tileinka sér íslenska tungu. Pétur Haukur Jóhannesson, 15 ára, Fáskrúðsfirði. Hann er mjög fjölhæfur og efnilegur íþróttamaður og fyrirmynd annarra um dugnað og sjálfsaga. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna í ýmsum íþróttagreinum, m.a. til gullverðlauna á Unglinga- landsmóti UMFÍ sl. sumar. Sigurjón Þórsson, 15 ára, Djúpa- vogi. Hann hefur þrátt fyrir fötlun sína náð mjög góðum árangri í námi og skarað fram úr á ýmsum sviðum t.d. sýnt mikla stærðfræðigreind. Vordís Guðmundsdóttir, 11 ára, Djúpavogi. Hún er afburða nemandi í öllum námsgreinum auk þess sem hún stundar tónlistarnám og stendur sig vel í íþróttum. „Sú unga kynslóð sem hér er að alast upp er hæfileikarík, glæsileg og atorkusöm og sannfærir mig um að við eigum að sýna viðurkenningu okkar í verki,“ sagði Ólafur Ragnar við viðurkenningarhafana og hvatti þá til að halda sambandi við sig og segja frá því sem gerðist í lífi þeirra. Nítján hljóta hvatn- ingu forsetans Í TILEFNI Hátíðar hafsins, 9.-10. júní nk., mun Borgarskjalasafn Reykjavíkur gera átak í söfnun skjala frá sjómönnum, útgerðarmönnum og öðrum sem tengjast hafinu á einhvern hátt. Hafið og Reykjavík hafa löngum verið tengd sterkum böndum en til- koma Reykjavíkurhafnar í byrjun 20. aldar gerði Reykjavík að umsvifa- miklum útgerðarbæ og ekki er ofsagt að Reykjavík hafi átt mikið undir því sem hafið hefur gefið henni. Skjöl sjó- manna og útgerðarmanna geyma því mikilvægan hluta af sögu höfuðstað- arins og er því nauðsynlegt að þau glatist ekki. Þeim sem eiga í fórum sínum gömul skjöl tengd útgerð í Reykjavík og hafa áhuga á að þau varðveitist er bent á að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Skjöl geta verið, bréf, dagbækur, ljósmyndir o.s.frv. Safnið er opið alla virka daga frá kl. 10-16 og er hægt að koma með skjölin þangað eða hafa samband í síma og veita starfsmenn nánari upplýsingar. Söfnun skjala útgerðar- og sjómanna VEGNA umræðu í fjölmiðlum und- anfarið vill Rauði kross Íslands taka fram eftirfarandi: „Á þessu ári hafa 12 heimilislaus börn fengið athvarf í Rauðakrosshúsinu við Tjarnargötu, neyðarathvarfi Rauða krossins fyrir börn og unglinga í vanda. Sex þeirra yfirgáfu húsið án þess að opinberir aðilar hefðu fundið við- unandi lausn á vanda þeirra. Með heimilisleysi er átt við að þau komu ekki til Rauðakrosshússins beint af stofnun eða eigin heimili, nema þá að þeim hafi verið vísað þaðan. Rauði krossinn leggur á það áherslu að mikilvægt sé að sú um- ræða sem nú er í gangi hafi hags- muni barna að leiðarljósi. Á árinu 2000 voru gestakomur í Rauðakrosshúsið 128 en á bak við þá tölu eru 75 einstaklingar. Í 64 tilfell- um var húsnæðisleysi m.a. gefið upp sem ástæða fyrir því að viðkomandi einstaklingar sóttu um athvarf hjá Rauða krossinum.“ Börn og unglingar í vanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.