Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 10. JÚNÍ 2001
129. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Sunnudagur
10. júní 2001
Enn finnast á Íslandi einstaklingar
sem gustar af og hafa marga
fjöruna sopið. Karl einn sem
Guðmundur Guðjónsson og Árni
Sæberg hittu nýverið í Hornvík á
Hornströndum, við rætur Horn-
bjargs, reyndist
vera með óborg-
anlegan feril
svaðilfara að
baki. Hann er
sagður hafa fæðst
með 9 líf eins
og kettirnir, en
hann sé búinn
ð t 21 10
Búinn með 21 líf af 9
ferðalögTöfrandi tónar sumarsbílar Jeppi frá Peugeot?börnFótboltaleikurbíóút í flóa
Tuttugu ára stríð
Saga alnæmis og útbreiðsla
Eitt nýtt tilfell
af HIV greini
á Íslandi á
mánuði
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
B
VÆNTINGAR OG
VONBRIGÐI
10
Markaðurinn
harður
húsbóndi
20
Óþekkti
sjómaðurinn
á Flateyri
22
Sjómenn um land allt halda sjómannadaginn hátíðlegan í dag. Skipin
eru almennt í höfn í tilefni af því. Myndin var tekin fyrir skömmu um
borð í Drangavík VE þegar þessar hetjur hafsins voru að huga að
trollinu áður stefnan var tekin á heimahöfn og stímt var í land.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Til hamingju með daginn, sjómenn
TONY Blair gnæfði í gær yfir póli-
tískt landslag Bretlands, tveimur
dögum eftir hinn mikla kosningasig-
ur Verkamannaflokksins, ný ríkis-
stjórn undir hans forystu tekin við
völdum, brezki Íhaldsflokkurinn
leiðtogalaus og aðild Bretlands að
Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu (EMU) næsta stóra málið á dag-
skrá.
Blair beið ekki boðanna að stokka
upp í ríkisstjórninni eftir að hann
fékk formlegt umboð Elísabetar
Bretlandsdrottningar í gær til að
mynda nýja stjórn landsins. „Blair
sveiflar öxinni eftir sögulegan sigur“
var forsíðufyrirsögn Lundúnablaðs-
ins Guardian, og sami tónn var sleg-
inn í mörgum öðr-
um blöðum.
Mest kom á
óvart að Robin
Cook, sem álitinn
hefur verið einn
„evrópusinnað-
asti“ ráðherrann,
hættir sem utan-
ríkisráðherra og
við embættinu
tekur Jack Straw, sem hefur frekar
orð á sér fyrir að vera ekki eins sann-
færður í Evrópumálunum. Þykja ut-
anríkisráðherraskiptin því senda út
misvísandi skilaboð um það hve
snarlega stjórnin hyggist grípa til
aðgerða til að búa Bretland undir
inngöngu í myntbandalagið. Á gjald-
eyrismörkuðum hafði sterlingspund-
ið lækkað eftir að kosningaúrslitin
urðu ljós, og var það byggt á vænt-
ingum um að nú mundi þess ekki
langt að bíða að ný stjórn Blairs drifi
í því að skipta pundinu út fyrir evr-
una. Blair hefur heitið þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málið.
En samkvæmt heimildum Reu-
ters-fréttastofunnar mun ákvörðun-
in um flutning Straws í utanríkismál-
in ekki tengjast neitt umræðunni um
EMU-aðild; það sem Blair hafi geng-
ið til með breytingunni sé það eitt að
traustur maður haldi um taumana í
þessu mikilvæga ráðuneyti.
Fjórar konur koma nýjar inn í
stjórnina, til viðbótar við þær þrjár
sem fyrir voru. Alls sitja 22 í henni.
Portillo nefndur sem
líklegur arftaki Hagues
William Hague tilkynnti afsögn
sína úr leiðtogasæti Íhaldsflokksins
strax og ljóst varð hve illa flokkurinn
fór út úr kosningunum og er fastlega
búizt við að afstaðan til myntbanda-
lagsins muni hafa mikil áhrif á slag-
inn sem framundan er um það hver
verður arftaki Hagues. Hjá veð-
möngurum er nafn Michaels Portil-
los, sem er „fjármálaráðherra“
skuggaráðuneytis Íhaldsflokksins,
efst á blaði yfir líklega arftaka, en
hann er jafnandsnúinn EMU-aðild
Bretlands og Hague.
Stjórnmálaskýrendur létu svo um-
mælt í gær, að óeiningin í röðum
íhaldsmanna væri nú slík, að ekki
væri útilokað að Verkamannaflokk-
urinn ætti möguleika á að sigra í
þriðju þingkosningunum í röð árið
2005 eða 2006.
Tony Blair sagður „sveifla öxi“ eftir sigurinn í þingkosningunum
Utanríkisráðherraskipt-
in þykja koma á óvart
Lundúnum. Reuters.
Fjórar konur/6
Tony Blair
MOHAMMAD Khatami, forseti Ír-
ans, vann yfirburðasigur í kosning-
unum í landinu á föstudag og jafnvel
enn stærri en fyrir fjórum árum.
Vonast er til, að
það muni auð-
velda honum og
umbótaöflunum í
landinu að brjót-
ast út úr þeirri
herkví, sem harð-
línuöflin hafa
haldið þeim í.
Íranska innan-
ríkisráðuneytið
tilkynnti í gær, að
þegar taldar
hefðu verið 20,5 milljónir atkvæða –
sem er um helmingur þess fjölda sem
var á kjörskrá – hefði Khatami fengið
77,3% en hann fékk alls 69% atkvæða
í kosningunum 1997. Keppinautar
hans voru níu harðlínumenn og hafði
Ahmad Tavakoli, fyrrverandi at-
vinnumálaráðherra, fengið mest
þeirra, 15,2%. Aðrir voru með miklu
minna fylgi og flestir innan við eitt
prósent. Var reiknað með að kjör-
sókn hefði verið yfir 80%. Kjörstöð-
um var haldið opnum fimm tímum
lengur en upprunalega stóð til, þar
sem langar biðraðir kjósenda höfðu
myndazt.
Athygli vekur, að Khatami hafði
fengið 58% í hinni helgu borg Qom,
miðstöð harðlínuklerkanna, sem enn
eru langvaldamestir í Íran. Hann
hlaut á bilinu 88-93% atkvæða Írana
búsettra erlendis, eftir því sem rík-
isfréttastofan IRNA greindi frá.
Óttast byltingu
Eftir stórsigur Khatamis 1997 var
frelsi fjölmiðla aukið en harðlínu-
mennirnir undu því ekki lengi og hafa
bannað meira en 40 dagblöð og fang-
elsað blaðamenn og menntamenn.
Fyrir harðlínumönnunum fer Ali
Khamenei erkiklerkur og er hann yf-
irmaður heraflans, dómskerfisins og
ríkisfjölmiðlanna. Þá skipar hann
menn í 12 manna ráð, sem getur hafn-
að lögum, sem því finnst ekki vera í
samræmi við stranga túlkun á íslam.
Komið hefur fram að undanförnu,
að margir klerkanna kringum
Khamenei vilja hætta afskiptum af
stjórnmálum enda hafa þeir ástæðu
til að óttast, að annars kunni að fara
fyrir þeim eins og keisaranum, að
þeim verði bolað burt með valdi.
Kosningarnar í Íran
Alger
ósigur
harðlínu-
aflanna
Teheran. Reuters.
Mohammad
Khatami